Morgunblaðið - 25.03.1979, Síða 37

Morgunblaðið - 25.03.1979, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 69 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MANUDEGI M(/j<vnF\~a£3'o r skipalegu og varða siglingaleið til Hafnar að því er virðist við laus- lega athugun. Skúli Ólafsson, Klapparstíg 10. • Sóðaskapur Velvakanda hefur borist eftirfarandi bréf frá tveimur ung- um stúlkum í Reykjavík. „Kæri Velvakandi Það hefur vakið athygli okkar hversu sóðalegt Sædýrasafnið er. Við gengum um safnið fyrir nokkru og komum að naggrísa- búri. Inni í búrinu var einn dauður naggrís og voru hinir grísirnir inni í búrinu byrjaðir að narta í hann. Okkur finnst þetta gefa til kynna að dýrin fái ekki nóg að borða. Einnig langar okkur til að minnast á að það er alls ekki nóg pláss fyrir ljónin og kengúrurnar." • Enn um disk- ana fljúgandi Skrifum mínum um Nýals- sinna, kenningar þeirra og skoðan- ir, er svarað í grein eftir Þorstein en hún birtist í Velvakanda s.l. föstudag, 23. mars. I greininni spyr Þorsteinn m.a. hvaðan ég haldi að fljúgandi disk- ar komi? Ég hef aldrei séð neina fljúgandi diska og hef aldrei hitt neinn sem hefur séð þá. Aftur á móti hef ég heyrt um og lesið að einhverjir hafi séð slík fyrirbæri en oft hafa verið færðar sönnur á að þau hafi verið allt annað en fljúgandi diskar og aldrei hefur það verið sannað að slíkt hafi komið nálægt jörðu. Ég skal hins vegar ekkert um það segja. Mér sýnist Þorsteinn líka hafa misskilið mig hrapallega. Ég hélt því alls ekki fram að jarðarbúar væru einu lifandi verurnar í alheiminum. Ég hef alls enga hugmynd um það hvort einhverjar verur lifi þar úti í órafjarlægðinni og engum hefur enn tekist að komast að því og meðan svo er tek ég það ekki með í reikninginn. Ég er viss um að við bæði erum jafn sannfærð um skoðanir okkar, sitt í hvoru horninu. En dag nokkurn mun það koma á daginn að annað hvort okkar hefur á röngu að standa. María. ^ Stjórnunarfélag Íslands/J^, Hvernig má verjast streitu? Andleg streita og innri spenna er eitt af alvarlegri vandamálum stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja í dag. Þessi vandi er fyrirtækjum og þjóöfélaginu í heild mjög dýr, þar sem dagleg afköst minnka og fjarvistir aukast ef mikil streita hrjáir menn. Því er kikilvægt fyrir menn aö kunna tækni sem gerir þeim kleift aö verjast streitu í starfi og auka þannig almenna vellíöan sína. íslenskur félagssálfræöingur, dr. Pétur Guðjónsson, er forstöðu- maður Synthesis Institute, sérhæförar stofnunar á þessu sviöi. Hann hefur haldið námskeiö víða um heim fyrir stjórnendur fyrirtækja og kennt þeim hvernig má mæta vandamálum án þess aö þaö valdi innri spennu hjá mönnum. Meöal fyrirtækja sem dr. Pétur hefur starfaö fyrir eru: — N.B.C. útvarpsstöðin — Air India — First City Bank, Los Angeles — I.B.M. Urugay — Freeport Hospital — Pan Am og fjölmörg önnur fyrirtæki í heiminum. Dr. Pétur verður staddur hér é landi dagana 5. og 6. apríl n.k. og mun Stjórnunarfélag íslands pé efna til 2ja daga námskeiös par sem hann mun kenna tækni sem einstaklingar geta notað til aö foröast streitu, vanlíðan og innri spennu. Námskeiöið veröur haldið að Hótel Esju 5. og 6. apríl n.k. og stendur frá kl. 13.30—18.30 hvorn dag. Nánari upplýsingar og skréning pátttakenda hjá Stjórnunarfélagi íslands, Skipholti 37, sími 82930. • „Húsmóður- starfið í samninga