Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 150 kr. eintakið. Ríkisstjómin var mynd- uð um ráðherrastólana að er með blendnum tilfinningum, sem ég nú geng til embættis for- sætisráðherra,“ sagði Ólafur Jóhannesson 1. sept. sl. Eng- inn vissi það betur en hann, að myndun ríkisstjórnarinn- ar var í raun og veru að hefjast, þótt nýir ráðherrar væru komnir í stólana. Að vísu hafði nást samkomulag um gengisfellingu, auknar niðurgreiðslur og endur- álagningu skatta, en það yrði skammgóður vermir og eitt- hvað frekara yrði að hafast að, ætti að veita viðnám gegn verðbólgunni. A þessum fyrstu septem- berdögum bar mest á því, að eínstakir ráðherrar gæfu gagnstæðar yfirlýsingar í sama málinu. Sjávarútvegs- ráðherra taldi sig hafa lof- orð hinna stjórnarflokkanna um, að efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar yrði síðar meir sveigð að stefnu Alþýðuflokksins. Mennta- málaráðherra afgreiddi þetta sem misskilning, sem ástæðulaust væri að gera veður út af. Ráðherrar Alþýðuflokks- ins létu bóka, að endurskoð- un vísitölunnar skyldi lokið fyrir 20. nóvember. Ráðherra Alþýðubandalagsins svaraði því til, að sér væri sagt, að slík endurskoðun yrði ekki unnin á svo skömmum tíma. Þannig hefur svipmót ríkisstjórnarinnar verið. Við 20. nóvember var ekki staðið. Næsti frestur var miðaður við 1. desember og svo var því lýst yfir, að fjárlög yrðu ekki afgreidd nema áður hefðu verið samþykkt lög, sem fælu í sér efnahagsað- gerðir til langs tíma. Ekkert slíkt frumvarp kom fram, en forsætisráðherra bar fyrir sig, að ríkisstjórnin tæki stuttu skrefin í efnahags- málunum, af því að hún væri hrædd um, að annars lenti hún ofan í keldunni. Upp úr því var skipuð ráðherra- nefnd til þess að skila tillög- um fyrir 1. febrúar. í tilefni af því tók utanríkisráðherra af skarið úti í Stokkhólmi og sagði að ríkisstjórnin væri fallin, ef siíkt frumvarp kæmi ekki fram fyrir þann tíma. 1. febrúar leið hjá og upp úr því bar forsætisráð- herra fram frumvarp í ríkis- stjórninni, sem einstakir þingmenn Alþýðuflokksins vildu leggja fram á Alþingi fyrir 1. marz og jafnvel fyrir þjóðina sjálfa. Þessu tíma- bili hefur einn af þingmönn- um Alþýðuflokksins lýst svo sem hann hafi verið í póli- tísku tilhugalífi með for- sætisráðherra, en það hafi hvorki farið betur né verr en svo, að hann hafi „misst buxurnar niður um ríkis- stjórnina“! I gær voru svo mikil fundarhöld í þingflokkunum, þar sem m.a. var rætt um það, hvort ríkisstjórnin ætti ekki að taka 10 daga frest eða svo til þess að koma sér saman um efnahagsmála- frumvarp. Þannig halda þrí- flokkarnir sig við stuttu skrefin forsætisráðherra, og hvorki gengur né rekur. Er vandséð, hvers vegna þeir gefa sér ekki ærlegan tíma, t.d. fram á krossmessu, en það er gamall og góður siður að miða vistaskipti við vinnuhjúaskildaga. „Það er með blendnum tilfinningum, sem ég geng til embættis forsætisráðherra,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur hann fengið að reyna, að þessi orð höfðu við rök að styðjast. Innan þrí- flokkanna er hvorki vilji né geta til þess að takast á við efnahagsvandann. Meðan einn stjórnarflokkanna vill út, togar annar í suður. Á meðan hrannast vandamálin upp, staða atvinnuveganna heldur áfram að versna og undir niðri kraumar verð- bólgan, sem brýst fram með tvöföldu afli nú, þegar ekk- ert er hægt að halda áfram að auka niðurgreiðslur eða fresta því lengur að kostnaðarhækkanir komi fram í hækkuðu vöruverði og þjónustu. Þannig hafa stuttu skrefin legið ofan í kelduna. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur lagt fram tillögu um þingrof og nýjar kosningar. Það eru rökrétt og eðlileg viðbrögð, þar sem það liggur fyrir deginum ljósara, að ríkisstjórnin er úrræðalaus og hefur misst allt traust hjá þjóðinni. Þessi ríkisstjórn var í rauninni aldrei mynduð nema um ráðherrastólana.- Allar götur frá kosningunum sl. vor hefur verið stjórnar- kreppa hér á landi um mál- efni þjóðarinnar. Nú er mál að linni og það verði sett í vald þjóðarinnar sjálfrar, hvernig málum hennar verð- ur skipað næstu misseri. Einstœðar myndir frá Þetta er samsett mynd af Júpíter, tekin 27. febrúar úr 6,5 milljón kflómetra hæð. Má greinilega sjá skýjasveipina, sem leika um reiki- stjörnuna, en smæsta skýjahulan er aðeins 120 kflómetrar í þvermál. Pasadcna, Kaliforníu. 5. marz — AP. Geimfarið Voyager-1, sem skotið var á loft frá Pasadena í Kaliforníu 5. september 1977, var í dag í 277.500 kílómetra hæð yfir reikistjörnunni Júpíter að lokinni hálfs annars áras ferð um geiminn, og heldur nú áfram ferðinni áleiðis til Saturnusar. Meðan geimfarið var næst Júpíter í dag sendi það heim fjölda mynda af reikistjörnunni, og af tunglinu Io, sem er eitt 13 tungla stjörnunn- ar. Fór Voyager-1 framhjá Io í aðeins tæplega 20 þúsund kíló- metra fjarlægð. Vísindamenn í Pasadena eru mjóg ánægðir með árangurinn af för Voyagers-1 til þessa, og segja að myndirnar marki tímamót í þekkingu manna á stjörnunni. Júpíter Hins vegar segja þeir það taka langan tíma að vinna úr öllum þeim ppplýsingum, sem borizt hafa. Voyager-1 á að koma til Saturnusar 12. nóvember 1980. Voyager-2 er einnig á sömu leið. Var því fari skotið á loft 20. ágúst 1977, og á að koma næst Júpíter 10. júlí í ár, en halda svo áfram og vera við Saturnus 27. ágúst 1981. Tvær sjónvarpstökuvélar eru í Voyager-1, og voru þær báðar í notkun í dag við að taka og senda myndir heim af Júpíter og Io. Senda vélarnar heim með radíó- merkjum, sem vísindamenn fram- kalla svo fyrst í svart-hvítar myndir, og síðan í litmyndir. Segja vísindamennirnir myndirnar frá- bærar og einstæðar. A sumum myndanna má greinilega sjá skýjafar á Júpíter, en á öðrum er ótrúlega lítið um kennileiti, segja þeir. Júpíter er 1.200 sinnum stærri en jörðin og líkist helzt bolta úr fljótandi vetni og helíum sem snýst með miklum hraða um- hverfis steinkjarna, en hefur ekki fast yfirborð. Þegar Voyager-1 var næst reiki- stjörnunni var myndavélunum beint að tunglinu Io, sem er á stærð við tungl jarðar. Þar er yfirborðið grýtt, og mátti sjá þar klettagil og eldgíga. Myndavélun- um var einnig beint að fleiri tunglum Júpíters, og þá helzt að smátunglinu Malthea, sem var í um 320 þúsund kílómetra fjarlægð. Voyager er í 670 milljón kíló- metra fjarlægð frá jörðu, og fer með 130 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Tekur það radíó- merki frá honum 37 mínútur að komast til jarðar. Símaniynd AP Þetta er hluti af tunglinu 10, sem Voyager-1 ljósmyndaði í gær. Vísindamenn segja að tunglið sé klettótt, og einnig greina þeir þar eldgígi. Simamynd AP Þessi mynd var tekin af Júpíter í gær, mánudag, úr 278 þúsund