Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979
39
w,
Sanngjarn
sigur
Þór- Q-n
UBK OiU
BREIÐABLIK sigraði Þór á
Akureyri, í 2. deild í gærkvöld
með þrem mörkum gegn engu,
leikurinn var ekki sérlega vel
leikinn, og undir lokin, hitnaði í
kolunum, hjá sumum leikmönn-
um. Sigurinn var sanngjarn, en
þó oí stór miðað við gang leiks-
ins, Breiðabliksmenn sóttu meira
í byrjun leiksins án þess þó að
skapa sér hættuleg íæri. Á 18
mínútu kom fyrsta markið.
Aukaspyrna var tekin frá
hægri, og Valdimar Valdimarsson
skallaði knöttinn mað marki
Þórsara og Ingólfur Ingólfsson
potaði knettinum í markið. Þarna
var vörn Þórs illa á verði. Á 27.
mínútu fengu Blikarnir stór-
hættulegt færi, Sigurður Grétars-
son átti skot á mark Þórs,
knötturinn small á stöngina
innanverða og út, þar sem Eiríkur
markvörður handsamaði knöttinn.
Þar sluppu Þórsarar sannarlega
með skrekkinn. Stuttu seinna átti
UBK
Breiðablik annað hættulegt færi,
Sigurður Grétarsson, sem
reyndist vörn Þórs oft
skeinuhættur í leiknum, gaf þá
góða sendingu fyrir markið, en
framlínumenn UBK náðu ekki
knettinum, sem fór rétt fram hjá
stöng.
Þórsarar sóttu í sig veðrið undir
loks hálfleiksins og héldu upp-
teknum hætti í byrjun síðari
hálfleiks. Síðan jafnaðist leikur-
inn og var jafn það sem eftir var.
Þór sótti þó heldur meira, en
skapaði sér ekki umtalsverð færi.
Á 85 mínútu átti Sigurður hættu-
legt skot á Þórsmarkið, sem
smaug fram hjá stöng. Á 88
mínútu var dæmd mjög vafasöm
vítaspyrna á Þór og skoraði
Sigurður Grétarsson af öryggi úr
spyrnunni. Eftir það var allur
vindur úr Þórsurum og stuttu
seinna galopnaðist Þórsvörnin og
Hákon Gunnarsson skoraði þriðja
markið af stuttu færi.
Vörn Þórs virkaði sein í leiknum
og hinir frísku framlínumenn
Blikanna gerðu oft usla í henni.
— sh.
KSÍgerír hreint
fyrír sínum dyrum
VEGNA umræðna að undanförnu um knattspyrnulandsleiki og
sjónvarp frá þeim hefur KSÍgefið út eftirfarandi tilkynningu:
Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli Ríkisútvarps-
ins/sjónvarps annars vegar og Knattspyrnusambands íslands hins
vegar varðandi útsendingar af knattspyrnulandsleikjum þeim, sem
háðir eru hér á landi í sumar.
Fyrir landsleikinn gegn Vestur-Þjóðverjum 26. maí s.l. bauð
sjónvarpið kr. 1.300 þús. fyrir réttinn til að sýna leikinn í heild sinni
samdægurs. KSI taldi það tilboð og lágt, miðað við þá fjárhagslegu
áhættu, sem þvi var samfara að standa fyrir þeim landsleik, og þau
áhrif, sem það kynni að hafa á aðsókn. KSÍ setti aldrei fram
ófrávíkjanlega kröfu um neina lágmarksupphæð, en þegar af þeirri
ástæðu, að sjónvarpið var ekki tilbúið að hækka tilboð sitt fram yfir
kr. 1.300 þús. tókust ekki samningar.
Á morgun, laugardag, fer fram landsleikur mílli íslands og Sviss,
en það er leikur f Evrópukeppni landsliða. KSÍ hefur boðið
sjónvarpinu rétt til útsendingar fyrir kr. 1.400 þús. enda sé leikurinn
ekki sendur út samdægurs. Þessu tilboði hefur verið hafnað af
sjónvarpsdcild Ríkisútvarpsins og útvarpsráði.
Það er því Ijóst að leiknum verður ekki sjónvarpað, en það liggur
jafnframt fyrir, að þar er ekki við Knattspyrnusamband íslands að
sakast.
