Morgunblaðið - 25.03.1979, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.03.1979, Qupperneq 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 amalt og ott... (Brot) Ertu kominn, landsins forni fjandi? Fyrstur varstu enn að sandi, fyrr en sigling, sól og bjargarráð. Silfurfloti, sendur oss að kvelja! situr ei í stafni kerling Helja, hungurdiskum hendandi' yfir gráð? Svignar Ránar kaldi móður-kviður, knúinn dróma, hræðist voðastríð, stynur þungt svo engjast iður; eins og snót við nýja hríð. Hvar er hafið? hvar er beltið bláa, bjarta, frjálsa, silfurgljáa? ertu horfin, svása svalalind? — Þá er slitið brjóst úr munni barni; björn og refur snudda tveir á hjarni, gnaga soltnir sömu beinagrind. Þá er úti‘ um frið og fagra daga, frama, dáð og vit og hreystiþrótt, þá er búin þjóð og saga, þá er dauði, reginnótt. Hvar er hafið? Allt er ísköld breiða, eins og draugar milli leiða standa gráir strókar hér og hvar. Eða hvað? er þar ei komin kirkja? Kynjamyndir! hér er létt að yrkja: hér eru leiði heillar veraldar! Hundrað þúsund kumbla kirkjugarður, kuldalegt er voðaríki þitt, hræðilegi heljar-arður! hrolli slær um brjóstið mitt. Matthfas Jochumsson Miklabœjar-Solveig Stúlka ein, er Sólveig hét, var hjá síra Oddi Gíslasyni á Mikla- bæ. Hvort sem prestur hefur þá verið milli kvenna eða verið búinn að missa konu sína, er óvíst, en hitt er víst, að stúlka þessi lagðist á hugi við prest og vildi um fram allt, að hann ætti sig. En prestur vildi ekki. Af þessu varð stúlkan sturluð og sat um að sálga sér, er henni gafst færi á. Kona ein svaf hjá henni á næturnar, sem Guðlaug hér Björnsdóttir, systir síra Snorra á Húsafelli, til að verja henni að fara ofan, en á daginn höfðu allir heimamenn gát á henni. Eitt kvöld í ljósa- skiptunum komst Sólveig þó ofan og stökk þegar út í tóft- arbro.t, er var á túninu. Vinnu- maður var hjá presti, er Þorsteinn hét. Hann var ötull og ófyrirleitinn. Hann varð var við Sólveigu, er hún hljóp úr bæn- um, og veitti henni þegar eftir- för. En svo var hún handfljót, að hún var búin að skera sig á háls í tóftinni, er hann kom að. Þá er sagt, að Þorsteini hafi orðið að orði, er hann sá, hvernig blóðið fossaði óstöðvandi úr hálsinum á henni: „Þar tók andskotinn við henni." Sólveig svaraði því engu. En svo mikið skildi hann af því, sem hún sagði, að hún bað hann að skila til prests að grafa sig í kirkjugarði. Eftir það blæddi henni út, svo hún dó. Þorsteinn sagði tíðindin heim og bar presti kveðju hennar og bæn um legstað í kirkjugarði. Prestur leitaði til þess leyfis hjá yfir- boðurum sínum, en fékk afsvar, þar eð hún hefði farið sér sjálf. A meðan þessu fór fram, stóð lík Sólveigar uppi. En nóttina eftir, að prestur hafði fengið afsvarið, dreymdi hann að Sólveig kæmi til sín og segði: „Fyrst þú vilt ekki unna mér legs í vígðri mold, skaltu ekki njóta þar legs heldur." Var hún þá með reiði- svip miklum, þegar hún vasaði burtu. Eftir þetta var lík Sólveigar dysjað utan kirkju- garðs og án yfirsöngs. En skömmu síðar fór að bera á því, að hún ásótti síra Odd, þegar hann var einn á ferð, hvort sem hann reið á annexiuna að Silfrúnarstöðum eða annað. Þetta varð mjög héraðsfleygt, svo hver maður gjörði sér að skyldu að fylgja honum heim, einkum ef hann var seint á ferð eða einn. Einu sinni reið síra Oddur á annexíu sína, en aðrir segja að Víðivöllum, og leið svo dagurinn, að hann kom ekki. Heimamenn voru óhræddir um hann, af því þeir vissu, að presti var ávallt fylgt, ef hann var seint á ferð. Það var og í þetta skipti, að presti var fylgt heim að túninu á Miklabæ. Annars var vant að skilja ekki við hann, fyrr en hann var kominn á fund heimamanna. Þá sagði hann við fylgdarmanninn, að hann þyrfti nú ekki að fara lengra, því nú mundi hann komast klakklaust heim. Og þar skildi fylgdar- maðurinn við prest eftir því, sem hann sagði síðan sjálfur frá. Um kvöldið á vökunni heyrðu heimamenn á Miklabæ, að komið var við bæjarhurðina. En af því þeim þótti nokkuð undarlega barið, fóru þeir ekki til dyra. Síðan heyrðu þeir, að komið var upp á baðstofuna í mesta snatri, en áður en sá fékk ráðrúm til að guða, sem upp kom, var hann dreginn ofan aftur, eins og tekið hefði verið aftan í hann eða í fæturna á honum. Jafnframt þóttust menn þá heyra hljóð nokkurt. Síðast, er komið var út um kvöldið, sáu menn, að hestur prestsins stóð á hlaðinu, og var keyrið hans og vettlingarnir undir sessunni í hnakknum. Varð mönnum nú mjög órótt af þessu öllu, því menn sáu, að prestur hafði komið heim, en var nú allur horfinn. Var þá farið að leita að honum og spurt eftir honum á öllum bæjum sem líkindi