Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979 15 BING CROSBY Hann var einn aí fyrstu dægurlagasöngvurunum. Rödd hans yfirgnæfði skemmtanaiðn- aðinn í Bandaríkjunum á stríðs- árunum og áratugunum eftir stríð. Bing Crosby var stjarna Ilollywood rómantíkurinnar og án efa einn vinsælasti dægur- lagasöngvari á þessari öld. Lag hans White Christmas varð þjóð- söngur Bandaríkjamanna númer tvö á stríðsárunum og það lag er leikið í útvarpsstöðvum víða um heim enn í dag og um ókomna tíð, því það telst nú sígilt. Crosby lézt á golfvelli í Madrid fyrir tæpum tveimur árum, 74 ára að aldri og enn vinsæll eftir hálfa öld í sviösljósinu og sextfu kvik- myndir að baki. Hann var sá söngvari sem skóp stílinn sem aðrir dægurlaga- söngvarar tóku upp áður en kappar eins og Presley hertóku sviðið með tilkomu rokksins. Crosby hélt samt sínu striki og átti sitt trygga fylgi aðdáenda. Hann var lengi eftirsóttasti skemmtikraftur heims og þekkt- asti söngvari sinnar samtíðar. Frank Sinatra lét svo um mælt að hann ætti Crosby frama sinn að þakka. „í æsku dáði ég Bing Crosby. Á fullorðinsárum var hann mér góður vinur. Bing skilur eftir sig skarð í tónlistarheimin- um og meðal þeirra sem þótti vænt um hann. Það þótti víst flestum.“ Það þykir einatt orð að sönnu að ólíkt öðrum súperstjörnum hafi Bing Crosby verið með af- brigðum geðfelldur náungi, sem brosti iðulega út í annað og stakk ekkert í stúf við samlanda sína él svipuðum aldri með hattinn sinn og pípuna. í vinsældakönnun sem gerð var á eftirstríðsárunum sló hann bæði Truman og Eisenhover út — án þess að þurfa að skapa sér einhverja ákveðna ímynd meðal fjöldans. Hann bara raul- aði. Og það svo um munaði. Á stríðsárunum voru hann og grín- istinn Bob Hope mestu mátar og skemmtu oft saman. Þótti Crosby ekki síður gæddur kýmnigáfu en Hope og þótt sá fyrrnefndi hafi aðallega verið frægur fyrir söng sinn hefur hitt eflaust hjálpað upp á og ekki dregið úr vinsæld- um hans. Skírnarnafn hans var Harry Lillis Crosby en nafnið Bing tók hann upp sökum einlægrar aðdá- unar frá blautu barnsbeini á teiknimyndafígúrunni Bingville Bugle. Hann var fæddur af kaþólsku foreldri í Tacoma, Washington 2. maí, 1904. Bæði voru foreldrar hans söngelsk og hvöttu hann á því sviði. Söngnám hans var þó aldrei mikið því kennari hans vildi frekar að hann stundaði raddæfingar en væri ekki að raula dægurlög. í æsku hafði hann strax mikinn áhuga á íþróttum og ef hann tók eitthvað fram yfir sönginn á fullorðins-ár- um var það golfið, en á golfvellin- um lézt hann. Laxveiði heillaði hann einnig og kom hann til íslands í þeim tilgangi eins og flestum mun í minni. Áður en söngferill hans hófst fyrir alvöru á þriðja áratugnum lagði hann stund á lögfræði en sagðist síðar lítið hafa grætt á því námi nema kennsluna sem hann hlaut í framsögn. Hann kom í fyrsta sinn fram með söngsveitinni Delta Thythm Brothers undir stjórn Paul Whiteman sem var ekki ýkja ánægður með Bing vegna drykkjusvalls og kvennafars þess síðarnefnda. Bing Crosby varð fyrsti dægur- lagasöngvarinn sem lét hljóðrita lög sín fyrir útvarp. Rödd hans var öllum kunn, þegar Paramount kvikmyndafélagið bauð honum hlutverk í kvikmyndinni College Humour, 1933. í kjölfarið fylgdu sex tugir annarra kvikmynda og Fyrsti fyrir hlutverk sitt sem prestur í myndinni Going My Way hlaut hann Óskarsverðlaun 1944. Bing Crosby var uppáhald bandarísku þjóðarinnar á kreppuárunum. Glaðlegur með lög í léttum dúr hreif hann fólk úr hversdagslegu vonleysi og ömurleik þessara ára. Á stríðsárunum skemmti hann bandarískum hermönnum í Bret- landi og Frakklandi „undirtektir þeirra glöddu mig meira en allir peningarnir frá Paramount", sagði hann síðar. Áf öllum kvikmyndunum sínum hélt hann mest upp á „High Society". Þar dansaði hann í smóking með Frank Sinatra og raulaði lagið True Love í návist Grace Kelly eins og hann einn gat raulað'. Það truflaði Crosby aldrei að hafa önnur stórstirni við hlið sér. Auk Bob Hope kom hann fram með stjörnum á borð við Fred Astaire, Ethel Barrymore og Ingrid Bergman. Heimur skemmtanaiðnaðarins Hann var vinsælli en Truman og Eisenhover. Lagið White Christmas varð „þjóðsöngur“ á stríðsárunum. dægurlagasöngvar- inn og sá vinsælasti Bing Crosby var áhugamikill laxveiðimaður og þessi mynd var tekin er hann kom til íslands í veiði. er spilltur heimur öfundsýki og vafasamrar samkeppni. Heimur eigingirni og sjálfsdýrkunar. í þessum heimi hrærðist Bing Crosby í hálfa öld og fáum virtist hann bera þess merki. Frekar þótti hann njóta sín betur með öðrum á sviði en einn og sjálfsálit hans var aldrei upp á marga fiska. Bing Crosby var þrátt fyrir auð og frægð hógvær náungi sem kaus að halda einkalífi sínu fjarri heims- ins glaumi. Hann átti við sín vandamál að stríða á þeim vettvangi eins og aðrir. Fyrri kona hans Dixie Lee sem lézt úr krabbameini 1952 var drykkjusjúklingur. Hann kvænt- ist aftur, Kathryn nokkurri Grant, sem var þrjátíu árum yngri en hann. Bing Crosby gerði aldrei mikið úr sönghæfileikum sínum eða öðrum hæfileikum. Hann sagði eitt sinn að frama sinn ætti hann að þakka prestinum sem hann játaði syndir sínar. Síðustu æviárin söng hann ekki eins mikið og áður en sagðist þó aldrei ætla að hætta söngnum alveg. Og líkast til gerir hann það ekki í bráð. 77/ Luxemborg ■ ■■!■. ’ ^ . W eða lengra... Luxemborg er friösæll töfrandi feröamannastadur, mótaöuraf frönskum og þýskum menningaráhrifum - þar sameinast franska glaölyndiö og þýska nák æmnin. Þarsem landiö erlítiö, erstutt aö skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljótahéruö Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Rínar. LUXEMBORG - EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGIOKKAR. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.