„Slíkar yfirlýsingar
eiga ekki rétt á sér“
ÍÞRÓTTASÍÐUNNI barst á fimmtudag eftirfarandi athugasemd frá
Knattspyrnudeild Fram:
„í Morgunblaðinu í dag mátti lesa að Youri Ilytchev landsliðsþjálf-
ari hefði lýst því yfir á blaðamannafundi á miðvikudag að Valur og
Fram væru í lélegri æfingu og sökin Iægi hjá þjálfurum liðanna. Tony
Knapp hefði hins vegar ávallt fengið leikmenn Vals, sem valdir voru í
landslið hverju sinni, í toppæfingu, meðan Youri Ilytchev þjálfaði það
lið.
Vegna þessa viljum við Framarar, að það komi skýrt fram, að við
erum einstaklega ánægðir með Hólmbert Friðjónsson þjálfara 1.
deildarliðs okkar og vildum ekki skipta á honum og t.d. Youri
Ilytchev. Skömmu áður en Youri lýsir þessu yfir vann Fram t.d.
auðveldan sigur á Víkingi, sem doktor Youri þjálfar. Þau úrslit segja í
raun það sem segja þarf í þessu máli.
Við teljum að slíkar yfirlýsingar eigi ekki rétt á sér og sízt af öllu af
hálfu þessa starfsmanns Knattspyrnusambands íslands. Hann ætti að
hugsa meira um eigið lið, en ekki að vera að hnýta í kollegana.
Virðingarfyllst,
Lúðvfk Halldórsson,
formaður Knattspyrnudeildar Fram.
• Mynd þessi er táknræn fyrir leik Fylkis og Reynis, ríghaldið í
andstæðingana og fötin allt að því svipt utan af mönnum. T.v. er
Hilmar Sighvatsson, sem kom mikið við sögu í leiknum.
Ljósm. Mbl: Kristján.
Sigur
Reynk~ 4=0
FYLKIR vann stóran og sann-
gjarnan sigur á Reyni frá
Sandgerði í 2. deild íslandsmóts-
ins í knattspyrnu á Laugardals-
vellinum í gærkvöldi. Mörkin
urðu alls fjögur hjá Fylki, en þau
hcfðu getað orðið fleiri miðað við
færin sem buðust. Reynismenn
skoruðu ekki mark í leiknum.
Jafnræði var nokkurt framan af
leiknum, stundum bærileg knatt-
spyrna, oftar þó langspyrnur og
hlaup. Harka var og mikil, bak-
hrindingar pústrar og glerhörð
návígi. Það var strax grunnt á því
góða og ekki batnaði ástandið
þegar mörkin fóru að hlaðast upp
Fylkis
hjá Fylki. Menn sátu þó á strák
sínum og létu vera að fljúgast á,
pexuðu þeim mun meira í
dómaranum og línuvörðum hans.
Fyrsta færi leiksins áttu Reynis-
menn, á 5 mínútu leiksins. Pétur
Sveinsson skaut þá góðu skoti rétt
yfir úr aukaspyrnu. Smám saman
fóru Fylkismenn að ná betri
tökum á leiknum og á 20 mínútu
slapp mark Reynis fyrir heppni,
þegar Hilmar Sighvatsson skaut
þrumuskoti í þverslána. Fyrsta
markið kom aðeins 5 mínútum
síðar og var Hilmar þar á ferðinni,
hafði betur gegn varnarmanni í
kapphlaupi um boltann eftir
stungusendingu frá Herði Antons-
syni, og skoraði laglega fram hjá
úthlaupandi markverði Reynis,
i—0.
Á 36 mínútu bættu Fylkismenn
öðru marki við. Hörður tók þá
hornspyrnu, en Gretti Gíslasyni
var hrint er hann var að ná til '
knattarins. Dæmdi dómarinn víti Q
og Ögmundur markvörður k
Kristinsson skoraði úr henni af
öryggi, 2—0. Þriðja markið kom •
aðeins mínútu síðar, Grettir J
Gíslason fékk þá langa sendingu ™
fram á völlinn, lék laglega á tvo R
varnarmenn Reynis og skoraði k
síðan með góðu jarðarskoti, 3—0. ^
Létu Fylkismenn þetta gott heita í •
fyrri hálfleik.