þóttu, að hann hefði að komið. Og fékkst þá sú fregn, að honum hefði verið fylgt heim að tún- garðinum um kvöldið, en hann ekki viljað fylgdina lengur. Eftir það var gjörður mannsöfnuður og hans leitað í marga daga samfleytt. En allt kom fyrir ekki. Síðan var leitinni hætt, og töldu flestir það víst, að Sólveig mundi hafa efnt orð sín og séð svo fyrir, að hann fengi ekki leg í kirkjugarði og að hún mundi hafa haft hann með sér í dys sína. En þó var þar aldrei leitað. Hvarfséra Odds fráMiklabæ stjarna stök í skýi starir fram úr rofi. Vakir vök á dýi vel, þótt aðrir sofi. „Vötn“ í klaka kropin kveða á aðra hlið, gil og gljúfur opin gapa hinni við. Bergmál brýzt og líður bröttum eftir fellum. Dunar dátt í svellum: Dæmdur maður ríður! Þegar ljósið deyr, er allt dapurt og svart. Með deginum vangi bliknar. Nú vaknar af rökkurmoldum margt,— í minningum dauðum kviknar. Þótt beri þig fákurinn frái létt, svo frosnum glymur í brautum, þú flýr ekki hópinn, sem þyrpir sér þétt þögull í hvilftum og lautum. Svo næsta dag, þegar dyrum frá dragbröndum verður skotið, liggja handvettir klerksins hlaðinu á, höttur og keyri brotið. En presturinn hefur ei síðan sézt. Menn segja, að hvarfinu valdi draugur, er mann hafi dregið og hest í dysina — og báðum haldi. Einar Benediktsson. (Brot) Hleypir skeiði hörðu halur yfir ísa. Glymja járn við jörðu, jakar í spori rísa. Hátt slær nösum hvæstum hestur í veðri geystu. Gjósta af hjalla hæstum hvín í faxi reistu. Hart er í hófi frostið, hélar andi á vör. Eins og auga brostið yfir mannsins för Úr fornritum Ur Gunnlaugs sögu ormstungu Gunnlaugs saga ormstungu gerist kringum aldamótin 1000 og er jöfnum höndum ástarsaga og hetjusaga þar sem segir frá ástum Gunn- laugs ormstungu og Helgu hinnar fögru og svikum Hrafns Önundarsonar við Gunnlaug. Gripið er hér niður snemma í sögunni þar sem sagt er frá draumi Þorsteins á Borg og á hvern hátt Austmaðurinn réð drauminn. Og er þeir höfðu fært vegg- ina, þá settist Þorsteinn niður og Austmaður í búðartóftina, og sofnaði Þorsteinn og lét illa í svefni. Austmaður sat hjá hon- um og lét hann njóta draums síns, og er hann vaknaði, var honum erfitt orðið. Austmaður spurði, hvað hann hefði dreymt, er hann lét svo illa í svefni. Þorsteinn svaraði: „Ekki er mark að draumum." Og er þeir riðu heim um kveldið, þá spyr Austmaður, hvað Þorstein hefði dreymt. Þorsteinn segir: „Ef ég segi þér drauminn, þá skaltu ráða hann, sem hann er til.“ Aust- maður kveðst á það hætta mundu. Þorsteinn mælti þá: „Það dreymdi mig, að ég þóttist heima vera að Borg og úti fyrir karldyrum, og sá ég upp á húsin og á mæninum álft eina væna og fagra, og þóttist ég eiga og þótti mér allgóð. Þá sá ég fljúga ofan frá fjöllunum örn mikinn. Hann flaug hingað og settist hjá álftinni og klakaði við hana blíðlega, og hún þótti mér það vel þekkjast. Þá sá ég, að örninn var svarteygður og járn- klær voru á honum. Vasklegur sýndist mér hann. Því næst sá ég fljúga annan fugl af suður- átt. Sá flaug hingað til Borgar og settist á húsin hjá álftinni og vildi þýðast hana. Það var og örn mikill. Brátt þótti mér sá örninn, er fyrir var, ýfast mjög, er hinn kom til, og þeir börðust snarplega og lengi, og það sá ég , að hvorum tveggja blæddi. Og svo lauk þeirra leik, að sinn veg hné hvor þeirra af húsmænin- um, og voru þá báðir dauðir, en álftin sat eftir hnipin mjög og dapurleg. Og þá sá ég fljúga fugl úr vestri og lét blítt við hana, og síðan flugu þau í brott bæði samt í sömu átt, og þá vaknaði ég. Og er draumur þessi ómerkilegur," segir hann, „og mun vera fyrir veðrum, að þau mætast í lofti úr þeim áttum, er mér þótti fuglarnir fljúga". Austmaður segir: „Ekki er það mín ætlan", segir hann, „að svo sé“. Þorsteinn mælti þá: „Ger af drauminum slíkt, er þér sýnist líklegast, og lát mig heyra". Austmaður mælti: „Fuglar þeir munu vera manna fylgjur. En húsfreyja þín er eigi heil, og mun hún fæða meybarn frítt og fagurt, og munt þú unna því mikið. En göfgir menn munu biðja dóttur þinnar úr þeim áttum, sem þér þóttu ernirnir fljúga að, og leggja á hana ofurást og berjast um hana og látast báðir af því efni. Og því næst mun hinn þriðji maður biðja hennar úr þeirri átt, er valurinn flaug að, og þeim mun hún gift verða. Nú hef ég þýddan draum þinn og hygg eftir munu ganga.“ Þorsteinn svarar: „Illa er draumur ráðinn og óvingjarn- lega,“ sagði hann, „og munt, þú ekki drauma ráða kunna“. Austmaður svarar: „Þú munt að raun um komast, hversu eftir gengur“. Þorsteinn lagði fæð á Aust- manninn, og fór hann á brott um sumarið, og er hann nú úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.