Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 i hlaðvarpanum Eini kven-fisktæknirinn BHHHHHHIHÍHB „Hefsjálfsagt œtlað mér að verða flug- freyja eða hjúkka ” • Ætli kvenfólkið vilji ekki frekar láta karlana stjórna sér, að minnsta kosti fannst mér karlarnir frekar taka tilsögn minni og fyrirmælum þegar ég byrjaði hérna, sagði Þóra Pétursdóttir fisktæknir og verk- stjóri í frystihúsinu á Höfn í Hornafirði í samtali við Morgun- hlaðið á dögunum. Hún lauk fisktæknanámi í lok árs 1977 og er eina stúlkan, scm til þessa hefur lokið þessu námi. Venjulegt fiskiðnaðarnám tek- ur þrjú ár, en fisktæknanámið tvö ár til viðbótar. í fiskiðninni var ein stúlka, sem lauk námi á undan Þóru, önnur lauk prófinu með henni og nokkrar hafa orðið fiskiðnaðarmenn síðan. — Ég er víst sú eina, sem hef drifið mig í tækninn, segir Þóra. — Þegar ég hugsa um það, þá er ég hissa á að fleiri stelpur skuli ekki fara í þetta nám. Kvenfólkið er jú svo stór hluti þess fólks, sem starfar að fiskvinnslunni. Við sem höfum farið í þennan skóla vinnum flestar eitthvað við þetta, en þó ekki* allar í verk- stjórn. Annars er hægt að hafa mun meira út úr því að vera í bónusvinnunni, og því er kannski eðlilegt að þær fari frekar í slíka vinnu þegar þær komast að heim- an. Þóra er Reykvíkingur, og sömuleiðis eiginmaður hennar, en þeim líkar vel á Höfn og Þóra segist ekki líkja því saman að búa Þóra Pétursdóttir fisktæknir og verkstjóri á Höfn í Hornafirði. í Reykjavík og úti á landi. Meiri ró sé yfir öllu og ef frí sé á annað borð frá vinnunni þá skorti alls ekki möguleika á að nýta frítím- ann á skemmtilegan hátt. Henni finnst þó miður að sá siður sé aflagður á Höfn að bátar stoppi í hálfan mánuð á sumrinu og fiskvinnslufyrirtæki loki þann tíma. — En hvernig stóð á því að þóra fór í fiskvinnslu? — Ég veit það eiginlega ekki, þetta æxlaðist bara svona. Ég hef sjálfsagt ætlað mér að verða flugfreyja eða hjúkka þegar ég var lítil stelpa og haft óbeit á fiskvinnslu eins og svo margir í Reykjavík. Annars er tvennt ólíkt að vinna í fiski úti á landi og í Reykjavík. Á þessum minni stöð- um er lífið fiskur, en í Reykjavík eru þeir þriðja flokks borgarar, sem stunda þá vinnu. Hérna t.d. koma krakkarnir í vinnu þegar skólarnir eru búnir og núna eru í vinnu hjá okkur í humarnum krakkar, sem fermdust í vor, segir Þóra. Frá unga fólkinu, sem segja má að fari beint úr fermingar- kyrtlunum í hvíta sloppinn í frystihúsinu víkjum við talinu að öðru starfsfólki þar. Þóra segir, að í rauninni sé skipt um fólk í húsinu þrisvar sinnum á ári þó kjarninn sé alltaf sá sami. Áð sögn Þóru er yfirleitt reynt að fá upplýsingar um fólk, sem sækir um vinnu í fyrsta skipti. Þetta eigi þó ekki við Jökuldælinga, þeir séu að öllu jöfnu ráðnir án þess að spurst sé frekar fyrir um þá. LJÓÐELSKIR NORÐFIRÐINGAR: „Þá gömlu þið viljið víst brenna á báli...” í VÖNDUÐU Sjómannadagsblaði Neskaupstaðar er meðal annars að finna umsókn áhafnarinnar á aflaskipinu Berki um nýja Ioðnunót. Sömuieiðis er þar að finna synjun útgerðarinnar, SVN. Menn kunna ef til vill að spyrja hvaða erindi slík kerfismál og