Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Endurrit ur dómabók Kjaradóms: Verðbætur skulu reiknast samkvæmt ákvæðum kjarasamnings BHM KJARADÓMUR kvað upp síðast- liðinn sunnudag dóm i máli Bandalags háskólamanna gegn f jármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Kjaradómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að þakið, sem sett var með lögum nr. 103/1978, skyldi upphafið og skyldu félagar í BHM fá frá og með 1. janúar 1979 óskertar vísitölubætur á laun. Hér fer á eftir endurrit úr dómabók Kjara- dóms, en þessi niðurstaða fékkst með þremur atkvæðum, en tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Tö'du þeir dóminn ekki bæran að f jalla um þetta mál. „Árið 1979, sunnudaginn 4. mars var Kjaradómur settur að Rauðar- árstíg 31 í Reykjavík og haldinn af Benedikt Blöndal, Jóni Finnssyni, Jóni Sigurðssyni, Jóni Rögnvalds- syni og Jóni G. Tómassyni. Fyrir var tekið: Kjaradómsmálið nr, 1/1979: Bandalag háskólamanna gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og í því kveðinn upp svohljóð- andi dómur: I. Hinn 13. desember 1978 krafðist sóknaraðili máls, Bandalag háskólamanna, endurskoðunar aðalkjarasamnings síns við varnaraðila, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, sbr. dóm Kjaradóm 18. nóvember 1977. Krafan var gerð með vísan til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46/1973 og greinar 11.1.1. í framangreindum aðalkjarasamningi. Eftir að ríkissáttasemjari hafði árangurslaust leitað sátta gekk málið til Kjaradóms 11. janúar 1979. Aðilar hafa tvívegis óskað frests á dómsuppsögn, samtals í þrjár vikur. Fyrir Kjaradómi hafa talsmenn aðila rökstutt kröfur sínar og lagt fram gögn, en málið var dómtekið eftir munnlegan málflutning og árangurslausa sáttatilraun 23. febrúar 1979. Krafa um frávísun máls var ekki gerð. Sóknaraðili gerir dómkröfu í formi þriggja launataflna frá 1. september og 1. desember 1978 og 1. mars 1979, er fela í sér, að greiddar verði fullar verðbætur í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamnings, frá 1. september og 1. desember 1978 og 1. mars 1979. Þó er í kröfugerðinni tekið tillit til niðurgreiðslna, sbr. 1. gr. laga nr. 103/1978 um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verð- bólgu. Varnaraðili gerir þá kröfu, að hann verði sý.knaður af öllum kröfum sóknaraðila er varða hækkun á launum frá því sem ákveðið var með bráðabirgðalög- um um kjaramál nr. 96 frá 8. sept. 1978, sbr. lög nr. 121 30. desember 1978, sbr. og lög um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verð- bólgu nr. 103 30. nóvember 1978. II. Hinn 8. september 1978 voru sett bráðabirgðalög um kjaramál nr. 96/1978. Lög þessi voru sam- þykkt af Alþingi og staðfest sem lög nr. 121 30. desember 1978. I 2. gr. laganna segir, að frá 1. september 1978 skuli hámark verðbóta á mánuði fyrir fulla dagvinnu vera hið sama í krónu- tölu og reiknast samkvæmt ákvæðum almennra kjarasamn- inga, sem gerðir voru á árinu 1977 og fyrstu fimm mánuði ársins 1978, á þau dagvinnulaun, sem voru 200.000 krónur á mánuði miðað við verðbótavísitölu þá, er gilti 1. desember 1977 til 28. febrúar 1978, sbr. þó 3. gr. Þá segir ennfremur í 2. gr., að hámark verðbóta skuli breytast með áfangahækkunum Jauna frá því í desember 1977 og loks