Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979 Forboði haust- tískunnar Leiöandi tískuhúsin í París skapa venjulega tískuna hálfu ári á undan árstíöunum, þannig aö haust- og vetrartískan kemur fram aö sumrinu og sumartískan haustiö áöur. Nýlega byrjuðu tískuhúsin í París aö sýna hausttískuna 1979. Hér eru nokkur sýnishorn af sýningu Ninu Ricci, sem minna allmikiö á tísku fatnaöinn fyrir 30 árum. Hér má t.d. sjá samkvæmiskjól úr svörtu flaueli, sem fellur aö líkaman- um. Annan meö púffermum, en nú eru notaöar meö honum síö- buxur, sem er nýjung. Einnig sýndi Nína Ricci kápu úr kamelull og sam- svarandi síöbuxur. Kvenlegi plíser- aöi kjóllinn, þar sem plíseringarnar ná upp á brjóstiö, er úr kóbaltbláu kínasilki. En rósótti búningurinn er úr satíni: jakkinn meö rósrauöu satínfóöri og breiöu satínbelti. Þarna vou líka hlýrri ullarflíkur til hversdagsnotk- unar. Úr þeim flokki er til dæmis sígild tweeddragt úr ull meö svörtum flaueliskraga og uppslögum og stór alpahúfa viö. Og nú er aftur í tísku hiö sígilda svarta pils meö blússu og prjónaöri „golftreyju“ meö bryddingum .í öörum lit, og klúturinn til að hlífa hárinu. Látlaus blá ullardragt meö breiöu mittisstykki og útsniönu pilsi minnir á fyrri tíma, ekki síst þegar kominn er meö kanínuskinnshattur meö lafandi skottum. En ullarjakkinn hlýi meö sígilda mynztrinu og spennunum, sem kenndur er viö Kanada, er meira í stíl síöari ára. Þetta er semsagt fyrstu hugmyndir um þaö hvernig tískan verður á næsta hausti og vetri. Tónllst eftir JÓN ÁSGEffiSSON Jean-Pterre Jacquillat Sieglinde Kahmann Ruth Magnúaaon Sigurður Bjttrnaaon Guðmundur Jónsson Níunda sinfónían Níunda Sinfónian eftir Bcet- oven flutt af einsöngvurunum ieglinde Kahmann, Ruth Magnússon, Sigurði Björnssyni, Guðmundi Jónssyni og Söngsveitinni Fílharmonía Kórstjóri Marteinn Hunger Friðriksson stjórnandi Jean-Pierre Jacquillat Það er eins og að bera vatn í þakkafullan lækinn að fjalla um meistaraverkið Níundu sinfón- íuna, svo mikið hefur verið ritað um verkið og höfund þess. Skiln- ingur á tilurð þess, skapgerð höfundarins og hugsanlegu markmiði hans með gerð þess, er ef til vill nauðsynlegur svo upplifun verksins fái eitthvert annað inntak en sem glæsilegur leikur með tóna. Eftir að hafa myndað sér skoðun á verkinu, verður túlkun og mótun lista- manna næsta viðfangsefnið. Á síðustu tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Islands mátti heyra þá niundu í mjög hraðri og sterkri túlkun Jean-Pierre Jacq- uillat. Hljómsveitin var í heild mjög góð en hröð yfirferð stjórnandans varð til þess að ýmsar andstæður hurfu t.d., upphafið, svo eitthvað sé nefnt, þar sem stefið verður smám saman til og brýst svo út í fullum styrk, í sterku þungbúnu og hamrandi hljóðfalli, sem svo skyndilega missir allan kraft og upphafsblæbrigðin koma aftur. Þannig skiptast á sterkar and- stæður í styrk og hljóðfalli fyrsta þáttar, sem gætu vel verið viðeigandi sem andstæða gleð- innar í síðasta þætti. Með því að leggja meiri áherslu á hið þungbúna í fyrsta þættinum hefði galsafenginn en á köflum lettur flutningur annars kaflans ef til vill orðið sterkari. Tríóið í öðrum kaflanum var of spennt. Örlítil slökun á hraða hefði gefið kaflanum fallega sveiflu, aftur- hvarfið í galsafengið upphafið fengið nýtt inntak og einnig presta-niðurlagið, þar sem allt gengur úr böndunum. Þriðji kaflinn, sem á að vera mjög hægur og syngjandi, var allt of hraður, svo að ýmis fínleg atriði, eins og styrkleikabreyt- ingar og mótun laghendinga, urðu mjög útundan. Sem ljóð- rænn og syngjandi þáttur hefði hann verið sterk andstæða við þungbúinn fyrsta kafla, galsa- fenginn annan kafla og volduga gleðihljóma siðasta kaflans. Ofsafengið og gróft upphaf síð- asta kaflans er stöðvað og söngvarinn kallar „Vinir ekki slíka tóna“ og hann ákallar gleðina, við undirtektir kórsins og syngur svo friðarlagið. Kórinn endurtekur síðari hlut- ann og annað erindið er svo sungið af einsöngskvartett í glaðlegri skreytingu, sem kórinn lýkur einnig við. Þar eftir syng- ur tenorinn sérkennilegan gleði- söng, sem leiðir út í galsafenginn hljómsveitarþátt, en að honum loknum brýst fram óbeizlaður söngur fjöldans í voldugri út- setningu á gleðisöngnum. Ein- söngvararnir gerðu sínu mjög góð skil og sérstaklega Guðm- undur Jónsson og Sigurður Björnsson. Guðmundur söng upphafið sérlega glæsilega en þurfti auðheyrilega að halda í taktinn við stjornandann. Tenor arian var allt of hröð og missti mikið af sínu kómíska yfir- bragði, en Sigurður skilaði sínu mjög glæsilega. Kvartettarnir voru einnig vel fluttir af fyrrnefndum ein- söngvurum, Sieglinde Kahmann og Ruth Magnússon. Hraða- breytingarnar, sem einkenna seinni hluta kórþáttarins, voru ekki vel útfærðar af stjórnand- anum, einkum þar sem kvartett- inn syngur „Alle Menschen werden Bruder". Söngsveitin Filharmonía söng vel og var betra jafnvægi í röddunum en oft áður. I heild voru tónleikarnir frísk- legir en allt of stuttir. Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.