Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 37 Sigríður Sigtryggsdóttír Sauðárkróki—Muming Þann 21. febrúar lézt í Sjúkra- húsi Skagfirðinga Sigríður Sig- tryggsdóttir, ekkja Péturs Hannessonar fyrrum póst- og sím- stjóra á Sauðárkróki. Hún fæddist á Möðruvöllum í Eyjafirði 16. janúar 1894 og var því fullra 85 ára er hún lézt. Með henni er gengin mæt kona, sem lengi verður hugstæð þeim, er hana þekktu. Hún hét fullu nafni Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir. Foreldrar hennar voru hjónin Sigtryggur Benediktsson og Guðrún Guðjóns- dóttir. Sigtryggur var sonur Bene- dikts Jóhannessonar bónda í Hvassafelli í Eyjafirði og konu hans, Sigríðar Tómasdóttur frá Holti í Grundarsókn. Guðrún kona Sigtryggs og móðir Sigríðar, var dóttir séra Guðjóns Hálfdanarson- ar prófasts á Eyri í Skutulsfirði, en móðir hennar, kona séra Guð- jóns, var Sigríður Stephensen, dótt- ir séra Stefáns á Reynivöllum, Stefánssonar amtmanns á Hvítar- völlum. Systkini Guðrúnar Guð- jónsdóttur voru Hálfdan vígslu- biskup, Álfheiður, kona Kristjáns Blöndals póstafgreiðslumanns á Sauðárkróki, Helga, kona Pálma Péturssonar kaupmanns s.st., og Ragnheiður, ógift, lengi málleys- ingjakennari í Reykjavík; síðast búsett á Sauðárkróki. Sigríður Sigtryggsdóttir var mjög frændrækin og taldi sig standa í þakkarskuld við móður- systkini sín og rækti vel vináttu við þau. Fæðingarár Sigríðar fluttust foreldrar hennar frá Möðruvöllum að Breiðabólstað í Vesturhópi, en um þær mundir var Hálfdani, móðurbróður Sigríðar, veitt það prestakall. Nokkrum árum síðar settust þau að á Blönduósi, en þar stundaði Sigtryggur verzlunar- störf. í maímánuði 1903, er Sigríð- ur var 9 ára, lézt Guðrún móðir hennar í blóma aldurs. Var það mikið áfall og harmsefni við- kvæmu barni, eins og að líkum lætur. Sigríður var eina barn foreldra sinna, sem lifði, svo móð- urmissirinn hefur verið þeim mun sárari. En hún átti góða að, og á það reyndi næstu árin. Sigtryggur fluttist til Akueyrar vorið eftir lát konu sinnar. Þar var hann við verzlunar- og skrifstofu- störf og síðar starfrækti hann þar, og víðar, hótel. Hann kvæntist öðru sinni Margréti Jónsdóttur frá Arnarnesi við Eyjafjörð. Þau eign- uðust einn son, Jón prófessor í tannlækningum. — Sigtryggur lézt í Reykjavík 1954. Sigríður Sigtryggsdóttir fylgdist ekki með föður sínum til Akureyr- ar. Henni var fengið fóstur hjá séra Hálfdani á Breiðabólstað og konu hans Herdísi Pétursdóttur frá Valadal, systur Pálma kaup- manns á Sauðárkróki. Hjá þeim var hún fram yfir fermingu. Séra Hálfdan varð síðar (1914) prestur á Sauðárkróki. Sigríður var tvo vetur í ungl- ingaskólanum á Sauðárkróki, sem þá var nýlega stofnaður, en settist haustið 1912 í efsta bekk Kvenna- skólans í Reykjavík og brautskráð- ist þaðan vorið eftir. — Sigríður var gædd næmri tónlistargáfu, lærði barnung á orgel og hélt því námi fram bæði í Reykjavík og á Akureyri og mun hafa kennt org- elleik um tíma, og greip í að spila sér til yndis og ánægju, meðan hún mátti fyrir elli sakir. Á Jónsmessu 1920 giftist Sigríð- ur Pétri Hannessyni frá Skíða- stöðum á Neðribyggð, Péturssonar bónda í Valadal og á Álfgeirsvöll- um og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur. Pétur var lærður ljós- myndari og stundaði iðn sína á Sauðárkróki. Hann var gjaldkeri og sparisjóðsstjóri þar um langt árabil. Pétur þótti mikill mann- kostamaður, gæddur skarpri greind, skáldmæltur og listfengur. Honum voru falin ýmis trúnaðar- störf um dagana auk þeirra, sem hér eru nefnd. Þau hjón eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi: Talin í aldursröð: Sigrún, gift Árna Þorbjörnssyni lögfræðingi, Sauðárkróki, Hanna, ekkja eftir