Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAUUR 9. JÚNÍ1979
13
Vel unnið í verkfallinu
LOKSINS hafa samningar tekizt í þeirri merkilegu mjólkurdeilu, sem
staðið hefur undanfarið. Þrátt fyrir verkfall hafa mjólkurfræðingar
unnið og sagan segir að þeir hafi þénað meira þessa verkfallsdaga en
almennt gerist. Mjólkin var unnin, en henni ekki dreift til neytenda.
Hér á ritstjórninni skaut sú hugmynd upp kollinum á dögunum, að ef
blaðamenn fara einhvern tímann í verkfall þá væri ráðið, að vinna
áfram við fréttaöflun og skrif, en banna síðan að prenta nema eins og
fjórða hluta upplags blaðsins. Það mætti síðan ræða hvort einhverjum
hluta þess yrði dreift til neytenda.
SUDURNESJA^^
Útgefandi: Suðurnesjaútgáfan
itstjóri og ábm.: Sigurjón R. Vikarsson, sím
in: Steingrímur Lilliendahl, sími 32
Einar Páll Svavarsson
Skýrt og skorinort
SUÐURNESJATÍÐINDi fagna áratugaramæli um þessar mundir, en
blað þetta er á margan hátt mjög gott vikublað að dómi Hlaðvarpans,
en eðlilega þjónar það fyrst og síðast sínu byggðarlagi. í afmælisblaði
Suðurnesjatíðinda eru birt nokkur viðtöl við fólk á förnum vegi þar
sem það segir álit sitt á blaðinu. í svörunum kennir ýmissa grasa, en
eftirfarandi má m.a. lesa í blaðinu, en það er Karl Sigurbergsson, sem
svarar:
— Mér finnst það lélegt og mér hefur alltaf fundizt það, það er það
eina sem ég get sagt um það. Það getur varla verið lélegra.
Notaði bílinn á sunnudögum
og þá var mikilhátíð
í ÞEIRRI eldsneytiskr.eppu, sem nú dynur yfir landsmenn er ekki
nema von, að fólk neyti allra bragða til að spara bensín á bíla sína og
ekki síður olíu til húshitunar ef því er á annað borð hægt að koma við.
Ómar Ragnarsson hefur sýnt okkur hvernig heppilegast sé að „kitla
pinnann" og fleiri postular hafa lagt skynseminni lið í auramálum á
þessum síðustu og verstu dögum.
í Degi á Akureyri var fyrir nokkru sagt frá því að „gamall og góður
iðnaðarmaður á Akureyri" hefði fjárfest í fyrsta bílnum sínum fyrir
mörgum árum, þá ungur og auralítill. „I annað eins stórvirki hafði
hann ekki áður ráðist, enda kom honum ekki dúr á auga næstu nótt.
Fyrsta árið, sem hann átti bílinn, hjólaði hann eftir sem áður í vinnu
sína dag hvern, en ók bílnum á sunnudögum, og þá var mikil hátíð
sagði hann og ég hlakkaði til alla vikuna."
Ef til vill er þarna fundin lausnin. í stað þess að eyða alltof
sjaldséðum krónunum í bensínhítina mætti kannski taka gamla
„Möve-hjólið“ út úr geymslunni.
Lambsverð í leigu
HORNFIRÐINGAR hafa undanfarin ár byggt mikið af sumarbú-
stöðum í fallegu umhverfi í Stafafellsfjöllum í Lóni. Með hverju árinu
fjölgar bústöðunum þarna og margir dvelja í þeim mestan hluta
sumars, en þarna er einstök veðursæld. Leigan fyrir land undir bústað
er nokkuð sérstök. Hver leigutaki greiðir á ári sem svarar einu
lambsverði í leigu. Með þessu telja landeigendur að leigan fylgi vísitölu
og almennum verðhækkunum.
Bókhaldið í góðu lagi
BÓKHALDIÐ virðist vera í góðu lagi hjá þeim Slippstöðvarmönnum á
Akureyri. í Akureyrar-Degi er nýlega sagt frá því að á síðasta ári hafi
verið afgreiddir um 40 þúsund matarskammtar í mötuneyti Slippst-
öðvarinnar og 23.420 hafi fengið sér kaffi og meðlæti. Þar af fengu
14.400 sér morgunkaffi, en síðdegis virðast norðanmenn ekki hafa
verið eins lystugir.
Alheimsunam
í VÍSNABÁLKI íslendings á Akureyri fundum við eftirfarandi vísu
fyrir nokkru, en það er Rögnvaldur Rögnvaldsson sem yrkir
eftirfarandi í tilefni af miðbæjarskipulaginu:
„Margur apinn illa gerður
óðar mun nú ganga á lagið.
Því að alheimsundur verður
Akureyrarskipulagið.
JónogséraJón
Úr lögbirtingablaðinu.
Það tilkynnist hér með til firmaskrár Reykjavíkur, að fyrirtækið
David Pitt & Co. hf. hefur lagt niður starfsemi frá og með 1. janúar
Í979, en fyrirtækið David Pitt & Co. hf. tekur við öllum rekstri og
skuldbindingum félagsins frá sama tíma.
