Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNI1979 Samtal við Elísabetu Waage nýstúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið, í Morgunblaðinu þriðjudaginn 22. maí, gefur tilefni til nokkurra skýringa og hugleið- inga. I ‘upphafi spjallsins er þess getið, að Elísabet hafi hlotið „175 einingar sem er besti árangur síðan nýtt áfangakerfi var tekiö upp í skólanum". Hætt er við að ýmsir er þetta lesa skilji það þannig að þær 175 einingar sem Elísabet hlýtur séu mælikvarði á gæði prófsins, einhvers konar einkunn sem hún fær. Það er að vísu rétt að einingafjöldinn segir til um einn þátt prófsins, sem sé það magn námsefnis sem nemandinn hefur gengið undir próf í, en hann segir ekki neitt til um einkunnir nem- andans í þessu námsefni. Ég hef oft orðið þess var að margir vita lítið sem ekkert um áfangakerfi og mat á námsárangri í því. Jafnvel gamlir nemendur mínir, sem fyrir löngu eru komnir gegnum skólakerfið með ágætum árangri, hrista höfuðið og segjast ekkert botna í þessum einingum, A-um, B-um og C-um. Þetta er ofur eðlilegt, áfangakerfið er nýtt og hefur ekki verið kynnt að neinu ráði. Því er ekki úr vegi nú þegar stúdentsprófin standa sem hæst, að gera örlítinn samanburð á hefðbundnu stúdentsprófi og stúd- entsprófi úr áfangakerfi. Vonandi má gera ráð fyrir að flestir viti að nafn áfangakerfisins er komiö til vegna þess að þar er námsefni menntaskólans skipt í áfanga. Áfangi er námsefni einn- ar greinar í eina önn (hálft skólaár). I annarlok er þreytt próf í þessu námsefni (eða gefin eink- unn reist á öðru mati) og hlýtur nemandinn þá ákveðinn eininga- fjölda fyrir hvern áfanga. Eining- arnar miðast við eðlilegan kennslustundafjölda áfangans á 3) Einkunnir hafa síðustu ára- tugi verið gefnar á tugakvarða, frá 0 til 10. nemandinn hlýtur tvær einkunnir í hverri námsgrein, önnur er kölluð námseinkunn eða árseinkunn og er mat kennarans á frammistöðu nemandans síðasta ár hans í greininni. Hina fær nemandinn fyrir frammistöðu sí na á stúdentsprófinu sjálfu (einstaka grein er þó tvískipt, þannig að nemandinn fær tvær árseinkunnir og tvær prófseink- unnir í henni). Auk einkunna í bóklegum greinum fær nemand- inn venjulega einkunn fyrir leik- fimi og aðra skólasókn. Tekið er meðaltal allra þessarra einkunna og er útkoman aðaleinkunn nem- andans. Sá nemandi sem hæsta aðaleinkunn hlýtur á prófinu er kallaður dúx. Stúdentsnám í áfangakerfi 1) Námstími er breytilegur. Al- gengast er að hann sé 4 ár eins og Guðmundur Amlaugs- son rektor: feril nemandans í skólanum. Ef við sjáum einkunnirnar 8,0 og 7,5 í einhverri grein hjá nemanda á hefðbundnu stúdentsprófi, tjá þær okkur að kennarinn hefur metið vinnu nemandans síðasta vetur hans í greininni og stöðu hans við námslok á 8,0; eftir upprifjun námsefnis í upplestrarleyfi hefur nemandinn síðan þreytt próf og hlotið einkunnina 7,5. I áfanga- kerfi gæti einkunn nemandans í sömu grein litið þannig út: CCBBBA, og sýnir okkur þá að þessi nemandi hefur lokið 6 áföng- um í greininni, að hann hefur komið illa undirbúinn eða ekki lagt rækt við greinina í upphafi, en sótt sig eftir því sem á námið leið og er orðinn býsna góður um það er lýkur. í áfangakerfi er ekki skráð nein meðaleinkunn (við höfum að vísu stundum reiknað eins konar með- aleinkunn til þess að geta svarað erlendum háskólum er vilja fá að raða sér í efstu sætin. I huga mínum er enginn vafi á því að þessu fólki er greiði gerður með því að lofa því að læra hraðar og læra meira, því líður betur í skólanum og það kemur þroskaðra út úr honum. Um þá sem eiga erfitt um nám en reyna eins og þeir geta gegnir svipuðu máli, þeir fá meiri stuðning og aðstoð en unnt er að veita í bekkjarkerfi og ýmsir þeirra ná sér á strik. Þeir sem eru áhugalitlir um námið eru hins vegar vandamál í hvaða kerfi sem er. En eftir að öldungadeildir tóku til starfa er þeim enn minni vorkunn en áður, þeir eiga að hætta námi og leita fyrir sér á öðrum sviðum og í öðru umhverfi, þeir geta alltaf komið síðar í skólann, ef áhuginn vaknar. Þetta rabb spannst út af viðtali við Elísabetu