pappírsvesen eigi í blað eins og sjómannadagsblað. Því er til að svara að á Neskaupstað hafa menn annan hátt á en almennt gerist og bæði umsóknin og svarið var í bundnu máli. Það er Tryggvi Vilmundarson, sem „orðar“ umsóknina, en Guðmundur Bjarnason verður fyrir svorum. Því miður er ekki hægt að birta allan bálkinn, en umsókninni segir m.a. svo: „Gamla nótin er núin af notkun á ævileið hún er lfka löngu búin að lifa sitt blómaskeið. Guðmundur Bjarnason segir svo f upphafi og niðurlagi svarsins: „í býti í morgun við mæltum oss mót og mál númer eitt var um loðnunót. Þá gömlu þið viljið víst brenna á báli en þar erum við ekki á sama máli. Með tilvfsun til þessa alls við skoðum okkar hug og vísum því umsokn um nýja nót á bug. Sú gamla hefur staðið af sér storma alla og él og starfið hennar hefur skapað nýja Wickmann-vél.“ Þess má að lokum geta að Börkur er nú í vélaskiptum í Noregi, en kemur væntanlega til landsins í byrjun júlí. •íi': \. V irn ■,o ' X\ Garnið er grátt og lúið og gegnsósa flotið er að rímpa hvern bálk er búið á benslunum flestum sér. Nú einhverri annarri bæri af henni að taka við í vor held ég réttast væri að veita henni eilffan frið.“ (T.V.). Áhöfnin á Berki NK veturinn 1978, Tryggvi Vilmundarson er annar frá vinstri. íleiðinni Úlllllll Njósnarageta TÓNABÍÓ Sími31182 • „NJÓSNARINN sem elskaði mig“ þenur sig yfir hvíta tjald Tónabíós þessa dagana og eðlilega er myndin auglýst á tilheyrandi hátt. í auglýsingu bíósins segir svo: „Myndin sem sannar að enginn gerir það betur en James Bond 007“. Nokkrir kolleganna hugsuðu sitt er þeir sáu þessa auglýsingu og vildu ekki viðurkenna að þetta gæti verið rétt. Hverjir fylgjaslekki með? Á BLÖÐIN koma annað slagið hinar ótrúlegustu tilkynningar þar sem greint er frá ólíkustu málum. Að sjálfsögðu er í flestum tilfellum um hin merkustu mál að ræða, en á stundum skilja sljóir blaðamenn ekki hið minnsta í sendingunum. í vikunni sendi þingflokkur Sjálfstæðisflokksins frá sér fréttatil- kynningu þar sem m.a. segir að „þingflokkurinn muni fylgjast náið með framvindu mála, ekki sízt með tilliti til athafnaleysis ríkisstjórn- arinnar í öllum þessum vanda." Flestir fagna eflaust þessari frétt frá flokknum, en var nauðsynlegt að auglýsa það með fréttatilkynningu. Fylgist ekki allur landslýður með svefndrunga ríkisstjórnarinnar án þess að vera að segja fjölmiðlum frá því? Listaverkasalan fjármagnar ferð Hollendinganna FERÐALÖG verða sífellt dýrari og ýmis ráð eru notuð til að fjármagna þau. Á ferð um Hornafjörð á dögunum vakti ung kona athygli blaðamanns (ýmissa hluta vegna) og er hann grennslaðist fyrir um stúlku þessa fékk hann að vita, að þarna væri á ferðinni hollenskur listamaður, sem gengi í hús og seldi verk sín. í spjalli við blaðamann sagðist hún hafa ferðast um landið í nokkrar vikur og selt myndir sínar. Hún hefði séð mikið af landinu og kynnst fjölbreytileika veðurfarsins. í byrjun maí var hún t.d. á Egilsstöðum í þungum snjó. Hún hafði barið að dyrum á mörgum stöðum á landinu og boðið myndir sínar til sölu. Yfirleitt sagði hún að sér hefði verið vel tekið og sagði að sér