Morgunblaðið - 16.05.1979, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1979
Börn og unglingar hafa ætíð sýnt íslenzka hestinum mikinn áhuga. Unglingar úr Fáki munu koma
fram i sýningunni. Þessi mynd er frá verðlaunaafhendingu i unglingaflokki á Landsmóti hestamanna
á Þingvöllum i sumar.
DAGUR
HEST5INS
A MELAVELLI20. MA) 1979
íslenzki
hesturinn nýtur sí-
vaxandi vinsælda
N.k. sunnudaK mun
Melavöllurinn í Reykja-
vík verða vettvan>?ur
íþróttaKrcinar, sem ekki
er stunduð þar að
staðaldri. Þá munu hesta-
menn ok gæðingar þeirra
mæta tii leiksr á vellinum
og gangast fyrir fjöl-
breyttri fjölskylduhátíð.
Hagsmunafélag hrossa-
bænda ásamt Félagi
tamningamanna standa
að hátíðinni til að kynna
íslenzka reiðhestinn eins
og hann er notaður í dag.
Á sýningunni verða margir
landskunnir hestar, þ. á m. þeir
feðgar Sörli og Náttfari ásamt
úrvali ungra stóðhesta. Börn og
unglingar koma fram á hestum
sínum. Einnig verða unglingar ú
Fáki með sérstaka sýningardag-
skrá. 10 manna hópur úr Félagi
tamningamanna kemur fram
með marga af snjöllustu gæðing-
um landsins. Kerruhestur sýnir
leikni sína, hindrunarstökk
verður þreytt og einnig verður
sölusýning á úrvalshestum, en sú
sýning er haldin með það að
markmiði að auðvelda kaupend-
um og seljendum að ná saman og
„ræða málin".
Ragnar Tómasson og Gísli B.
Björnsson hafa unnið að undir-
Margir landsfrægir gæðingar verfta á sýningunni.
búningi sýningarinnar. Á blaða-
mannafundi sem haldinn var í
tilefni hennar sögðu þeir, að
vinsældir íslenzka hestsins færu
sivaxandi, bæði hérlendis og
erlendis. Mjög algengt væri að
heilu fjölskyldurnar ættu sam-
eiginlegt áhugamál þar sem
hestamennskan væri. Erlendis,
t.d. í Þýzkalandi, væri áberandi
hversu vinsældir íslenzka hests-
ins væru langmestar á öllum
meiri háttar h'estasýningum.
í Reykjavík munu nú vera um
þrjú þúsund hestar og mjög
margir einnig í nágranna-
byggðarlögunum. Við úthlutun
hesthúsa hefur aldrei verið hægt
að sinna eftirspurn og margir
þurft frá að hverfa.
N.k. föstudag fer fram dómur
ungra stóðhesta og verða þar
valdir hestar til sölusýningar-
innar. Sýningin á sunnudaginn
hefst kl. 14.00 og verður endur-
tekin kl. 16.30. Alls koma fram á
sýningunni u.þ.b. 70 hestar. „Við
munum keppa að því að dag-
skráin verði ekki langdregin og
okkar markmið með sýningunni
er að sýna íslenzka reiðhestinn
eins og hann getur orðið beztur
við fullkomnustu og beztu skil-
yrði,“ sagði Ragnar og Gísli
bætti við, að Melavöllurinn væri
sérstaklega góður til slíks
sýningarhalds.
Ungir framsóknarmenn:
Stefna Framsóknar eða stjómarslit
Stjórn Félags ungra
framsóknarmanna í
Reykjavík gerði svofcllda
ályktun á fundi sínum þann
14. þcssa mánaðar:
„Stjórn F.U.F. í Reykja-
vík krefst þess af forystu
Framsóknarflokksins, að
hún hviki ekki frá síðustu
tillöKum sínum um verð-
hjöðnun og launajöfnun,
sem lajjðar hafa verið fram
í ríkisstjórn, en slíti að
öðrum kosti stjórnarsam-
starfi við óábyrga
hentistefnuflokka.
Undirrót þess ófremdarástands
sem skapast hefur, er sú slagorða-
póiitík sem Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag notuðu til
atkvæðasöfnunar fyrir síðustu
kosningar. Kjarkleysi og
ábyrgðarleysi þessara flokka
síðan hefur í raun haft í för með
sér fráhvarf frá launajöfnunar- og
verðhjöðnunarstefnu Fram-
sóknarflokksins sem ríkisstjórnin
var mynduð um. Það er því álit
stjórnar F.U.F., að nái tillögur
Framsóknarflokksins ekki fram
að ganga, sé grundvöllur stjómar-
samstarfsins brostinn."
Sjötugur:
Aðalsteinn Jóhanns-
son bóndi á Skjaldfönn
í dag 16. maí er sjötugur öðling-
urinn Aðalsteinn Jóhannsson,
bóndi á Skjaldfönn í
Norður-ísafjarðarsýslu.
Aðalsteinn er sonur hjónanna
Jóhanns Ásgeirssonar og Jónu
Jónsdóttur, sem bjuggu á Skjald-
fönn alla sína búskapartíð. Eign-
uðust þau átta börn, sem öll
komust til manns. Allt sérstakt
m.vndar- og atgerfisfólk og er
Aðalsteinn þeirra elstur. Aðal-
steinn tók við búi föður síns af
honum gengnum og hafði þá búið
með honum í áraraðir. En ætt
Aðalsteinns hefir setið að búi að
Skjaldfönn í hartnær 200 ár.
