Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 8

Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 „ Vörin“ íHvallátrum. Til hægri á myndinni hvolfir teinæringuriiw Egill, sem nú er í vörslu Þjóðminjasafnsins. Fyrri tíma vinnubrögð. Heyið flutt heim. Rabbaö viö hjórtin í Hvallátrum ... „ sko, ég var alltaf hjá Jóni, ég hef alltaf elt hanri’ Jón Daníelsson er mörgum kunnur víða um land. Prétta- menn hafa sótt eftir að heyra skoðanir hans, og hann hefur sagt þær af hógværð og lítillæti og ótrúlegu víðsýni. Að minnsta kosti sýnist það ótrúlegt hvað maður, sem hefur alið allan sinn aldur á lágri eyju úti á Breiða- firði hefur víðan sjóndeildar- hring; ef til vill eru hæstu salir heimsins ekki bestu sjónarhól- arnir. Ég hef aldrei átt foreldra Á öðrum stað í blaðinu eru raktar ættir Jóns og ævi og því sleppt hér, en undirritaður fór að rabba við þau hjón um Iaust og fast. Þegar Jón hefur gert grein fyrir uppruna sínum og æsku, er spurt: — Hvenær giftust þið? — Við giftumst 1932 og fór- um að hokra upp úr því. — Jóhanna, segðu mér af þínum fyrstu árum. Hverjir voru foreldrarþínir? — Mínir? Ég hef aldrei átt foreldra. Nei, sko ég ólst upp hjá alveg óviðkomandi og óskyldu fólki á Skógarnesi á Snæfells- nesi. Ég fæddist í Ólafsvík í hungrinu þar um aldamótin, þegar allir voru að deyja úr sulti, en það er nú ekki að sjá að ég hafi alveg drepist. En það var nú svoleiðis þá að það var mikill siður meðal þurrabúðarfplks, sem kallað var, að húsmóðirin, eða mamma barnanna, fór í sveit með eitthvað af þeim og það gerði mamma, hún fór með mig í Skógarnes. Um haustið vetraði snemma að, og Fróðár- heiði var ekkert góð yfirferðar þá, svo fóstri minn og mamma sem urðu, tóku mig um vetur- inn. Um vorið kom pabbi til að biðja þau fyrir mig lengur, því þau voru að fara til Ameríku. — Hefur þú ekki haft spurnir af þeim síðan? — Pabbi var viljugur að skrifa. hann skrifaði oft. En svo fór ég til Ameríku 1965 og sá mömmu mína en pabbi var dáinn. Hún var hlaupandi og sprellandi um allt. Þá var hún níutíu og þriggja ára og svona létt á sér, ég hafði ekkert við henni. — Svo ferð þú út í eyjar? — Já, ég kynntist Áðalsteini og fór með honum út í Hvallát- ur. Við giftum okkur 1920 og áttum þrjú börn, misstum eitt, og hann dó svo 1923. Það var ekki langur tími. — Varst þú þa um kyrrt í Látrum? — Alla tíð, sko ég var alltaf hjá Jóni, ég hef alltaf elt hann. Honum væri fjandans nær að búa í Látrum Nú tekur Jón við og segir frá, að þau hafi verið vinnuhjú hjá Ólafi í Hvallátrum meðan hann bjó og flutt síðan með honum í Skáleyjar. Síðan komu þau aftur í Hvallátur tveim árum seinna og hófu búskap á móti Valdimar Ólafssyni og síðar öðrum. Lengst af bjó þó Aðalsteinn, sonur Jóhönnu af fyrra hjóna- bandi, á móti þeim. „Hann, var bátasmiður og hafði sínar smíð- ar þarna. Við hjálpuðumst að við jarðarnytjarnar og það er auövitað honum mikið að þakka, hvað okkar dvöl hefur orðið löng þarna í Látrum, því að hann var okkar hjálparhella með að lag- færa það sem okkur tókst að eyðileggja. Hans högu höndur voru alltaf tilbúnar að laga.