Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 127. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 _____________________Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Hver gengur þarna eftir Austurstræti...“ Ljósm. Kristinn. Fundur um stöðvun DC-10 í Strassborg Bern, 8. júní. Reuter. AP. STARFSMENN flugmálastjórna 13 Vestur-Evrópu- landa koma til fundar í Strassborg á þriðjudag um stöðvun DC-10 þotnanna að sögn svissneskra flugmála- yfirvalda í dag. Flugmálanefnd Evrópu í París boðar til fundarins sem kemur í stað fundar sem svissnesk yfirvöld ætluðu að halda sama dag. Undir- búningsfundur flugmálastjórna Sviss, Frakklands, Bretlands og Vestur-Þýzkalands fer fram í Strassborg á mánudag. Þessi lönd hafa sent nefnd til Bandaríkjanna að rannsaka tæknilegar ástæður stöðvunar DC-10. British Caledonina áformar að stefna bandarísku flugmálastjórn- inni (FAA) fyrir stöðvunina. Jap- anska flugfélagið JAL hefur til athugunar að fara í mál til að fá skaðabætur. Mörg önnur flugfélög hafa harðlega gagnrýnt FAA þar sem þau hafa orðið að fækka ferðum eða gera róttækar breyt- ingar á þeim í upphafi ferða- mannatímans í Evrópu. Framtíð flugfélags Sir Freddie Lakers er í hættu og stöðvun sex DC-10 þotna hans hefur í för með sér tap að upphæð 350.000 pund á dag. Hugmyndir Lakers um lægstu fargjöld eru líka í hættu. Forstjóri belgíska flugfélagsins Sabena sagði í dag, að félag evrópskra flugfélaga héldi líka fund í Strassborg á mánudag um málið. Hann sagði að Sabena tapaði þremur milljónum dollara ef þrjár DC-10 þotur félagsins fengju ekki að fljúga í hálfan mánuð. Talsmaður MacDonnell Douglas-fyrirtækisins sem smíð- aði DC-10 sagði í dag að stöðvun DC-lOhefði verið ónauðsynleg með öllu og allt væri gert sem unnt væri til að koma þotunum í loftið. Einkum hefði verið óþarfi að stöðva DC-10 30 og 40 þar sem engar sprungur hefðu fundizt í þeim. Atta sprungur hefðu sézt í DC-10 en engin stafað af málm- þreytu. 7félög dœmdí sektir Washington, 8. júní. AP. BANDARÍSKUR alríkisdómari dæmdi í dag sjö alþjóðleg skipa- félög og 13 framkvæmdastjóra í sektir að upphæð 6.1 milljón doll- ara. Starísmenn bandaríska dóms- málaráðuneytisins segja að þetta séu hæstu fjársektir sem hafi verið úrskurðaðar í sakamáli samkvæmt svonefndum Shermaniögum um myndun auðhringa. Bandarísk skipafélög hafa ekki áður verið ákærð fyrir auðhringa- myndun að sögn dómsmálaráðu- neytisins. Félögin voru sökuð um samsæri um að ákveða farmgjöld á leiðum milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samkvæmt ákærunni stóð þetta samsæri yfir á árunum 1971 til 1975. Skipafélögin sjö annast 60% frakt flutninga á leiðinni milli Bandaríkj- anna og Evrópu. Framselja \ vinAmins Nairohi, 8. júní. Reuter. AP. Rannsóknardómari í Nairobi fyrirskipaði í dag að Bob Astles majór, aðstoðar- maður Idi Amins fyrrum for- seta, skyldi framseldur yfir- völdum í Uganda þar sem hann er ákærður fyrir morð. Astles fékk leyfi dómarans til að áfrýja til hæstaréttar. Dóm- arinn sagði að tilskipun yfir- valda í Uganda um handtöku hans væri á rökum reist og ríkisstjórn landsins hefði sýnt fram á að ákæran væri ekki af pólitískum toga. Astles flúði yfir Viktoríuvatn til Kenya 10 apríl. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt fiskimann í Buyikvve, Austur-Uganda, í fyrra. Ritsljórar hitta páfa Kraká, 8. júní. Reuter. AP. JÓHANNES Páll páfi ræddi í dag við ritstjóra nokkurra pólskra blaða sem hafa reynt að halda fram sjálfstæði og kaþólska leið- toga sem hafa átt í útistöðum við stjórnvöld. Einn ritstjóranna kvað fundinn mikinn siðferðileg- an styrk þar sem við margan vanda væri að etja. Fimmtán mínútna töf varð á dagskrá heimsóknarinnar meðan páfi flaug í þyrlu yfir ýmsa gamla staði sem hann þekkir í fjöllunum nálægt Kraká. Páfi fór síðan í pílagrímsferð til grafhýsis heilags Stanislausar, píslarvotts frá 11. öld, sem yfirvöldum er í nöp við. Með honum var Frantisek Tomasek kardináli . frá Tékkó- slóvakíu. Flóttafólk flutt heim Banxkok, 8. júní. Reuter. THAILENDINGAR hófust handa í dag um heimflutn- ing þúsunda Kambódíumanna sem flúðu yfir landa- mærin í leit að friði og mat. Um 110 langferðabílar hafa verið sendir til búða í Austur-Thailandi til að flytja 9—10.000 Kambódíu- menn aftur yfir landamærin. Um 24.500 flóttamenn eru í þessum búðum í landamærabænum Aranyaprathet og þeir verða allir fluttir úr landi. Starfsmenn flóttamanna- hjálpar Thailendinga hafa áhyggjur af afdrifum þeirra. Flóttafólkið verður líklega sent til fjallahéraðsins Preah Vihear og þótt ekki sé talið að þar sé aö finna stuðningsmenn Pol Pots fyrrum forsætisráðherra sem líta á flóttamennina sem föður- landssvikara er vitað að matur er af skornum skammti í landa- mærahéruðunum. Um 80.000 eða fleiri flótta- menn dveljast í bráðabirgða- búðum við landamærin. Nokkur þúsund flóttamenn frá Kam- bódíu hafa verið fluttir til Bangkok frá öðrum löndum. Forseti thailenzka herráðs- ins, Saiyud Kerdphol, sagði í dag að það væri stefna Thai- lendinga að beita fortölum til að fá fólk sem hefur nýlega komið frá Kambódíu til að snúa aftur... „Ef það vill mat og læknishjálp látum við það í té og hvetjum það til að fara.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.