Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 11 % % % X i \ 1 V ■■■ Flugdreki, hannaður og málaö- ur af ameríska listamanninum Tom Van Sant. sportveiöimenn notaö flugdrek- ann viö veiöar. Kosturinn viö slíkar vejöar er augljós. Drekinn getur svifiö langt á haf út og á þann hátt er hægt aö krækja í þann stóra. Aö sama skapi er ókosturinn einnig augljós. Komi sá stóri á, hvernig á þá aö ianda honum? íslendingar hafa lítiö notaö flugdreka viö fiskveiðar, enda sáust varla flugdrekar hérlendis fyrr en um 1930. En landinn er snöggur upp á lagiö og því hefur ýmislegt veriö reynt hér í flug- drekamálum þessi fáu ár. Piparkerling ein fyrir austan, sem gekkst upp í því aö ná- grannarnir héldu hana þrifna í meira lagi, geröi þaö aö vana sínum aö flagga rauöröndóttum sængurfötum sínum um helgar. Mikiö gekk á fyrir kerlu og sveiflaöi hún léreftum sínum vítt og breitt um garöskika sinn. laugardag einn í hávaöaroki tóku nágrannar hennar eftir því, aö kerling var komin á stúfana. Meö meiriháttar rassaköstum skellti hún upp bæjardyrunum, baöaöi út höndunum og rak Svokallaöur lestarflugdreki. Erfitt er aö flugsetja hann sök- um stærðarinnar. nýtt, rósótt sængurver út í vindinn. Þaö skipti engum tog- um, vindurinn fyllti veriö og kerling tókst á loft og sveif um stund, unz hún aö lokum hafn- aöi í kartöflugaröi nágrannans. Sagna segir, aö kerling hafi nýlokið við aö sauma veriö og ógjarnan viljaö sleppa því út í vindinn. lítiö fór fyrir kerlu eftir þetta, en hún er eflaust fyrst kvenna á íslandi til aö fljúga drekaflug. Þessi saga sýnir vel, aö hér- lendis skortir ekki vind til flug- drekaflugs. Sportiö er ^infalt og ódýrt og öll fjölskyldan getur tekiö þátt í því. Sláum nú til, smíöum flugdreka og notum ímyndunarafliö, því á þá má mála allt milli himins og jaröar. Hvað geta börn og unglingar gert í sumar? FélagsmáLastofnun Kópavogs skipulegg ur sumar starf meðal bama og unglinga Á vegum Félagsmálastofnunar Kópavogs veröur ýmisleg starfsemi í gangi fyrir börn og unglinga í sumar. íþrótta- og útilífsnámskcið verður fyrir börn á aldrinum 8—14 ára, 4 vikur í júní frá 10—15 virka daga. í austurbænum fer námskeiðið fram á Kópavogsvelli, við Digranes- skóla og við Snælandsskóla, en í vesturbænum við Þinghólsskóla. Námskeið þessi hófust 5. júní s.l. Þátttökugjald er 8000 krónur en þátttakendur skulu hafa með sér nesti sem þeir borða í hádeginu en heita súpu eða kakó fá þeir á staðnum. Námskeiðið byggist fyrst og fremst á íþróttum og leikjum en ýmislegt fleira fléttast þar inn í t.d. heimsóknir í siglingaklúbbinn, reiðskólann og sundlaugina. í lok námskeiðsins verð- ur farin tveggja daga ferð að Laugar- vatni. íþróttakennarar, auk aðstoðar- fólks, munu sjá um kennslu á nám- skeiðunum en forstöðumaður þeirra er Hafsteinn Jóhannesson. Starfsvellir og gæsluvellir í Kópavogi verða reknir starfsvellir á eftirtöldum stöðum: neðan Reyni- grundar í Snælandshverfi, við skóla- garða við Kópavogsbraut, við leikvöll- inn og við Efstahjalla. Einnig er ráðgert að smíðavöllur verði í tengsl- um við skólagarða neðan Kjarrhólma. Starfsvellirnir eru fyrir börn á öllum