Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 3 Danmörk: Islendingar viðriðnir stærsta kókaínmál semupp hefur komið Kaupmannahofn 5. marz, einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP og fréttaritara Mbl: SJÖ íslendingar og landflótta Ungverji hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefr.amáli. sem upp hefur komið í Danmörku. Fólkið var handtekið á hótelinu „5 svanir" við TÁsingegade t Kaupmannahöfn og fundust í fórum þess fíkniefni að andvirði um 5 milljónir danskra króna eða jafnvirði um 310 milljóna fslenzkra króna á svörtum markaði í Danmörku. Ýmislegt fleira fannst í fórum fólksins m.a. fannst hlaðin skammbyssa í fórum íslenzkra hjóna. sem handtekin voru. og um 13 milljónir króna í peningum. Sem fyrr segir er þetta eitt stærsta fíkniefnamál. sem upp hefur komið í Danmörku. og aldrei fyrr hefur fikniefnalögreglan í Kaupmannahöfn gert upptækt eins mikið af kókaíni. eða 485 grömm. [Kokain for jeml millioner I fundet pa Það var fyrir hreina tilviljun að lögreglan komst á sporið s.l. föstudagskvöld. Hringt var til lögreglunnar klukkan 20 um kvöldið og kvartað yfir hávaða í herbergi á hótelinu „5 svanir“. Sá sem hringdi tók einnig fram, að henn hefði grun um að hass væri reykt í herberginu. Lögreglusveit kom á vettvang og-handtók fyrst 27 ára gamlan Ungverja, sem er ríkisfangslaus. Við leit í herberginu fundust 400 grömm af kókaíni, hálft kílógramm af hassi og 70 þúsund danskar krónur, auk tveggja falsaðra vegabréfa. Annað var finnskt en hitt sænskt og í báðum var mynd af Ungverjanum. Þá fannst pappírssnifsi, sem vísaði lög- reglunni leiðina í herbergi 141/142 á sama hóteli. Þar handtók lögreglan 25 ára gamla íslenzka konu og jafnaldra hennar. Við leit fundust á hin- um ýmsu stöðum, svo sem á bak við salerniskassa, 50 grömm af kókaíni, 300 grömm af hassi og 80 grömm af amfetamíni. Þá var konan með verðmætan gullhring í fórum sínum, en hún heldur því fram að hann sé í eigu Islendings, sem bjó á sama hóteli. Meðan á leitinni stóð kom 28 ára gamall íslendingur í heim- sókn. A honum fannst hálft gramm af kókaíni, sem hann kvaðst vera nýbúinn að kaupa í Kristjaníu. Fleiri komu á vettvang meðan lögreglan leitaði í hótelherberg- inu. Islenzk hjón bar að og voru þau með hass að andvirði 600 króna á sér. Sögðust þau hafa farið í Kristjaníu til að kaupa þá en á meðan hefði barn þeirra, sem er í vöggu, verið í vörzlu konunnar, sem bjó í því herbergi, sem hér um ræðir. Fólk þetta var allt tekið hönd- um, og hélt lögreglan næst í herbergi eiganda gullhringsins, over stej _— forte Narko til tn 5 mill. kr. kæmpe fundet kokain Storste kokain- beslaglæggelse herhjemme: OTTEISLÆNDERE FÆNGSLET FOR NARKOTIKAHANDEL Úrklippur úr dönskum blöðum þar sem skýrt er frá stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Danmörku. sem er númer 207/208 í gistihús- inu. Þar voru handtekin önnur íslenzk hjón, en þau höfðu falin hjá sér tæp 19 grömm af kókaíni og tösku, sem í voru danskir og sænskir peningar, alls að and- virði 215 þúsund danskra króna. Þar að auki fannst skammbyssa með hlaupvídd 7.65, minkapels, sem virtur er á 50 þúsund danskar krónur, og skartgripir fyrir um það bil 90 þúsund. Auk þess fundust margar vogir ásamt lóðum í herberginu. Hinunt handteknu hefur öllunt verið stefnt fyrir eitur- lyfja meðhöndlun. Fernt var úrskurðað í gæzluvarðhald í 27 daga, einn í sjö daga, tveir í sex daga og einn í þrjá daga. „Þetta bendir til þess að kókaín sé heldur betur að kom- ast á markað hér,“ segir Mogens Lundh, rannsóknarlögregiuntað- ur í Kaupmannahöfn. „Unt hendur gæzlufanganna hefur