Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 KAFFINU 1 f« GRANI GÖSLARI Heldurðu ekki að ’ann pabbi þinn iáti bráðum gera við þennan Auðvitað tókst þér að eyði- sóíaræíil? leggja þessa helgi líka! TfTTFf** ■ m' !i % '■ s, s §. í * í : § m H ■ l ; % ' ú . ! n t ”Hláturinn er eina vopn þeirra sem þjást í hjarta sínu 99 í Tímanum var nýlega minnst á forvitnilega bók sem komin er út í • París eftir rússneska rithöfundinn Viloria Melos. Þetta er grín- og skrýtlubók um líf Sovétmanna undir járnhæl kommúnistanna og heitir bókin „Með hláturinn að vopni". Höfundurinn þekkir orð Gorkis sem sagði, að gamansemi og hláturmildi væru oft einasta vopn þeirra sem þjáðust í hjarta sínu. í bókinni fá reyndar öll leppríkin sinn skammt. Ég get ekki stillt mig um að taka nokkur sýnishorn. Einn spyr: „Hvenær er flokkurinn til hægri? Þegar hægt er að fá í svanginn í sveitunum en ekkert er að fá í borgunum. Hvenær er flokkurinn til vinstri? Það er þegar smá hungurlús fæst í borgunum en ekkert í sveitunum. En hvenær er flokkurinn upp á sitt besta? Það er þegar ekkert fæst hvorki í borg né sveit." Þá kemur að biðröðunum. Ung og fögur kona kemur til velmetins læknis. Hún biður um skoðun strax. Læknirinn rýnir í biðlist- ann og segir að hún geti komið eftir 2 mánuði. Konan fer að gráta og þá segir læknirinn. „Jú, ég skal reyna að koma yður að á morgun, en þá verðið þér líka að lofa mér einni nótt. Unga konan verður hvumsa við en slær síðan til. „Já, sjáið til hvernig við skulum hafa það. í kvöld kl. 18 farið þér í biðröð hjá slátraranum í þessu húsi og í fyrramálið kl. 7 kemur konan mín og leysir yður af.“ BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í sveitakeppni varð lokasögnin sú sama á báðum borðum í spilinu. sem sýnt er hér að neðan. En í öðru tilfellinu varð norður sagnhafi og suður í hinu. Það skipti máli þó svo hefði ekki átt að vera. Suður gaf, allir á hættu. COSPER Norður S. Á83 H. DG109 T. Á106 L. DG6 Vestur S. 94 H. K864 T. G752 L. 953 Austur S. K10762 H. Á7 T. D84 L. 1087 COSPER. 802,2 ■lll‘ •>"“ Suður S. DG5 H. 532 T. K93 L. ÁK42 Á fyrra borðinu opnaði suður á einu laufi og norður svaraði með þrem gröndum, sem varð loka- sögnin. Spilið tók strax eðlilega stefnu. Austur spilaði út spaðasexi og gosinn tók slaginn. Sagnhafi spil- aði síðan hjarta frá borðinu og vestur kom auga á vörnina, sem dugði. Hann setti upp kónginn til að vernda innkomu félaga síns, spilaði síðan spaða og þar sem norður varð að fá einn slag á hjarta gat austur síðar tekið nægilega marga slagi á spaða til að vörnin fengi fimm slagi, einn niður. Á hinu borðinu svaraði norður laufopnuninni með einu hjarta. Austur sagði þá einn spaða og vestur spilaði síðan út spaðaníu gegn sömu lokasögn. Austur tók slaginn með kóng og spilaði aftur spaða en eftir það gat vörnin ekki ráðið spilinu. Ekki dugði fyrir vestur að hoppa upp með hjarta- kónginn við fyrsta tækifæri, þar sem hann átti þá ekki spaða til að spila og suður náði saman tíu slögum án erfiðleika. Sérð þú víxlsporið? Austur hafði betur gefið fyrsta spaðaslag- inn. Þá hefði verið auðvelt fyrir vestur að taka á hjartakóng við fyrsta tækifæri, spila þá aftur spaða og austur gæti beðið rólegur með hjartaásinn og spaðaslagina. Farðu á undan okkur, Lilli minn, og segðu mömmu þinni, að hún geti sett kaffiketilinn yfir, við séum að koma! Hverfi skelfingarinnar 60 svo sem að fá borgun? Hún hafði flekað hann með sér fullan og vitlausan. Hann sveifiaði