Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 voss ELDAVÉLAR - OFNAR • HELLUR ELDHÚSVIFTUR Eldavélar: 4 hraðhellur, klukka, hita- skúffa, stór sjálfhreinsandi ofn með Ijósi og fullkomnum grillbúnaði. Hvítar, gulbrúnar, grænar, brúnar. Innbyggingarofnar: Sjálfhreinsandi með Ijósi, fullkomnum grillbúnaði og viftu, sem m.a. hindrar ofhitun inn- réttingarinnar. Helluborð: Ryðfrítt stál, 2 eða 4 hellur, alls 3 gerðir, auk skurðar- brettis og pottaplötu, sem raða má saman að vild. Eldhúsviftur: Útblástur eð hringrás, geysileg soggeta, stiglaus hraðastill- ing, Ijós, varanleg fitusía. 4 litir. Afbragðs dönsk framleiðsla: Yfir- gnæfandi markaðshlutur í Danmörku og staðfest vörulýsing (varefakta) gefa vísbendingu um gæðin. /Fúnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Varahlutir íbílvélar Stlmplar, slífar og hrlngir Pakkningar Vélalegur Ventlar Ventllstýringar Ventilgormar Undirlyftur Knastásar Timahjól og keðjur Olíudælur Rokkerarmar ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s 84515 — 84516 hefur lítid sjónsvió Útvarp kl 19,35: Af kirkjulegu starfi í Austur-Þýzkalandi Um líf og kjör barna í stríðshrjáðri borg Séra Gunnar Kristjánsson flytur erindi í útvarpi í kvöld klukkan 19.35 og nefnist erind- ið „Þankar frá Austur-Þýzka- li ndi“. Mbl. sló á þráðinn til Gunnars að Reynivöllum í Kjósarsýsiu og hafði hann eft- irfarandi um erindi sitt að segja: Mér var á si'num tíma boðið til Erfurt í A-þýzkalandi til að kynna mér starf lútersku kirkj- unnar þar. Ég fékk þar tæki- færi til að kynnast nokkrum prestum og mörgu safnaðar- fólki og mun ég í stórum dráttum segja frá þessari kynnisför í þessu erindi, sem er hið fyrra af tveimur. Kirkjan á ákaflega erfitt upp- dráttar í Austur-Þýzkalandi. Að henni er verulega þrengt og hefur hún sama og engan að- gang að fjölmiðlum. Hún getur ekki stundað nema mjög tak- markaða útgáfustarfsemi, því pappír sem hún fær úthlutað er af skornum skammti og sömu- leiðis er allt ritskoðað. Fjárhag- ur safnaða ræðst af samskotum einstaklinga og prestar fá ákaf- lega lítil laun. Prestar hafa engan aðgang að vestrænum bókum né tímarit- um, nema þeim sé smyglað. Þeir hafa því litla möguleika á að endurnýja og viðhalda fagþekk- ingu sinni. I raunveruleikanum er ekkert trúfrelsi í Austur-Þýzkalandi þótt trúfrelsi sé yfirlýst stefna stjórnvalda. Kemur þetta eink- um niður á fermingunni. Yfir- völd stofnuðu svokallaða „Jug- end-weie“ til höfuðs fermingu kirkjunnar og foreldrar eiga því erfitt um vik að velja á milli. Þeir sem taka fermingu kirkj- unnar eru þar með búnir að láta brennimerkja sig. Vegna yfirlýstrar trúfrelsis- stefnu stjórnvalda eru guð- fræðideildir starfandi við há- skóla í landinu, en að þeim er að sjálfsögðu verulega þrengt. En auk þess að segja frá kirkjulegu starfi í Aust- ur-Þýzkalandi mun ég segja af ýmsu öðru, eins og heiti erind- anna gefur til kynna. Ég mun m.a. koma við í Weimar, en þar er m.a. að finna Buehenwald- fangabúðir nasista." Klukkan 20.30 í kvöld er mynd á dagskrá sjónvarpsins er nefnist Börn í Beirút. Mynd- in er sænsk og fjailar um kjör barna í stríðshrjáðri borg. Þýð- andi og þulur myndarinnar er Jón 0. Edwald. en hann hafði eftirfarandi um myndina að segja: „Þessi mynd fjallar eiginlega um ástandið í Beirút, en þar hefur borgarastríð geisað í nokkur ár. Borginni er skipt upp í tvo hluta milli hinna stríðandi deilda. Á milli hlutanna er um 80.000 manna flokkur Armena einangraður og fjallar þessi mynd að miklu leyti um kjör þessa fólks. Armenarnir flýðu til Líbanons undan fjöldamorðum Tyrkja ú sínum tíma, en talið er að Tyrkir hafi þá tekið af lífi um l'/z milljón manna. í hópi Armenanna eru um 15.000 börn og eru raunum þeirra einkum gerð skil í myndinni í kvöld. Armenarnir hafa frá upphafi reynt að vera hlutlausir í þeim erjum sem ríkja í Beirút. Þeir hafa samt sem áður orðið að líða ýmsar hörmungar og í hverfum þeirra er bæði rafmagnslaust og vatnslítið. Hafa Armenarnir komið sér upp eigin varnarliði til að verja sjálfa sig. Erfitt er að benda á eitt öðru merkilegra í sambandi við þessa mynd. Hún sýnir þó vel fram á hvað stríð eru andstyggileg." Bandariska bíómyndin Strokufanginn er á dagskrá sjónvarps klukkan 21.50 í kvöld. Myndin er frá árinu 1932 og segir frá manni nokkrum sem flækist inn í glæpamái og er dæmdur í þrælkunar- vinnu. Þcssi ljósmynd er af einu atriða myndarinnar. Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDKGUR 6. mars MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenn: Páll Heiöar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Sigríður Eyþórsdóttir held- ur áfram að lesa söguna „Áslák í álögum“ eftir Dóra Jónsson (7). ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ým- is lög; frh. 11.00 Sjávarútvegur og sigi- ingar: Jónas Haraldsson ræðir við Magnús Jóhannes- son um söfnun úrgangsolfu frá skipum í höfnina. 11.15 Morguntónleikar: Kon- unglega Fílharmoníusveitin í Lundúnum leikur „Þjófótta skjórinn“, forleik eftir Ross- ini. Sir Thomas Beecham stj. Fílharmoníusveitin í Vín leikur Sinfóníu nr. 2 í B-dúr eftir Schubert. Istvan Kert- esz stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. SÍÐDEGIÐ 14.30 Dagheimili, neyðarúr- ræði eða nauðsyn. Finnborg Scheving tekur saman þátt- inn. 15.00 Miðdegistónleikar: Vladislav Kedra og Ríkis- hljómsveitin í Varsjá leika Píanókonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Franz Liszt. Jan Krez stj. Fíladelfíuhljómsveitin leikur „Hátíð í Róm„, sinfón- ískt ljóð eftir Ottorino Resp- ighi. Eugene Ormandy stj. 15.45 Neytendamál. Umsjónar- maður: Árni Bergur Eiríks- son. Rætt um kvartanir vegna ferðamála og land- búnaðarvöru. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.20 Tónlistartími barnanna. Egill Friðleifsson stjórnar tímanum. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Þankar frá Aust- ur-Þýzkalandi. Séra Gunnar Kristjánsson flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Kammertónlist. Wolfang Schneidcrhan og Walter Kli- en leika sónötu í Es-dúr op. 18 fyrir fiðlu og píanó eftir Richard Strauss. 20.30 Útvarpssagan: „Eyr- byggja saga“ Þorvarður Júlfusson les (9). 21.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Ilanna Bjarnadóttir syngur Róbert A. Ottósson leikur á píanó. b. í mar» fyrir 75 árum. Gunnar M. Magnúss rithöfundur les kafla úr bók sinni, „Það voraði vel 1904“. c. Kvæðalög Grímur Lárus- son frá Grímstungu kveður húnvetnskar ferskeytlur. d. Fróðárundur Eiríkur Björnsson læknir í Hafnar- firði setur fram skýringu á þætti í Eyrbyggja sögu. Gunnar Stefánsson les fyrri hluta. e. í berjamó Guðlaug Ilraunfjörð les frásögu eftir Huga Ilraunfjörð. f. Kór- söngur: Telpnakór Illíða- skóla syngur Guðrún Þor- steinsdóttir stjórnar. Þóra Steingrímsdóttir leikur á pfanó. 22.30 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passfusálma (20). 22.55 Víðsjá: Ögmundur Jónas- son sér um þáttinn. 23.10 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. Ur dægur- greinum Brandesar og hréfaskiptnm hans við Matthías xnsson og Hannes Hafstein. Peter Söfcy Kristensen lektor tók saman og er þulur í dagskránni. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 6. mars 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Börn í Beirút Sænsk fræðslumynd um kjör barna í stríðshrjáðri borg. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 21.00 Jafnrétti fatlaðra IJmræðuþáttur í bcinni út- sendingu. Þátttakendur Haukur Þóirðarson, Heiðrún Steingrímsdóttir, Kalla Malmquist, Ólöf Ríkarðsdóttir og Magnús Kjartansson, sem stýrir um- ræðunum. V Einnig er rætt við Halldór Rafnar Jón Sigurðsson og Sigursvein D. Kristinsson. 21.50 Strokufanginn s/h (I am a Fugitive from a Chain Gang) Bandarfsk bíómynd frá árinu 1932. Leikstjóri Mervyn Le Roy. Aðalhíutverk Paul Muni, Helen Vinson og Glenda Farrell. James Allen flækist hungraður og félaus inn í glæpamál og er dæmdur til tíu ára þræikunarvinnu. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttír. 23.20 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.