Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979
Elín Pálmadóttir:
Mál Bernhörftstorf-
unnar eru að verða eins
og f ramúrstef nuleikrit
ELÍN Pálmadóttir (S) kvaddi sér
hljóðs á fundi borgarstjórnar 7.
júní vegna Bernhöftstorfunnar. I
máli sínu sagði Elín m.a., að borist
hefði bréf frá forsætisráðuneytinu
um niðurrif á geymsluhúsinu
norðan Gimlis. Bréfið væri furðu-
legt miðað við það sem á undan
hefði gengið, því sér skildist, að
forsætisráðherra væri að kanna
viðbrögð borgaryfirvalda við
niðurrifi á „gamla bakaríinu" þ.e.
svörtu skemmunni norðan Gimlis
við Lækjargötu. Elín minnti á, að
um sl. áramót hefðu gengið í gildi
lög þar sem óheimilt væri að rífa
hús án leyfis byggingarnefndar. í
borgarráði hefði umræddu máli
verið frestað, en hún kvaðst vilja
minna á, að samþykktir um-
hverfismálaráðs, sem hefðu verið
einróma um, að þessi húsalína
Menntamálaráð-
herra má ekki spara
„Kennarafélag Æfingaskólans
mótmælir eindregið ákvörðunum
menntamálaráðuneytisins um
sparnað í rekstri grunnskóla."
Þessi tilkynning birtist í Morgun-
blaðinu 8. júní.
Menntamálaráðherra er orðinn
vandi á höndum. Hann er í stjórn
sem setti sér það markmið að
draga úr ríkisgjöldum en má ekki
spara á einum stærsta gjaldalið
ríkisins, jafnvel þótt sá sparnaður
leiddi til betri árangurs í starfi.
Einn helsti ásteytingssteinn
kennarafélagsins mun vera fækk-
un kennslustunda í grunnskóla-
bekkjum um eina í hverri deild,
t.d. ætla 12 ára börnum 34 viku-
stundir í stað 35.
Þótt þess sé gætt að hér er um
50 mínútna stundir að ræða (frí-
mínútur meðtaldar), þá þarf ekki
ýkjamikla heimavinnu svo að 12
ára börn séu orðin með lengri
vinnuviku en fullorðnum er áskil-
in í lögum. Einhvern tíma hefði
það verið nefnt hundrað og ellefu
meðferðir á dýrum, sem Dorttin
kvað vera á móti skapi.
Allir kennarar vita að athygli
barna og unglinga sljóvgast þegar
á langan vinnudag líður. Skyldu 12
ára börn ekki hafa fengið ærið nóg
þegar þeim sjötta er lokið, þótt
þeim sjöunda sé sleppt einu sinni í
viku?
Æfingaskólinn komst í orðakast
við menntamáláðherra fyrr á
þessu ári. Kennaraskólann vantar
húsnæði. Hús Æfingaskólans gæti
leyst þann vanda, en þrir barna-
skólar eru hálfsetnir á hans svæði.
Menntamálaráðherra hafði uppi
hugmyndir um að færa hann um
sess í annan hinna tveggja. Þá rak
þetta sama kennarafélag upp
ramakvein, skólarnir þrír skyldu
vannýtnir áfram.
Það væri við hæfi að hvetja
menntamálaráðherra að halda
áfra.m að vinna að hagkvæmni í
skólarekstri og láta hjáróma radd-
ir íhaldsamra kennara sem vind
um eyru þjóta. Þeir eiga að vera
þjónar ríkisins ekki herrar.
Jón Á. Gissurarson.
Eins og kunnugt er hafa
dróttskátar á suðvesturlandi
skipulagt og framkvæmd
kassabílakeppni til styrktar
góðu málefni.
Keppnin fór fram fyrir
tveim vikum og lauk henni' lóð
Kópavogshælis innan um fjöl-
menni í hinu besta veðri.
Þessu lofsverðu og frumlega
framtaki skátanna var hrund-
ið af stað til fjáröflunar fyrir
ákveðið verkefni á hælinu og
kunna allir velunnarar vist-
Blómamarkað-
uríGarðabæ
KVENFÉLAG Garðabæjar heldur
í dag, laugardag, blómamarkað í
Safnaðarheimilinu við Bæjar-
braut og verður markaðurinn
opnaður kl. 14. Á boðstólnum
verður fjölbreytt úrval af blómum
að sögn aðstandenda markaðarins,
bæði inni- og útiblóm.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
yrði varðveitt allt frá Stjórnar-
ráðshúsinu út að Fríkirkjuvegi 11.