Waage. Hún lauk stúdentsprófi sem var um þriðj- ungi meira að vöxtum en hefð- bundið stúdentspróf úr bekkjar- Menntaskólinn við Hamrahlfð Stúdentspróf, dúx- ar og áf angakerfi önninni. Sé námsgrein kennd fjór- ar stundir á viku er áfanginn tvær einingar, sé hún kennd sex stundir er hann þrjár einingar. Um leið og búið er að skipta námsefni hverrar greinar í áfanga verður óþarft að ætlast til þess að allir nemendur í sama árgangi leggi stund á sama nám á sama tíma eins og gera verður í bekkj- arkerfi. Þarna er komið að hluta af því valfrelsi sem einkennir áfangakerfið. Annað sem við þetta vinnst er að námshraði nemenda getur verið býsna breytilegur. Með góðum námsárangri er hægt að vinna sér rétt til hraðari yfirferð- ar námsefnis, en einnig er komið til móts við hina sem sækist námið treglega með því að veita þeim meiri kennslu og tekur námið þá lengri tíma. Ætli sé nú ekki rétt að láta þennan inngang nægja en snúa sér að lauslegum samanburði á stúd- entsnámi og stúdentsprófi úr bekkjarkerfi og áfangakerfi. Stúdentsnám í bekkjarkerfi: 1) Námstími er hinn sami fyrir alla nemendur: 4 ár (raunar verð- ur hann árinu lengri hjá þeim sem falla einhverntíma á námsbraut- inni, og eins eru til dæmi um það að menn stytti tímann um eitt ár með því að lesa bekk að sumri til, en það hygg eg sé sjaldgæft). 2) Námsefni var hið sama fyrir alla stúdenta fram til 1920 eða þar um bil, þegar stærðfræðideild var stofnuð. Síðan hafa fleiri deildir bæst við, og er námsefni mismun- andi eftir deildum eða sviðum eins og þær eru einnig kallaðar. Magn námsefnis er þó talið hið sama hvaða svið eða deild sem valin er og samsvarar 132 einingum í áfangakerfi. í bekkjarkerfi. En þeir nemendur sem ná góðum námsárangri vinna sér þar með tækifæri til að hraða námi sínu og nokkur hluti nem- enda lýkur náminu á 3'á eða 3 árum. Áfangakerfið er einnig sveigjanlegt í hina áttina: nem- andi sem er seinvirkur eða vill fara sér hægt á þess kost að vera lengur að en 4 ár. Fræðilegur möguleiki er á því að lengja námið í 5'/2 ár án þess að faila nokkru sinni, þótt enginn hafi hagnýtt sér hann enn sem komið er. 2) Námsefni: lágmarksefni til stúdentsprófs er hið sama og í bekkjakerfi: 132 einingar. Nem- endur geta valið milli deilda eða sviða á sama hátt og í bekkjakerfi, en jafnframt hafa þeir möguleika á að velja í frjálsu vali 22—27 einingar eftir því hvaða svið þeir hafa valið. Þetta frjálsa val geta menn nýtt til að glíma við nýjar námsgreinar eða til að sökkva sér dýpra í þær sem þeir hafa þegar numið. Þær 22—27 einingar sem eg nefndi eru miðaðar við lág- marksefni til stúdentsprófs, en ýmsir nota valfrelsið til að auka við námsmagnið og ljúka þá stundum prófi á tveimur sviðum samtímis. Þetta gerði Elísabet Waage, sem eg nefndi hér í upphafi, hún lauk 175 einingum og þar með er hennar stúdentspróf um þriðjungi meira en venjulegt hefðbundið stúdentspróf. Ýmsir duglegir nemendur nota sveigjanleika áfangakerfisins til að stytta námstíma sinn. Til þess að gefa hugmynd um hve algengt þetta er skulu hér raktar tölur frá tveimur stúdentsprófum hér i skólanum, völdum af handahófi. Einungis eru taldir þeir nemendur er höfðu stundað allt sitt mennta- skólanám í skólanum (nokkuð er algengt að nemendur komi hingað úr öðrum framhaldsskólum og fái fyrra nám sitt metið, eins og síðar verður vikið að). Af 182 nemend- um höfðu 110 hefðbundinn náms- tíma, 4 ár. 57 höfðu styttri náms- tíma, þar af höfðu 38 lokið náminu á 3 árum. En 15 höfðu lengri námstíma að baki en 4 ár. 3) Einkunnir: í áfangakerfi er notaður grófari kvarði en tuga- kvarðinn og einkunnir eru gefnar í bókstöfum. Merking stafanna er sem hér segir: A: Nemandinn hefur staðist kröf- ur skólans með mjög góðum árangri og þar með unnið sér rétt til hraðferðar næsta áfanga í greininni. B: Nemandinn hefur staðist kröf- ur skólans með góðum árangri og má halda áfram á næsta áfanga í greininni. C: Nemandinn hefur staðist kröf- ur skólans og má halda áfram á næsta áfanga í greininni, en er hvattur til að leggja meiri rækt við greinina. D: Nemandinn hefur staðist