Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 10

Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Umsjón: Séra Jón Dalbtí Hróbjartsson Séru Karl Siyv rbjörnsson Siyurfrur Pdlsson AUDROTTINSDEG! aö fá páskalambi sínu slátrað, þá hafa lærisveinar hans hugsað til dagsins við Jórdan forðum, þegar Jesús hafði komið gang- andi í áttina til þeirra, og Jóhannes skírari hrópaði: „sjá, Guðs lambið, sem ber synd heimsins!" Og þeir hafa hugsað til þess, þegar Jesús sagði sjálf- ur við þá: „Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.“ Var krossinn eftir allt saman liður í verki hans, ekki ömurlegur ósig- ur, heldur sigur, fullkomnun þess verks, sem Guð var að vinna, til að friðþægja, endur- leysa, frelsa mannkyn úr viðjum hins illa? Opna leiðina til sín. Þetta varð ljóst á páskadags- morgun. Gröf Jesú var tóm. Hann var upprisinn. Þetta var satt. Guð var í Kristi að sætta heiminn við sig! Krossinn Angist, örvænting, tortryggni, ofbeldi, tilgangsleysi, firring, sekt, valdabarátta, fordómar, — hlekkir í þeirri kveðju, sem fjötrar mánninn, steinar í þeim múr, sem umlykur einstakling- inn, byrgir honum sýn til Guðs og meðbróðurins. Maðurinn, sem með hyggjuviti sínu hefur svo ótal möguleika til að láta gott af sér leiða, ógnar nú framtíð lífs og heims með sívax- andi birgðum gereyðingarvopna, síaukinni mengun, æ meiri tor- tryggni milli stétta, þjóða og kerfa. Allt er þetta hluti af daglegu lífi okkar. Og líka það hvernig við, sem vitum hvað er rétt og satt, veljum iðulega hið ranga og illa, „það góða, sem ég vil, það gjöri ég ekki, en það vonda, sem ég hata, það gjöri ég!“ Þetta gæti líka verið játn- ing lífs þíns. Þetta ástand er hluti þess, L3m Biblían nefnir SYND. Orðið synd er rótskylt sögninni að sundra og no. sundr- ung. Við lifum í sundruðum heimi. Syndin er ástand, sem umlykur mannkyn allt, tilver- una alla. Hvern einstakling á jörð. Trúarbrögð mannkyns sýna okkur tilraunir mannsins til að brúa bilið milli Guðs og manns, höggva á þennan fjötur, klífa eða rjúfa þennan múr. Fórnir, píslir, ölmusur og góðverk, heit, pílagrímsferðir, likamsæfingar, föstur, eru svona tæki, sem menn reyna að nota í þessu skyni. Jóga og hugleiðslur eru þekkt í samtíð okkar og eru af þessum rótum runnin, og bera glöggt vitni hinna nagandi þörf, sem jafnvel býr með nútíma manninum. Fórnirnar í Gamlatestament- inu voru til þess að koma til móts við þessa þörf. Þeim var ætlað að minna á þá skuld og sekt, sem mannkyn stendur í gagnvart lífinu og höfundi þess. Guð er heilagur, réttlátur, sannleikurinn, ljósið og lífið. Hann þolir ekki ranglætið, bróðurmorðin, lygina, fordóm- ana, kærleiksleysið. Engin synd og engin syndari fær staðizt fyrir augliti hans. Og að vera aðskilinn Guði er að deyja, glatast. í Gamlatestamentinu er líf lambsins það lausnargjald, sem gerir manninum mögulegt að koma fram fyrir Guð og lifa. Lambið deyr þeim dauða, sem maðurinn á skilinn. Tekur á sig afleiðingar syndarinnar. Einu sinni á ári gekk æðsti- prestur Gyðinga inn fyrir for- tjaldið, sem lokaði leiðinni inn í hið allra helgasta musterisins, í höndum sér bar hann blóð fórnarlambsins, til að stökkva því á „náðarstólinn" sem huldi sáttmálsörkina. Þetta var tákn þess, að synd lýðsins var fyrir- gefin, sektin goldin. Fórnaraltari fri Palestínu. Þegar Jesús gaf upp andann á krossinum föstudaginn langa, á sama tíma og Jerúsalemsbúar hröðuðu sér til musterisins til Biblíu- lestur vikuna 25.-31. mars Sunnudagur 25. mars Jóh. 6:1—15 Mánudagur 26. mars Jóh. 6:24-47 ÞriÖjudagur 27. mars Jóh. 6:48-71 Miðviltudagur 28. mars Lúk. 22:1-13 Fimmtudagur 29. mars Lúk. 22:14-22 Föstudagur 30. mars Jóh. 13:1-20 Laugardagur 31. mars Jóh. 13:21-30 Guðslambið Pistill: En vér bræður erum fyrir- heitsins börn eins og ísak. (Gal. 4,21-31) Guðspjall: Þegar fólkið nú sá það tákn sem hann gjörði, sagði það: Þessi er sannarlega spámað- urinn, sem á að koma í heim- inn. Lambi var fórnað í musterínu sem friðþægingarfórn. Lambið er tákn Krísts, sem fórnar sér og deyr fyrir syndir mannanna. Jesú Krístí kvöl eina á krossinum fyrir mig sken, sé mín sáttargjörð hreina og syndakvittunin, af sjálfum Guði sén. Upp á það önd mín vonar í nafni föður og sonar og heilags anda. Amen. (HP Ps. 33,13) Jesús sagði: Sannlega segi ég þér: í dag skaltu vera með mér í Paradís! Herra minn, þú varst hulinn Guð, þá hæðni leiðst og krossins nauð, þó hafðir þú með hæstri dáð á himnaríki vald og ráð. (HP: Ps. 40,16) Jesú sagði: Það er fullkomnað! Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomnað gjald til lausnar þér, fullkomnað allt, hvað fyrir var spáð, fullkomna skaltu eignast náð. Herra Jesú, ég þakka þér, þvílíka huggun gafstu mér, ófullkomleika allan minn umbætti guðdómskraftur þinn. (HP: Ps. 43,15-16)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.