Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 11 Hér er kortinu brugðið yfir kort National Geographic Magazine af hafsbotninum á heimskautasvæðinu, en sú mynd sem þannig fæst varpar ljósi á þær aðstæður, sem stutt gætu landgrunnskröfur íslendinga. skuli skiptalínu milli íslands og Jan Mayen. Knut Frydenlund utanríkis- ráðherra áréttaði það nýlega í erindi sem hann flutti í Bodö, að norska stjórnin teldi sig hafa rétt til útfærslu við Jan Mayen. Þessi yfirlýsing kallaði á harka- leg viðbrögð Lúðvíks Jóseps- sonar formanns Alþýðubanda- lagsins, sem er einn íslenzku stjórnarflokkanna. Hann sagði að krafa Norðmanna væri fárán- leg. Norðmenn gætu í mesta lagi fengið 12 mílna landhelgi ef nýr hafréttarsáttmáli heimilaði það. Þar að auki — og hér kemur greinilega aðalröksemdin — að Jan Mayen hefði engan rétt til efnahagslögsögu eða land- grunns, því að á eynni væri ekki um að ræða skipulegt samfélag, sem byggði afkomu sína á eigin atvinnulífi. Benedikt Gröndal utanríkis- ráðherra virðist á gagnstæðri skoðun. Hann hefur vísað til þess uppkasts að nýjum haf- réttarsáttmála, sem nú er til umræðu, og sagt að ef uppkastið eigi ekki eftir að breytast hafi Norðmenn rétt til útfærslu í 200 mílur við Jan Mayen. Vegna þessarar yfirlýsingar og annarra álíka, sem skilja má á þann veg að Benedikt Gröndal telji málið fyrirfram tapað hefur hann sætt harðri gagnrýni utan Alþingis og innan. Vandamálið í sambandi við Jan Mayen er í stuttu máli þetta: Er Jan Mayen klettur, skerja- klasi á þorð við Rockall norðvestur af Skotlandi eða eyja?. I 121. grein draga að hafréttarsáttmálanum er stutt- lega fjallað um slík vafaatriði í þrennu lagi. Fyrst eru eyjar skilgreindar á þessa leið: Eyja er landsvæði, sem myndazt hefur á náttúrulegan hátt, er umlukið legi og er fyrir ofan sjávarborð á háflæði. I öðru lagi segir að varðandi lögsögu (þar sem strandríki hefur óskoraðan yfirráðarétt) 200 mílna efnahagslögsögu (þar sem strandríkið ræður yfir auðlindum í sjónum, á hafsbotni og undir yfirborði hafsbotnsins, en þar sem skipaferðir skulu vera óheftar) og á umdeildum svæðum (eins og í Barentshafi þar sem hagsmunir Norðmanna og Sovétmanna rekast á) skuli gildandi sáttmáli skera úr um öll þessi vafaatriði á meðan lausna sé leitað. Með tilliti til þessa sáttmála (frá 1958) halda Norðmenn því fram að í Barentshafi skuli skiptalína ráð- ast af miðlínureglunni, það er að jafnlangt skuli til stranda beggja ríkjanna frá skiptalínu. I þriðja lagi gerir nýr haf- réttarsáttmáli ráð fyrir því að klettur, þar sem menn geta ekki haft fasta búsetu og þar sem ekki er hægt að halda uppi atvinnu, skuli ekki hafa eigin efnahagslögsögu eða eigið land- grunn. Jan Mayen — er eyja Lögum samkvæmt hafa Norð- menn haft óskoraðan yfirráða- rétt á Jan Mayen frá 27. febrúar 1930. Eyjan er 54 kílómetrar að lengd og 15 kílómetrar þar sem breiðast er, og er 350 ferkílómetrar að flatarmáli. Eyjan er því varla klettur í landfræðilegum skilningi. I varðstöðvum á eynni búa nú milli 20 og 30 Norðmenn að staðaldri. Þeir fá alla lífsbjörg sína frá Noregi, en enginn getur með vissu sagt hvernig háttar til með Jan Mayen eftir svo sem tíu ár. Það má vel hugsa sér að á eynni verði byggð fiskihöfn og að þar hafi nokkur hundruð manns fasta búsetu. Ef olía og gas finnast á land- grunninu, sem ekki er ósennilegt að verði, mundu ýmis mannvirki verða reist á Jan Mayen. Með öðrum orðum, — á eynni yrði sjálfstætt athafnalíf. Af þessu að dæma getur vart leikið vafi á því að líta ber á Jan Mayen sem eyju, og það verður að teljast mjög ólíklegt að for- sendur þeirrar skoðunar breytist á hafréttarráðstefnunni sem kemur saman í Genf í marz-mánuði, enda eiga langtum voldugri þjóðir en Norðmenn og Islendingar hagsmuna að gæta í þessu sambandi og krefjast efnahagslögsögu fyrir eyjar á miðum sínum. Sérstakar ástæður Þó hafa íslendingar líklega ekki tapað málinu alveg enn sem komið er. Þar koma til önnur ákvæði hafréttarsáttmálans. En eins og fyrr segir verða Is- lendingar fyrst að viðurkenna rétt Norðmanna til útfærslu 200 mílnanna þannig að unnt sé að hefja viðræður um skiptalínu milli Jan Mayen og íslands. Vandinn er í því fólginn að fjarlægðin milli þessara eyja er ekki 400 mílur. 