Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Myndlistarvettyangur Hugleiðingar um sýningar Kristinn G. Harðar- son og Magnús V. Guðlaugsson: Suðurgötu 1, Kjartan Arnórsson: Mokka, Jón Reykdal: „Á næstu grösum“ Sýningastreymið er í fullu gangi í höfuðborginni, hver sýningin rekur aðra, og það virðist sífellt þurfa minna og minna tilefni til sýningahalds og umfjöllunar í fjölmiðlum. Það þarf þó á engan hátt að rýra gæði sýninga þótt þær minnki, þvert á móti getur það verið til mikils góðs aö menn kunni að sníða sér stakk eftir vexti á þessu sviði sem öðrum. Ofhlæði er hér í flestum tilvikum sýnu lakara en hófsemi svo sem dæmin sanna. Sá er hér ritar er á engan hátt andvígur slíkri þróun einkum ef gæði listaverkanna standa undir sér í að aldrei verða góð listaverk of smá og enginn getur blásið lífi í lélegt listaverk með stærðinni einni. Hér eru það gæðin sem máli skipta og menn eru skyldir til að geta þess sem vel er gert hvaðan sem það kemur og hvar sem það er sýnt. Smæð sýninga getur þó gengið út í öfgar ef það sem sýnt er hreyfir ekki við neinum strengjum hjá þeim sem skoðar. Þá er upp- setning sýninga mikið mál, eink- um er menn koma fram í fyrsta skipti á opinberum vettvangi. Ljóst er, að fæsti hafa þolinmæði tii and endasendast milli smá- sýninga ef það veitir þeim ekki sanna gleði og ef þeir hafa það á tilfinningunni að hér hafi verið kastað til höndum. Heimsókn á slíkar sýningar skilur eftir sig tómleikatilfinningu og áður en viðkomandi veit er hann hættur að venja komur sínar á sýningar, forðast þær frekar. Ég vil áður en lengra er haldið geta þess, að ekki er verið að höfða sérstaklega þeirra sýninga sem hér mun lítillega fjallað um, held- ur er hér hreyft við áleitnu vanda- máli, sem mjög hefur sótt á undirritaðan í vetur og valdið honum miklum heilabrotum. Hér er um það að ræða að þráfaldlega hefur það komið fyrir í vetur að undirritaður hefur verið aleinn í sýningarsölum á skoðunarferðum sínum, og það er hálf tómlegt þótt maður sækist eftir að skoða sýningar í friði, þá fjallað skal um þær. Nú veit ég ekki með vissu hvort um minnkandi aðsókn á sýningar sé að ræða og sé svo, þá er trú mín, að hér sé um tíma- bundið fyrirbæri að ræða, — en ég hef orðið var við, að starfandi málarar hafa minna sést á sýning- um í vetur en eðlilegt getur talist. Það segir sig sjálft, að slíkir eru ekki samræðuhæfir um það, sem er að gerast á sýningavettvangi. Það þætti illa farið, ef rithöfundar læsu ekki bækur eða tónlistar- menn hættu að sækja tónleika. Hér er þó sýnu lakast, er menn skiptast í alvísa smáhópa, er virðast hafa þá kenningu að leiðarljósi „að eini ljósi punktur- inn við þessa dapurlegu og for- heimskandi tilveru, séu þeir sjálf- ir!“ — Nú er það í alla staði einka- mál hvers og eins, hvort sem hann er virkur málari eða almennur borgari, hvort hann sækir sýning- ar að staðaldri eða ekki. Um okkur listrýna er öðruvísi farið, því við erum skyldir til að fylgjast með og því fylgir að skoða flestar sýning- ar — helst allar, hvort sem okkur sé það ljúft eða leitt. Reynsla mín í vetur er sú, að of lítið hefur verið um verulega krassandi sýningar er halda áhuganum lifandi og mönnunum við efnið. Hins vegar of mikið um smáar sýningar, sem lítið hafa skilið eftir sig og menn eru fljótir að gleyma. Olíklegt er þó að einhverjum finnist það framför, þegar að sýningar teljast ekki lengur nýnæmi, höfða ekki til fólks — hafa genginn í hvunndag- inn, ef svo má að orði komast. Samsamast því sem fólk gengur framhjá án þess að taka eftir. Fer Myndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON þá að verða stutt í það, að algjör óþarfi verður að kalla saman fréttamenn fjölmiðla, þar sem að tilviljunarkenndar fréttir þeirra eru jafnvel hættar að laða fólk á sýningar, þannig að fólk verður að treysta á eigin dómgreind. Að baki veglegrar fréttar getur t.d. reynst fátækleg sýning á sama hátt og þrengsli í blöðum vegna annars efnis getur hreinlega ómerkt góðar sýningar. Það er alla jafna ekki uppörvandi ef tilviljanir og það rýni sem