Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Sigurbjörg Ólína Ólafs- dóttir—Minningarorð Eðlilegasti tónn Boggu var glað- vaerð og mér er það minnisstætt er ég hitti hana og Kidda fyrst fyrir nokkrum árum á Spáni. Hún hafði svo bjartan og einlægan hlátur og hún skemmti sér manna bezt þegar við höfðum ekið langan veg til þess að fara á Hawaii-hátíð (á Spáni) og svo reyndist þetta allt vera hálfgerður misskilningur þegar á hólminn var komið. Að minnsta kosti minnti þetta fremur á venjulega túristasamkomu frem- ur en nokkuð frá þeirri ágætu eyju Kyrrahafsins. Bogga sló öllu upp í grín, gerði gott úr galsanum og aðrir tóku upp þráðinn. Það fór heldur aldrei á milli mála hvaða skoðun hún hafði þegar svo bar undir, hún var ekkert að fela það hvort henni líkaði betur eða verr. Um árabil höfðu verið bjartir dagar í lífi fjölskyldu hennar, myndarleg og efnileg börn og drengskaparfólk allt um kring. En svo fór sá sjúkdómur sem leiddi hana til æðri heims að mylja sólskinsstundir þessa lífs, skuggar riðu um hlöð óvissunnar, unz hún var öll langt fyrir aldur fram. Sigurbjörg Olína Ólafsdóttir var fædd 29. október 1938 að Árgerði, Kleifum, Ólafsfirði. Hún var yngst barna þeirra hjóna, Snjólaugar Ástu Sigurjónsdóttur og Baldvins Ólafs Baldvinssonar. Á hennar bernskuárum var hart í búi hjá almenningi yfirleitt, en með spar- semi og dugnaði tókst flestum að hafa til hnífs og skeiðar. Ólafur stundaði sjóinn, fyrst vélstjóri á ýmsum bátum, en seinna byggði hann sér trillubát og reri til fiskjar með syni sínum. Á sumrin höfðu þau Ásta og Ólafur einnig nokkurn búskap. Þau voru ekki há í loftinu systkinin frá Árgerði þegar þau fóru að hjálpa til bæði til sjós oa lands, Sigfinnur, Rósa og Regína, en vinnusemi og áræði gerði það að verkum að allt bjarg- aðist. Árgerði hefur fagurt bæjarstæði og það er stíll í landinu og fegurð og Bogga var næm fyrir slíku á sínum ævivegi, hún kunni að hríf- ast af því fagra. í byggðarlagi bernsku hennar voru 7 bæir og túnin lágu flest saman og þarna voru tilþrif í mannlífinu, enda ólst þar upp fjöldinn allur af ungu fólki, sem allt tengdist nánum tryggðarböndum án þess að nokk- urn tíma kæmi los þar á. Að loknu barnaskólanámi lagði Bogga land undir fót, til systur sinnar sem var búsett á Suður- nesjum og þar hóf hún að vinna við fiskvinnslu, aura sér saman fyrir námi sem hugur hennar stóð til. Það tókst og haustið 1956 fór vonglöð kona á Húsmæðraskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu. Að þeirri menntun bjó hún, enda byggðist sú menntun hvorki á tízku né öðrum erlendum hégóma- skap. Þremur árum síðar kynntist hún manni sínum Kristmanni Hjálm- arssyni frá Nýjalandi í Garðinum. Þau giftu sig 30. maí 1959 og settust að í Keflavík þar sem þau Móðir okkar, + ÓLAFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR, Noröurbrún 1, andaöist á Landakotsspítala, laugardaginn 3. marz. F.h. aöstandenda, Alda Sigurjónadóttir, Lilja Sigurjónadóttir, Sigríöur Sigurjónadóttir, Eövarö Sigurjónaaon. + MÁLFRÍDUR TÚLÍNÍUS, Framneavegi 30, lézt í Landspítalanum, laugardaginn 3. marz. Jaröarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aöstandenda. Rafn Ragnarsson. + Faðír okkar, GUNNAR GUNNARSSON. Etkihlíó 11, andaöist 3. marz. Jaröarförin auglýst síöar. Börn hins látna. + Útför bróöur okkar og mágs, MARGEIRS SIGURBJÖRNSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 7. marz kl. 10.30 f.h. Kristín Sigurbjörnsdóttir, Þorsteinn H. Þorsteinsson, Fjóla Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Sveinsson, Axel Sigurbjörnsson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, INGVAR STEFÁN KRISTJÁNSSON, Safamýri 29, lézt í Borgarspítalanum, aðfararnótt sunnudagsins 4. þ.m. Aðalheiöur Björnsdóttir og synir. reistu sér myndarlegt hús að Smáratúni 22 og keyptu síðar Krossholt 15. Þrjú börn eignuðust þau, dugmikil og vel gefin börn, Hjálmar fæddan 1959, Ástu fædda 1965 og Dagnýju fædda 1966. Bogga hafði yndi af því að búa heimili þeirra smekklega og þau Kristmann voru samhent í því, enda varð útkoman hlýlegt og