Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 27 Mót FRI ákveðin FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND íslands heíur nú gengið frá dagsetn- ingum allra móta sem eru í beinni umsjá sambandsins. Fer listinn yfir mótin hér á eftir, en einnig er á honum að finna ýmis mót sem einstakir sambandsaðilar hafa óskað eftir að verði á mótaskránni. Fyrsta frjálsíþróttamótið utanhúss í sumar verður að líkindum Vormót ÍR en ákveðið hefur verið að það fari fram fimmtudaginn 3. mai. MÓTASKRÁ FRÍ 1979 11. mars 27.-28. maí Víðavangshlaup íslands. Meistaramót íslands, tugþraut, fimmtarþraut kvenna og fl. greinar Laugardalsvöllur. 16. —17. júní Evrópubikarkeppni karla, Luxemburg, Danmörk, írland. ísland, Portugal. Luxemburg. 30. júní— 1. júlí Evrópubikarkeppni kvenna, undanúrslit, Wales Á sama tíma undanúrslit karla. 5. júli' MI Öldungaflokkur (Breiðablik) 7. -9. júlí Meistaramót íslands aðalhluti Reykjavík. 14.—15. júlí Evrópubikarkeppni í fjölþrautum, undanúrslit. Bremen í V-Þýskalandi, írland, Frakkland, V-Þýska- land, ítah'a, Bretland, ísland, Sviss, Júgóslavía. 14. —15. júlí Meistaramót íslands, meyjar, sveinar, stúlkur. dreng- ir Húsavík. 21.—22. júlí Kalottkeppnin Bodö Noregi 21.—22. júlí Meistaramót íslands (14 ára og yngri). Selfoss? 26.-29. júlí Vinabæjarmót unglinga á Akureyri. 4.-5. ágúst Norðuríandakeppni unglinga í Noregi 20 ára og yngri. 8. -9. ágúst Reykjavíkurleikar. 11. ágúst Bikarkeppni 16 ára og yngri (Breiðablik) 13. —14. ágúst Kastlandskeppni ísland—ltalía 18.—19. ágúst Evrópumeistaramót unglinga Bydgoszcz Póllandi 25.-26. ágúst Bikarkeppni FRÍ allar deildir 1. —2. sept. Fjórðungamótin 8.-9. sept. Unglingakeppni FRÍ/ ÍSL—Bretl. Tugþraut 29.—30. sept. Bikarkeppni FRÍ í fjölþrautum. IS vann IR IS VANN nauman sigur á IR í 1. deild kvenna í körfubolta í fyrra- kvöld. Eitt stig skildi í lokin. 40—39, en aðeins fáeinum mínút- um fyrir leikslok náði ÍS foryst- unni í leiknum í fyrsta skiptið. Staðan í háifleik var 17—14 fyrir ÍR. Leikur þessi einkenndist af sterkum varnarleik og að sama skapi slökum sóknarleik. ÍR var þó lengst af yfir sem fyrr segir, en rétt fyrir leikslok seig ÍS fram úr, þannig var staðan 40—37 þegar aðeins ein mínúta var eftir. Á þessari lokamínútu fengu IR-stúlkurnar 5 vítaskot, en þar sem þeim tókst aðeins að skora úr tveimur féll sigurinn í hlut ÍS. Sérkennileg staða er nú komin upp í mótinu, en aðeins einn leikur er eftir, viðureign ÍS og KR. Vinni KR, hefur liðið tryggt sér íslands- meistaratitilinn. Vinni ÍS hins vegar, verða 3 iið efst og jöfn KR, ÍSogÍR. Flest stlg fyrir ÍS skoraði Þórunn Kafnar. 14 stig, en Guðnf Eiríks skoraði 10 stig. Guðrún Bachman var stigahæst hjá ÍR. skoraði 11 stig. Anna Eðvarðsdóttir skoraði 9stig. Idtf. Júgóslavi tri Chelsea CHELSEA, í 21. sæti af 22 mögulegum í 1. deild. leggur nú allt kapp á að þétta gatasíuvörn sína. I því skyni hefur félagið fest kaup á júgóslavneska landliðsmarkverðinum Peter Borota frá Partizan Belgrad. Mun enska félagið hafa borgað sem nentur 100.000 sterlingspundum fyrir hinn 27 ára gamla markvörð. Forráðamenn Chelsea höfðu í gær fullan hug á að tefla Borota fram í leiknum gegn Liverpool í dag, en þá var ekki ljóst hvort búið yrði að ganga frá öllum smáatriðum. Meistaramót Reykjavíkur í badminton MEISTARAMÓT Reykjavfkur í hadminton fer fram í húsi TBR, Gnoðarvogi 1, dagana 8„ 10. og 11. mars n.k. Hefst mótið kl. 21.20 á fimmtudagskvöld. en verður fram haidið kl. 15.00 á laugardag. Úrslit og undanúrslit verða á sunnudag ki. 13.30. Þátttökugjöld f mótið verða með þeim hætti, að þeir sem tapa leik. greiða boltana í leikinn. sem þeir tapa (sbr. Tropicanamótið). Þátttökutilkynningar skulu haía borist til TBR í síðasta lagi föstudaginn 2. mars n.k. Skv. venju verður keppt í öllum greinum í A—flokki, meistaraflokki og öðlingafiokki. Þátttökurétt