duttlungafullt frétta- streymi skapar hverju sinni ræður öðru fremur hvernig sýningar eru tíundaðar í fjölmiðlum. Slíkt á til að forsmá gífurlegt átak, sem liggur að baki viðamikilli sýningu en lyfta undir léttvægt framtak. Þetta verður aldrei hægt að úti- loka með öllu, en hnitmiðaðari fréttamennska væri hér til bóta — mikilla bóta. Við gagnrýnendur getum vafa- lítið einnig litið í eigin barm og spurt hvort við höfum ekki oft og tíðum eytt of miklu púðri í hinar minni sýningar hvort ekki sé farsælla að þjappa slíkum meir saman í yfirlitssyrpu. Við höfum helst þá afsökun, að meðan eitthvað telst nýjung, gefur það tilefni til sérstakrar umfjöllunar en komi þetta sama fram í síbylju hlýtur að koma að því að manni verði orðs vant. Örfáar ljósmyndir og einn trékistill, nokkurs konar gulla- stokkur konsept- listamanna, eru uppistaða sýningar tveggja nýgræðinga er um þessar mundir sýna í Galleríi Suðurgata 7. Við þetta bætist að vísu „umhverfis- list“ en sú staðreynd fer fyrir ofan garð og neðan hjá flestum sýningargestum séu þeir þá ekki þeim mun betur að sér í þeirri sérstöku fræðigrein. — Ég minnist með ánægju nokkurra ljósmynda Kristinns G. Harðarsonar, — einkum tveggja á efri hæð galleríisins sem báðar eru í bláum litatónum. Önnur er af skutlu á flugi en hin af bát á legi — farartækin eru í báðum tilvikum samanbrotin úr dagblaðasnifsum. Annars mátar Kristinn mig sem gagnrýnanda með því að númera ekki myndir sínar og því síður ómakar hann sig við gerð sýningarskrár. En mjög er hér lofsvert að Kristinn skuli hafa hugrekki til að tjá sig á íslenzku í myndatextum sínum, sem hann staðsetur í myndirnar — en hætta er á þvi að sumum félögum hans finnist útkjálkabragur að slíku athæfi. Ekki sannfærðu mig vinnubrögð Magnúsar V. Guðlaugssonar í hinu svonefnda Gallery„ “— hér fannst mér skorta á tæknilega hnitmiðun og myndhugsunin er óskýr. Þetta með töskuna Gallery““, er velþekkt og skemmti- leg hugmynd. O - Það er opinn og óþvingaður heimur æskumannsins, sem Kjartan Arnórsson kynnir okkur í myndum sínum á Mokkakaffi. Kjartan, sem er aðeins 14 ára, sýnir nokkrar tæknilega furðu- þroskaðar myndir, gerðar í túsklítum. Hér birtast fersk áhrif frá vísindaskáldsögum — science- fiction — og teiknimyndabókum. Mikilvægast er, að Kjartan kemur fram hreinn og beinn, hann er ekki að reyna að vera annar en hann er — hér endurspeglast einfaldlega áhugi hans á umheiminum og þá öðru fremur geimvísindum. Engu skal hér spáð um framtíðina, en Kjartan virðist fulltrúi nýrrar kynslóðar, er gerir sér ljósa grein fyrir mikilvægi undirstöðumennt- unar í myndlist og að enginn verður hér óbarinn biskup. Mér þótti uppörvandi að skoða vinnu- brögð hins unga manns og bera þau saman við innhverfa mynd- veröld ýmissa framúrstefnulista- manna, sem sumir hverjir virðast gleyma því, að æskan er stutt — gott fyrir unga menn að vita það í tíma... - O - í nýstofnuðu galleríi í hjarta borgarinnar, að Laugavegi 42, er hefur hlotið nafnið „A næstu grösum", sýnir um þessar mundir Jón Reykdal nokkrar tréristu- myndir. Jón Reykdal er óþarft að kynna, hann hefur þegar skipað sér á bakk með efnilegustu grafík- listamönnum þjóðarinnar. Myndir þær, sem hann nú sýnir, eru einnkennandi fyrir þann stíl, sem Jón hefur þróað með sér á undan- förnum árum. Smágerð form og fjölbreytilegur skurður fléttast um myndflötinn, og jafnan virðist sem gerandinn sé að segja einhverja sögu úr tilverunni. Stærsta myndin á sýningunni, sem er jafnframt sú mynd þar sem Jón færist mest í fang, þótti mér áhugaverðust og þróttmest í út- færslu, — kallar það jafnframt á framhald á slíkum vinnubrögðum ... — Vel væri, ef fjölprentuð sjár yfir myndir lægi frammi hverju sinni eins og t.d. á Mokkakaffi — til meira getur maður naumast ætlast af galleríi, sem rekið er í tengslum við matstofu. Framtakið er gott og er það sjá hvernig mál þróast. Kjartan Arnórsson við myndir sínar í Mokkakaffi Kristinn G. Harðarson og Magnús V. Guðlaugsson á sýningu þeirra í Gallerí Suðurgötu 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.