Þetta mál væri að verða eins og
framúrstefnuleikrit þar sem einn
talaði í austur um leið og annar
talaði í vestur. Menn væru að
þvæla bréfum á milli sín án þess
að taka nokkra afstöðu og þættust
sumir vera hlynntir húsafriðun.
Menntamálaráðherra skyti sér
undan að friða húsin eins og
húsafriðunarnefnd hefði farið
fram á. Hann segðist vilja það, en
borgin þyrfti að biðja um friðun-
ina sérstaklega. Þetta væri fjar-
stæða því menntamálaráðherrar
hefðu alltaf friðað hús að beiðni
húsfriðunarnefndar og stundum
leitað umsagnar sveitarfélaga.
Aðferðir menntamálaráðherra
væru því undanbrögð, því hann
gæti friðað Torfuna ef hann kærði
sig um. Hið sama gilti um borgar-
fulltrúa sem létu líklega að þeir
vildu friða, en samt sem áður væri
aldrei hægt að festa hendur á því.
Forsætisráðuneytið virtist hafa
hug á að láta rífa húsið og ef til
vill án leyfis byggingarnefndar.
Kannski yrði húsið horfið áður en
menn vissu af. Elín Pálmadóttir
flutti síðan eftirfarandi tillögu:
„Borgarstjórn lýsir því að gefna
tilefni yfir, að hún er hlynnt
friðun þeirri, sem Húsafriðunar-
nefnd hefur lagt til við mennta-
málaráðuneytið, á húsunum er
enn standa í svonefndri Bern-
höftstorfu og mynda húsaröðina
meðfram Lækjargötu, frá Banka-
stræti að Amtmannsstíg, og mun
ekki standa í vegi fyrir því að
Ríkissjóður friði þessa eign sína.
Vegna bréfs forsætisráðuneytis-
ins um niðurrif „brunarústa af
geymsluhúsi því sem stendur
norðan Gimlis", sbr. 20. lið
fundargerðar borgarráðs frá 5.
júní, vill borgarstjórn benda ráðu-
neytinu á að óheimilt er skv.
nýjum byggingarlögum að rífa
hús nema að fengnu leyfi viðkom-
andi byggingarnefndar, sbr. 9. gr.
í IV kafla um byggingarumsóknir
og byggingarleyfi í nefndum lög-
um.“
Guðrún Helgadóttir (Abl) sagð-
ist vilja taka undir tillögu Elínar.
Björgvin Guðmundsson (A) sagð-
ist telja að í huga borgarráðs-
manna væri hér um að ræða
hreinsun í brunarústunum, en
ekki brottflutning t.d. framhliðar-
innar. Hann kvaðst telja eðlilegt,
að málinu yrði lokið í borgarráði
og tillögu Élínar yrði vísað þang-
að. Það var síðan samþykkt með
10 gegn 4.
Hildur
Blöndal látin
LÁTIN er í Danmörku Hildur
Blöndal, ekkja dr. Sigfúsar Blön-
dals orðabókarhöfundar, en Hild-
ur var á 96. aldursári. Hún var
fædd Arpi óg var faðir hennar
prófessor í málfræði í Uppsölum.
Dvaldist hann lengi hérlendis m.a.
hjá sr. Ásmundi í Odda. Hildur
Blöndal talaði íslenzku eins vel og
innfæddur og var ekki síðri ís-
lendingur en Svíi. Þau Sigfús og
Hildur voru barnlaus.
Leiðrétting
I FRÉTT Morgunblaðsins síðastiið-
inn miðvikudag um bruna í bátnum
Jóhannesi Jónssyni KE 79 gætti
nokkurrar ónákvæmni og er beðist
velvirðingar á því. Það var vél-
báturinn Ásgeir Magnússon úr
Garði, sem dró bátinn til hafnar,
en áhafnir Baldurs og Happasæls
aðstoðuðu við að slökkva eldinn.
Eldurinn kom upp í vélarrúmi
bátsins og gjöreyðilagðist það, en
eitt ár er síðan ný vél var sett í
Jóhannes Jónsson. Skipstjórinn á
Jóhannesi Jónssyni KÉ 64 hefur
beðið Morgunblaðið að koma á
framfæri þakklæti til þeirra, sem
aðstoðuðu.