er heimilað að setja með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd greinar- innar, þar með hvað telja skuli laun fyrir fulla dagvinnu, m.a. samkvæmt kjarasamningum sjó- manna. í 3. gr. laganna segir svo: „Frá 1. desember 1978 og þar til um annað hefur verið samið skulu grunnlaun og tilhögun verðbóta á laun hald-' ast óbreytt eins og ákveðið er frá 1. september 1978 samkvæmt almennum kjarasamningum, sem gerðir voru á árinu 1977 og á fyrstu fimm mánuðum 1978 voru sett lög um tímabundnar ráð- stafanir til viðnáms gegn verð- bólgu nr. 103/1978. í 1. gr laganna er ríkisstjórninni veitt heimild til að auka niður- greiðslu vöruverðs frá því sem var í nóvember 1978, sem svarar 3% af verðbótavísitölu þeirri, sem gilti fram á 1. desember 1978. í 2. gr laganna segir, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir lagasetningu til lækkunar skatta og gjalda á lágtekjufólki, sem metnar séu sem 2% af verðbótavísitölu þeirri, sem gilti fram á 1. desember 1978. Þriðja grein kveður svo á, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir aðgerðum og lagasetningu til ýmissa félagslegra umbóta, sem metnar séu til kjarabóta sem 3% af framangreindri verðbótavísi- tölu. Fjórða grein laga nr. 103/1978 er svohljóðandi: „Á tímabilinu 1. desember 1978 til 28. febrúar 1979 skal greiða verðbætur á laun samkvæmt verðbótavísitölu 151 stig, sbr. þó ákvæði 2. gr. laga nr. 96/1978 um kjaramál. Frá 1. mars 1979 skal greiða verðbætur á laun samkvæmt verð- bótavísitölu 151 stig, að viðbættri þeirri stagatölu, er verðbótavísi- tala reiknuð samkvæmt ákvæðum kjarasamninga hækkar frá 1. desember 1978 til 1. mars 1979, sbr. þó ákvæði I. kafla laga nr. 96/1978 um kjaramál." Hinn 28. nóvember sl. fóru fram umræður á Alþingi um frumvarp til laga um tímabundnar ráð- stafanir til viðnáms gegn verð- bólgu. Við umræður þessar mælti forsætisráðherra meðal annars á þessa leið: „Hitt er rétt, að höfuð- greinin í þessu frv. er auðvitað 4. gr., þar sem því er slegið föstu eftir hvaða verðbótavísitölu eigi að greiða laun á tilteknu tímabili". Þá tekur forsætisráðherra fram, að greinina eigi að skilja þannig að engum sé skylt að greiða hærri verðbætur á þessu tímabili en í greininni segir. Tilvitnunin til 2. gr. í kjaralögunum eigi að sjálf- sögðu við það, að þakið (þ.e. ákvæði um hámark verðbóta) eigi að gilda áfram. Hinsvegar sé heimilt hér eftir að semja um hærri vísitölu og hærri grunnlaun. Það standi í 3. gr. laga um kjara- mál. Forsætisráðherra ítrekaði, að engum væri skylt að greiða hærri vísitölu á því tímabili sem í 4. gr. segir, en ekkert bann sé við því, að samið sé um hærri vísitölu eða hærri laun á þessu tímabili. Af orðalagi 3. gr. laga nr. 121/1978, greinargerð með lögun- um og framangreindum skýringum forsætisráðherra er ljóst, að frá 1. desember 1978 er aðilum vinnumarkaðarins heimilt að semja um hærri verðbætur og önnur grunnlaun. Af þessu leiðir, að frá sama tíma er launþegum heimilt að neyta þeirra úrræða, sem lög og samningar veita þeim til þess að ná fram kjarabótum, ef samningar takast ekki við vinnu- veitendur. Sóknaraðili máls þessa hefur takmarkaðan samningsrétt en ekki verkfallsrétt og getur ekki beitt þeim úrræðum, sem aðrir launþegar hafa til þess að knýja fram kjarasamninga. Það ep- hlutverk