Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 23

Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 55 Lyfj ahandbókin Steinefni VI - Vítamín I Selen. Árið 1817 uppgötvaði hinn þekkti sænski efna- fræðingur Jöns Jakob Berzelíus nýtt frumefni í slími, sem safn- aðist fyrir á botni stórra blý- geyma, er notaðir voru við fram- leiðslu á brennisteinssýru. Hann gaf þessu frumefni nafnið selen, en það er leitt af grísku orði er merkir máni og gerði hann þetta vegna þess, að frumefnið reynd- ist skylt öðru frumefni, er uppgötvað hafði verið nokkrum árum áður af Reichenstein, sem Klaproth gaf nafnið tellúr, en það er leitt af latnesku orði, sem merkir frumefni jarðar. Má af þessu merkja, að efnafræðingar geta ekkert síður en aðrir verið skáldlegir. Korntegundir, sem vaxa í selenríkum jarðvegi, geta safnað efninu í próteinefni sín og þessvegna eru þær eitraðar og óhæfar til manneldis. Ef stórir skammtar af selensöltum eru teknir í inntöku, kemur í ljós erting í þörmum og truflun á starfsemi lítilla æða og blóð myndandi líffæra. . Vaxandi vísbendingar eru um, að selen sé lífsnauðsynlegt í mjög litlu magni fyrir dýr og ef til vill einnig fyrir menn. Selen getur komið í veg fyrir lifradrep í rottum og hugsanlega hefur það lækningagildi við meðferð á kwashiorkor, en það er mjög alvarlegur skortur á eggjahvítu- efnum, sem leggst á mikinn fjölda barna á öllum aldri í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Einnig hefur komið í ljós, að selen getur dregið úr eða komið í veg fyrir einkenni, sem stafa af E-vítamínskorti. Þörf líkamans fyrir selen er ekki nákvæmlega þekkt, en vitað er, að hún er mjög lítil. Vítamín Ingangur. Allar götur til byrjunar 20. aldar var talið, að fæði væri fullnægjandi, ef nægi- legt magn væri í því af eggja- hvítuefnum, fitu, kolvetnum og steinefnum. Þetta sjónarmið breyttist, þegar það kom í ljós, að margar fæðutegundir höfðu að geyma efni í mjög litlu magni, sem voru nauðsynleg fyrir líf og heilsu, en líkaminn gat ekki sjálfur framleitt. Líkaminn þarfnast aðeins lítils magns af þessum efnum, sem kölluð eru vítamín, oft aðeins nokkur milligrömm á dag. Orðið vítamín er myndað úr latneska orðinu vita, sem merkir líf (lífsnauðsynlegur) og amína, sem er nafn á flokki lífrænna efnasambanda, er hafa lútkennda svörun, en vítamín eru samt mjög frábrugðin að efnabyggingu og líffræðilegri verkun og eru þau venjulega sett öll í einn flokk af sögulegum ástæðum. Þegar vítamín voru fyrst uppgötvuð, var hvert þeirra merkt ákveðnum bókstaf til aðgreiningar, en þegar tekizt hafði að einangra það í hreinni mynd og ákvarða efnabyggingu þess, var því gefið nafn, sem qft gaf til kynna eitthvert áberandi skortseinkenni viðkomandi víta- míns, en síðar var þessu breytt og nafn vitamíns látið gefa til kynna efnabyggingu þess. Af þessum'sökum eru vítamín bæði merkt með bókstöfum og einu eða fleiri almennum nöfnum og eru öll þessi nöfn notuð jöfnum höndum. Hægt er að flokka öll vítamín í tvo flokka eftir leysanleika þeirra. Annar hópurinn, A, D, E og K-vítamín, er fituleysan- legur, en hinn, sem í eru B-vítamín og C-vítamín, er vatnsleysanlegur. Þessi flokkun hefur raunhæfa þýðingu með