Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 Albert Guðmundsson gerdur ad heidursborgara í Nice: „Félagi minn sagði mér frá því, en ég þorði ekki að trúa að það væri satt” A l'Aiglon qu'il •r'»n cœur depuis vingt-cinq ans, on carriére á l'O.C.G.N II y arriva en 1952, il en repartit en 1 « Lorsque je jouais á Milan, rappelait-il hier, dans son allocution,j jnís venu á Nice avec ma femme. Je me souviens qu'elle m'a d! np l'habiter Je va Sgki * ■ i < i ALBERT Guðmundsson alþingismaður var þann 2. júní s.l. útnefndur heiðursborgari í Nice við fjölmenna athöfn. Tilefni þess að Albert hlýtur þessa viðurkenningu er sú mikla rækt sem hann lagði við uppbyggingu unglingastarfs er hann var atvinnuknattspyrnumaður í Nice. Hann átti þátt í að byggja upp félagið „Cavigal“ en úr röðum þess hafa á unndanförnum árum komið margir af þekktustu íþróttamönnum Frakka. þetta sem viðurkenningu til hennar ekki síður en mín. Það var ekki hvað minnsti heiðurinn í minn garð að við athöfnina voru mættir allir borgarfulltrúarnir í Nice, allir forystumenn íþrótta, allt frá Cannes að Monte Carlo, og borg- arstjórinn Jacques Médicin, sem er í framboði til Evrópuþings, gerði hlé á kosnkngaferðalagi sínu til þess að afhenda mér heiðursskjalið sjálfur. Þetta var meira en ég átti von á og ég er ennþá að átta mig á þessu.“ Við athöfnina í Nice gerði borgarstjórinn grein fyrir því að það hefði verið samþykkt í borg- arstjórn með öllum greiddum atkvæðum atkvæðum að gera Albert að heiðursborgara. Hann sagði einnig að ef Nicebúar sjálfir hefðu verið beðnir að tilnefna einhvern væri hann ekki í nokkrum vafa um að nafn Alberts hefði verið efst á lista. Albert kom til Nice árið 1952 frá París og var hann þar at- vinnuknattspyrnumaður í 3 ár. „Það sem fólk hér á íslandi hefur kannski ekki fylgst með er að ég tók virkan þátt í æskulýðs- starfi í Nice og geri það enn. Við berum oft saman bækur okkar í gegnum síma, þeir leita til mín og ég til þeirra. í þessu íþróttafélagi, Cavigal, eru stundaðar allar greinar Albert er 21. heiðursborgari Nice en þessi siður var tekinn upp á öldinni sem leið. Albert er fyrsti íþróttamaðurinn sem hlýt- ur þessa nafnbót, en meðal ann- arra heiðursborgara Nice má nefna Gústav Svíakonung, Napóleon III Frakklandskeisara og myndlistarmennina Matisse og Chagal. „Þetta kom mér mjög á óvænt," sagði Albert Guðmunds- son er blaðamaður ræddi við hann í gær. Albert var þá ný- kominn frá Frakklandi. „Félagi minn var búinn að segja mér frá því að þetta stæði til. Ég tók mark á því en þorði samt ekki að trúa að það væri satt. Þetta er mjög mikill heiður fyrir mig og eiginkonu mína. Hún hefur ekki síður en ég skapað þennan góð- vilja í garð okkar og ég lít á Borgarstjóri Nice-borgar af- hendir Alberti Guðmundssyni gullstyttu af erni, tákni borgar- innar. Við hlið Alberts stendur eiginkona hans, Brynhildur Jóhannsdóttir. Við athöfnina mælti borgarstjórinn einnig fyrir minni Alberts en mcðal viðstaddra var ræðismaður ís- lands í Nice, Jacques Dumar-Lairolle. Meðfylgjandi mynd er úrklippa úr frönsku blaði. Albert með heiðursborgaraskjalið og gullörninn á heimili sínu við Laufásveg í gær. A litlu myndinni má sjá gullörninn með áletruninni „Albert Guðmundsson heiðursborgari í Nice“. b i\\\MM 'K Ljósm. Kristinn. arra til íþróttauppeldis þegar ég var unglingur. En ég festist þarna í Nice. Ég eignaðist þar mikið af góðum vinum það tímabil sem ég var þar. Eftir að ég kom heim og fór að starfa sjálfstætt hafa þeir ytra notað feril minn til þess að örva unga drengi og segja þeim frá því að knattspyrnan þurfi ekki að eyðileggja fyrir þeim framtíðaráformin." Albert er verndari milliríkja- knattspyrnukeppni meðal ungl- inga sem Cavigal hefur haldið um hvítasunnuhelgina í 6 ár. Albert var því staddur þar ytra ásamt eiginkonu sinni á því íþróttamóti er hann var út- nefndur heiðursborgari Nice. „Eftir athöfnina hitti ég marga félaga og margir stöðv- uðu mig á götu og óskuðu mér til hamingju og lýstu ánægju sinni