Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 37
J MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 37 JD ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Pólverji nokkur, Gormulka, fór af stað til að sjá hvernig almenn- ingur hefði það. Hann fór inn í veitingahús og rakst þar á mann sem pantaði sér hina dýrmætustu rétti og dýrustu veigar. Gormulka hrærðist og sagði. „Ég er afskap- lega ánægður að sjá yður. Hvernig farið þér að því að borga svona dýran kost?" „Sjáið til Gormulka. Ég er á eftirlaunum en svo á ég tvo syni í góðum efnum. Annar er lásasmið- ur en hinn er múrari." „Dásamlegt. Þér eruð talandi dæmi um blessun flokksins fyrir land okkar. Get ég ekki gert eitthvað fyrir yður. „Ó, jú þér eruð vinsamlegur. Gætuð þér ekki hjálpað mér um vegabréf til Bandaríkjanna í þrjár vikur." „En til hvers í fj...?“ „Það er svo skelfilega langt síðan ég hef hitt syni mína.“ . Ein Gyðingasagan er þannig: Englendingur, Frakki og Gyðing- ur voru handteknir í Moskvu fyrir að berjast fyrir málstað sovéskra Gyðinga. Dómarinn sagðist myndu láta þá lausa ef þeir gætu hver um sig svarað rétt einni spurningu, og spurði Englending- inn: „Hvaða ár fórst Titanic? „Árið 1912,“ var svarið. „Rétt,“ og svo spurði hann Frakkann hve margir hefðu farist með Titanic. „1692“, var svarið og aftur var það rétt. „En þú þarna Gyðingur," segir dómarinn. „Hvað hétu far- þegarnir?". Þessir liringdu . . Vorvfcur til visu um Velvakanda vorið og G.Þ. hringdi eftirfarandi vorkomuna: „Vor í lofti. Vetur flýr. Vonir bóndans glæðast. Beitargróður blómgast nýr. Blessuð lömbin fæðast." SKAK Umsjón: Margeir Pétursson í fyrstu umferð svæðamótsins í Luzern kom þessi staða upp í skák þeirra Lars Karlssonar, Svíþjóð, em hafði hvítt og átti leik, og Helmers, Noregi. 33. g4! og svartur gafst upp, því að hann getur aðeins valið á milli þess að verða mát eða tapa miklu liði. Þeir Karlsson og Helmers tefldu í B-riðli og komust báðir í úrslit ásamt þeim GrUnfeld, ísra- el, og Helga Ölafssyni. Úr A-riðl- inum komust þeir Hiibner, V-Þýzkalandi, Guðmundur Sigurjónsson, Kagan, ísrael, og Wedberg, Svíþjóð, áfram í úrslit. Ég las í Franch Time Veekly fyrir tveimur árum að þegar launagreiðslur fara fram í borg nálægt Leningrad, segðu verka- mennirnir. „Við höfum ekkert með þetta að gera því við getum hvergi fengið mat.“ Það er kannski þess vegna að Rússar hafa nógar rúbl- ur heima hjá sér. Berjast sósíal- istarnir hér fyrir þannig Sovét- íslandi? Húsmóðir Á grynnstu vöðum „Flestir að þeim gera grín og geta ei varist brosi er bæði frönsk og búlgörsk vín bjóða þeir með trosi." Svo kveður heiðursfrú ein í Vestmannaeyjum og kom mér vísa hennar í hug þegar ég var að hlusta fyrir nokkru á morgunút- varpið, með allar vangavelturnar um amerískar brennivínsblöndur. Ég fór að velta því fyrir mér hvort svona auglýsingar brytu ekki í bága við lög. Þar sem útvarpið þefur aldrei tekið til flutnings tóbaks- og áfengisauglýsingar, má ætla að málsnillingarnir þar hyggist bæta það upp því að ekki má gróði áfengisauðvaldsins í heiminum þverra þótt hann bygg- ist á ógæfu annarra. En það var nú samt annað sem kom mér til að stinga niður penna. Það var kyndugt við tal við einhvern veitingamann. Það vakti athygli manna að alls staðar í viðtalinu glytti í gróðasjónarmið- in. Aðalatriðið er sem sé að hagnast og helst ríflega á sölu vínanda og mér skilst að „ávext- ina“ af starfsemi þessa málglaða verts megi stundum sjá á Austur- velli. „Einhver verður að gera þetta,“ er viðkvæðið eins og hjá böðlinum forðum. Og alltaf skil ég betur og betur dýptina í vísubroti Steins: „Þótt borgir standi í báli og beitt sé eitri og stáli þá skiptir mestu máli að maður græði á því.“ Árni Helgason. Strandgötu 1 — Hafnarfiröi. Opiö til kl. 2.00. Hljomsveitin Hafrót og diskótek Matur framreiddur frá kl. 7. Boröapantanir í síma 52502 og 51810 Nýtt símanúmer frá og með 1. júní 84599 Húsasmiðjan, Súðavogi 3 HÖGNI HREKKVÍSI VfÐJZZUM AJ'öCsU 'AMÆCrOKZ MÓVJ&ZAAfDl WKMyV^ OKKAZ'" GLÆSILEGT ATVINNUTÆKI Benz 1113 rúta 38 manna meö Wetter húsi. Litaö gler, 5 loftlúgur, 4 miöstöövar, 9 lestir, nýjar setur og áklæði. Vökvastýri og mótor- bremsur. Upptekin vél svo og allur bíllinn. Næg atvinna. Óvenju snyrtilegur og glæsi- legur bíll. bilaka.MP íiiiíiihUTiiiiiiTi"! líiTllni miiTHiiiiMiiiilhiiniHii SKEIFAN 5 — SÍMI 86010 Tillitssemi kostar ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.