Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 JjflroJUÆ rTNFÍlBNU- emTorsteR ISAIAH berlin BÆKUR 1978 & SEINNI GREIN Hvað lásu þeir í útlöndum á síðasta ári ? AUK bóka Iris Murdoch „She Sea The Sea“ og Graham Greene, „The Human Pactor" hafa allmargir þeirra sem leitað var eftir í brezkum blöðum að tjáðu skoðun sína á bókum einnig nefnt „The Singapore Grip“ eftir J.G. Farrell. Þá er ástæða til að vekja einnig athygli á að bók Oliviu Manning „The Battle Lost and Won“ og „Life in The Eugksk lonnhy Homse in en þessar bækur eru meðal þeirra sem hvað oftast er getið. Hilary Spurling Val mitt á bók ársins er skáldsaga J.G. Farrels The Singapore Grip (Weidenfeld) en með henni lýkur þriggja binda verki sem hófst með Troubles og síðan kom The Siege of Krishnapur. Þetta er heillandi verk, absúrd' og þó stórbrotinn minnisvarði um hið horfna heimsveldi Breta. Ljóðabók Peters Porters The Cost of Serousness (Oxford) hreif mig mjög, bæði er hún hugljúf og angurvær og ljóðin vönduð að gerð. Og á löngum vetrarkvöldum er gott að hafa bók Roberts Gittings The Older Hardy (Heinemann) sem er síðari hluti einhverrar beztu ævisögu sem ég hef lesið um margra ára bil. John Kenyon Montaillou eftir Emmanuel Le Roy Ladurie (Scolar Press) ; er hin sérstæðasta bók og vekur með lesanda ákaflega : sterka tilfinningu fyrir því að hann sé beinlínis staddur á miðöldum; á vettvangi sögunnar með persónunum. Life in the English Country House (Yale) hefur að mínum dómi verið oflofuð, mér fannst hún yfirborðskennd en á heldur lélegu bókaári hjá okkur er kannnski eðlilegt að á henni beri nokkuð. Ég gladdist yfir því að Barbara Pyms .skyldi hafa fyrri töfra á valdi sínu í The Sweet Dove Died (Macmillan) og hallast ég að því að hún sé enn að bæta við sig sem rithöfundur og er það fagnaðarefni. Angus Wilson Þær bækur þrjár sem ég vel eru Life in the English Country House (Yale University Press), Sorry, Dad (Hamish Hamilton) annað bindi af sjálfsævisögu Edward Blishen og nýjasta smásagna- safn Frank Tuohy Live Bait (Macmillan). Edward Crankshaw Þýðing Sir Charles Johnstone á Eugene Onegin Pushking (Scolar Press) telst mér vera meiri háttar verk. Fáum hefur að mínum dómi tekist jafn vel að leiða enskan lesanda á vit höfundarins. Þetta er í raun meira en þýðing, hér er um að ræða endursköpun. Einn góðan veðurdag hlýtur ungur enskur höfundur að yrkja sonnettu, innblásinn af þessu verki. Russian Thinkers (Hogarth) í gjörð Sir Isaiah Berlin er ákaflega merk og eftirsóknar- verð bók þeim sem vilja kynnast mentalíteti Rússa. Þarna eru á einum stað í fyrsta skipti fjölda margar ritgerðir og athyglisverðir fyrirlestrar eftir mann sefn betur flestum öðrum kann að skýra og kóma til skila anda; nítjándii aldar hofúnda í Rússlandi. A.J. Ayer Fyrsta tel ég The Human Factor eftir Graham Greene. Aðalsögupersónan er ekki nýstárleg en ákaflega mann- eskjuleg og snilldarlega gerð. Númer tvö nefni ég Born for Opposition (Murray) sem er áttunda bindi af bréfum Byrons frá árinu 1821. Vit og vitund Byrons kemur ljómandi vel í ljós í þessum bréfum og útgáfustjórn Leslie Marchand er til fyrirmyndar sem fyrr. I þriðja lagi nefni ég Professional Foul og Every Good Boy Deserves Favour eftir Tom Stoppard (Faber) og hafði ég sérstaklega ánægju af þeirri fyrrnefndu. Louis Heren Bók Iris Murdoch The Sea the Sea (Chatt ] Windus) er óumdeilanlega hennar bezta bók og kannski albezta bók sem út kom á árinu. Endurútgáfa Point of Departure eftir James Cameron (Routledge) sem kom út fyrst fyrir tólf árum, var líflegri og ferskari lesning en margar nýjar bækur og veitti mér verulega ánægju. A.S. Byatt Sú bók sem ég hafði mesta ánægju