Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 SEINNI landsloikjum Islands og Færeyja í hlakinu lauk eins og þeim fyrri sem fram fóru norður á Akureyri á föstudaginn, þ.e.a.s. með öruggum íslenskum sigri. Karlarnir unnu 3—0. konurnar einnig. Það var mál manna. að Færeyingarnir hefðu sýnt mun traustari leik í Hagaskólanum heldur en fyrir norðan, verið afslappaðri þrátt fyrir hin stóru töp. Var Ijóst á leikjunum, að Færeyingar eru töluvert að baki íslendingum í þessari íþrótt. En ef ekki fyrir annað en leikgleði og áhuga Færeyinganna, eru þeir verðugir mótherjar og vel það. Kvennaliðin léku fyrst og var töluverður kraftur í þeim fær- eysku fyrstu andartökin. Komust þær í 3—1. Þá tóku íslensku stúlkurnar sér trma og mættu þríefldar þar á eftir og lauk hrinunni 15—4 fyrir Island. I annarri hrinunni stóð ekki steinn yfir steini hjá gestunum og henni lauk 15—1, eftir að ísland hafði komist í 12—0. í þriðju og síðustu hrinunni náðu færeysku stúlkurn- ar forystunni 2—0, en ísland seig aftur í forystu, 4—2, síðan 11—3, 14—4 og loks 15—5. Þriðja hrinan var því í höfn og leiknum lokið. ' Allar voru hrinurnar mjög stuttar. Færeysku stúlkurnar eiga margt, ólært í blaki, svo mikið er víst. Það sem blasti þó mest við, var að engin í liðinu virtist kunna uðum átti Þorbjörg Rögnvalds- dóttir úr UBK stórgóðan leik, Málfríður einnig. Þá gengu karlarnir inn á völlinn og hófu ieik. ísland komst í 2—0, en Færeyingar jöfnuðu 2—2 og virtust í byrjun leiksins ákveðnir í að hefna tapsins frá Akureyri. En það varð ekkert úr því að sinni og Islendingarnir voru komnir í 10 stig þegar Færeyingar bættu sínu þriðja stigi við. Islendingar unnu síðan örugglega 15—4. Færeyingar skoruðu síðan fyrsta stigið í ann- arri hrinunni, 1—0 fyrir Færeyjar. Þeir komust ekki yfir eftir það og Isiand vann öruggan sigur á ný, nú 15—3. Færeyingarnir stóðu sig langbest í þriðju hrinunni, þá var jafnræði í 4.-4. Islendingar kom- ust síðan í 9—4 og hafa þá vafalít- 0 Sigfús Ilaraldsson skcllir með ófíurlegum tiiþrifum. Til hægri við hann á myndinni er Haraidur G. Hlöðversson, sem var sterkastur íslensku leikmannanna. að skella. Létu þær færeysku sér nægja að senda knöttinn lausan til baka, þannig að íslensku stúlkurn- ar gátu jafnan hafið stórsókn sem endaði með stigi. Af og til sýndu færeysku stúlkurnar þó þokkalega spretti, en það nægði oftast ekki nema til að vinna uppgjöfina. Leikmaður númer 11. Anna Gása- dal virtist einna sterkust í fær- eyska liðinu. Það stóðu allir fyrir sínu í íslenska liðinu, en erfitt er að dæma um styrkleika liðsins af þessum leikjum. Að öðrum ólöst- Liósm. Mbl.: Guðjón. ið álitið, að leikurinn væri unninn, því að þá voru gerðar fimm breyt- ingar á einu bretti. Það varð til þess að Islendingarnir töpuðu algerlega glórunni um hríð og áður en menn vissu var staðan orðin 12—11 fyrir Færeyjar. Islendingar rifu sig þá upp og sigu fram úr, lokastaðan 15—11 fyrir ísland. Það sama er að segja um karla- liðið og kvennaliðið, að allir stóðu fyrir sínu. Haraldur G. Hlöðvers- son var þó fremstur manna, geysi- sterkur leikmaður, enda var hon- um aldrei skipt út af. — gg. 0 Svanhvít Helgadóttir, Þrótti, skorar Joensen kemur engum vörnum við. stig fyrir ísland. Jórunn 0 Tveir glímumenn & fleygiferð um gólfið Myndirnar tók Guðjón Birgisson. og minna einna helst á stóra, hvíta kónguló með svartan haus. i flestum flokkum Fyrri hluti íslandsmótsins í júdó fór fram ííþróttahúsi Kennaraháskólans um helgina og var þar keppt í öllum karlaflokkunum. Næstkomandi helgi verður síðan keppt á sama stað í unglinga og kvennaflokkum. Það var glímt sleitulaust frá klukkan 14.00 til klukkan 18.30 og voru margar glímurnar skemmtilegar. en aðrar