Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Carstens valinn í forsetaframboð Bonn. 5. marz. AP. KRISTILEGIR demókratar og stuðningsflokkur þeirra CSU, í Bæjaralandi tilnefndi Carl Carstens forsetaefni sitt opinberlega í dag. Hann er forseti neðri deildar sambandsþingsins. í prófkosningu í Bonn fékk Carstens 417 atkvæði af 319 og í Miinchen fékk hann 110 atkvæði af 112. Allt bendir til þess að hann verði kjörinn eftirmaður Walter Schels forseta 23. maí. Tilnefning Carstens kom strax af stað háværum deilum. Biinter Metzger, fyrrum þing- maður sósíaldemókrata, sakaði Carstens um að hafa gefið rangan vitnisburð fyrir þingnefnd þegar hann hélt því fram, að hann hefði ekkert vitað um ólögleg vopnakaup leyniþjónustustofnana í stjórnar- tíð Kurt-Georg Giesingers kanzl- ara. Carstens viðurkennir að hann hafi verið félagi í nazistaflokkn- um, en segist ekkert hafa vitað um grimmdarverk Hitlers og að- stoðarmanna hans. Helmut Schmidt kanzlari hélt því fram, að Carstens mundi ganga illa að styðja utanríkis- stefnu ríkisstjórnarinnar ef hann yrði kosinn forseti þar sem hann hefði barizt gegn henni sem þing- maður. Þessu vísaði Carstens og flokksbræður hans eindregið á bug. Leikríti páfa fálega tekið Rómaborg 2. marz AP. ÚTVARPSLEIKRIT Jóhannesar páls II páfa. „Skartgripabúðin". sem var frumflutt í ftalska útvarpinu f fyrradag. hefur fengið dræmar undirtektir ítalskra gagnrýn- enda. I blaðinu II Giornale Nuovo segir gagnrýnandi þess í morg- un, að hann biðji forláts á því hve erfiðlega honum hafi gengið að festa hugann við efnið er hann var að hlusta á leikrit páfa. Hann segir þó, að páfi skuli ekki taka þetta nærri sér því að þetta geti ekkert síður gerzt þegar verið sé að leika verk Sófóklesar og Evrípídesar. Síðan segir: „I leikritinu er engin dramatísk atburðarás, heldur tjá aðalpersónurnar þrj- ár sig með eintölum hver í sínu lagi.“ Mjög fá itölsk blöð hafa skrif- að um leikritið lofsamlega, en sum hafa leitt hjá sér að birta dóma um það. Jóhannes Páll páfi II skrifaði leikritið þegar Jóhannes páll II hann var biskup í Póllandi. Leikritið var skrifað undir dul- nefni. Það er í þremur þáttum og segir frá þrennum hjónum, sem verða ástfangin, giftast og eiga við örðugleika að glíma í hjónabandinu. Útvarpsáhugamað- ur bjargar drengi Miami. 5. marz. AP. ELLEFU ára drengur. Edgar Gartea. lá alvarlega veikur í Venezúela rúmlega 1.600 km frá Miami þar til útvarpsáhugamaðurinn Geroge Naftsingen heyrði hjálparbeiðni og sendi hjálp á vettvang í flýti. Edgar Gareta hafði fengið höfuðhögg í bílslysi og var með- vitundarlaus. Læknar í Maracaibo-sjúkrahúsi fundu ekki lyf sem gæti linað þjáningarnar og báðu útvarpsáhugamanninn Alverto Diaz að senda hjálpar- beiðni. Frændi drengsins, Jose Munoz læknir, hafði reynt að finna lyfið mannitol síðan drengurinn lenti í slysinu fimm dögum áður. Hann hafði ekki efni á að hringja til Bandaríkjanna og sneri sér því til útvarpsáhugamannsins. Þegar Naftsinger fékk beiðnina kallaði hann til sín annan áhuga- mann, lækni, sem skildi betur hvað um var að ræða. Læknirinn, John Handwerker, pantaði manni- tol og Naftsinger kallaði upp útvarpsáhugamann cil að fara með lyfið út á flugvöll og lögregluna sem hann bað um aðstoð. Lögreglan fór til móts við sendi- boðann sem kom út á fiugvöll kl. 12:41, einni mínútu eftir ráðgerðan brottfarartíma flugvélarinnar sem lyfið átti að fara með, en flugfélhg- ið hafði orðið við beiðni lögregl- unnar um að fresta brottförinni. ELDGOS Á EYNNIJÖVU A annarri myndinni sést mökkurinn upp úr einum gíganna í Deng-fjöllunum, en á hinni myndinni eru björgunarmenn með súrefnisgrímur við störf sín. Eitrað gas steig upp úr gígunum, og fórust um 180 manns. Sviss neitar að frysta innstæður keisarans Bern, 5. marz. AP SVISSNESKA stjórnin hafnaði nánast í dag beiðni íransstjórnar um að innstæður íranskeisara í svissneskum bönkum verði frystar og benti byltingarmönnum á. að þeir gætu höfðað mál fyrir dómstólum til þes að leggja hald á sjóði sem kunni að teljast ólöglegir. Kurt Furgler dómsmálaráð- herra kvað ríkisstjórnina ekki telja þörf á sérstakri lagasetningu til að leysa vandamál er risu vegna orðsendingar frá íransstjórn 16. febrúar þegar farið var fram á frystingu eigna íranskeisara og fjölskyldu hans. Jafnframt tilkynnti svissneski landsbankinn að rannsókn á írönskum innstæðum