Áðalsteinn kvæntist hinni
ágætustu konu, Hólmfríði
Indriðadóttur, Þorkelssonar frá
Ytra-Fjalli í Aðaldal og eiga þau
þrjú börn og fjögur barnabörn.
Hólmfríður er vel gefin kona,
víkingur til verka, ákveðin í skoð-
unum og rökföst í tali. Aðalsteinn
bóndi hennar lætur eigi heldur
sinn hlut og heldur skoðunum
sínum fast fram, ef honum býður
svo við að horfa. Á þeim bæ kemst
enginn upp með órökstudd
ummæli. Hvorki um menn né
málefni, og þar sameinast þau
hjón, þó skiptar séu skoðanir eins
og gerist og gengur.
Skjaldfönn þótti ekki merkileg
jörð hér áður fyrr, en með elju og
dugnaði Skjaldfannarfólks hefur
jörðin tekið miklum stakkaskipt-
um og er nú svo komið, að þar er
staðarlegt heim að horfa.
Það er freistandi að lýsa vinnu-
brögðum Aðalsteins Jóhanns-
sonar, svo að fólk fái nokkra mynd
af afmælisbarninu og svo hinu að
draga fram í dagsljósið störf
þeirra manna, sem vinna í kyrrþey
að bústörfum og fara sínar leiðir
án þess að þurfa að láta segja sér
alla hluti, Nú síðustu ár hefur
verið í gangi Djúpáætlun, sem
miðaði að því að gera átak í
sauðfjárbúskap þeirra Djúp-
manna. Þá voru liðin 15 ár frá því
að Aðalsteinn reisti glæsileg fjár-
hús að Skjaldfönn og naut við það
stuðnings bræðra sinna, sem
ávallt hafa viljað rétta hjálpar-
hönd, þó þeir hafi verið búsettir í
Reykjavík. Þessi fjárhús eru reist
og hugsuð af Aðalsteini og þykja
mjög vel gerð. Svo vel , að menn
gera sér gjarnan ferð til að líta á
verkið, því nú er gjarnan talað um
„Skjaldfannarfjárhús“ þegar talað
er um þá gerð fjárhúsa. En þegar
Djúpmenn almennt reistu sér
fjárhús, byggði Aðalsteinn sér
vandaða „vélageymslu".
Ferðafólk, sem fer um landið
sér fljótt einstæða snyrtimennsku
þá, sem er viðhöfð á Skjaldfönn.
Aðalsteinn og fjölskylda hans eiga
líka fyllilega skilinn þann silfur-
skjöld, sem þau voru sæmd af
Búnaðarsambandi Vestfjarða.
Þannig að á Skjaldfönn fer saman
framsýni, dugnaður og snyrti-
mennska, sem öllum hlýtur að
vera hreinn skóli að kynnast.
„Skjaldfönn í brattri skógar-
hlíðinni upp af bænum er merki-
legt náttúruundur. Þarna er mikil
kvos, sem fönn safnast í, og verður
sem skjöldur að lögun. Hana tekur
sjaldnast eða ekki upp á sumrum,
en skógurinn kyssir skjaldarodd-
inn“. Við þessa lýsingu úr reisubók
Ágústar á Hofi, er Andrés Krist-
jánsson skrifaði, má bæta við, að
oftast þegar líða tekur á sumar
verður skjöldurinn að tveim
aðskildum fönnum, og gegnum þá
báða renna vatnsmiklir lækir eða
smáár , sem heita Bæjará og
Traðarlækur. Þeir falla sinn hvoru
megin við bæinn, og renna í Selá,
sem lokar myndinni aðeins
steinsnar neðan við bæinn. Selá er
ein vatnsmesta á Vestfjarða. Hér
fallast í faðma einstök náttúru-
fegurð og fyrirmyndarbúskapar-
hættir og umgengni við landið.
Þannig eru verk Aðalsteins
Jóhannssonar sem við blasa sam-
ferðamönnum hans, en hvernig er
hann sjálfur. Aðalsteinn hefur
verið með hærri mönnum á yngri
árum, myndarlegur á velli, herða-
breiður, sterkur svo af bar, fölur í
andliti, með arnarnef og skarpt
augnatillit. Þannig gæti ytra útlit
bent á nokkuð fráhrindandi per-
sónu, ef innrætið væri ekki góð-
mennska og hjálpsemi, sem hann
ber með sér og fólk verður fljótt
vart við. Um það geta sveitungar
hans vitnað. Og eins og sagt er í
upphafi er Aðalsteinn hinn mesti
öðlingur.
Sá, sem þetta ritar, telur það
mikla gæfu að geta talið Aðalstein
og Hólmfríði til vina sinna, og þau
hafa tekið börn mín til sumardval-
ar i mörg sumur, en sjálfur var ég
þar í sveit drengur, og bý að því
enn.
Fyrir það ber að þakka, að
komast í kynni við rammísienzkt
fólk, íslenzka sveitamenningu í
öllum greinum.
Um leið og ég og fjölskylda mín
árnar Aðalsteini Jóhannssyni
heiila á sjötugsafmælinu og bið
hann fyrirgefningar á því að vekja
á honum athygli, sem er honum
sízt að skapi, þökkum við þeim
hjónum og fjölskyldunni vináttu
um árabil.
Finnbjörn Hjartarson.
Stjörnubíó hefur sýnt bandarfsku myndina „Thank God it’s Friday“
sfftan á páskum, en nú fer sýningum aft fækka. Myndin er um atburði
föstudagskvölds f lfflegu diskóteki. Jeff Goldblum og Andrea Howard
fara meft aðalhlutverkin en söngkonan Donna Summer kemur þar
einnig fram.