líkaði vel við landann. í ágústmánuði hyggst hún halda sýningu á verkum sínum í Reykjavík og eiginmaður hennar sýnir einnig á sýningunni. Hornfirðingar, sem fengu þennan hollenska gest í heimsókn, létu vel af og margir töldu sig hafa gert reyfarakaup á listaverkum, en stúlkan hins vegar ekki síður ánægð með að geta fjármagnað dýrt ferðalag sitt á þennan hátt. Sigurjón og fína fólkið SVARTHÖFÐI rekur í Vísi á föstudag frammistöðu Sigurjóns Péturssonar forseta borgarráðs og kollega hans í meirihluta borgarstjórnar í samskiptum við kjósendur, þ.e. fólkið í borginni. Segir þar m.a. að Sigurjón sé einhver veizluglaðasti maður, sem setið hafi í öndvegi hjá borginni. Svo mælir Svarthöfði: „Sigurjón nýtur sín bezt er hann þykist njóta nokkurrar virðingar í fínum boðum með heldri mönnum. Ér sagt að hann sinni veizlunum ágætlega og það þarf sannarlega að gera líka. Og kannski er samskiptum við borgarbúa ágætlega fyrirkomið, þegar Birgir Isleifur sér um fólkið og Sigurjón og félagar um fína fólkið." Enginn fögnuður iMoskvuborg Á AFMÆLI Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkru barst svohljóðandi skeyti frá Davíð Oddssyni, sem þá var staddur í Moskvu ásamt fleiri borgarfulltrúum. „Hr. formaður Geir Hallgrímsson. Til hamingju með daginn. Varð ekki var við nein sérstök hátíðahöld hér í tilefni dagsins. Davíð Oddson." Ekki þarf að hafa mörg orð um að skeyti þetta vakti athygli meðal gesta í afmælishófinu, en Rússarnir hins vegar orðið undrandi og hálft í hvoru hræddir um að þeim hefði orðið á í messunni. Biskupsskrúði og fótboltabúningar KNATTSPYRNUMÖNNUM Þórs frá Akureyri brá í brún er þeir komu í flugvél frá Flugfélagi Norðurlands á Keflavíkurflugvelli að loknum leik við Reyni í Sandgerði í 2. deild laugardag fyrir viku síðan. Biskupinn yfir íslandi, séra Sigurbjörn Einarsson, var þp mættur um borð, en hann þurfti að komast norður til Raufarhafnar til að vígja þar kirkju. Þessi ferð með knattspyrnumönnunum var sú eina sem á boðstólum var, þar sem upppantað var með Flugfélaginu og því fengu Þórsarar þennan óvænta ferðafélaga. Flogið var frá Keflavík, sem leið liggur norður yfir fjöll til Akureyrar, þar fóru Þórsarar frá borði og höfðu með sér sitt hafurtask. í misgripum tóku Þórsarar skrúða biskups, en þeir héldu að í töskunni væri að finna búninga leikmanna. Ruglingurinn uppgötvað- ist fljótlega og komist varð hjá vandræðum. Það hefði þótt saga til næsta bæjar ef biskup hefði mætt til athafnarinnar í Þórsbúning og ekki síður ef einhver Þórsarinn hefði leikið hempuklæddur. En sögunni er ekki lokið enn. Þegar biskup ætlaði að fara flugleiðis frá Raufarhöfn til Akureyrar að lokinni kirkjuvígslunni kom ósk um sjúkraflug til Þórshafnar., en þar hafði lítill drengur dottið og meitt sig illa. Var vélinni snúið til Þórshafnar og drengurinn sóttur. Vafalaust hefur nærvera biskupsins haft góð áhrif á litla drenginn í fluginu til Akureyrar. Hlaðvarpanum er ekki kunnugt um að neitt óvenjulegt hafi gerst þegar biskupinn flaug með Flugfélagi íslands suður til Reykjavíkur þennan sama dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.