ekki eins. En að vanda var grimmilega tekið á í þeim öllum og blésu flestir eins og hvalir löngu áður en glímur þeirra voru á enda. Sem dæmi um átökin má nefna, að eftir eina glímu varð að beita hörku og hamagangi til að koma þeim sigraða til meðvitundar á ný. í annari glímu varð að stöðva leikinn um tíma vegna þess að annar keppandinn reif í tætlur aðra ermina á jakka hins, en sem kunnugt er, er efnið í júdóbúningum geysilega sterkt, eins og vera ber. 0 Hér mætti ætla að verið væri að bera burt einn hinna föllnu. Svo er þó ekki. en Jónas Jónasson, Ármanni er að rembast við að skella andstæðingi sínum sem ógerningur er að sjá hver er: Fjöldi keppenda var töluverður í sumum flokkum, þannig varð að skipta keppendum í riðla í einum þremur þyngdarflokkum. í öðrum flokkum var keppendafjöldinn ekki eins mikill, t.d. í þyngstu flokkun- um, þar sem keppendur voru aðeins tveir í hvorum flokki, aðeins ein glíma, úrslitaglíman. I riðlaskiptu þ.vngdarflokkunum hljóta tveir menn saman þriðju verðlaun. í yfirþungavigt voru sem fyrr segir aðeins tveir keppendur og Hákon Halldórsson vann þar sigur á Gunnari Jónssyni. Hákon er í JFR, en Gunnar í Armanni. Benedikt Pálsson JFR vann síðan Karl Gísla- son einnig JFR í 95 kg flokkinum. Það var hörkukeppni í þessum flokki þó að keppendur væru aðeins tveir! Bjarni Friðriksson varð sigurveg- ari í 86 kg flokkinum vann þar í úrslitunum Sigurð Hauksson UMFK. Var úrslitaglíma þeirra mjög jöfn og hörð. Bjarni sigraði einnig í flokki þessum í fyrra. Þeir Kolbeinn Gíslason Armanni og Jón B. Bjarnason KFR skiptu með sér þriðja sætinu. Halldór Guðbjörnsson varð öruggur sigurvegari í 78 kg flokkin- um og kom það varla á óvart, enda sýndi Halldór mikið öryggi í flestum eða öllum glímum sínum. Halldór glímdi til úrslita við Bjarna Björns- son úr JFR og var viðureign þeirra frekar stutt. Halldór snaraði Bjarna í gólfið og hengdi hann þar, „hengdi hann hroðalega" eins og Halldór komst sjálfur að orði. Jónas Jónas- son Armanni og Sigurbjörn Sigurðs- son urðu saman í þriðja sæti, en Kári Jakobsson sem sigrað hefur í þessum flokki tvö síðustu árin keppti ekki að þessu sinni. . Ömar Sigurðsson UMFK og Gunnar Guðmundsson UMFK glímdu tvísýnustu úrslitaglímu mótsins í 71 kg flokkinum. Var það mál manna þegar ljóst var að þeir myndu glíma til úrslita, að varla hefði verið hægt að velja betri (eða verri) menn saman til úrslita, eftir því hvort menn vildu hafa úrslita- glímur tvísýnar eða afgerandi. Það kom nefnilega fram, að í glímum þeirra félaga í gegn um árin, hefur annar aðeins einu sinni unnið stig gegn hinum, sem á móti hafði aldrei unnið stig. Og glíma þeirra Ómars og Gunnars var líka hnífjöfn og hvorugur skoraði stig. Gunnar virt- ist hafa dálítið betur í gólfinu, en Ómar sýndi þó lengst af meira frumkvæði í glímunni og hlaut því sigurinn. En jafnara gat það ekki verið. Hilmar Jónsson Ármanni og Daði Daöason UMFK skiptu með sér þriðja sætinu. Landsliðsmaðurinn gamalreyndi úr Grindavík, Jóhannes Haraldsson átti í nokkru basli með unga Kefl- víkinga í 65 kg flokkinum, en fiaut í gegn á reynslunni. Þetta ber ekki að skilja sem svo að hann hafi sigrað óverðskuldað. En hann varð að hafa fyrir sigrinum og vel það. Hann sigraði Kristinn Bjarnason í úrslitunum, en Þórarinn Ólason varð þriðji. Þórarinn keppti í fyrra í 60 kg flokkinum og sigraði þá. Sigurður Pálsson, sem sigrað hefur í þessum flokki þrjú síðustu árin var ekki með að þessu sinni. Loks fór fram úrslitaglíman í 60 kg flokkinum og þar vann Rúnar Guðjónsson JFR öruggan sigur. Vann hann Gunnar Jóhannesson UMFG í úrslitaglímunni. Kristinn Hjaltalín úr Ármanni varð í þriðja sæti. -gg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.