Kjaradóms að leysa úr ágreiningi sóknar- og varnaraðila, og kemur Kjara- dómur að þessu leyti í stað þeirra úrræða, sem beitt er á hinum frjálsa vinnumarkaði. Eins og málflutningi varnar- aðila hefur verið háttað fyrir Kjaradómi, verður að telja, að hann hafi fallist á, að Kjaradómur kveði upp efnisúrskurð í málinu um ágreining aðila. Með vísan til 3. gr. laga nr. 121/1978 um kjara- mál og þess sem að framan er rakið um hámarksákvæði verðbóta og vísitölubindingu, verur ekki talið að ákvæði laga standi því í vegi, að Kjaradómur kveði upp efnisúrskurð í málinu, ef aðilar eru sammála um það. Af framangreindum ástæðum kemur ekki til úrskurðar, hvort Kjaradómur sé bær að dæma í máli sem þessu gegn mótmælum annars málsaðila. Með 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46/1973 er malsaðilum ákveðinn réttur til að krefjast endurskoðun- ar aðalkjarasamnings án uppsagn- ar, er almennar og verulegar kaupbreytingar verða á samnings- tímabili. I málsgreininni er því svo nánar lýst hversu fara skuli með endurskoðunina. Samkvæmt orðum laganna er réttur til endur- skoðunar við þá bundinn að almennar og verulegar kaupbreytingar hafi orðið. I aðalkjarasamningi aðila er aukið við heimildir til að krefjast endurskoðunar með eftirfarandi ákvæði 11.1.1.: „Verði röskun á umsaminni vísitölutryggingu launa frá því sem þessi samningur gerir ráð fyrir getur hvor aðili um sig krafist endurskoðunar á kaupliðum samningsins og skal þá fara með málið skv. ákvæðum 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46/1973“. Um þetta samningsákvæði var ekki ágreiningur, er aðalkjara- samningsmálið gekk til Kjara- dóms. Ákvæði sama efnis hafði þá verið tekið í aðalkjarasamning varnaraðila við Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, en áður höfðu verið í samningum ákvæði er gengu í svipaða átt. Þetta samningsákvæði verður að skilja svo, að það veiti sjálfstæða heimild til að krefjast endur- skoðunar á kaupliðum aðalkjara- samnings, án þess að skilyrðum 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46/1973 um almennar og verulegar kaupbreyt- ingar þurfi að vera fullnægt. Þessi endurskoðun skal fara að hætti endurskoðunar skv. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46/1973 og á málið undir Kjaradóm, ef samningar takast ekki. Þeirri vísitölutryggingu launa, sem fólst í aðalkjarasamningi aðila, hefur verið raskað. Leiðir það til þess eins og málum er háttað, að sóknaraðila er nú heimilt að krefjast endurskoðunar kaupliða aðalkjarasamnings. III. Kröfugerð sóknaraðila um fullar verðbætur á laun er reist á því, að þrátt fyrir ákvæði laga nr. 121/1978 hafi mörgum hópum launþega verið greiddar* fullar verðbætur á laun, sem eru yfir hámarki skv. 2. gr. Þetta hafi ýmist verið gert með samningi, einhliða samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur, sem meta megi til samnings, eða með því móti, að verðbætur hafi verið reiknaðar á hluta dagvinnulauna. Þegar heildardagvinnulaun eru samsett úr grunntaxta og álögum. Máli sínu til sönnunar tilfærir sóknar- aðili ýmis dæmi, og varða þau launagreiðslur til starfsmanna ísal, laun borgarstarfsmanna, laun lækna á Borgarspítala svo og laun ýmissa hópa innan Alþýðu- sambands íslands og Farmanna- og fiskimannasambands íslands