kílómetra hæð. Er þetta ljósmynd af sjónvarpsmyndinni, eins og hún birtist vísindamönnum í Pasadena. Ragnhildur Helgadóttir: Vísindum til framdrátt- ar en ekki óþurftar að setja ákveðnar reglur um rannsóknir í skólakerfinu í umræðum í efri deild Alþingis í gær um frumvarp það, sem Ragnhildur Ilelgadóttir hefur flutt um breytingar á lögum um grunnskóla, lagði hún áherzlu á mikilvægi sálfræðilegra rannsókna í skólakerfinu, en sagði að gagnsemi slíkra rannsókna væri því aðeins veruleg, að um þær rannsóknir giltu skynsamlegar reglur sem fullnægðu bæði kröfum um vísindaleg vinnubrögð, um vísindaleg gæði verksins og til þeirra væru gerðar kröfur um að virða rétt fólks til friðhelgi einkalífsins. Ragnhildur Helgadóttir sagði, að það væri vísindunum til framdráttar en ekki óþurftar að u elíkar rannsóknir væru settar ákveðnar reglur. Þetta viðurkenna öl% menningarríki og hafa sett slíkar reglur hjá sér, sagði þ%ngmaðurinn ennfremur. Ragnhildur Helgadóttir kvaðst fyrir skömmu hafa átt samtal við formann nefndar þeirrar, sem undirbjó orsku tölvulöggjöfina, Helge Seip, fyrrverandi mennta- málaráðherra Norðmanna, og skýrði hann frá því, að þar í landi væri starfandi sérstök nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins, sem fjallaði um öll leyfi til rannsókna í skólakerfinu, þar sem nota þyrfti þau gögn, sem þar væru til, og ef safna ætti upplýsingum frá nemendum með öðrum hætti. Þetta er vitanlega sjálfsagður hlutur í nútímaþjóðfélagi sérstaklega þegar fyrir hendi eru tæknilegir möguleik- ar til þess að gera yfirlit yfir slíkar upplýsingar miklu fyllri og nákvæmari heldur en áður var möguleiki á. Ragnhildur Helgadóttir rifjaði upp ummæli sín í fyrri ræðu um þetta mál um þá könnun, sem varð kveikjan að tillögu flutningi hennar, og benti á, að hún hefði í þeirri ræðu lagt áherzlu á, að sá spurningalisti, sem þar var um að ræða, væri ekki aðalatriði þessa máls og það væri ekki í sjálfu sér hægt að áfellast þau, sem gerðu þá könnun, enda hefðu þeir fengið tilskilin leyfi til þess frá þar til bærum yfirvöldum. Hins vegar sagði hún, að vera kynni að þau yfirvöld hefðu ekki haft nægilega víðfeðma fræðilega þekkingu á því að þar hefði verið staðið á annan veg að málum en gert hefði verið ef nægileg þekking hefði verið til staðar. Þingmaðurinn vitnaði enn til fyrri ræðu um þetta mál, þar sem Ragn- hildur Helgadóttir kvaðst vera í hópi þeirra, sem teldu sálfræðiþjónustu í skólum hafa mjög mikilvægu hlut- verki að gegna. Hins vegar teldi hún vinnuaðferðir, sem rýrðu traust þessarar fræðigreinar, mjög baga- legar og ég tel það vera til skaða að ekki séu til reglur um slík störf, sem eru á þann veg, að ekki sé unnt að tortryggja þau vinnubrögð, sem viðhöfð eru. Ragnhildur Helgadóttir sagði enn- fremur í ræðu sinni, að hvort sem um væri að ræða sálfræðilegar rannsóknir, þjóðfélagslegar rannsóknir eða mannvísindalegar rannsóknir yrði að framkvæma þær þannig, að þeir sem spurðir væru þyrftu að samþykkja þátttöku í slíkri könnun. Ef um ósjálfráða börn væri að ræða þyrftu foreldrar þeirra að veita samþykki sitt. Þetta lá hvorugt fyrir í því tilviki,sem hér um ræðir, sagði þingmaðurinn. Ragnhildur Helgadóttir Loks gerði Ragnhildur Helgadóttir að umtalsefni ákvæði í yfirlýsingu SÞ um réttindi barnsins og um rétt þeirra til að njóta umhyggju for- eldra