Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 47 Callaghan reynir að hjara fram á haustið London. 5. marz. Reutcr. JAMES Callaghan forsaetisráð- herra hófst í dag handa um að reyna að klóra sig fram úr hinu viðkvsema deilumáli um skozka heimastjórn sem er komið í sjálfheldu. Þessi deila kemur á hæla deiln- anna við verkalýðsfélögin sem hafa eitt af öðru aflýst verkföllum sínum eftir tilslakanir sem þau hafa fengið — og Callaghan berst fyrir pólitísku lífi sínu. Ýmsir spá því að Callaghan geti hjarað í nokkra mánuði í viðbót með naumindum. Vinsældir hans hafa dalað samkvæmt skoðana- könnunum i kjölfar vetrarverk- fallanna. Callaghan sér fram á það að hann bíður næstum því áreið- anlega ósigur ef hann boðar til þingkosninga í þessum mánuði. Sigurlíkur hans eru taldar betri ef honum tekst að lafa fram á sumar eða haust. Kjörtímabil hans rennur út 15. nóvember. Skozkir þjóðernissinnar hafa 11 þingmenn og þeir hafa verið í nokkurs konar oddaaðstöðu á þingi síðan Frjálslyndi flokkurinn hætti stuðningi sínum við ríkis- stjórnina í fyrrasumar. Þjóðernissinnar hafa sagt ríkis- stjórninni að flýta fyrir afgreiðslu þingsins á heimastjórnarmálum þótt tillögur ríkisstjórnarinnar í þessu efni fengju stuðning aðeins 32,9% skozkra kjósenda í þjóðar- atkvæði á fimmtudaginn. En andstæðingar skozkrar heimastjórnar, þar á meðal um 40 Vœndis- konur með hótanir London, 4. marz — Reuter. BREZKAR vændiskonur hóta því að skýra frá nöfnum við- skiptavina sinna úr hópum stjórnmálamanna og kirkju- leiðtoga, ef einhver andstaða verður á þingi á morgun. þegar lagt verður fram frum- varp til laga um að draga úr hömlum á starfsemi vændis- húsa og vændiskvenna. Hótun þessi kemur fram í sjónvarpsdagskrá, sem þegar hefur verið tekin upp, og sýnd verður á föstudag. Þar kemur fram Helen Buckingham, sem er talsmaður brezkra vændis- kvenna. Segir hún að verði frumvarpið fellt á þingi, muni „fleiri og fleiri konur skýra frá nöfnum þeirra „vina“ sinna, sem eru tengdir stjórnvöldum, kirkjum og bænahúsum." Helen Buckingham kveðst hafa fengið þessa hugmynd frá frönskum starfssystrum sínum, sem hótuðu að gefa upp nöfn stjórnmála- og lögreglumanna þegar yfirvöldin ætluðu að draga úr starfsemi þeirra. uppreisnarmenn í Verkamanna- flokknum, hafa tekið skýrt fram að þeir muni greiða atkvæði gegn ríkisstjórninni í þessu máli. Andstæðingunum hefur tekizt að fá samþykktar breytingar á þá leið að Skotland geti ekki fengið heimastjórn án stuðnings 40% kjósenda þar og málstaður þeirra hefur styrkzt vegna þess að tillög- ur um heimastjórn voru felldar með miklum atkvæðamun í Wales. Callaghan er helzt talinn vilja reyna að hafa skozka þjóðernis- sinna góða og beygja uppreisnar- mennina í Verkamannaflokknum. Tíu þingmenn mótmælenda á Norður-írlandi gætu bjargað hon- James Callaghan. Boyenants falin stjómarmyndun BrUssel, 5. marz. AP. BALDVIN konungur hefur falið Paul Vanden Boyenants úr flokki kristilegra demókrata að mynda nýja ríkis- stjórn í Belgíu að því er tilkynnt var í dag. Vanden Boyenants hefur verið forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnar síðan 11. október þegar hinn flæmski kristilegi demókrataflokkur Leo Tindemans hætti þátttöku sinni í ríkisstjórn vegna deilumála flæmskumælandi og frönskumælandi landsmanna. Litlar breytingar urðu á styrk- leikahlutföllum stjórnmálaflokk- anna í þingkosningum sem fóru fram 17. desember og síðan hafa nokkrar tilraunir verið gerðar til að mynda nýja ríkisstjórn. Aðild að samsteypustjórn Tindemans/ áttu flæmskir og vallónskir kristilegir demókratar, flæmskir og vallónskir sósíalistar og tveir flæmskir flokkar og flokk- ar í Brússel. Stoðir sósíalismans ILLA innrættir Austur-Evrópu- búar hvísla því að útvöldum þessa dagana að sósíalisminn hvíli á átta stoðum: Kímnigáfu Austur-Þjóðverja, fölskvaleysi Sovétmanna, tækni- þekkingu Búlgara, iðjusemi Pól- verja, tryggð Rúmena við Flokk- inn, stundvísi Ungverja, hug- myndafræðilegri staðfestu Tékka og Slóvaka og dyggum stuðningi Kínverja. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að gera breytingar á stjórnarskránni og til þess þarf að minnsta kosti tvo þriðju atkvæða í báðum deildum þingsins. Vanden Boyenants féllst á að taka að sér stjórnarmyndun að loknum viðræðum um helgina við stjórnmálaleiðtoga flæmskumæl- andi og frönskumælandi manna. Undir niðri snúast stjórnmála- deilur í Belgíu um valdaskiptingu milli flæmskumælandi og frönsku- mælandi manna. Sósíalistablaðið De Morgen seg- ir að Banden Boyenants vilji mynda nýja ríkisstjórn með þátt- töku sömu stjórnmálaflokka og stóðu að síðustu samsteypustjórn. Síðan kosningarnar voru haldn- ar 17. desember hefur flæmskur sósíalisti, Willy Claes, og flæmsk- ur sósíaldemókrati, Wilfried Martens, reynt að mynda ríkis- stjórn og auk þeirra hópur svo- kallaðra sáttasemjara. Veður víða um heim Akureyri +10 skýjaó Amsterdam 7 heiðskírt Apena 19 heiðskírt Barcelona 17 skýjað Berlín 9 skýjaö BrUssel 9 heiöskírt Chicago 8 skýjað Frankfurt 10 skýjað Genf 12 skýjað Helsinki 4 skýjað Jóhannesarb. 22 skýjað Kaupmannah. 6 heiðskírt Lissabon 16 heiðskírt London 12 heiðskírt Los Angetes 23 heiðskírt Madrid 18 skýjað Malaga 19 lóttskýjað Mallorca 12 súld Miatni 24 skýjað Moskva 3 rigning New York 6 rigning Ósló 6 heiðskírt Reykjavík + 7 skýjað Rio de Janeir 30 tóttskýjað Róm 14 heiðskírt Stokkhólmur 3 skýjað Tókýó 10 heiðskírt Vancouver 12 skýjað Vínarborg 8 skýjað Spænskur herforingi drepinn Madrid. 5. marz. Reuter. SPÁNSKUR hershöfðingi var skot- inn til bana utan við heimili sitt í Madrid í dag og þar með hefur verið rofið 10 daga hlé sem hefur verið á hrvðjuverkum í borgum Spánar. Aguston Munoz Vazquez hers- höfðingi var að stíga út úr opin- berri bifreið þegar ungur maður skaut á hann með skammbyssu. Hershöfðinginn hneig niður á gangstéttina og tilræðismaðurinn ók á brott í litlum hvítum bíl ásamt tveimur eða þremur öðrum. Bílnum hafði verið stolið og hann fannst skömmu síðar. Talið er að annaðhvort hafi hér verið að verki aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, eða vinstrisamtökin Grapo. Skotfæri sem fundust á staðnum benda til þess að ETA hafi átt sökina. Bílstjóri Muhoz hershöfðingja særðist lítil háttar en gat ekið hershöfðingjanum í nálægð sjúkrahúss. Hershöfðinginn var látinn þegar þangað var komið. Munoz hershöfðingi er fjórði yfirmaður í landhernum sem hefur verið ráðinn af dögum á Spáni á þessu ári. ETA segist hafa myrt hina þrjá. Sett í útgöngubann fyrir smáafbrot New Brunswick, New Jersey, 5. marz. AP DÓMARI í bænum New Brunswick í New Jersey dæmir ungt fólk til að halda kyrru fyrir heima hjá sér í þrjátíu kvöld ef það er handtekið fyrir hangs. ölvun eða ólæti. Thomas J. Shamy dómari inn- leiddi þetta útgöngubann til að hreinsa göturnar af þeim sem fremja tiltölulega ómerkileg afbrot á þeim tímum sólarhrings- ins þegar mest er framið af glæpum. Shamy sagði að hann vildi geta valið um fleira en að dæma þessa afbrotamenn í sekt og skipa þeim að gefa sig fram við lögregluna einu sinni í mánuði. Útgöngubannið er í gildi frá kl. 9 e.h. til 6 f.h. Tilgangurinn með því er að koma í veg fyrir að fólk á aldrinum 18 til 30 ára slæpist á götuhornum í borginni á kvöldin. Um 10 manns eru nú á útgöngu- bannslista borgarinnar. Bannið getur einnig náð til þeirra sem geta ekki borgað sekt. ERLENT Óeirðir í Belfast Belfast, N-frlandi. 