lág- markskröfur en hlýtur ekki einingar fyrir áfangann. Þessi einkunn er aðeins gefin í síðasta áfanga skyldugreinar á sviði. E: Nemandinn hefur ekki staðist kröfur skólans. Einnist sést stundum á skírtein- um frá okkur bókstafurinn M sem stendur ekki fyrir neina sérstaka einkunn, heldur er notaður um nám í öðrum skóla sem er metið til eininga hér. Af þessu sést að einkunnir í afangakerfi eru þegar að ytra útliti mjög frábrugðnar þeim einkunnum sem flestir eru vanast- ir. En þær eru einnig frábrugðnar einkunnum í bekkjarkerfi að því leyti að þær eru gefnar áfanga fyrir áfanga og spegla því náms- vita hvar nemandinn sé í röðinni í sínum árgangi). Þessi samanburður gefur mönn- um vonandi svolitla hugmynd um hvað er líkt og hvað ólíkt með áfangakerfi og bekkjakerfi. Þegar Ólafur Kárason ljósvík- ingur var að basla við að kenna börnum, varð á vegi hans ungur nemandi — hét hann ekki Sveinn í Bervík? — sem vann á eðlilegan hátt, án erfiðismuna og yfirlegu. Við sem höfum fengist við að kenna ungu fólki könnumst áreið- anlega öll við fólkið frá Bervík, fólk sem vinnur eðlilega og virðist ekki þurfa að erfiða né liggja lengi yfir hlutunum. Þetta áreynslu- leysi er að einhverju leyti blekk- ing, enginn kemst til þroska án þess að reyna á sig. En þetta fólk hefur tamið sér rétt vinnubrögð og það hefur ánægju af náminu, því sækist það svo vel. Aðalhvatinn að áfangakerfinu var sá að bekkjar- kerfið gerði ekki nógu vel við þetta fólk — og heldur ekki við þá sem eiga örðugt með nám. Námskröfur í bekk miðast við einhver hugsað- an miðlungsmann, þeir sem eru lakari eiga erfitt um að fylgjast með, þeir bestu láta sér leiðast eða dunda við að læra allt námsefnið sem allra nákvæmast og hætta þá stundum alveg að gera greinar- mun á aðal- og aukaatriðum, enda ýta prófin stundum undir það. í áfangakerfi er reynt að koma til móts við þessa hópa báða, annars vegar með hægferðum og hand- leiðslu, hins vegar með hraðferð- um og frjálsu námsvali. En hvern- ig hefur það gefist? Sé raðað eftir einkunnum sést að þeir sem ljúka náminu á skemmri tíma en hinum hefð- bundna og einnig þeir sem hafa safnað sér fleiri einingum en þarf (en það fer ekki ósjaldan saman!) kerfi. Þessu mikla námi lauk hún á þremur árum og hún hefur alls staðar mjög góðar einkunnir. En Elísabet Waage er ekki dúx hjá okkur í vor, ekki í hefðbundnum skilningi. Einn nemandi í öld- ungadeild lauk 134 einingum og hlaut A í hverjum einasta áfanga — nema einum, þeim minnsta: í vélritun lét hann sér nægja B. Þessi maður heitir Jónatan Her- mannsson, afbragðs námsmaður og fylginn sér. Dæmi hans er einnig dæmi um sveigjanleik áfangakerfis. Jónatan Hermannsson hóf nám í búnaðarskóla og lauk því, hélt síðan áfram í framhaldsdeild Hvanneyrar og lauk þaðan BS-prófi með ágætum. En á þess- ari löngu leið komst hann að því að hann kynni að hafa meiri áhuga á málvísindum en búvísind- um. Þótt hann væri búinn að læra miklu meira en það sem krafist er til stúdentsprófs í ýmsum grein- um náttúruvísinda, skorti hann þekkingu í öðrum greinum til þess að geta hafið málvísindanám í háskóla. Hann leitaði til öldunga- deildar Menntaskólans við Hamrahlíð og fékk fyrra nám sitt metið sem svaraði 72 einingum, bætti síðan við það 62 einingum á þremur önnum og er þar með orðinn stúdent — og dúx. Þetta er dæmi um samvinnu skóla sem er lítt hugsanleg í bekkjakerfi. Frá því að Menntaskólinn við Hamra- hlíð tók upp áfangakerfi hafa flestir þeir nemendur er koma utanlands frá eða hafa af öðrum ástæðum afbrigðilega formenntun leitað til hans. Elísabet Waage er einnig dæmi um samvinnu ólíkra skóla, hún lauk prófi á nýmálasviði og tón- listarsviði. Tónlistarnám sitt stundaði hún í Tónlistarskólanum í Reykjavík og einkunnir hennar þaðan voru fluttar hingað önn eftir önn. Þetta spjall er orðið lengra en mig óraði fyrir þegar eg fór af stað. En eg vona að það hafi frætt þá gömlu nemendur mína sem hrist hafa höfuðið yfir nýjunga- girni okkar — og raunar einnig aðra — um nokkur helstu einkenni áfangakerfisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.