Lokaátakið um helgina
mannanna þeim hinar beztu
þakkir.
Verkefnið sem. unnið er að
með fjársöfnun skátanna er að
kaupa bifreið til að aka vist-
mönnum í ýmsar nauðsynja-
ferðir sem þeir ekki komast
annars vegna fötlunar sinnar.
Ríkisspítalarnir munu síðan
bera reksturskostnað bifreið-
arinnar þegar hún er fengin.
Enn vantar nokkun fjár-
magn til bifreiðarkaupanna og
því hugsa skátarnir sér að
hefja stórsókn til lokaátaksins
nú um helgina.
Það er von mín að við sýnum
skátunum þakklæti í verki um
þessa helgi með því að láta
nokkra fjármuni renna til
söfnunarinnar.
Rétt er að geta þess að
gírónúmer söfnunarinnar er
63336-4.
Árni Pálsson
sóknarprestur.
Bullworkerþjálfun!
Skjót og örugg aðferð
til að byggja upp vöövastæltan líkama
Markviss þjálfun aöeins 5. mínútur
á dag.
JA
Æfingaspjald og
24 síöna skýring-
arbaaklingur
fylgja hverju
tæki. íslenzkar
býðingar má
klippa út og líma
á spjaldíð
aöeins 5. mínútur á
dag til aö byggja upp
vöðvastæltan líkama.
Innbyggöur
AFLMÆLIR
sýnir Þór Irá
degi til dags
aö bér vex bróttur
LíkamsÞjálfunartækiö BULLWORKER
hefur náö vinsældum almennings í öllum aldursflokkum. Þaö telst til aöalkosta tækisins aö þaö hentar tólki sem hefur lítinn
tíma til íþrótta- og leikfimisiökana, vegna annríkls og þaö hefur jafnframt vakiö veröskuldaöa hrifningu þeirra, sem höföu gefist
upp á öllu ööru en aö láta reka á reiöanum og héldu sig alls óhæfa til að ná nokkrum árangri í líkamsrækt. Æfingarnar eru ekki
einungis ótímafrekar — tæklö vekur líka furöu manna vegna þess hve lítillar áreynslu æfingaiökanir meö því krefjast og hve
árangur af þeim er samt skjótur og óvéfengjanlegur. Rannsóknir hafa sýnt aö meö 60% orkubeitingu næst 4% vöðvastæling á
viku hverri þar til hámarkiö hefur náöst. Þaö sem Bullworker-æfingar hata komiö til leiöar hjá öörum getþ þær líka áorkaö hjá
þér. í hverrri æfingu njóta slakir vöðvar góös af auknu blóöstreymi, sem flytur með sér súrefni og sópar burt eiturefnum. Allur
líkaminn hlýtur ábata af aö aukakílóin fara aö brenna upp og líðan þín stórbatnar.
Þér er boöiö aö kauþa Bullworker gegn skilatryggingu. Viljiröu einhverra hluta vegna ekki halda tækinu, er þér frjálst aö skila
því ásamt veggspjaldinu og krefjast endurgreiöslu innan 14 daga trá móttöku þess.
SENDUM ÓKEYPIS 24
SÍÐNA LITMYNDA-
BÆKLING.
Pöntunarsími
44440,
kl. 10—4 í dag
og alla virka
daga.
Póstverzlunin
Heimavai
pósthólf 39,
202 Kópavogi.
14 daga skilatrygging
Viö skorum á Þig aö reyna Bullworker í tvær vikur, halda Dví, ef Þú
sannfærist um kosti Þess innan 14 daga, en skila Því ella meö
æfingaspjaldinu og krefjast endurgreiöslu. Viljiröu eingöngu fá 1
upplýsingar um tækiö til pess aö geta óttaö pig betur áöur en pú
ákveöur pig, munum viö senda pér bæklinginn. Geröu okkur grein
fyrir hvaö pú vilt á afklippingunum hér fyrir neöan, — og svar okkar
berst pér fljótlega.
• Sendu afklippinginn sem beiðni um nánari
upplýsingar án skuldbindingar EÐA sem
pöntun gegn póstkröfu meö 14 daga skilarótti
frá móttöku tækisins.
• Sendið mór:
□ Upplýsingar
□ ..stk. Bullworker
Buliworker gerir þér
kleift að verða hreykinn
af iíkamshreysti þinni.
NAFN
HEIMILISFANG .