Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 VlK> KArnNO \ R *§Kíí a/i GRANI GÖSLARI „Gagnrýn- in réttmæt” BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I spili dagsins hafnaöi suður í eðlilegri lokasögn. En eins og allt of oft skeður var hann heldur fljótfær. Úrspilið Iíktist beinni siglingu án tillits til hugsanlegra boða og skerja, sem segja má að hafi þó verið skýrt merkt á sjókortinu. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. 65432 H. Á104 Vestur t 953 Austur S. KIO L Á3 s- G987 H. 82 H.75 T. DG104 T. K82 L. K9742 L. G1086 Suður S. ÁD H. KDG10963 T. Á76 L. D5 Gegn fjórum hjörtum spilaði vestur út tíguldrottningu. Sagn- hafi tók slaginn og spilaði tromp- sexi á tíuna til að geta svínað spaðanum strax. Út af fyrir sig var það ekki vitlaus hugmynd en samgönguleiðirnar milli handa spilarans og borðsins voru ekki nægilega öruggar í þetta sinn. Vestur tók spaðadrottningu með kóng, tók síðan á tígulgosa og spilaði þriðja tíglinum. Og ekki var erfitt fyrir austur að skipta í laufgosa, drottningu, kóngur og ás. Suður tók þá á spaðaás, spilaði trompníu á ásinn og trompaði spaða með gosa. En þá kom spaða- legan í ljós og þó trompfjarkinn væri innkoma á borðið vantaði eina innkomu til að geta látið lauf af hendinni í fimmta spaðann, sem annars hefði orðið tíundi slagur- inn. Sjálfsagt ert þú sammála mér um hvar skerið var á leiðinni. Möguleikinn á vel heppnaðri svíningu í spaðanum lá of beint við. Úr því ekki var tekið á spaðaásinn strax var hann dæmdur til að flækjast fyrir, þar sem telja varð eðlilegt, að vörnin reyndi að ná laufásnum úr borðinu við fyrstu hentugleika. Besta úr- spilsaðferðin var því að taka á trompkóng í 2. slag því skiptust trompin 4—0 yrði austur að eiga spaðakónginn. Og eftir það var eðlilegt að spila spöðunum frá hendinni og læt ég lesendur um, að stýra íramhaldinu og reka enda- hnútinn á vinninginn. COSPER Fái ég ekki einn bjór á barnum, mæti ég ekki hér í kvöld! Velvakanda hefur borist eftir- farandi bréf frá höfundi „verðlaunavísunnar" umtöluðu. „Það fer ekki á milli mála, að ég hef svo sannarlega valdið fjaðrafoki meðal einhverra lesenda þinna og minnir það einna helst á þegar minkur gengur laus í hænsnahúsi. Ástæða alls þessa, er vísukorn sem ég sendi í samkeppni þá sem haldin var á vegum „Ljóma“, sællar minningar. Þetta umdeilda afkvæmi mitt hefur þegar orðið til þess, að mér hafa verið veitt sæmdarheitin „smjörlíkisskáld" og „leirskáld". „Minna mátti það ekki kosta", eins og unga stúlkan sagði, þegar hún var ófrísk eftir sinn fyrsta ástar- fund. Aftur á móti, er ekki nema gott eitt um það að segja, þegar réttmæt gagnrýni er sett fram á því, sem illa er að staðið og vissulega stenst þessi umtalaða vísa ekki þær kröfur, sem gera verður til þokkalegrar ferskeytlu og síðastur skal ég vera til að halda öðru fram. Um úrskurð dómnefndar í áður- nefndri keppni, má eflaust deila, en ég tel að hún hafi frekar haft í huga 'auglýsingagildi, fremur en gæði í þessu tilviki. Ég tel að þeir sem hvað mest hafa deilt á vísuna, hafi horft framhjá þeirri staðreynd, að vísan er ort til gamans og send sem slík í keppnina, þó það í sjálfu sér afsaki ekki að mér voru mislagðar hendur við gerð hennar. „Svarthöfði" skrifar í dálki sínum (Vísir, 26/2 ‘79) grein um margnefnda vísu, en hann gerir þó greinilega mun á gamni og alvöru og tekur þennan skáldskap ekki alvarlega, né óttast að þarna séu endalok íslenskrar menningar í sjónmáli, betur væri að fleiri tækju sömu afstöðu. Ég vil svo víkja að grein sem birtist í dálkum þínum Velvakandi góður þann 24/2 ‘79, en sá sem hana ritar virðist ekki hafa mann- dóm í sér til