aldri. Þeir eru opnir frá kl. 9—17 alla virka daga í júní, júlí og ágúst. Leiðbeinendur annast eftirlit á starfsvöllunum og er aðgangur ókeyp- is. Gæsluvellir verða á eftirtöldum stöðum: í vesturbæ: á Borgarvelli við Hábraut og á Holtsvelli við Borgar- holtsbraut. í austurbæ: á Brekkuvelli við Fögrubrekku, á Hlíðarvelli við Hlíðarhvamm, á Hólavelli við Bjarn- hólastíg, á Snælandsvelli við Reyni- grund og á Hjallavelli við Efstahjalla. Opnunartími vallanna verður í sumar kl. 9—12 og 14—17 alla virka daga. Gæsluvellirnir eru opnir börnum á aldinum 2—6 ára. Kristjana Stefáns- dóttir hefur umsjón með völlunum. Siglingaklúbburinn Kópanes Siglingaklúbburinn Kópanes er í Vesturvör við Fossvog. Klúbburinn er opinn í júní, júlí og ágúst sem hér segir: Barnadeild (9—10 ára): þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13—15. Yngri deild (11—12 ára): mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 15-17. Fullorðnir (13 ára og eldri): mánu- aga, þriðjudaga og föstudaga kl. |7—19 og fimmtudaga kl. 17—22. Þátttökugjaldið fyrir allt tímabilið ér 12.000 fyrir fullorðna, 8.000 fyir þá sem eru í yngri deild og 4.000 í barnadeild. Einnig eru seld skírteini sem gilda hálft tímabilið, mánaðar- skírteini einnig má greiða fyrir ein- stök skipti. Innritun fer fram í húsi klúbbsins en forstöðumaður hans er Guðleifur Guðmundsson. Skólagarðar og reiðskóli Fjórir skólagarðar verða starfrækt- ir í sumar, á horni Kópavogsbrautar og Urðarbrautar, við Fífuhvammsveg, í landi Ástúns við Nýbýlaveg og neðan Kjarrhólma. Starfsemin hefst nú í júní og henni lýkur í lok ágúst. Öllum börnum á barnaskólastigi er heimil þátttaka en gjaldið er 4,500 krónur. Umsjónarmaður garðanna verður Þórunn Björnsdóttir. Fimm námskeið verða í reiðskólan- um í sumar .en skólinn er rekinn sameiginlega af tómstundaráði og hestamannafélaginu Gusti. Hvert námskeið stendur í 2 vikur. Kennt er alla virka daga, 3 kennslustundir í senn og er hvert námskeið þrískipt, þ.e. kl. 9, 13 og 16. Námskeiðin verða sem hér segir: 11. júní til 22. júní, 25. júní til 6. júlí, 9. júlí til 20. júlí, 30. júlí til 10. ágúst og 13. ágúst til 24. ágúst. Þátttökugjald er 12.000 krónur fyrir Kópayogsbúa og Gustsfélaga, en 17.000 fyrir aðra. Kennari verður Bjarni Sigurðsson. Lindarbær Opiö frá 9—2. Gömlu dansarnir í kvöld. Þristar leika. Söngvari: Gunnar Páll. Miöa- og boröapantanir eftir kl. 20, sími 21971. Gömludansaklúbburinn Líndabæ. Frá Nausti Opiö til 2 Fjölbreyttur matseöill. Þar á meöal soðinn nýr Hvítárlax. Tríó Naust sér um tónlistina. Boröapantanir í síma 17759 Verið velkomin í Naust. Magnús Jónason Árni Johnsen Niðnæturskemmtun í Háskólabíói, sunnudaginn 10. júní kl. 11.30. Púðluhundarnir Rudy og Pushkin Síamskisurnar John-John, Mími, Tíbrá, og Nínó Tízkusýning ffyrir ffeitar konur. Lúðrasveitin Svanur og Big Band leika. Stjórnandi Sæbjörn Jónsson. Eitthvað fyrir alla. Miöar veröa seldir í Háskólabíói í dag frá kl. 4. ÞuHður Pólsdótlir, Krtotln Sadti Arni Ellar Quórún Krlatinsdóttlr K völdskemmtun með Guðrúnu Á&Co í léttum dúr og moll Söngskólakórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.