Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 9

Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 41 eins og við urðum að búa við lengst af. En ef þeir geta gert þessi gömlu hús, sem þarna eru, hlý og vistleg, og fyrsta skilyrð- ið er að fá sæmilegt símasam- band. Þó svo eigi að heita að þarna hafi verið sími, hefur það aldrei verið viðunandi. — En samgönguleiðir? — Það er sjórinn, segir Jóhanna. — Samgöngur verða alltaf erfiðar þarna, segir Jón, veturn- ir eru nú þannig að þeir teppa samgöngur oft um tíma. Það er ákaflega erfitt að hafa sam- göngur við Skáleyjar og Látur að vetrinum ef frostakafla gerir, þá leggur þarna allt í kring. — Er ekki hægt að fljúga? — Ég er hrædd um að bú- skapurinn stæði illa undir því að gera út flugvél í eyjunum, segir Jóhanna, það er ekki nema gamanorð. En þrátt fyrir það, þá er voðalega ósköp gott að vita til þess að þyrla er til, sem fæst oft þegar liggur mikið á. Hún kom einu sinni að sækja Jón og hún sótti mig fyrir tveim árum og um daginn sótti hún barnið í Svefneyjum. Perlur Breiðafjarðar — Það er nú mikið talað um náttúruvernd, segir Jón, og frið- un á öllum sviðum. Ef einhver alvara væri í náttúruvernd í eyjunum, þessum perlum Breiðafjarðar, eins og talað er um nú oft fallega, þá verður það aldrei gert nema með búsetu í eyjunum. — Aðskotadýr mundu skjóta þar allt niður ef enginn væri þar, bætir Jóhanna við, áreiðan- lega. — Ef einhver alvara er í slíku tali, heldur Jón áfram, þá er hér tækifæri fyrir t.d. náttúru- verndarráð að styðja við bakið á þessum mönnum, sem vilja sinna þessum hlunnindum. Ég ætla ekki að fara að betla fyrir þessa menn, eða gera kröfur. ég hef aldrei verið kröfuharður fyrir mig og dettur það ekki í hug fyrir aðra. Það er þó lág- marksskilyrði að þeir menn, sem þarna vilja vera, að þeir njóti aðstoðar líkt og aðrir sveitamenn hafa. Það er frum- skilyrði að þeir hafi síma og rafmagn. Eitt aðaleinkenni móðurættar Jóns, Skáleyjaættarinnar, hefur verið listhneigð, samfara skarpri greind, enda hafa nokk- ur skáld og hagyrðingar af þeirri ætt orðið landskunn. Kunnugum er vel ljóst að lista- gyðjan hefur ekki sneitt hjá garði Jóns, svo skemmtilega sem hann er máli farinn og vel pennafær, þótt hann hafi ekki lagt sig eftir Ijóðagerð. Þess vegna er spurt hvað hann mundi velja sér að viðfangsefni, ef hann væri að hefja lífsstarfið núna. — Ég veit það ekki, ég er alveg ruglaður í öllu núna. Landbúnaðurinn á í ýmsum erfiðleikum núna, en það eru aðrir möguleikar í eyjunum. Nei, ég veit ekki hvað ég mundi gera. Við erum rík — Áður fyrr voru Breiða- fjarðareyjar kallaðar matar- kista og í seinni tíð gullkista og sagt var að bændur þar efnuðust vel. Ert þú ríkur, Jón? — Ég er ekki ríkur að verald- ar gæðum. — Við erum rík, bætti Jóhanna um fyrir bónda sínum, við erum ánægð með okkar viðskilnað. — Við höfðum alltaf nóg að borða, stundum var þó erfitt um aðdrætti á vetrum, en það stóð aldrei lengi. Þegar kjör fóru að batna á seinni árum fór það sem umfram var til endurbóta á jörðinni, en við söfnuðum ekki peningum og eigum enga fjár- iiiiijiiijimiiiiiiijngmDiiiiiujiiiinPiigiiimuimninwiipronxpnpixpriiniuinmiiJiajniinmi Hljómplötumarkaður í Vörumarkaönum, Ármúla. Allt að 80% afsláttur af íslenskum og erlendum hljómplötum. Hljómplötuútgáfan hf. § MTmTfnTmT(iiTfiiTfflímmTmTmTmT(írmTmTmT(immTmTfnTmTmTmTTmTmTmTmTmTfii!tB FERMINGARGJÖFIN BUÐIN Skipholti 19, sími 29800, Sambyggð hljómtæki með öllu. Draumur fermingarbarnanna. Verð frá kr. 188.000.- Tækin eru á mjög hagstæðu verði vegna hagstæðra innkaupa DOLBY SYSTEM \ n nii J ttzirau »70» -t l — "" : i ILr... sl|.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.