fallegt heimili. Kristmann forkur til framkvæmda og traustur og Bogga hafði yndi af því að prýða heimilið með hannyrðum, fannst gaman að framreiða góðar veiting- ar þegar gesti bar að garði, enda eiga margir vinir og kunningjar ánægjulegar minningar frá heim- ili þeirra hjóna. Eðli Boggu var þannig að hún átti sérstaklega gott með að afla sér kunningja og vina, hafði yndi af söng og oft, sérstaklega á yngri árum, greip hún gítarinn og tók lagið í góðra vina hópi. Svo var það fyrir sjö árum að hún kenndi þess sjúkdóms sem nú hefur flutt hana yfir móðuna miklu. Það eru margs konar svipti- vindar sem blása í mannlífinu þegar sjúkdómar setjast upp, margt sem breytist og bítur og þegar það kom í ljós að hún þurfti að koma reglulega á Landspítal- ann einu sinni til tvisvar í viku, þá varð það úr að hún fluttist í íbúð í Reykjavík fyrir rúmu ári með dætrum sínum tveimur. Bogga var ekki hávaxin kona, en hún sýndi hetjulund gagnvart sjúkdómi sín- um og þar hjálpaði henni mest hennar einlæga barnatrú, því að hún trúði statt og stöðugt á annað líf og fékk ómetanlegan kraft og hjálp að handan. Hún átti einnig marga mjög hjálpsama og trygga vini, sem veittu henni styrk og hlúðu að henni til hinztu stundar. Þar spruttu vinarorð sem munu lifa. Trú Boggu lýsti hennar erfiða veg og þar var hennar sól á þeirri leið vissan um það að góður Guð myndi halda verndarhendi yfir hjartkærum börnum hennar og leiða þau á þeirra vegum. Guð blessi Boggu á æðra stigi og varðveiti börn hennar og ástvini í sorgþeirra. Megi bjartar minning- ar um góða konu gefa þeim glaðar stundir. Mánudagsmorgunn 26. febrúar. Það var stilla, næstum vorveður, hlýtt og milt. Eftir frostið og síðan umhleypingarnar var maður þakklátur skaparanum fyrir þessa hvíld náttúrunnar, hvíld sem er lífinu svo dýrmæt þó stopul sé og stutt, gjöf sem á hörðum vetri er Nú þegar mágur minn er allur, langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Kristinn I. Jónsson var fæddur 23. apríl 1923 í Björnskoti undir Eyjafjöllum. Barnsskónum sleit hann í föður- húsum, en eins og algengt var þar austur í sveitum fór hann til Reykjavíkur þegar hann óx úr grasi. Ekki hefur hann haft með sér þunga pyngju úr föðurhúsum, en víst hefur það samt verið drjúgt veganesti, sem góðir foreldrar hafa látið honum í té. Heitar fyrirbænir elskandi móður og holl- ráð heiðarlegs föður. En þau foreldrar hans voru af merkum og traustum ættarstofnum þar aust- ur í sveitum. Þegar Kristinn kom til Reykja- víkur, gekk hann í þau störf sem buðust, meðal annars ók hann um tíma leigubíl. Kynni okkar Kristins hófust er hann kvæntist Fjólu systur minni. Þegar hann ákvað að stofna fjölskyldu fór hann fyrir alvöru að búa sig undir ævistarfið, sem var rafvirkjun. Lengst af vann hann hjá Rafveitu Reykjavíkur og held ég að hann hafi áunnið sér traust yfirmanna sinna og vinnufélaga, enda vandvirkur og vinnufús með afbrigðum líkust bernskuminningum. I öryggi bernskudaganna skapast minningar sem koma alltaf upp í hugann öðru hverju líkt og lag sem við þekkjum engan höfund að en viljum ekki gleyma. Mitt í þeim glaða leik vil ég muna Boggu frænku, móðursystur mína sem dó þennan morgun. Bogga frænka hafði undanfarin ár átt að stríða við mikil veikindi sem smám saman lömuðu hennar mikla lífs- kraft og bjarta hlátur. En ég vil ekki muna Boggu frænku þjáða og vesæla, svo vel man ég hana hressa og lífsglaða. Bogga frænka hafði ákveðna sérstöðu gagnvart okkur krökkun- um þegar við vorum í sveit hjá afa og ömmu fyrir norðan. Hún hafði verið yngsta barnið á bænum og þó hún væri núna gift og mamma þá stóð hún miklu nær okkur þeim yngri en fullorðna fólkinu. Okkur strákunum fannst það skrítið hvað hún var alltaf elskuleg þrátt fyrir að við stríddum henni og vorum til leiðinda, eins og gengur en þetta var aldrei erft við okkur og hún hélt alltaf góðu sambandi eftir að við spruttum úr grasi. Bogga frænka þráði einfalt en gleðimikið líf, kannske öðrum þræði verndað og laust við áhyggjur og amstur. En við getum sjaldnast fundið vernd fyrir þeim duttlungum lífs- ins sem leggja sjúkdóma og þján- ingu á fólk, en það er önnur saga. Bjart hljómmikið lag Boggu frænku dó ekki, það lifir áfram, í svipinn angurvært og þungt en þegar frá líður fær það reisn sína á ný og við geymum það í hjarta okkar innan um gleði æskuminn- inganna og bjarta og hlýja daga. G.