m.a. iðnaðarmanna, vélstjóra og yfirmanna á skipum. Heldur sóknaraðili því fram, að óeðlilegur launamunur hafi myndast milli launþega, sem höfðu sambærileg dagvinnulaun fyrir setningu laga nr. 121/1978. Valdi þetta óþolandi misrétti. Varnaraðili telur, að þrátt fyrir að greiddar hafi verið fullar verðbætur á laun yfir hámarki skv. 2. gr. laga nr. 121/1978, geti þær kaupbreytingar hvorki talist almennar né verulegar í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46/1973 og því séu skilyrði til breytinga á samningi ekki fyrir hendi. Varnar- aðili bendir á, að í rauninni sé aðeins vitað um tvo hópa, sem vísitöluþaki hafi verið létt af, þ.e. starfsmenn Isal og Reykjavíkur- borgar. Af starfshópum, sem búi við skerta vísitölu, nefnij^ varnar- aðili starfsmenn samvinnufélaga, verkfræðinga og tæknifræðinga á stofum, lyfjafræðinga á almennum markaði, ríkisstarfsmenn innan BSRB, bankamenn, starfsmenn sveitarfélaga og starfsmenn ríkis- verksmiðja. Fram kemur hjá varnaraðila að það hafi sætt gagn- rýni, að form launataxta hafi veruleg áhrif á verðbótagreiðslur til launþega, þ.e. að verðbóta- greiðslur verði þeim mun hærri sem álagsgreiðslur séu meiri hluti af launum starfsmanns. I þessu sambandi bendir varnaraðili á, að hjá opinberum starfsmönnum sé töluvert um álagsgreiðslur, sem leiddar séu af dagvinnutöxtum. Nefnir hann m.a. vaktaálag, bak- vaktaálag og ýmsar álagsgreiðslur kennara. Þessum álagsgreiðslum megi mörgum jafna til álags- greiðslna iðnaðarmanna. IV. Ljóst er, að samningsheimild 3. gr. laga nr. 121/1978 hefur verið nýtt, meðal annars gagnvart starfsmönnum Reykjavíkur- borgar, sem fyrir lagasetninguna bjuggu við sams konar launastiga og ríkisstarfsmenn. Þá er og ljóst, að ákvæði laga nr. 121/1978 gefa færi á þeirri túlkun að mismiklar verðbætur séu greiddar eftir því hvernig dagvinnulaun eru skil- greind, þótt endanlega hafi þau verið jafnhá í krónum. í 1. mgr. 2. gr. er fjallað um „hámark verðbóta á mánuði fyrir fulla dagvinnu" án þess að nánar sé skilgreint hvað átt sé við með „fullri dagvinnu" í þessu sambandi. í 3. mgr. 2. gr. segir, að setja megi með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, þar með hvað skuli telja laun fyrir fulla dag- vinnu, m.a. samkvæmt kjara- samningum sjómanna. Slík reglu- gerð hefur ekki verið sett. Á árinu 1974 voru sett bráða- birgðalög nr. 88/1974 um launa- jöfnunarbætur o.fl., sem eru hlið- stæð þeirri löggjöf sem hér um ræðir. I 2. gr. laganna segir m.a.: „Þess skal gætt, þegar metin er hæð kauptaxta fyrir reglulega dagvinnu, sem ákveðinn er með álagi á annan lægri taxta, eða sem hlutfall af hærri taxta, að jafnan sé miðað við hinn endanlega taxta, en ekki þann grunn, sem hann er á reistur." Við þessa lagasetningu þótti nauðsynlegt vegna hinna margvíslegu launakerfa, sem beitt er á vinnumarkaði, að tryggja að skerðing verðlagsbóta kæmi sem jafnast niður og forðast, að mis- munandi túlkun á hugtakinu dag- vinnulaun ylli því, að mismiklar verðbætur kæmu á jafnhá laun fyrir fulla dagvinnu. Þessa var ekki gætt við setningu laga nr. 121/1978, sbr. bráðabirgðalög nr. 96/1978. Hefur það haft í för með sér verulega röskun á launum félaga í Bandalagi háskólamanna miðað við þá, sem höfðu sambæri- leg laun en öðruvísi launakerfi fyrir setningu laganna. Ekki