innkaupatöskunni, en henni tókst að beygja sig niður og hánn kastaði sér yfir hana og greip með báðum höndum um hálsin á henni og þrýsti að sem þau veltust á gólfinu. Við skulum eina stund reýna að láta ástæðuna lönd og leið og snúa okkur að því hver gæti hafa haít tök á þvf að fremja þessi þrjú morð , stakk Jacobs- en upp á og kveikti sér f einum vindlinum enn. Hann sat við skrifborð Gregersens ásamt með aðstoðarmanni sínum, Mortensen. Á borðinu voru háir skjalabunkar. — Lftum fyrst á rithöfund- inn, sagði Jacobsen. — Hann var úti í gönguferð morguninn sem frú Abilgaard var myrt. Hann hefur skýrt svo frá að hann hafi gengið að heiman frá |ér og eftir Bakkabæjarvegi og Ikornavegi og sfðan heim aftur. Þetta er ekki nema smáspotti, í mesta largi fimm hundruð metr- ar. Þó tók þetta manninn um það bil hálfa klukkustund og þó kemur hann hvergi við á leið- inni að eigin sögn. Janne Christensen gefur honum síðan ótilkvödd fjarvistarsönnun með þvf að segja hann hafa verið hjá sér. Því er nú verr að hún verður næsta íórnardýr norð- ingjans, svo að við höfum enga möguleika til þess að fá meiri að vita um málsatvik. Kvöldið sem hún var myrt var Bo Elmar heima hjá sér. Kona hans hafði gengið snemma til náða og þar með er auðvitað Ijóst að maður- inn gæti sem hægast hafa brugðið sér út og íarið til frú Christensen og myrt hana. Nóttina sem Solvej Lange var myrt vill svo sérkennilega til að Elmer er f mámunda við morðstaðinn og flótti hans af staðnum vekur okkur óneitanl- ega til umhugsunar, svo að ekki sé nú dýpra tekið f árinni. En hvarf hans getur vitanlega haft aðrar orsakír. í fyrsta lagi getur hann hafa fyllzt skelf- ingu, þegar hin dæmalausa eft- irlitssveit hefur atförina. í öðru lagi er ekki óhugsandi að hann hafi af til- viljun orðið vitni að morðinu á frú Lange og vilji hylma yfir með morðingjanum. Ef svo er stafar flótti hans af yfirvegni. Og þá beinist hugurinn óhjá- kvæmilega að eiginkonu hans. Hún hefur heldur enga fjar- vistarsönnun. Eins og eiginm- aðurinn var hún úti að ganga um það leyti sem fyrsta morðið er framið. Hún kemur meira að segja á heimiii hinnar myrtu. Hún ætlaði... Hann blaðaði í plöggunum og hélt áfram. — Hún ætlaði að biðja um mataruppskrift. Þeg- ar hún kom til heimilis frú Abilgaards var atburðurinn skeður — segir hún. Fjarvist- arsönnun hennar í hinu tvö seinni skiptin eru ekki vitund skárri. Það er í raun fátt sem mælir verulega gegn þvf að hún sé morðinginn. Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku Og meðan við erum nú að f jalla um lfklegar konur f þessu sambandi getum við ekki litið. framhjá þeirri staðreynd að hugurinn beinist mjög að Caju Petersen. Hún hafði taiað við Inger Abilgaard hálftfma áður en Kirsten Elmer fann frú Abilgaard látna. Hún hafði ver- ið í húsinu hjá Solvej Lange þar til fáeinum mfnútum áður en hún er drepin. Hvort hún hafði verið í húsi Janne Christensen áttunda febrúar þegar frú Christenscn er drepin vitum við ekki, en möguleikinn er fyrir hendi, enda skyldi haft f huga að Caja var barnapía f næsta húsi það kvöld. Það vekur óneitanlega mjög alvarlcgan grun í garð hennar að hnffur finnst f tösku hennar og enda þótt hvorki blóð né fingraför finnist á honum er ég nokkurn veginn viss um að þar er komið morðvopnið. Faðir Caju skyldi ekki gleym- ast heldur. Það er hann sem um níuleytið um morguninn tckur á móti sfmapöntun frú Abilg- aard. Samkvæmt frásögn nokk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.