“ „Hann er af Sviðnaættinni," skaut Jóhanna inn í, „það er greinilegt, hann er svo bráðlag- inn strákurinn. Hann hefði klár- að sig vel að því að saga sundur bát og setja hann saman aftur.“ Hér er vísað til sögu af afa Aðalsteins, sem þegar hann var 16 ára sagaði sundur bát afa síns, sem bjó í Sviðnum, meðan sá gamli las húslesturinn. Þann- ig fékk hann fram vilja sinn um að lengja bátinn, sem afinn hafði þó verið mjög tregur til að samþykkja, en með því skilyrði þó að hann ynni verkið sjálfur. — Daníel sonur okkar bjó þarna líka í félagsbúi-með okkur um tíma, heldur Jón áfram. Þá horfði nú illa fyrir eyjunum og höfðu flestir ótrú á að þessi eyjabyggð héldist áfram og yngra fólkið fór að hugsa sig um að koma sér á öruggari stað. Enda var þá varað við að styðja mikið við búsetu í eyjunum. — Hvað áttuð þið mörg börn? — Samtals sex, sem lifðu. — Svo ég sé nú viss um að fara rétt með, er ekki Björg í Kanada og Aðalsteinn bryggjusmiður . . — Jú, honum væri fjandans nær að búa í Látrum, skaut Jóhanna að. — ... og Ólína býr í Flatey, Daníel á Dröngum, María í Garðabæ og Valdimar í Kópa- vogi. — Já, í löggunni. Haldiði að það væri ekki nær að hann byggi í Látrum, það langar hann sko til. Hann hefur komið á hverju ári til að hirða um hlunnindin og Skúli sonur Aðalsteins, Valdi til að hirða selinn. Við hefðum ekki getað verið í Látrum síðan Aðalsteinn fór, hefði Valdi ekki hjálpað okkur. Jón kemur með myndir af barnabörnum og barnabarna- börnum og segir: „Þau eru nú orðin 25, svo að það hefur verið ýmislegt hægt að gera í eyjum annað en að framleiða óseljan- legt dilkaket." Ný von um ábúð í Hval- látrum Síðustu vetur hafa hjónin í Látrum verið hjá börnum sín- um, en í eyjunni sinni á sumr- um. Þau hafa hirt um hlunnind- in, en hafa ekki bústofn. Þeim finnst þess vegna að jörðin sé komin í eyði og Jón segir: — Það er nú von til þess að Látur fari í ábúð aftur í vor. Það eru tveir ungir menn að hugsa um að hefja búsetu þar. Þeir hugsa sér að setjast þar að og hlynna að hlunnindum og hafa nytjar af þeim. Það fer svo auðvitað eftir því hvaða fyrir- greiðsu þeir fá, hvernig þetta fer hjá þeim. Ég get vel trúað að búskapur í eyjum geti vel bless- ast ef menn vilja taka upp að einhverju leyti gamla búskapar- formið. Á ég þá ekki við að menn fari að setjast í kulda og einangrun, Hann Nonni í Látrum er orðinn 75 ára, trúi því hver sem vill, hann á afmæli í dag og heldur upp á það og tekur á móti þeim, sem vilja heimsækja hann á heimili Maríu dóttur sinnar í Hörpulundi 5 í Garðabæ. Við hlið hans stendur Jóhanna og þau eru svo skotin ennþá hvert í öðru, sagði María mér, eftir fjörutíu og sjö ára hjónaband, að unglingarnir gera varla betur. „Mamma kom suður í haust,u sagði María, „en pabbi er nýkominn að vestan. Hún hefur verið eins og væng- brotin æður, en nú kann hún sér ekki læti.“ Þau eru ennþá svo skotin hvort í öðru. N Höfðingjar gistu gjarnan í Ilvallátrum, þar á meðal biskupinn yfir íslandi. Jón sótti gesti sína og flutti þá aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.