í svissnesk- um bönkum virtist styðja þá stað- hæfingu ríkisstjórnarinnar að fréttir um fjármagnsflótta frá Iran hefðu verið stórlega ýktar. Landsbankinn sagði, að inn- stæður íranskra borgara, fyrir- tækja og íranska landsbankans Tólf klukkustundum síðar fékk Munoz lyfið. Krampakenndar hreyfingar í höfði drengsins hættu. „Hann hefði dáið,“ sagði Múnoz. Hundurinn á myndinni heitir Buksie, og býr í Windhök í Nambíu (Suðvestur-Afriku). Hann lamað- ist þegar annar hundur beit hann, og lét þá eigandinn, Helen Naude, útbúa þessa kerru svo hann gæti gengið. EPLF: Haldið aftur af stjómarhemum Róm, 3. marz. AP. UPPREISNARMENN í Erítreu segjast hafa stöðvað framsókn hers Eþíópíu-stjórnar, þar sem allt að tvö þúsund Rússar hafi farið í broddi fylkingar. Uppreisnarmenn segjast þó hafa orðið að láta af hendi flesta þá bæi á Afríkuhorninu, sem þeir náðu á sitt vald á árunum 1976 og 1977. en hins vegar halda þeir því fram að hinar strjálu byggðir á svæðinu séu að heita má alveg á þeirra valdi. Talsmaður aðskilnaðarhreyfing- ar Erítreu, EPLF, sem hefur að- setur í Róm, segir að mikið mann- fali hafi orðið í her Mengistus frá því í ársbyrjun. Eigi aðskilnaðar- sinnar við mesta erfiðleika að etja þar sem látlausar árásir séu gerð- ar á bæi og þorp úr lofti. Þar sé um að ræða sovézkar Mig-þotur, sem sovézkir flugmenn stjórni. EPLF-menn segja það misskilning að mótspyrnu Erítreumanna gegn stjórn Mengistus sé lokið og gagn- rýna þeir Bandaríkjastjórn fyrir að gera lítið úr baráttu þeirra. Ástæðuna segja þeir vera þá að Bandaríkjastjórn vilji koma sér í mjúkinn hjá Mengistu. I>etta gerdist 1970—Alexander Dubcek rekinn úr tékkneska kommúnistaflokkn- um. 1964—Konstantín II verður kon- ungur Grikkja. 1957—Ghana fær sjálfstæði. 1953—Malenkov verður forsætis- ráðherra Rússa í stað Stalíns. 1945—Fyrsti her Bandaríkja- manna tekur Köln. 1944—Bandaríski flugherinn hef- ur loftárásir að degi til á Berlín. 1933—Pólverjar taka Danzig her- skildi. 1882—Milan fursti lýsir sig kon- ung Serba með stuðningi Austur- ríkismanna. 1857—Úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna í Dred Scott mál- inu (svartur þræll getur ekki krafizt frelsis fyrir alríkisrétti). 1836—Umsátrinu um Alamo, San Antonio, Texas lýkur: Davy Crockett og 186 aðrir féllu fyrir Mexíkóher. 1821—Uppreisn í Moldavíu: Alexander I af Rússlandi beðinn um hjálp og gríska frelsisstríðið hefst. hefðu numið alls 1.964 milljónum svissneskra franka eða 1.170 milljónum dollara í árslok 1978 í 25 stærstu bönkum Sviss. Til samanburðar sagði bankinn, að innstæðurnar hefðu numið 2.070 milljónum svissneskra franka eða 1.240 milljónum dollara 30. júní áður en skriður komst á baráttuna gegn keisaranum. Bankinn tók skýrt fram að þetta væri ekki fullnaðar könnun þar sem hún hefði ekki náð til verð- bréfa, beinna íranskra fjárfest- inga og fjármagnsflutninga um einhver þriðju lönd. íranskir embættismenn hafa áætlað að á síðustu mánuðunum fyrir flóttann um miðjan janúar hafi keisarinn flutt úr landi um það bil 15 milljarða dollara, sumt af því til Sviss. Ekkert fordæmi er fyrir því á friðartímum í Sviss að stjórnvöld frysti innstæður. En það hefði verið fræðilegur möguleiki sam- kvæmt ákvæði í stjórnarskránni sem veitir ríkisstjórninni sérstök völd ef mikilvægir svissneskir þjóðarhagsmunir eru í húfi. Furgler sagði að fjögurra daga rannsókn ráðherranefndar hefði sannfært sig um að engin þörf væri á slíkri neyðarráðstöfun. 6. marz 1664—Frakkar og Brandenborgar- ar mynda bandalag. Afmæli: Michelangelo, ítalskur myndlistamaður (1475—1546). Elizabeth Barret Browning, brezkt skáld (1806-1861). Andlát: John Philip Sousa, tón- skáld, 1932. — Oliver Wendell Holmes, hæstaréttardómari, 1935. — Páll I Grikkjakonungur 1964. — Herbert Morriston, stjórnmála- leiðtogi, 1965. — Zoltan Kodaly, tónskáld. INNLENT „Coot“, fyrsti togari íslendinga, kemur 1904. — Sam- komutíma Alþingis frestað um eitt ár 1844. — Alþingi kallað saman 1. júlí 1845. — Sex verða úti á Mosfellsheiði 1857. — „Bjarni" frá Dalvik strandar hjá Stokkseyri 1967. — Gömlu húsin í Engey brennd 1966. — f. Ingólfur Guð- brandsson 1923. — Jón Nordal 1926. Orð dagsins: Spurðu sjálfan þig hvort þú sért hamingjusamur og þá ertu það ekki lengur. — John Stuart Mill, enskur heimspekingur (1806-1873).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.