að skrifa undir nafni, hvað sem veldur. Ekki er annað að sjá af skrifum hans en að mér hafi með vísu minni, tekist að skera niður við trog, hið hefðbundna og þjóðlega form ferskeytlunnar og misþyrmt svo brageyra þjóðarinn- ar, að fyrirsjáanlegt er að hún verður haldin hlustaverk um ókomna framtíð. Mikil er sök mín og þungbær, en ekki er mér grun- laust um, að þeir sem mig best þekkja, brosi að þessari yfir- lýsingu, enda af þeim talinn manna ólíklegastur að ráðast gegn „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi 76 — Og er það ég? Bernild brosti í myrkrinu, sem bfllinn ók af stað. — Já, það eruð þér. Svo sat Martin þögull og horfði á dimman skóginn líða hjá. — Eitthvað karp við Susanne litlu? spurði Bernild. — Getur verið, sagði Martin stuttlega. IJann kveikti sér í sígarettu og í bjarmanum frá eldspýt- unni sá Bernild djúpar áhyggjuhrukkur á enni hans. í>að hlýtur að hafa gerzt eitthvað alvarlegt. hugsaði hann. Ég verð að hjálpa piltin- um af stað. — Jæja, svo að hún hefur uppgötvað að það voruð þér? spurði hann í gamansömum tón. Martin dró djúpt að sér reyk- inn. — Hún hefir að minnsta kosti uppgötvað að það eru takmörk fyrir því hvað hún getur logið gróflega að mér og í stað þess að taka því eins og maður, lagði hún niður skottið og hljóp — hljóp eins og fætur toguðu, bætti hann við biturri röddu. — bað er kvenna siður að valda vonbrigðum. sagði Bernild hughreystandi. — Við verður að taka þær eins og þær eru og við getum ekki gengið út frá því sem gefnu að þær séu gæddar miklu hugrekki. — Ef þær eru ekki hugrakk- ar, verða þær að minnsta kosti að vera heiðarlcgar og hrein- skilnar, stundi Martin. — Ég hef trcyst þcssari stúlku. Treyst henn betur en sjálfum mér. Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við því að hún hefði kcyrt Einar Einarssen niður af slysni og að hún hefði fengið taugaáfall og gleymt öllu þegar hún rak höfuðið í rúðuna ... — En? spurði Bcrnild. — En hún fullyrti að hún hefði verið slegin niður og loks var ég farinn að trúa því. Það var enginn frambærileg ástæða fyrir þvf að ljúga að mér, auðvitað myndi ég ekki fara að kjafta því í lögregluna. — Hún gerði hvað hún gat til að sannfæra mig, sagði Martin. — Það finnst mér svo súrt. Hvers vegna sagði hún mér ckki sannleikann eða hvers vegna var hún ekki kyrr hér og bað mig afsökunar vegna þessara ósanninda allra sem hún hafði borið fram. Ég held að það sé nú hægt að ætlast til þess af fólki — ef maður á að geta byggt upp iíf saman, hélt hann hljóðlega áfram. — Það verður að byggjast á gagn- kvæmu trausti. — Og nú hafið þér misst traustið á henni, sagði Bernild hugsi. — Hún hljóp eins og hræddur héri, þagar það rann upp fyrir henni. að ég sá að hún hafði logið allan tímann. svar- aði Martin.— Það get ég ekki sætt mig við. Hún krafðist þess að ég horfði á hvernig þetta hefði gengið fyrir sig. Hvernig hún hefði kropið þegar hún var slegin niður meina ég... — Og svo? Bernild var fullur áhuga. — Ja, svo stóð ég fyrir aftan hana og uppgötvaði að hún gat ómögulega hafa ságt sannleik- ann. Hún hefur rekið sig f framrúðuna cða réttara sagt spegilinn þegar hún keyrði út í skurðinn. Hún hefði aldrei get- að fengið þessa kúlu við högg frá manni scm stóð beint fyrir aftan hana. Þessi kúla er hrein- lega á skökkum stað og það væri ekki hægt að hitta hana þarna hvað sem maður reyndi. — Og hvað svo? spurði Bernild aftur. — Já, ég sagði við hana að hún væri bannsettur lygari og þá hljóp hún allt f cinu af stað, sagði Martin og andvarpaði þungan. — nijóp eins og hræddur héri í stað þess að koma hreint til dyranna og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.