Reykjavík, 2. janúar 1979.
f.h. David Pitt & Co.
Davíð Frankson Pitt.
Tvö skip hafa fengiö leyfi til aö veiöa á sandsíli í sumar, en petta eru tilraunaveiðar, sem hófust í
fyrra er Arney fókk leyfi til veiöanna og gekk vel. Þessar veiðar eru umdeildar og ýmsir eru Þeir, sem
telja Þaö í meira lagi varasamt aö fara svo neðarlega í lífkeöjuna, og meö pví að drepa sandsíliö sé
fæöa ýmissa nytjafiska tekin og pað kunni ekki góöri lukku aö stýra. En pað er ekki nema eðlilegt, að
menn reyni aö bjarga sór og pað er óskemmtileg sjón, sem blasir viö á flestum höfnum landsins, par
sem mörg glæsilegustu fískiskip flotans liggja bundin aögeröarlaus viö bryggju og bíða loðnunnar í
lok ágústmánaöar. Um viðhorfin til sandsílisveiðanna og pennan fisk almennt fengum viö Ingva Rafn
skipstjóra og einn eiganda Seleyjar SU 10 á Eskifiröi til aö segja okkur á ferð eystra á dögunum, en
Seley og Dagfari eru pau tvö skip, sem fengið hafa leyfi til veiðanna Þegar Þetta er skrifað.
Fyrst sfld, þá loóna,
verður sandsílið nsst?
— Hvar hafid t>ið veríð við
sandsílisveiðarnar og hvernig
hefur gengið frá því að þið
byrjuðuð?
— Viö höfum veriö aö reyna
fyrir okkur viö Ingólfshöföa, en
þessi fiskur er allt í kringum
landið. Sandsílið gengur inn á
flóa, firöi og víkur og það viröist
vera mjög mikið af þessu kvik-
indi, þannig aö þaö er enginn
kominn til meö aö segja aö viö
verðum í allt sumar þarna viö
Höföann.
— Sjórinn er enn kaldur fyrir
Suöurlandi og bezti tíminn til
veiðanna er því ekki kominn.
Júlímánuöur ætti aö geta oröiö
bezti mánuðurinn, en í þessum
fyrsta túr okkar fengum viö um
200 tonn af sandsíli á um viku-
tíma.
— Kemur ekki mikið at öðr-
um fiski og seiðum með sand-
sílinu?
— Viö fengum ekkert af seið-
um meö sandsílinu, en hins vegar
nokkuð af vænni ýsu og sand-
kola. Þessar veiöar eru undir
ströngu eftirliti og um borö í
Seleynni er maöur frá Hafrann-
sóknastofnun, sem fyl^ist
nákvæmlega meö aflanum. Ysu-
magniö fór ekki yfir leyfilegt
hámark og engar athugasemdir
hafa veriö gerðar við veiöarnar af
eftirlitinu. Hins vegar er þaö
deginum Ijósara aö fara veröur
meö ýtrustu gætni í þessar veiö-
ar.
— Ef sandsílið stendur þétt þá
kemur enginn annar fiskur meö
því og þaö er eins og hann
forðist síliskökkinn. í fyrra fékk
Óskar á Arneynni um 900 tonn af
sandsíli, en aöeins 24 tonn af
fiski. Þaö er ekki mikið aö vera
meö 2% af ýsu í öllum aflanum.
Hjá okkur var þetta aö vísu ekki
alveg eins gott núna, eöa um 10
tonn af ýsu í 200 tonnum, þ.e. um
5%, en þetta var fallegur fiskur
og ekki óeölilega mikiö magn.
— Hvernig er veiðunum
háttað?
— Trolliö, sem viö erum meö
er danskt og mjög tinriðiö. Út-
búnaöurinn á þessar veiöar kost-
aöi um 5 milljónir króna, sem
varla telst mikill tilkostnaöur. Viö
byrjum aö toga um klukkan 5 á
morgnana og erum aö til klukkan
10 á kvöldin, yfir blánóttina þýöir
ekkert aö eiga viö þetta. Sandsíl-
iö grefur sig í sandinn á botnin-
um á daginn og þá er eini
möguleikinn aö veiöa þennan
fisk, en á næturnar dreifist sílið
upp um sjó. Þó svo aö þá sjáist
góöar lóöningar næst síliö ekki
fyrr en viö botninn.
— Þaö fer 1 —U/2 tími í hvert
hol, en í byrjun voru nokkrir
erfiöleikar hjá okkur eins og
gengur og viö misstum gott hol í
upphafi. Þaö er varla hægt aö
vera viö þessar veiöar nema í
góöu veöri, því sandsíliö er svo
þungt í, eins og grjót og þyngra
en kolmunninn.
— Það hefur verið gagnrýnt
að með veiðum á sandsílinu
só farið hættulega neðaríega í
lífkeðjuna og með þessum
veiðum sé áta, t.d. ýsunnar,
skröpuð upp.