hafa allir, sem eru félagar f einhverju Reykja- víkurféiaganna, og ná 16 ára aldri á árinu. Góður lelkur er FH-sigraði KR LEIKUR FH og KR í 1. deild kvenna í handknattleik á sunnu- dag var bæði vel leikinn og skemmtilegur á að horfa. Var leikurinn mjög jafn allan tímann og ekki fyrr en í lok síðari háifieiksins sem FH-stúlkurnar tryggðu sér sigur með góðum lcikkafla. Endaði leikurinn 14 — 11. Lítið var skorað í fyrri hálfleiknum og var staðan í hieik- hléi 5—4 FH í hag. Fyrri hálfleikur var afar jafn, og varnarleikur og markvarsla góð hjá báðum liðum. í síðari hálf- leiknum var nokkur hraði í leikn- um og var hart barist á báða bóga. FH-stúlkurnar höfðu þó alltaf frumkvæðið í leiknum og voru lengst af tvö mörk yfir. Léku þær yfirvegað og af skynsemi og færði það þeim sigurinn öðru fremur. í liði FH voru Anna og Kristjana bestar í sókninni. Þá varði Gyða mjög vel í markinu. Svanhvít, Brynja og Hildur áttu líka ágætan leik. í liði KR-stúlknanna voru Olga, Hansína og Hjördís bestar. Anna Lind lék vel í vörninni og Ása varði prýðilega lengst af í leiknum. Mörk FH: Kristjana 5, Anna 4, Svanhvít 3, Brynja 2. Mörk KR: Hansína 2, Karolína 2, Olga 2, Birna 1, Arna 1, Hjördís 1, Annalind 1, Jónína 1. Yfirburðasigur Hauka móti Breiðablik HAUKASTÚLKURNAR báru siguyorð af UBK í 1. deild kvenna í' Ilafnafirði á sunnudag. Var um mikinn yfirburðasigur að ræða. Lokatölur urðu 17—4,‘eftir að staðan í hálfleik hafði verið* 10—2. Lið Breiðabliks hefur átt frekar erfitt uppdráttar f leikjum 1. deildar f vetur og lítið komið út úr leik stúlknanna. Lið Hauka, lék þennan leik ágætlega. Mótstaðan var alltof lítil til þess að þær þyrftu að taka verulega á í leiknum. Kolbrún, Sjöfn og Björg voru allar sprækar og Margrét og Hall- dóra í síðari hálfleiknum. Þá varði Sóley markvörður mjög vel allan tímann. Hjá Breiðablik skaraði engin framúr. Það var einna helst Magn- ea í markinu, Sigurborg og Alda, sem eitthvað sýndu. Mörk Hauka: Margrét 4, Hall- dóra 3, Sjöfn 2, Kolbrún 2, Björg 2, Guðrún Á. 2, Sesselía 1, Guðrún G. 1. Mörk Breiðabliks: Alda 2, Ása 1, Sigurborg 1. I Skotfélagió nú sérsamband Á UNDANFÖRNUM árum hefur þeim farið fjölgandi er iðka skot- fimi hér á landi og samkvæmt kennsluskýrslum ársins 1977 er skotfimi iðkuð innan 8 héraðs- sambanda og starfandi eru 4 íþróttafélög sem eingöngu iðka skotfimi þ.e. í Reykjavík, Ilafnar- firði, Hveragerði og Vestmanna- eyjum. Með hliðsjón af þessu svo og tilmælum er borist höfðu um stofnun skotsambands, kallaði framkvæmdastjórn ÍSÍ saman tii fundar formenn þriggja skotfé- laga til að athuga stofnun sér- sambands fyrir íþróttina. Hinn 10. jan. s.l. ákvað framkvæmda- stjórnin að stofnað skyldi sérsam- band um skotíþróttina og var stofnþing þess haldið föstudag- inn 16. febrúar s.l. Þar voru mættir 12 fulltrúar frá 4 héraðssamböndum auk for; seta, varaforseta og gjaldkera ÍSÍ svo og framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra ÍSÍ. Stofnþingið setti og stjórnaði Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ. Samþykkt voru lög fyrir sam- bandið og er skammstöfun hins nýja sambands STÍ og kosin var stjórn sem er þessi. Axel Sölvason formaður, Björn Eiríksson gjaldkeri, Guðmundur Guðmundsson ritari. Varastjórn: Jóhannes Christensen. varafor- maður, Ferdinand Hansen vara- gjaldkeri, Þórhallur Hróðmars- son vararitari. Endurskoðendur: Ólafur Ófeigsson og Sigurður Aðalsteinsson. í dómstól sambandsins: Róbert Smith. Sverrir Magnús- son. Jóhannes Christensen. Stofnaðilar skotsambands- ins;eru: íþróttabandalag Reykjavíkur. íþróttabandalag Ilafnarfjarðar, Héraðssambandið Skarphéðinn, íþróttabandalag Akureyrar, íþróttabandalag Vestmannaeyja. íþróttabandalag ísafjarðar. Með stofnun Skotsambands ís- lands eru sérsambönd innan íþróttasambands íslands orðin 16 taisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.