og sagði, að þá yrði líka að virða rétt þeirra til þess að láta slíka umhygju í té. Tilraunir Stefáns Jónssonar, þingmanns Alþýðubanda- lagsins, í þessum umræðum til þess að ráðast gegn grundvallarákvæði um réttindi foreldra og barna úr Mannréttindasáttmála Evrópu- ráðsins væru ákaflega hjáróma. Ef þingmaðurinn vildi ekki undir- gangast slíkan mannréttindasátt- mála ætti hann ekki að samþykkja fullgildingu hans á Alþingi. Ragn- hildur Helgadóttir sagði, að það kæmi fram hvað eftir annað að talsmenn Alþýðubandslagsins væru á móti mannréttindum. Það kæmi einkar skýrt fram, þegar talsmenn þess stæðu upp á Alþingi til þess að berjast gegn þeirri hugsun, sem er á bak við alþjóðleg mannréttinda- ákvæði um réttindi foreldra og barna. í lok ræðu sinnar lagði Ragnhildur Helgadóttir áherzlu á nauðsyn þess að hraða lögfestingu ákvæða um þessi efni. Nánar verður sagt frá þessum umræðum síðar. Eldborgin: 1590 tonna metlöndun „Mökkur af loðnu á miðunum” „VIÐ lönduðum 1472 tonnum af loðnu og 117 tonnum af hrognum í Reykjavík.“ sagði Bjarni Gunnarsson skipstjóri á Eldborgunni í talstöðvarsam- tali við Morgunblaðið í gær, en hann var þá staddur út af Ilornafirði á leið til Neskaup- staðar með 800 tonn af loðnu og rifna nót. Þessi afli Eld- borgarinnar í einni löndun er met á íslandi og er aflaverð- mæti þessara 1590 tonna um 23 milljónir kr. „Þetta gekk illa í dag,“ sagði Bjarni, „bras á okkur, því við erum með illa rifið og verðum að setja nótina í land.“ Aðspurður sagði hann að þeir væru nú búnir að ná valdi á notkun tækjanna um borð, en þau gerðu þeim grikk til að byrja með. „Þetta er allt á hreinu núna,“ sagði Bjarni, „og það er aldeilis teppið af loðn- unni hérna. í dag sigldum við á 30 föðmum um 2‘/2 mílu og það var einn mökkur undir skipinu frá kili og til botns." 19 skip með 7000 tonn 19 SKIP tilkynntu loðnuafla í gær, alls um 700 tonn, en samkvæmt upplýsingum loðnunefndar voru það eftirtalin skip: Vonin 170, Heimaev 100, Gullberg 580, Húnaröst 600. Gígja 580, Faxi 300. Súlan 630, Oli Óskars 400. Ljósfari 300. Pétur Jónsson 580, Gísli Árni 600, Álsey 100, Eldborg 800, Stapavík 150, Bergur 110, Skarðsvík 200, Náttfari 370, Sæberg 300. Stígandi 200. Rektorskjör í apríl: Yfir 70 prófessorar í kjöri REKTORSKJÖR við Háskóla íslands verður 3. apríl n.k. og mun kjörfundur standa frá kl. 9—18 sama dag. í kjöri eru allir skipaðir prófessorar Háskóla íslands, 72 að tölu, og ef til vill verða þeir fleiri þegar kemur að kjördegi. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum fór fram prófkjör, eða skoðanakönnun um rektorsefr.i í HI fyrir skömmu, en í kjöri á kjördegi eru allir prófessorarnir nema beir hafi sérstaklega óskað eftir því að vera ekki í kjöri. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar var sl. sunnudag og var í tilefni hans efnt til guðsþjónustna sem tengdust efni dagsins um Jesú og barnið. Meðfylgjandi er mynd Sigurgeirs frá Vestmannaeyjum. tekin í barnaguðsþjónustu. Sr. Kjartan Örn Sigurjónsson kvað barnasam- komu og guðsþjónustu hafa verið vel sóttar þennan dag og hefði Stína Gísladóttir aðstoðaræskulýðsfulltrúi kirkjunnar prédikað. Þá kvaðst sr. Kjartan Örn njóta jafnan góðrar aðstoðar ungs fólks úr söfnuðinum við sunnudagsskólann og samkomur hálfsmánaðarlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.