Svavar Júliusson verk- stjóra, Reykjavík, og Hannes, skáld, kvæntur Ingibjörgu Hauks- dóttur, búsett á Álftanesi. Heimili Sigríðar og Péturs á Sauðárkróki var að Suðurgötu 2. Húsið keypti Pétur 1914 af Jóni Pálma ljósmyndara og nefndi Sunnuhvol. Þar bjuggu þau hjón til ársins 1946, er þau fluttust til Reykjavíkur. Pétur starfaði þar í endurskoðunardeild Landsbank- ans, og síðar varð hann skrifstofu- stjóri Skömmtunarskrifstofu rík- isins. En dvölin í Reykjavík varð ekki löng, aftur settust þau að á Sauðárkróki 1948. Tók Pétur við starfi póst- og símstjóra til ársins 1958, er leið þeirra lá aftur til Reykjavíkur. Þar andaðist Pétur 13. ágúst 1960. Eftir lát Péturs bjó Sigríður áfram í ibúð þeirra að Ásvallagötu 9, en frá 1968 að Otrateigi 56, húsi Hönnu dóttur sinnar og manns hennar. Hafði hún þar litla íbúð út af fyrir sig, vildi vera sjálfrar sín svo lengi sem kostur var. Á heimili þeirra hjóna, hvort heldur var á Sauðárkróki eða i Reykjavík, ríkti einstök heimilishlýja. Gestrisni skipaði þar öndvegi, og bar heimil- ið allt vott menningar og reglu. Sigríður var heilsuhraust alla ævi, unz hún fyrir 3—4 árum kenndi þess sjúkdóms, sem varð banamein hénnar. Hún gekkst undir skurðaðgerð komin á níræð- isaldur og hafði ekki áður á sjúkrahúsi verið. Frá því í maí 1977 lá hún nær óslitið á sjúkra- húsum, fyrst á Landspítalanum, en síðan í júlímánuði f.á. á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, og þar dvaldist hún, unz yfir lauk. Á Sauðárkróki tóku Sigríður og Pétur mikinn og virkan þátt í félagslífi, komu þar víða við sögu og þóttu alls staðar góðir liðs- menn. Sigríður starfaði mikið í samtökum kvenna, lét líknarmál mjög til sín taka og studdi hvert það málefni, er hún taldi til heilla fyrir bæjarbúa. Hún unni söng og leiklist og vann þeim listgreinum um árabil; og er þá fátt eitt talið. Hugur Sigríðar var mjög bund- inn Sauðárkróki, og reyndi hún að f.vlgjast sem bezt með öllu, er hér gerðist. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, kom hún oft hingað norður, var langdvölum á heimili Sigrúnar og Árna og sótti heim ættingja og fornvini. Sigríður Sigtryggsdóttir var fríð sýnum og vel á sig komin til líkama og sálar. Engum duldist, sem hana sá, að þar fór höfðings- kona. Hún þurfti ekki að vera með neina tilburði í þá átt, því persónu- leikinn var mikill. Öll sýndar- mennska var henni fjarri skapi. Hún var ágætlega greind, víðlesin og kunni á mörgu skil. Sigríður var skapfestukona, glaðlynd að eðlisfari, einstaklega hláturmild og skemmtin í viðræðu. En geðrík var hún, örlynd nokkuð, auðsærð og viðkvæm í lund. Hún mátti ekkert aumt sjá. Frá bernskudögum mínum man ég ekki mikið eftir Sigríði, sem þá átti heima „í næsta húsi fyrir sunnan kirkjuna" á Króknum. Kynni okkar hófust fyrst að marki um 1950 og urðu að traustri vináttu, sem aldrei bar skugga á. Minningar mínar um hana verða ekki raktar hér frekar, aðeins skal þess getið, að ég tel mig standa í mikilli þakkarskuld við hana sök- um einlægni hennar og vináttu, sem ég og fjölskylda mín nutum í ríkum mæli. + Faöir okkar. MARINÓ BREIÐFJÖRO VALDIMARSSON, Grettiagötu 49, lézt aö Landakotsspítala, laugardaginn 3. marz. Börnin. Útför móöur okkar, fósturmóöur, tengdamóöur og ömmu, ÓLAFAR EINARSDÓTTUR, Markholti 20, Mosfelltsveit, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. marz kl. 1.30. Jarösett veröur aö Lágafelli. Niels Bjarnason, Bjarni Jónsson, Guömundur isfjörö Bjarnason, Kristín Þórarinsdóttir og barnabörn. + Hjartkaer maöurinn minn, ELÍAS SIGURDSSON, Laugateigi 5, andaöist í Landspítaianum 2. marz. Sigurást Siguröardóttir. + Elskulegi drengurinn okkar, EINAR VÉSTEINN, lézt af slysförum í London, laugardaginn 