5. marz — AP. TIL NOKKURRA óeirða kom í Belfast á Norður-írlandi á sunnudag er um 1200 manns fóru í hópgöngu til að lýsa stuðningi við félaga úr Irska lýðveldishernum. IRA, sem sitja í Maze-fangelsinu fyrir hryðjuverkastarfsemi. Segir talsmaður lögreglunnar að mannfjöldinn hafi brotið niður múrsteinsvegg og kastað grjóti. múrsteinum, flöskum og öllu, sem hönd var á festandi að lögreglumönnum. Brezkir hermenn voru kallaðir vel víggirtar. út til aðstoðar við írsku lögregl- Talsmaður lögreglunnar sagði una, og tókst þeim í sameiningu að að þessar óeirðir á sunnudag hafi tvístra hópnum. Um 200 unglingar einna helzt minnt á ástandið fyrir tóku sig þá út úr göngunni og tíu árum, en mótmælaaðgerðirnar réðust með grjótkasti að tveimur urðu upphafið að meiriháttar lögreglustöðvum í nágrenninu. átökum, sem fram til þessa hafa Ekkert tjón varð, enda stöðvarnar kostað 1.888 mannslíf. Gleypir í sig sijömu á viku Stjarnfræðingar telja sig hafa fundið risavaxið svarthol Sydney. Ástralfu, 5. marz — AP. STJÖRNUFRÆÐINGAR við ensk-áströlsku rannsóknarstöðina í Siding Springs. um 320 km fyrir vestan Sydney. telja sig hafa fundið risavaxið svarthol (black hole) úti í geimnum. sem gleypir í sig að meðaltaii eina stjörnu á viku. „Þetta er hugsanlega orkurík- asta fyrirbæri, sem nokkru sinni hefur fundizt,“ segir dr. Alan Wright stjörnufræðingur. „Það er í 10 milljarða ljósára fjar- lægð, og þvermál þess er senni- lega um 100 milljónir ljósára." Dr. Wright sagði að beiðni hafi komið til Siding Springs frá vísindamönnum við Smithsoni- an-stjarneðlisfræðistofnunina í Cambridge í Massachusetts íBandaríkjunum um að stjörnu- kíki Siding Springs yrði beint að fyrirbæri, sem röntgen-rann- sóknarstöð í nýja gervihnettin- um HEAO-B, eða Ein- stcin-rannsóknarstöðinni, hafði fundið. „Við höfum bezta stjörnukíki heims, og við fundum þrjú ný röntgen-dulstirni með því að nota nákvæma staðsetningu Bandaríkjamannanna,“ sagði hann. Fyrir þennan merka fund var aðeins vitað um þrjú röntg- en-dulstirni, eða X-ray quasars. „Bandaríkjamennirnir eru yf- ir sig ánægðir," sagði dr. Wright. „Fjarlægasta fyrirbær- ið er í útjaðri alheimsins og er ótrúlega orkuríkt. Allar upplýs- ingar okkar benda til þess að ■ það sé í gífurlega mikilli fjar- lægð, en það virðist mjög ljós- ríkt. Við þekkjum ekki til neins orkugjafa, sem sambærilegur er, og í samanburði við þetta er kjarnorkan harla ómerkileg." Wright sagði að hér gæti verið um risavaxið svarthol að ræða, sem gleypti í sig stjörnur og breytti þeim í orku. Aldrei hefur verið sannað að svarthol, eða black holes, væru til, en kenningin er sú að þetta séu stjörnur eða stjörnukerfi, sem hafa fallið inn í sjálf sig og niyndað kjarna, sent er svo þéttur að hann gefur ekki frá sér neitt ljós. Væri eldspýtna- stokkur fylltur þessu efni, yrði hann milljarða tonná þungur. Wright gaf skýringu á þeirri mótsögn að hér væri um svart- hol að ræða, en þó bærist þaðan svo mikil birta. „Það er eins og hér sé um að ræða dauðaöskur stjörnu áður en hún hverfur inn í svartholið, og á sama tíma berst þessi gífurlega röntgen- geislun frá svartholinu," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.