Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 25 gar áfram ttunm leikinn öðrum betri; í vörninni berst hann eins og ljón og í sóknarleiknum er hann að verða lykilmaður. Ted Bee hefur oft leikið betur, en skoraði engu að síður 20 stig í leiknum. Júlíus Valgeirsson og Gunnar Þorvarðar- son áttu báðir góðan leik. Skoraði sá fyrrnefndi mjög mikilvægar körfur í síðari hálfleik. Innáskiptingar Njarðvíkinga fundust mér í þessum leik dálítið furðulegar. Virtust menn oft á tíðum tæpast fá tíma til þess að hitna vel, áður en þeir eru teknir út af aftur. Hefðu KR-ingar barist í vörn- inni í síðari hálfleik af sama eldmóðinum og í þeim fyrri, er ekki gott að segja hvernig farið hefði. Var engu líkara en leikmenn skorti úthald, til þess að halda áfram af sama kraftinum. John Hudson var að vanda langstiga- hæstur KR-inga, en var engu að síður nokkuð mistækur. Garðar Jóhannsson lék mjög vel að þessu sinni og kann nú orðið allar kúnstir körfuknattleiksins, nema að hemja skap sitt og lýtir það nokkuð þennan bráðefnilega leik- mann. Þeir Árni Guðmundsson og Gunnar Jóakimsson börðust vel, en voru engu að síður nokkuð frá sínu besta. Stigin fyrir UMFN: Ted Bee 20, Jónas Jóhannesson 18, Gunnar Þorvarðarson 15, Guðsteinn Ingimarsson og Júlíus Valgeirsson 11 hvor, Árni Lárusson 9, Geir Þorsteinsson 4, Brynjar Sigmundsson og Guðjón Þorsteinsson 2 hvor. Stigin fyrir KR: John Hudson 32, Garðar Jóhannsson 17, Árni Guðmundsson 8, Birgir Guðbjörnsson og Gunnar Jóakimsson 6 hvor, Eiríkur Jóhannesson, Kolbeinn Pálsson og Þröstur Guðmundsson 4 hver, og Einar Bollason 2. Dómarar voru Þráinn Skúlason og Guðbrandur Sigurðsson og dæmdu þeir leikinn ágætlega. gur á stundu! og skoraði eftir hraðaupphlaup. ÍR-ingar bættu við tveimur stigum og síðustu mínútunni hefur áður verið lýst. Bestur IR-inga að þessu sinni fannst mér Kristinn Jörundsson. Annar eins vinnuhestur og hann er vandfundinn. Paul Stewart átti einnig mjög góðan leik. Jón Jörundsson lék vel í fyrri hálfleik, en var frekar daufur í þeim síðari. ÍR-ingar hafa nýverið fengið liðs- auka, þar sem er Sigmar Karlsson, en hann lék með þeim hér fyrr á árum við góðan orðstír. Kemur það sér vel fyrir liðið, þar eð IR-ingar hafa fram til þessa ekki getað státað af mikilli breidd og er það vissulega einn helsti veikleiki liðsins. Tveir menn báru af í liði Vals- manna að þessu sinni, en það voru þeir Kristján Ágústsson og Tim Dwyer. Kristján er alltaf harður í vörn, Tim sömuleiðis og auk þess stjórnar sá síðarnefndi öllu spili liðsins. Þá átti Torfi Magnússon einnig ágætan leik, en Torfi er mjög fjölhæfur leikmaður og getur leikið nánast hvaða stöðu sem er á vellinum. Stigin fyrir ÍR: Paul Stewart 27, Kristinn Jörundsson 25, Jón Jörundsson 16, Kolbeinn Kristins- son 8, Sigmar Karlsson 4, og Stefán Kristjánsson 2. Stigin fyrir Val: Tim Dwyer og Kristján Ágústsson 27 hvor, Torfi Magnússon 13, Hafsteinn Haf- steinsson og Ríkharður Hrafnkels- son 4 hvor, Lárus Hólm og Þórir Magnússon 2 hvor. Dómarar voru Erlendur Eysteinsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir erfiðan leik sæmilega. - GI. t aðslokkna? stóðu aðrir aðrir leikmenn beggja liða talsvert að baki honum. Eirík- ur Sigurðsson sýndi það enn, að hann er einn af okkar ágætustu leikmönnum og þótt landsliðs- nefnd loki augunum fyrir því verður slíku ekki breytt. Gegn stúdentum skoraði hann mikið og hirti fjölda fríkasta. Aðrir leik- menn Þórs léku betur en oft áður, t.d. Sigurgeir Sveinsson, sem barð- ist af miklum krafti svo og Birgir Rafnsson. Jón Indriðason átti mistækan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Stig ÍS: Bjarni Gunnar 22, Smock 20, Gisli G. 15, Jón Héðinsson og Steinn Sveinsson 14, Albert Guðmundsson 6, Gunnar Halldórs- son 4 og Jón Oddsson og Ingi