greinilega farið kókaín fyrir hundruð þúsundir króna. Við höfurn ekki í annan tíma komizt yfir svo mikið kókaín í einu, því að venjulega er það lítt áberandi fólk, sent neytir þessa efnis. Kókaín er örvandi og eykur kynhvötina. Það slævir ekki, eins og til dæmis heróínið." Eftir því sem næst verður komist neita Islendingarnir að eiga nokkuð af því ntikla kókaínmagni, sem fundizt hefur. Einn íslendinganna hefur viður- kennt að hafa keypt kókaín, um 20 grömm, enda sé hann neyt- andi þess. Hafi hann keypt efnið af rnanni, sem hann þekkti ekki. Rannsókn ntálsins verður haldið áfram af fullum krafti. „Það hefur ekkert verið haft samband við okkur vegna þessa máls,“ sagði Guðmundur Gígja lögreglufulltrúi hjá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík í samtali við Mbl. í gær. „Við höfum haft ákveðnar grunsentdir um það að hópur Islendinga stundaði stórfelld viðskipti nteð fíkniefni í Kaup- ntannahöfn." sagði Guðmundur. „Við höfum komið þeim upplýs- ingunt á framfæri við fíkniefna- lögregluna í Kaupmannahöfn sent við höfunt aflað okkur en ég veit ekkert hvort þær hafa komið að gagni í sambandi við þetta mál. Það er ekkert leynd- arntál að lögrégluyfirvöld á Norðurlöndum hafa með sér náið samstarf og skiptast á upplýsingunt, sem þau telja að geti komið að gagni." Morgunblaðið hafði í gær samband við Þorleif Thorlaeius sendiráðsritara í sendiráði ís- lands í Kaupntannahöfn. Hann sagði að ekkert samband hefði verið haft við sendiráðið vegna þessa máls og íslendingarnir ekki óskað aðstoðar sendiráðs- starfsmanna. Þorleifur kvaðst sjálfur hafa hringt til fíkniefna- deildar lögreglunnar á sunnu- dagsmorguninn, þegar hann las unt málið i dagblöðununt, og fengið upplýsingar af gangi ntála. Hann sagði ennfremur að dómstóllinn, sem úrskurðaði Islendingana í gæzluvarðahald á sunnudaginn, hefði jafnframt skipað danska lögfræðinga til að annast þeirra mál. Þorleifur sagði að lokum að dönsku blöðin hefðu slegið þess- ari frétt upp bæði á sunnudag og mánudag. ■ Auglýsing- Benzínverðið í 350-400 kr. um áramót? Mikilvægi sparneytinna bíla eins og Daihatsu Charade hefur aldrei verið meira en nu. Holskefla af benzínverðs- hækkunum er framundan á næstu 8—10 mánuðum og gæti verðið farið í 350—400 kr. miðað við spár um verð dollars og hækkun á olíu- verði hérlendis. Daihatsu Charade býður upp á meira en sparneytni. Hann er fimm manna, framhjóla- drifinn, með fimm hurðir. Vélin 3 strokka fjórgengis- vél, 52 din. hö, sem tryggir hámnrksnvtinm] vélar. Við bjóðum upp á varahluta- þjónustu og verkstæðið okk- ar, Ventill H/F hefur mesta reynslu hérlendis í þjónustu við japanska bila. Sigurvegari í íslenzku sparakstur skeppninni Daihatsu Charade sigraði í sparaksturskeppni Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur í október sl. og fór þá 99.11 km á 5. lítrum af benzíni við dæmigerðar íslenzkar aðstæður. SA-rok og rigningu og vegir eins og þeir eru við slíkar aðstæður. Meðaleyðsla 5,05 lítrar á 100 km. Sigurvegari í frönsku sparaksturskeppninni Charade Lords It Over París Economy Run Um svipað leyti eða 21. október sigraði Daihatsu Charade einnig í frönsku sparaksturskeppninni. sem haldin var í og í grennd við París. Eknir voru 500 km. Fyrst 50 km með 25 km hraða inn í miðborginni. Þá 200 km með 60 km hraða í úthverfum og loks 250 km með 120 km hraða á þjóðvegum. Daihatsu Charade sigraði glæsilega og fór 17.85 km á hverjum líter benzíns. Meðaleyðsla 5.60 lítrar á 100 km. Þess vegna er Daihatsu Charade rökréttur valkostur DAIHATSUUMBOÐIÐ Armúla 23. Sími 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.