af að lesa á árinu var Paradise IHustrated (Hogarth Press) eftir D.J. Enright. Ég hló meira að segja upphátt hvar ég sat við lestur, einn með sjálfum mér. Kvæðin fjalla um Adam og Evu í aldingarðinum og sérstæður húmor og fágun eru aðalsmerki þeirra. *. i; Irving Wardle No Mama No (Cape) eftir Verity Bargate er bezta frumsmíð brezkrar skáldkonu síðan Beryl Bainbridge gaf út sína fyrstu bók. Þetta verk er ákaflega persónulega skrifað og næmi höfundar er með ólíkindum og ekki síður snertir það lesanda hversu vel þetta kemst til skila í meðferð skáldsins. The Theatre of Erwin Piscator (Eyre Methuen) er kærkomin og skil- merkileg bók um samtíma- mann Brechts í leikhúsinu. Jan Morris Margar bækur sem ég las á árinu þóttu mér athyglisverðar og ánægjulegar í viður- kenningu. Mér þykir býsna erfitt að nefna ákveðnar bækur öðrum betri en þó hygg ég að með góðri samvizku geti ég kveðið upp úr með það að fjórar bækur hafi veitt mér einna mesta ánægju. Þar nefni ég til Emperor (Heinemann), eftir Colon Thurbron, The Singapore Grip eftir J.G. Farrell (Weidenfeld) og get ég ekki neitað því að aðdáun mín á þeirri bók var eilítið blandin öfund. Silma (Scolar Press) eftir Pat Barr og Ray Benison og nefna vil ég að síðustu merkilega bók um efni sem er mér sérlega hugstætt Architecture of the Islamic World í útgáfu George Michell (Thames ] Hudson). E. C. Hodgkin Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu að úr því verður gómsæt blanda að lesa til skiptis síðasta bindi af Byrons Letters and Journals (John Murray) og Virginia Woolfs Diary (Hogarth Press). Auk þeSS áð vera ljúffeng er hún veruléga bragðsterk. David Pryce-Jones Ferðabók Shiva Naipaul North of South (andre Deutsche) segir frá hvunndags- lífi í Zambiu, Tanzaníu, og Kenya á þann hátt að frásögn- in er allt önnur en sú mynd sem venjulega er dregin upp. Annar höfundur sem breytir hefðbundnum skilningi lesand- ans er Amos Oz, hinn frægi ísraelski höfundur, í bókinni The Hill of Evil Counsei (Chatto & Windus). í þriðja lagi get ég um Bók D. J. Enright Paradise Illustatcd (Hogarth Press) sem er iðil- snjöll bók og bráðfyndin. Caroline Moorehead Þær tvær bækur sem ég hafði mesta gleði af að lesa á árinu voru báðar eftir konur, sem áttu það einnig sameigin- legt að vera komnar á miðjan aldur og er hér um að ræða frumsmíðar beggja. Það eru A Pacifists War (hogarth Press) eftir Frances Partridge, persónulega skrifuð og læsileg dagbók höfundar frá stríðs- árunum, en krydduð lýsingu á fleiru en andrúmslofti á styrjaldartímum á sérstaklega manneskjulegan og viðfeldin hátt. í öðru lagi er það Rachel, The Rabbis Wife eftir Silvia Tennenbaum (Collancz), en höfundur var sjálf eiginkona rabbís í tuttugu og sex ár og er dregin upp snjöll og kröftug frásaga og höfundur hæðist óspart að sjálfum sér í þeirri viðleitni að geðjast hinum ýmsu duttlungum ýmissa Gyðingakvenna sem sýna henni yfirgang og reyna á allan hátt að koma fram öllum sín- . um vilja. Tim Heald Ég notaði drjúgan tíma af árinu til þess að kynnast verk- um kanadískra rithöfunda og komst að þeirri niðurstöðu að Bretar þyrftu að gera miklu meira af því en hingað til að lesa bókmenntir Kanadamanna, þær eru fylli- lega þess virði. Því las ég af eðlilegum ástæðum mun færri bækur enskar en ella. Ekki fannst mér þær sem ég las sérlega eftirminnilegar og sumar voru beinliðnis „sveita- legar" að ég taki ekki svo djúpt í árinni að segja hallærislegar. Gleðileg og mögnuð undan- tekning frá þessu var að mínu mati bók Grahams Greene The Human Factor. Hann kann að hafa skrifað betri bók, en hana hef ég alténd ekki lesið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.