Stefánsson 2 stig hvor. Stig Þórs: Mark 36, Eirfkur 20, Jón Indriðason og Sigurgeir Sveinsson 12 stig, Kari Óiafsson 4 stig og Alfreð Túlinfus 1. Dómarar voru Kristbjörn Albertsson og Hilmar Victorsson. Dæmdu þeir leikinn í heild ágætlega þótt alltaf megi deila um einstaka dóma. Framarar í undanúrslit 1. DEILDAR lið Framara tryggði sér á föstudagskvöld rétt til þess að leika í undanúrslitum bikar- keppninnar í körfuknattleik, með öruggum sigri á liði Grindvíkinga. Lyktaði leiknum með 45 stiga sigri Framara, 115—70, en í hálfleik var staðan 63—39, Frömurum í vil. Það bar helst til tíðinda í þess- um leik, að John Johnson þjálfari þeirra Framara, skoraði hvorki meira né minna en 66 stig og mun það vera hæsta stigaskorun í opinberum leik hérlendis. Var Johnson með öllu óstöðvandi í leiknum, en lék auk þess félaga sína upp, með gullfaílegum send- ingum. Mark Holmes var stigahæstur Grindvíkinga í leiknum með 28 stig, en næstur honum kom Ólafur Jóhannesson, sem áður lék með Fram, með 15 stig. 0 John Hudson KR og Ted Bee UMFN berjast um knöttinn í leik UMFN og KR á laugardaginn. Eiríkur Jóhannesson KR og Guðbrandur Sigurðsson dómari fvlgjast með. (Ljósm. GI) > Kristinn Jörundsson Hæstir f Dregið í bikarkeppni KKÍ ÍR leikur vid UMFN og KR við Fram í gær var dregið í bikarkeppni KKÍ. Var mikill spenningur í mönnum þegar dregið var á skrifstofu KKÍ í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fyrst drógust ÍR-ingar á móti UMFN og eiga ÍR-ingar heimaleikinn. KR-ingar fengu svo Fram. Það má því búast við miklum hörkuleikjum í undanúrslitunum. ÍR-ingar eru í miklum ham um þessar mundir og sama er að segja um lið Fram. Eitt er víst að ekkert verður gefið eftir í þessum leikjum því að öll liðin eru staðráðin í að krækja sér í bikarinn. — þr. Staöan í úrvalsdeild einkunnagjöf Mbi. stig leikir Kristinn Jörundsson 57 19 Gunnar Þorvarðarson UMFN 51 18 Jón Sigurðsson KR 50 16 Jón Jörundsson ÍR 49 19 Geir Þorsteinsson UMFN 48 18 Kristján Ágústsson Val 46 17 Kolbeinn Kristinsson ÍR 46 19 Bjarni G. Sveinsson ÍS 42 17 Einar Bollason KR 39 17 Giðsteinn Ingimarss. UMFN 39 17 KR UMFN Valur ÍR ÍS Þór 17 18 17 19 17 15 u t 5 6 6 9 12 14 stigatala 1576:1424 1835:1676 1488:1472 1706:1664 1448:1533 1297:1579 Einkunnagiöfin Stigahæstu leikmenn John Hudson KR stig leikir 517 17 Paul Stewart ÍR 490 17 Ted Bee UMFN 483 18 Mark.Christensen Þór 462 16 Tim Dwyer Val 409 16 Kristinn Jörundsson ÍR 391 19 Jón Sigurðsson KR 332 16 Dirk Dunbar ÍS 317 11 Jón Jörundsson ÍR 306 19 Kristján Ágústsson Val 304 17 Jón Indriðason Þór 301 16 Bjarni G. Sveinsson IS 300 17 UMFN: Arni Lárusson 2, Brynjar Sigmundsson 1, Geir Þorsteinsson 2, Guðjón Þorsteinsson 1, Guðsteinn Ingimarsson 3, Gunnar Þorvarðarson 3. Jónas Jóhannesson 4, Júlíus Valgeirsson 3, Stefán Bjarkason 1. KR: Árni Guðmundsson 2, Einar Bollason 2, Eiríkur Jóhannesson 2, Birgir Guðbjörnsson 2, Garðar Jóhannsson 3, Gunnar Jóakimsson 2, Kolbeinn Pálsson 2, Þröstur Guðmundsson 2. ÍR: Erlendur Markússon 1, Jón Jörundsson 3, Kolbeinn Kristinsson 2, Kristinn Jörundsson 4, Sigmar Karlsson 2, Stefán Kristjánsson 1. Valur: Gísli Guðmundsson 1, Hafsteinn Hafsteinsson 2, Kristján Ágústsson 3, Lárus Hólm 2, Ríkharður Hrafnkelsson 1, Sigurður Hjörleifsson 1, Torfi Magnússon 3, Þórir Magnússon 2. ÍS: Albert Guðmundsson 2, Bjarni Gunnar Sveinsson 3, Gunnar Halldórsson 2, Gísli Gíslason 3, Ingi Stefánsson 2, Jón Oddsson 1, Jón Héðinsson 3, Steinn Sveinsson 3. Þór: Alfreið Túliníus 1, Birgir Rafnsson 2, Eiríkur Sigurðsson 3, Jón Indriðason 2, Karl Ólafsson 1, Sigurgeir Sveinsson 3, Þröstur Guðjónsson 1. ! l Bjarni G. Sveinsson ÍS 300 17 Indriðason 2, Karl Olafsson 1, Sigurgeir Sveinsson 3, Þrostur Guðjonsson 1. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.