— Þaö er nú alltaf reynt aö
rífa þaö niður ef eitthvaö nýtt er
reynt og ég vil endurtaka þaö, aö
þessar veiðar eru undir ströngu
eftirliti. Fiskifræöingar hafa
undanfarin ár fylgst náiö meö
sandsílinu í sambandi viö seiða-
rannsóknir og þeir myndu ekki
mæla meö þessum veiöum ef
þeir héldu aö meö þeim væri
veriö aö drepa aöra nytjafiska.
— Á sínum tíma var sagt, aö
ef loönan yröi drepin, þá dræpist
þorskurinn einnig, en hann virö-
ist ekki hafa liöiö fyrir þær
veiöar. Fiskifræöingar telja aö
hrygningarstofn sandsílis sé stór
og þaö sé í fullkomnu lagi aö
veiöa talsvert magn af sandsíli.
Þó svo aö viö höfum byrjaö
veiöarnar viö Ingólfshöfða er
sipr ■ '
sem bragðaö hafa, segja aö
þetta sé góöur matfiskur. Þaö
þyrfti aö kanna hvort ekki er
hægt aö nýta fiskinn á arðbærari
hátt, en allt slíkt kostar tilraunir.
— Er e.t.v. möguleiki að
sandsílisveiðarnar geti tekiö
við hjá loðnubátunum pann
tíma, sem loðnan er ekki
veidd og ekkert er hægt eða
leyfilegt fyrir pessa báta að
gera?
— Þeir tveir bátar, sem nú
hafa leyfi til þessara veiöa, gætu
kannski veitt 2 þúsund tonn hvor
í mesta lagi á tímabilinu, sem
leyft er aö veiöa sandsíliö. Þessir
tveir bátar gætu því aldrei skrap-
aö upp þennan stofn. Menn vilja
eölilega reyna aö bjarga sér og
því hafa fleiri sótt um leyfi til
ekki þar meö sagt aö viö verðum
þar í allt sumar.
— Veiða aðrar pjóðir mikið
afpessum fiski?
— Ég hef nú ekki svo
nákvæmar upplýsingar um þaö,
en fyrir nokkrum árum veiddu
Danir 75—100 þúsund tonn af
sandsíli í Noröursjó. Norðmenn
og V-Þjóöverjar veiöa einnig
nokkurt magn af sílinu.
— Hvernig er útkoman á
pessum veiðum fyrir áhöfn og
útgerð7
— Þaö er nú ekki Ijóst enn þá,
þar sem sandsíliö hefur ekki
veriö verölagt. Hins vegar er Ijóst
aö kostnaöur er mikill viö þessar
veiöar og þá einkum olíu-
kostnaöurinn, en vonandi veröur
þetta betra en aö liggja í höfn.
— Sandsíliö fer allt í bræöslu
og mjöliö úr þessu þykir sérlega
gott og mér skildist á þeim í
bræöslunni hérna, aö þeir heföu
ekki fengiö betra hráefni til aö
vinna. Mjöliö er sérstaklega
próteinríkt. í fyrra komst þurrefn-
iö upp í 21.7%, en fituprósentan í
fiskinum komst í fyrra upp í 8%.
Sandsíliö hrygnir hér viö land í
marz og er því enn aö safna í sig
fitu, en frá því um miðjan júní til
júlíloka er fitumagniö nokkuð
stööugt.
— Er ekki hægt að nýta
sandsílið til annars en í
bræðslu?
— Sjálfsagt er hægt aö nýta
þennan fisk á annan hátt og þeir,
veiöanna. Mér skilst, aö þaö sé í
athugun hvort fleiri leyfi veröa
veitt og ákvöröun veröi m.a.
tekin meö tilliti til niöurstaöna úr
fyrsta túrnum okkar. En ef fiski-
fræöingar telja að óhætt sé aö
veiöa allt aö 100 þúsund tonnum
af sandsíli, þá skapar þaö verk-
efni fyrir marga báta, en einnig
aukna skipulagningu.
— Er langt síðan menn fóru
að velta pessum veiðum fyrir
sér?
— Ég fékk hugmyndina að
þessum veiöum hjá Svani heitn-
um Sigurössyni á Breiödalsvík
fyrir 10 árum og síðan hef ég
veriö aö velta þessu fyrir mér og
margir hafa hugsaö um þennan
möguleika síðustu árin. Eg sótti
um leyfi strax í fyrrahaust og þaö
gildir til 31 júlí, en þá tekur
loönan væntanlega viö, segir
Ingvi Rafn skipstjóri á Seley SU
10 aö lokum.
Af forvitni fletti blaöamaöur
upp í Fiskabók AB og þar segir
um sandsíiiö, aö þaö veröi stærst
fjögurra ára, 20 cm. Hér viö land
er þaö afar algengt á 20—50 m
dýpi, grefur sig oft í sjó á daginn,
en leitar upp í sjó á nóttunni. Af
sandsíli eru til nokkrir staö-
bundnir stofnar og í bókinni eru
taldir upp þrír slíkir. Eggin eru
3.8—22 þúsund aö tölu. Fæöan
er svifdýr, fiskaseiöi og botndýr.
Sandsíli er þýðingarmikil fæöa
fyrir ýmsa nytjafiska okkar.
— áij