Á.E. Af litlum efnum og með einstak- ri eljusemi kom hann upp myndar- legu húsi fyrir sig og sína fjöl- skyldu í Heiðargerði 42. Aldrei veit ég til að Kristni hafi orðið sundurorða við nokkurn af tengdafólki sínu, en tók með góð- látlegri kímni glettum mága sinna og mágkvenna og umbar þau öll með einstakri þolinmæði. Og lét sér annt um velferð alls þess fólks, eins og það væri hans eigin fjöl- skylda. Gott var að leita til hans ef eitthvað bilaði. Margt handtakið gerði hann fyrir kunningja og vini án þess að taka eyri fyrir. Fer þó orð af „uppmælingu iðnaðar- manna" en sennilega hefur Krist- inn haft sinn prívat uppmælinga- taxta. Ég minnist þess nú síðast, þegar hann lá helsjúkur og gat ekki sofnað fyrr en hann hafði komið til mín góðum ráðum vegna óhapps, sem ég varð fyrir. Ekki var það þó í fyrsta skipti sem hann sýndi mér einstaka umhyggju- semi. Því minnist ég nú þessa mágs míns með söknuði og trega. Synir hans 4, sem nú eru að verða fulltíða menn, og farnir að taka á sig ábyrgð og erfiði lífsbar- Vinir hverfa sjónum okkar og leita þá minningar frá liðnum dögum fram í hugann. Við Bogga, eins og hún var alltaf kölluð, ólumst upp í sama húsinu á Kleif- um í Ólafsfirði og vorum frænkur. Það má næstum segja að við höfum verið eins og systur, enda bara ár á milli okkar. Við lékum okkur saman og trúðum hvor annarri fyrir leyndarmálum okk- ar. Bogga var alltaf glaðvær og gat gert gaman úr öllu. Ennfremur hafði hún næmt eyra fyrir hljóm- list, spilaði á gítar og við sungum. Hún giftist til Keflavíkur góðum manni, Kristmanni Hjálmarssyni, sem hún mat mikils og eignuðust þau þrjú börn: Hjálmar, Ástu og Dagnýju. Fyrir rúmum tveimur árum hringdi ég til frænku minnar til að heilsa upp á hana og bjóða vel- komna heim úr utanlandsferð, en hún var þá svo máttfarin og ólík sjálfri sér að hún gat varla talað við mig nema nokkur orð. Mín fyrsta hugsun var sú að nú hlyti Bogga að vera orðin mikið veik, eins og reyndar kom á daginn. Hún var flutt á sjúkrahús skömmu síðar þar sem hún dvaldi í marga mánuði en með dugnaði og hjálp góðra vina tókst henni að komast á fætur og heim til sín. En vegna veikindanna og annarra erfiðleika fluttist hún til Reykjavíkur að Sporðagrunni 4 ásamt dætrum sínum og var hún þar í næsta nágrenni við Regínu systur sína og hennar fjölskyldu, er reyndust henni með afbrigðum vel. Átti hún alltaf athvarf hjá þeim frá því hún veiktist. Síðastliðið sumar kom Bogga hingað í Ólafsfjörð og var hún þá hjá skyldfólki sínu. Af þessu ferðalagi hafði hún mjög gaman. Þótt heilsan leyfði ekki að við færum mikið saman, sagðist hún ekki þurfa áð kvarta þar sem svo margir ættu bágara en hún. Þessi dugnaður og þessi hugsun fylgdu henni til hinztu stundar Sigurbjörg Ólafsdóttir var fædd í Árgerði á Kleifum í Ólafsfirði. Hún var dóttir hjónanna Ástu Sigurjónsdóttur og Ólafs Bald- vinssonar og var yngst af fjórum systkinum. Móður sína missti hún fyrir nokkrum árum, en faðir hennar býr á Kleifum hjá syni sínum og sendi ég honum, börnum hennar og fjölskyldu mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Brynja Sigurðardóttir. áttunnar, hafa augsýnilega erft hjálpsemi og greiðvirkni föður síns, eins og fleiri dyggðir sem til heilla horfa. Systir mín syrgir heiðursmann, sem engum vildi nema gott gera, hvorki mönnum né málleysingjum. Síðustu vikur voru erfiðar tími fyrir fjölskylduna. Allir tóku þátt í baráttunni við hinn slynga sláttu- mann. Bæði kona hans og synir. En Kristinn vildi heyja þá baráttu innan veggja heimilisins, meðan hægt væri, þó að hann væri t erfiðri læknismeðferð og undir stöðugu eftirliti. Hann lést í faðmi fjölskyld-' unnar þann 17. þ. m. Blessuð sé minning hans. Oddrún Pálsdóttir Kristinn L Jónsson —Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.