3. marz. Katrín Fjeldsted, Valgaröur Egilsson, Jórunn Vióar Valgarösdóttir. + Móöir okkar og tengdamóöir. SIGRÍDUR DANÍELSDÓTTIR, fyrrum hútmóöir, aö Litluvöllum í Báröardal, andaöist 3. marz aö Elliheimilinu Grund, í Reykjavík. Börn og tengo oorn. Eins og áður segir, fluttist Sigríður hingað norður í júlímán- uði s.l., þá þrotin kröftum eftir langvinn veikindi. Hér hafði hún að mestu eytt starfsárunum. Hér vildi hún bera beinin. Má það bera tryggð hennar vitni. — Veikindin bar hún með mikilli hugarró og kvartaði aldrei. Ef til vill hafa eðliskostir hennar komið bezt í Ijós í þungbæru sjúkdómsstríði. Við slíkar aðstæður sló hún oft á léttari strengi, gerði að gamni sínu, sagði, að ekki tjóaði annað en taka því, sem að höndum bæri, með jafnaðargeði. Og það gerði hún svo sannarlega. Sigríður var lögð til hinztu hvíldar við hlið manns síns í Sauðárkrókskirkjugarði 3. þ.m. þar sem flestir fomvinir hennar, sem byggðu þennan bæ, eiga sér graf- arrúm. Henni fylgja einlægar kveðjur og þakkir fjölskyldu minn- ar, ekki sízt móður, jafnöldru hennar. — Þegar við heyrum góðrar konu getið, mun Sigríður Sigtryggsdóttir jafnan koma okk- ur í hug. Kári Jónsson. Hún amma okkar, Sigríður Sig- tryggsdóttir, lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks hinn 21. þessa mán- aðar, 85 ára að aldri. Síðustu árin hafði hún verið mikið til rúmföst og háð vonlitla baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar langt er liðið á ævikvöldið kemur dauðinn engum að óvörum, og þegar erfiður sjúkdómur leggst ofaná og magnar ellina verður að líta á dauðann sem líkn, kær- komna hvíld eftir langan starfs- dag. En þótt reynt sé að beita þannig rökum skynseminnar skilur dauð- inn þó alltaf eftir skarð sem ekki verður fyllt. Skarðið er stórt eftir ömmuna sem alltaf var svo mild og skilningsrík þegar eitthvað amaði að og svo glöð og reif þegar vel gekk. Amman er svo stór hluti af tilveru barnanna að ætíð reyn- ist jafn erfitt að sætta sig við þann sannleik fullorðinsáranna að hún verði að hverfa á braut. Það felst þó ákveðin huggun í því að vita, að hún amma leit aldrei á dauðann sem endalok, heldur miklu fremur sem vistaskipti. Hún trúði því í einlægni að þegar hún yfirgæfi þennan heim tæki við annar og betri heimur. Hún trúði því einnig að þar myndi hún aftur hitta hann afa okkar, sem hún syrgði svo mjög. Við þökkum ömmu okkar fyrir öll árin sem hún dvaldist hjá okkur. Þær stundir sem-við nutum elsku hennar bæði á Króknum og í Reykjavík, eru okkur ómetanlegar. Minningin um hana mun verða okkur vegarnesti um ókornna framtíð. Við endum kveðju okkar á fal- legu erindi úr Passíusálmum Hall- grírns Péturssonar, sem við trúum að spegli að einhverju leyti hinstu Ád’'- «Svn aé vtofna ha'irt. SVO a. UU BHII INLAt. mtiii kuo.'i uarn hér. gefðu. sætasti Jesú. mér.“ Barnabörn. + Maöurinn minn, HJÖRTUR KRISTJÁNSSON, vél»tjóri, Hraunba 80, andaöist aöfararnótt 4. marz. Sigríður Hjartardóttir. + Sonur okkar og bróöir, . EIRÍKUR GUNNARSSON, Aóalatrsti 16, Raykjavík, lézt af slysförum 1. marz. Sigrún Hjördia Eiríkadóttir, Gunnar Haraldaaon, Haraldur Gunnaraaon. + Eiginmaöur minn, JÓHANN S. LARUSSON frá Skarði, Eakihliö 26, lézt sunnudagínn 4. marz í Borgarspítalanum. Katrín Jónsdóttir. + Maðurinn minn, PÁLL JÓHANNSSON, Skagabraut 26, Akraneai, andaöist 27. febrúar í Borgarspítalanum. Jarðarförin fer fram miövikudaginn 7. marz kl. 2 e.h. frá Akraneskirkju. Kriatin Lúðvíkadóttir og vandamenn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug við fráfall og útför, SVEINS BENEDIKTSSONAR, Miklubraut 52. Helga Ingimundardóttir, börn, tengdabörn og barnnb n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.