verkalýðs- félaganna“ Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hringdi vegna greinar sem birtist í Velvakanda s.l. föstudag 23. mars, „Annarsflokks þegnar". „Ég er að nokkru leyti sammála því sem birtist í greininni," sagði Aðalheiður. „í nýgerðum Sóknarsamningum reyndum við eftir mætti að fá húsmóðurstarfið viðurkennt og fengum það að lokum viðurkennt sem 4 ára starfsreynslu. Það er oft að konur koma á vinnumarkaðinn úr húsmóður- starfinu og oft eftir að hafa komið upp heilum hópi af börnum. Þess- ar konur búa yfir mikilli þekkingu og hagsýni sem vel mætti meta til menntunar. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á svæðamótinu í Amsterdam í desember kom þessi staða upp í skák þeirra Fellers, Luxemborg, og hollenska stórmeistarans Timmans. sem hafði svart og átti leik. 18.... - Bxc2!. 19. Bxc2 - Ra2+. 20. Kbl - Dxa3, 21. b3 - IIxb3+!, 22. Bxb3 - Dxb3+. 23. Kal — Rc3 og hvítur gafst upp. Timman varð efstur á mótinu ásamt Miles, en Feller varð hins vegar neðstur. Það er mál til komið fyrir konur að standa saman um að fá hús- móðurstarfið inn í samninga verkalýðsfélaganna," sagði Aðal- heiður að lokum. • Góð fram- haldsmynd Ungur sjónvarpsáhorfandi hringdi: „Mig langar til að þakka sjór.- varpinu fyrir nýja framhalds- myndaflokkinn sem hófst s.l. miðvikudag. Byrjunin lofar alla vega mjög góðu um framhaldið. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá „fjölskylduvandamálaþáttun- um“ bandarísku og „fyrirtækja- þáttunum" bresku. Það er alltaf gaman að horfa á ævintýri og ofurhuga, það leiðir hugann frá amstri og áhyggjum líðandi stund- ar. Einnig langar mig til að taka undir orö „ungrar húsmóður" þeg- ar hún biður sjónvarpið um að sýna tvær bíómyndir um helgar. Það yrði afskaplega ánægjulegt fyrir okkur sem erum heimakær." • Slælega unnið að hreinsun gangstétta Gömul kona hringdi: „I hálkunni undanfarna daga hef ég varla treyst mér til að fara út og ná mér í nauðsynjar, svo sem mat. Þar sem ég bý hefur slælega verið unnið að hreinsun á snjónum í vetur. Meðan snjórinn hélst og ekki hlýnaði komst ég leiðar minn- ar þótt ég færi seint, en síðan hlánaði og svell myndaðist er mér ómögulegt að komast áfram. Nú hefur frostið haldist í nokkra daga og enn er svellbunga á gangstétt- inni fyrir framan húsin og reyndar eftir allri götunni. Væri ekki reynandi að hreinsa þetta svell, fleiri slík eru áreiðanlega víðar í borginni? Það er að minnsta kosti hægt að bera salt eða sand á það svo hægt verði að ganga um án þess að eiga á hættu að brjóta sig.“ HÖGNI HREKKVÍSI Lítill blástur mikíll hraói Einn aðalkostur Braun hringburstans er hita- og blástursstillingin, sem nýtist sérlega vel fyrir greiðslu jafnt sem þurrkun. Braun hringburstinn er með tveim hraða- og hitastillingum: — lítill blástur til að greiða og ,,forma“ hárið mikill blástur til að þurrka hárið Braun hringburstinn fæst í tveim útgáfum. R-61 með greiðu og bursta. RS-66 með 2 aukaburstum og lokkajárni. Báðar gerðir með snúningssnúru. Braun hringburstinn er góð gjöf og nytsamleg. VERSLUNIN PFAFF Skólavöróustig 1-3 Bergstaóastræti 7 Simi 26788 03^ SIGGA V/öGÁ É \iLVtRAW M'NAO/R OKKOtt, <boú&L V/ÓN VAí'b ÍÍ5 5Al6\9y - vi fíoQA >VRA\K ALÖQ 06r \ÍL</)0 >SÝAJU0 Vff/SlN / AQ VÚ V/NOR vlfNNA^ " N0ÍA9U "L)ÚiAN " ViW'06 MVAO G5R/R KlAW,) <006611 mKA'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.