200 mílna línurn- ar ganga á víxl og þannig myndast umdeilt svæði sem er um 25 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. (I Barentshafi er umdeilda svæðið 155 ferkílómetrar.) Flatarmál efna- hagslögsögunnar umhverfis eyna er á stærð við norska meginlandið. Aðilar málsins verða að koma sér saman um málamiðlunar- lausn. Það hafa Norðmenn óbent gefið í skyn með því að lýsa því yfir í sambandi við Barents- hafið, að vilji sé fyrir mála- miðlunarlausn í hliðstæðu skiptalínumáli gagnvart Sovét- mönnum. A hafréttarráðstefnunni gætir vaxandi stuðnings við ákvæði sem stangast á við ákvæði Genfar-sáttmálans frá 1958. Nú er minni áherzla en áður lögð á miðlínuregluna. Aukin samstaða er um að koma inn í textann tilvísun til sanngirnissjónar- miða, sem lögð verði til grund- vallar þegar draga skuli línu milli efnahagslögsögu tveggja ríkja svo og landgrunns. A hafréttarráðstefnunni hafa Norðmenn stutt tillögu Kanada- manna, sem felur í sér að miðlínuregla skuli vera megin- regla, en að gera skuli ráð fyrir frávikum fra henni ef sá til- gangur að ná sanngjarnri lausn krefst þess, með öðrum orðum sérstakar ástæður. Íslenzka landgrunniö I umræðum Islendinga um Jan Mayen er því haldið fram að sérstakt landgrunn tilheyri eynni ekki, heldur sé land- grunnið við Jan Mayen framhald af íslenzka landgrunn- inu til norðurs. Þessi rök- stuðningur minnir á rökstuðning Norðmanna fyrir því að í kring- um Svalbarða sé ekkert sérstakt landgrunn heldur sé Sval- barða-grunnið framhald aí norska landgrunninu, sem byrj'. í Norðursjónum. * í viðræðum íslendinga og Norðmanna um Jan Mayen hlýtur miðlínureglan aO verða umræðugrundvöllur. Hér er eðli- legt að Norðmenn vilji láta sanngirnissjónarmið ráða. Is- lendingar hafa yfir miklum auðlindum að ráða, sem eru fiskimiðin, en að baki kröfu íslendinga um að verulegur hluti ribrsku efnahagslögsögunnar við Jan Mayen komi í þeirra hlut liggja vonir um olíu- og gas- fundi, sem rennt gætu nýjum stoðum undir íslenzkt efnahags- líf. Á íslandi heyrist því oft haldið fram að Norðmenn hafi allt, orku fallvatna, skóga, olíu, fiskimið og iðnað, en íslendingar eigi ekkert nema fiskimiðin. íslendingar eru heldur ekki blindir fyrir því að það yrði þeim sjálfum til hagsbóta ef Norð- menn færðu sem fyrst út efna- hagslögsögu sína við Jan Mayen. Þannig kæmust mikilvægir fisk- stofnar undir eftirlit Norðmanna og það er betri kostur en að allar þjóðir geti gengið í þessa sömu fiskstofna að vild. Lausn á Jan Mayen- málinu, þar sem sanngirnissjónarmið yrðu lögð til grundvallar, muni tæpast hafa þýðingu í sambandi við skiptalínuna í Barentshafi. I skiptalínuviðræðum við Sovét- menn hefur ekki vantað rök- stuðning á báða bóga, en aðstæður eru þess eðlis að ekki er unnt að jafna ágreininginn öðru vísi en með pólitískri ákvörðun. í sambandi við Jan Mayen-málið hefur norska stjórnin kosið að fara í upphafi þá leið að gera sér Ijósa grein fyrir öllum raunverulegum vafa- atriðum. Bráðlega munu íslenzk- ir og norskir fiskifræðingar snúa sér að því að áætla stærð fisk- sto(na, uppruna þeirra og göngu- leiðir, og að því búnu munu stjórnvöld taka málið til umræðu.. Með skoðanaskiptum er ætlunin að setja málið í stærra samhengi. Fyrir þessi tvö aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins hefur það úrslitaþýðingu að unnt verði að afstýra því að í odda ikerist. Kaupmannahöfn (Fashion week) 14—18 mars. London (Kvenfatasýning) 3. apríl .ferda. . kynning Ferðakynning í Þórscafe Benidorm Benidorm Ódýrar orlofsferöir Seljum farseöla um allan heim á hag- kvæmasta verði. Ferðamiðstöðin Aðalstræti 9 — Símar 11255 - 12940 Sunnudaginn 11. mars. Dagskrá: Feröakynning. Feröabingó. Tískusýning, Karonsamtökin. Baldur Brjánsson, töfrabrögö. Danssýning, Didda Sæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.