því að hún gefur vísbendingu um þær fæðutegundir, sem eink- um geyma þessi vítamín. Til dæmis að taka finnst vatns- leysanlegt C-vítamín í aldinsafa appelsína ög sítróna, en fitu- leysanlegt D-vítamín í lýsi. Vítamín eru efni, sem finnast í náttúrunni og líkaminn verður að fá frá umhverfi sínu til þess að starfsemi hans geti farið fram með eðlilegum hætti. Ef of lítið er af vítamínum í fæðunni, geta ýmis skortseinkenni komið í ljós. Talið er, að nýtt og rétt matreitt, blandað fæði fullnægi þeim þörfum, sem líkaminn hef- ur að öðru jöfnu fyrir vítamín. Á hinn bóginn er þó vitað, að við vissar aðstæður getur vítamín- þörf aukizt. Dæmi um það eru mikil líkamleg vinna, vaxtar- skeið, þungun, brjóstmæður og sjúkdómar, er leiða til aukinna efnaskipta svo sem ofstarfsemi skjaldkirtils. Þar sem örverur, er lifa í þörmum, eiga umtals- verðan þátt í að fullnægja eðli- legri þörf vissra vítamína, eink- um K- og B-vítamína, getur vítamínskorts orðið vart eftir langvarandi gjöf. súlfalyfja og fúkalyfja í stórum skömmtum. I öllum áðurnefndum tilvikum er viðbótargjöf vítamína því nauð- synleg. Öll þekkt vítamín finnast í jurtaríkinu. Þó finnast A- og D-vítamín þar í formi vorvítamína, en svo eru þau efni kölluð, sem geta breytzt í víta- mín í líkama manna eða dýra. Verður nú fjallað í grófum dráttum um helztu vítamín og þau kynnt eftir stafrófsröð. A-vítamín, axeroftól, retínol Árið 1913 uppgötvuðu tveir bandarískir lífefnafræðingar, McCollum og Davis, að smjör og eggjarauða inniheldur eitthvert efni í litlu magni, sem er nauð- synlegt fyrir líf og heilsu. Þetta efni reyndist leysanlegt í fitu en ekki í vatni. McCollum kallaði þetta efni „fituleysanlegt A“ til samanburðar við „vatnsleysan- legt B“, sem áður hafði verið uppgötvað og merkt með þessum hætti. Með þessu hófst sú regla, að merkja hin ýmsu vítamín ákveðnum bókstöfum. Það kom fljótt í ljós, að A-vítamín var nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir óeðlilegan þurrk í slímhimnum augna, en það fyrirbrigði er kallað „xeroftalmia" úr grískum orð- um, er merkja „þurr augu“. Axeroftól, sem er annað nafn notað um A-vítamín, er dregið af þessum eiginleika, en a er neitandi forskeyti og endingin ól er notuð um flokk lífrænna efnasambanda, sem kallaður er samheitinu alkohól. Árið 1920 uppgötvuðu McColl- um og samstarfsmenn, að efni í þorskalýsi, en það getur læknað bæði augnþurrk og beinasjúk- dóm, sem kallaður er beinkröm, er hægt að meðhöndla þannig, að lýsið læknaði aðeins bein- kröm. I millitíðinni hafði brezki lífefnafræðingurinn J.C. Drummond lýst þeirri skoðun sinni, að það efni, sem læknaði skyrbjúg, væri þriðja vítamínið og hann lagði til, að því yrði gefið nafnið C-vítamín. Af þess- ari ástæðu hlaut efnið, sem læknar beinkröm, nafnið D-vítamín. (framh.). I 1 Sá besti frá JAPAN Frá 1. maí verður P. Stefánsson hf. meö einkaumboð á íslandi fyrir Mitsubishi Motor Corporation í Japan. Þá bjóðum við hinn frábæra GALANT SIGMA sem farið hefur sigurför um heiminn, vegna framúrskarandi gæða og öryggis. Verðkr. 4.185.000.- Miöað við gengisskráningu 12. 3.1979 Fyrsta sending til afgreiðslu í maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.