yfir því að ég skyldi hafa haldið áfram að vinna fyrir æskulýð Nice-borgar,“ sagði Albert að lokum. íþrótta. Fyrst þegar ég kom til Nice var þar aðallega stunduð knattspyrna meðal yngri flokk- anna. Én félagið hefur dafnað síðan ég fór og nú er það með stærri íþróttafélögum í Frakk- landi. Ég hef alltaf haft áhuga á unglingastarfi," sagði Albert er hann var inntur eftir því hvers vegna hann hefði hafið starf meðal unglinganna í Nice. „Með- an ég var atvinnuknattspyrnu- maður, hvort sem það var í Englandi, Skotlandi, Frakklandi eða á Ítalíu, reyndi ég alltaf að nota reynslu mína og þekkingu sem slíkur öðru vísi og meira en aðeins sem leikmaður. Þegar ég kom heim hóf ég líka að miðla Hafnfirðingum og hverjum öðr- um, sem vildu, af reynslu minni. Það má kannski segja að maður sé að endurgreiða framlag ann- Albert afhendir hér fyrirliða sigurvegaranna inu í Nice verðlaunin. á knattspyrnumót- Albert Gudmundsson citoyen (Thonneur de la ville de Nice en a ajoute unj; Qui Útihátíd á Kjarvalsstödum: upp á borgina’ ,Reyna Eins og áður hefur verið sagt írá í Mbl. efna landssamtökin „Líf og land“ til sumarhátíðar á Kjarvalsstöðum um helgina. Um tvíþætta dagskrá er að velja, annars vegar verður ráðstefna um félagslíf og skipulagsmál borgarinnar, hins vegar verður útihátíð á Miklatúni. Mbl. hafði samband við Jón Óttar Ragnarsson, einn af for- svarsmönnum samtakanna, og innti hann eftir ástæðunni fyrir því að útihátíð skuli vera haldin. „Við erum að reyna að lífga upp á borgina með þessu móti, reyna að fá svolitla fjölbreytni í helgarlífið að líf ga sem, eins og kunnugt er, er ekki allt of fjölskrúðugt. Við vonum að sem flestir komi á hátíðina, eða taki þátt í ráðstefnunni. Dagskrá útihátíðarinnar er fjölbreytt, ýmsir munu koma þar fram og . flytja skemmtiefni og þess má geta að öll vinna í sambandi við það er unnin í sjálfboðavinnu. Fyrri hluti útihátíðarinnar hvorn dag er meira við hæfi fullorðinna en seinni hlutinn er frekar börn- um að skapi. Við hvetjum alla, sem tök hafa á, að koma á hátíð- ina og vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir." Ráðstefn- an hefst kl. 10 báða dagana og stendur fram eftir degi. Ráð- stefnugestum til hægðarauka mun barnagæsla verða á staðnum, einnig verður samfelld kvik- myndasýning fyrir börn í hliðar- sal Kjarvalsstaða. Dagskrá ráð- stefnunnar mun snúast um efnið „Maður og borg“. Ýmsir aðilar munu flytja stutta fyrirlestra um þetta efni og standa þeir fram eftir degi, en á eftir verða umræð- ur. Fyrri daginn verða tekin sér- staklega fyrir efnin „Reykjavík í dag“ og „Friðun og varðveisla" en seinni daginn efnin „Maður og borgarkerfi" og „Skipulag og ný- sköpun". Dagskrá útihátíðarinnar verður fjölbreytt að efni til. Hefst hún kl. 13.15. með ávarpi Elínar Pálma- dóttur varaborgarfulltrúa, síðan syngur Unnur Jensdóttir einsöng og að einsöngnum loknum fremur stormsveitin popp-tónlist og að lokum troða Tóti trúður og félagar upp. Næsti þáttur hátíðarinnar hefst kl. 15.00. og flytur þá Trítil- toppakvartettinn frumsamda tón- list. Þjóðlagasöngur verður næst- ur á dagskrá og er hann í umsjón Aðalsteins Sigurðssonar, síðan flytur Stormsveitin popp-tónlist. Kl. 16.30 hefst svo þriðji þáttur með Töframanni sem kemur í heimsókn, harmónikkuleikarar þenja nikkurnar og að lokum leika Guðmundur Ingólfsson og félagar jazz. Seinni daginn hefst útihátíð- in kl. 13.15. með ávarpi Guðrúnar Helgadóttur borgarfulltrúa. Síðan tekur við einsöngur, Elísabet Eiríksdóttir syngur. Þá mun Barbapapa fremja popp-tónlist en síðan flytja félagar úr Alþýðuleik- húsinu leikþátt. Annar þáttur hefst svo kl. 15.00 með því að Barnalúðrasveit Mosfellshrepps leikur og að því loknu syngur sænskur barnakór. Síðan leikur Barbapapa aftur popp-tónlist. Síð- asti þáttur hátíðarinnar hefst svo kl. 16.30 með því að töframaður kemur í heimsókn. Flutt verður blönduð tónlist en hátíðinni lýkur með að Agnar Asgrímsson syngur þjóðlög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.