verður fallist á það með varnaraðila, að álagsgreiðslum á laun félaga í Bandalagi háskóla- manna verði almennt jafnað til álagsgreiðslna iðnaðarmanna. Með vísan til þess, sem að framan greinir, og þar sem fallast verður á það með sóknaraðila að laun félagsmanna í Bandalagi háskólamanna hafi verið skert umfram laun annarra launþega með sambærileg laun, ber að taka kröfu hans til greina þannig að fullar verðbætur séu greiddar á laun frá 1. janúar 1979 skv. ákvæð- um aðalkjarasamnings, að öðru leyti en því sem leiðir af ákvæðum 1.—3. gr. laga nr. 103/1978. Dómsorð Frá 1. janúar 1979 skulu verð- bætur á laun ríkisstarfsmanna í Bandalagi háskólamanna reiknast skv. gr. 1.3.2. í aðalkjarasamningi aðila án annarrar skerðingar en leiðir af 1.—3. gr. laga nr. 103/1078. Benedikt Blöndal Jón Finnsson Jón Rögnvaldsson Sératkvæði Jóns Sigurðssonar og Jóns G. Tómassonar Sóknaraðilöi gerir kröfu um, að ríkisstarfsmönnum innan Banda- lags háskólamanna verði dæmdar breyttar launatöflur frá 1. septem- ber 1978, 1. desember 1978 og 1. mars 1979. Um endurskoðunarrétt vísar sóknaraðili til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46/1973 og til ákvæða gr. 11.1.1. í gildandi kjarasamningi. I greinargerð segir sóknaraðili, að í kröfugerðinni felist „krafa um að greiddar verði fullar verðbætur í samræmi við ákvæði gildandi kjarasamninga frá 1. september 1978 eða grunnlaun hækkuð sem nemur skerðingu verðbóta 01.09.78 og 01.12.78“. Takmörkun sú á verðbótum, sem sóknaraðili vísar til, á sér annars vegar stoð í bráðabirgðalögum um kjaramál nr. 96.8. september 1978, sem staðfest voru sem lög nr. 121 30. desember 1978 og hins vegar í lögum um tímabundnar ráðstafan- ir til viðnáms gegn verðbólgu nr. 103 30. nóvember 1978. I síðarnefndu lögunum eru verð- bótagreiðslur á laun ákveðnar lægri en orðið hefði samkvæmt útreikningum á verðbótavísitölu og er vísað í lagagreinum til ráðstafana ríkisstjórnarinnar á sviði skattamála og félagsmála, er koma skuli í stað hluta verðbóta á laun. Ákvæði þessi eru ekki und- anþæg. I lögum nr. 121/1978, sbr. lög nr. 96/1978, er sett hámark fyrir greiðslu verðbóta á laun miðað við ákveðið mark dagvinnulauna og segir síðan, að sú tilhögun skuli haldast óbreytt „þar til um annað hefur verið samið". Samningar milli aðila máls þessa um breytta tilhögun verðbótagreiðslu hafa ekki tekist. Ætla verður, að með orðunum „þar til um annað hefur verið samið“ sé átt við eiginlega samn- inga milli launafólks og atvinnu- rekenda eða samtaka þeirra. Ekki verður séð, að Kjaradómur fremur en aðrir dómstólar geti að svo vöxnu máli ákveðið mönnum hærri laun en lög nr. 103/1978 og lög nr. 121/1978, sbr. lög nr. 96/1978 ákveða, enda hefur sókn- araðili ekki borið brigður á stjórn- skipulegt gildi laganna, en með þeim er ákveðið hámark sett á verðbætur en ekki einvörðungu leiðbeinandi regla eða lágmarks- réttur til verðbóta. Þegar af þessari ástæðu ber að sýkna varnaraðila af kröfugerð sóknaraðila í máli þessu og kemur því ekki til álita, hvort sóknaraðili á réttmæta kröfu til endurskoðun- ar samkvæmt upphafsákvæði 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46/1973 eða ákvæða greinar 11.1.1. í aðalkjara- samningi. Jón Sigurðsson Jón G. Tómasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.