Fylkismenn voru ákveðnir i að B
bæta við mörkin í síðari hálfleik ^
og þegar á fyrstu mínútunni |a
brenndi Hilmar illa af í dauða- ■
færi. Hann bætti það þó upp 4 ,
mínútum síðar, þegar hann J
skoraði fjórða mark Fylkis með B
fallegu skoti frá vítateigslínunni, ^
4—0. Eftir markið dofnaði um k
hríð yfir Fylki og Reynismenn ^
áttu sinn besta leikkafla. Ög- ,
mundur markvörður stóð þá vel '
fyrir sínu, greip inn í af öryggi B
þegar svo bar undir og varði einu ^
sinni mjög vel gott langskot k
vinstri bakvarðarins eftir auka- ■
spyrnu. Þá skall einnig hurð nærri J
hælum eitt sinn, er knötturinn A
barst fyrir mark Fylkis, tveir B
Reynismenn voru þar fyrir, en fe
hvorugum tókst að pota í knött- I
inn.
Þegar líða tók að leikslokum fór J
að færast líf í Fylki á nýjan leik og í
fengu þeir færi á að bæta mörkum ^
við, einkum þeir Grettir og Ómar k
Egilsson. Fuðulegt atvik átti sér h
hins vegar stað þegar skammt var .
til leiksloka, Hilmar lék inn í J
teiginn, vígalegur ásýndum. Var B
hann kominn í gott færi þegar K
honum var brugðið. Dómarinn fe
blés, en ekki víti, heldur dæmdi ■
hann aukaspyrnu á Hilmar!
Fylkismenn voru vel að sigrin- J
um komnir og var hann síst of B
stór. Besti leikmaður Fylkis var ^
Hilmar Sighvatsson beinlínis I
eitraður í framlínunni, það mátti i
aldrei af honum líta. Hann er að .
vísu grófur leikmaður, en hann
lætur hart mæta hörðu. Margir B
leikmanna Fylkis áttu mjög góða fe
spretti, t.d. Kristinn bakvörður, k
Grettir og Hörður, einnig ungur i
tengiliður Guðmundur að nafni.
Reynisliðið var á hinn bóginn ™
slakt, flestir leikmanna liðsins
virkuðu þungir, þó að ekki sé hægt
að segja annað en að allir hafi k
gert sitt besta,— gg. ^
Umboösmaöur
fyrir norskan skipabúnaö
A.S. Bergens Mekaniske Verksteder óska eftir umboðsmanni á íslandi til að selja
dieselmótora og lágþrýstivökva-þilfarsvélar.
BMV sem framleiðir ca. 200.000 áshestöfl á ári er stærsti
framleiðandi dieselmótora í Noregi. Þetta eru fjórgengnis-
mótorar með snúningshraða 720—900 o/mín. Þegar er
búið að selja meíra en 5000 mótora.
BERGEN DIESEL gerð NORMO drifkerfi er selt með öllum
búnaði, mótor, fjarstýringu, gír, skrúfu og skrúfuhring.
Kerfiö er meö einum eöa fleiri mótorum og afkastagetan
er frá 1025 til 16.000 áshestöfl.
BERGEN DIESEL rafstöövar (generatorsett) eru með
afkastagetu frá 380 KW til 2.710 KW til að nota í skipum
og hvar sem er. Auk þess eru framleiddar fullbúnar
aflstöðvar með öllu sem þeim þarf að fylgja. Viö þær má
einnig bæta, þannig að þær geti hitaö upp stofnanir,
iðnaðarhúsnæöi og íbúðarhús. Þegar hafa selst rúmlega
1.500.000 kw í ca. 1100 skip.
NORWINCH vökva þilfarsvélabúnaður byggist á eigin
framleiðslu á lágþrýstivökvabúnaði og BMV er einn af
helstu framleiðendum heims aö því er varðar þilfarsvélar.
Við framleiðum spil fyrir allar gerðir skipa, fiskiskip, strandferðaskip, dráttarbáta
o.s.frv.
Við höfum þegar selt rúmlega 6.000 vélasamstæður.
Óskum eftir virkum umboðsmanni sem hefur góða þekkingu á skipabúnaöi.
Nánari upplýsingar gefur Avd. ing. Jörgen Johnsen eða Overing. Harald S. Arntzen, á Hótel
Loftleiðum á tímabilinu 7.—15. júní 1979 eða salgssjef Mortensen.
A.S BERGENS
MEKANISKE VERKSTEDER
AKERGRUPPEIM
Postboks 858 — 5001 Bergen, Norge. Tlf. 47 5 19 00 00