Morgunblaðið - 16.06.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979
13
Dick Higgins
Nýlega var grafík-sýning á ferð
í Gallerí Suðurgötu 7, og sýndi þar
íslensk kona. Nú er þar einnig
grafík á veggjum, og að þessu
sinni er það ungur Bandaríkja-
maður, sem í hlut á. Það er
stanslaus starfsemi í hinu gamla
húsi við Suðurgötu, og þar hefur
skapast nokkurs konar, „STOP-
OVER“ fyrir listamenn úr öllum
áttum. Þeir koma og fara, sýna
okkur verk sín og eru svo roknir út
í heim til að gera sig fræga, eins
og Jóhannes heitinn Kjarval
komst einu sinni að orði um
skólabróður sinn. Þessar heim-
sóknir eru að vísu nokkuð mis-
jafnar, en þær hafa ótvíræða
þýðingu fyrir okkur hér og koma
okkur í snertingu við það, sem
unga fólkið er að gera innan vissra
hópa bæði vestan hafs og austan.
Það er nokkuð langt í land á
stundum að ég skilji hvað gefur
sumum þessara verka gildi. En
það kemur fyrir, að maður rekur
augun í ýmislegt, sem vekur mann
af þeim landlæga dvala, sem oft á
tíðum hefur viljað draga úr hraða
tilverunnar hér við Faxaflóann.
En hvað sem hver segir, þá er
starfsemin í Suðurgötu 7 eins og
ómur úr fjarlægð, sem gefur
okkur svolítið af listaframleiðslu
heimsbyggðarinnar.
íSuður-
götu 7
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Dick Higgins sýnir grafík. Hún
er að ég held unnin í lithographíu,
en ef mér skjátlast, bið ég forláts.
Sannleikurinn er sá, að svo marg-
ar aðferðir tíðkast í myndlist
þessa stundina, að maður óar sér
við að notfæra sér það er þeir
ensku kalla „MIXED MEDIA.“
Þessi verk Higgins eru mjög
þokkaleg og ná oft myndrænum
sprettum, þar sem litamaðurinn
til dæmis setur letur inn í mynd-
flötinn ásamt beru kvenfólki, og
það er nokkur kynorka, sem virð-
ist standa að baki þessara verka.
Samt er hvergi farið svo út í þá
sálma, að kristilega hugsandi fólk
geti dæst, hneykslast á því og
kallað klám. Hér er sem sé á ferð
afar kurteis, en ekki mjög sterkur
listamaður. Hann gerir ekki verk
sín eftirminnileg og hefur raunar
ekkert nýtt til málanna að leggja.
Tækni hans virðist í lagi, og eins
og ég hef áður sagt, er þetta mjög
þokkaleg sýning, en hún stenst
ekki snúning þeirri sýningu, sem
var þarna innan veggja fyrir
aðeins nokkrum dögum.
Það hefur ætíð verið nokkuð um
það, að myndlistarmenn ferðuðust
millum landa og sýndu verk sín.
Ég held, að samt hafi þessi þáttur
farið vaxandi nú á seinustu árum,
og er það vel. Gallerí Suðurgata 7
er afar vel fallið til að taka á móti
sýningúm sem þessari. Higgins er
einnig bókagerðarmaður og las úr
verkum sínum við opnun þessarar
sýningar. Ekki veit ég, hvernig
það var, en eflaust hafa einhverjir
haft ánægju af. Þessi sýning er
með því betra, sem sýnt hefur
verið af útlendri list í Suðurgötu 7,
og getur verið, að þessi myndlist
sé betri en ég kem auga á. Hver
veit?
Valtýr Pétursson.
Sýning
Sigga flug
Sigurður Jónsson (Siggi flug),
handhafi fyrsta flugskírteinis á
Islandi og fyrrverandi áætlunar-
flugstjóri á Súlunni og
Veiðibjöllunni hans Alexanders,
lumar á ýmsu, er hann hefur
ekki verið að hampa um of. Ég
man eftir sýningu, er hann hélt
á teikningum í glugga Morgun-
blaðsins fyrir mörgum árum og
greina má vel mikla framför frá
þeim teikningum, í þeim verk-
um, er hann sýnir þessa dagana í
húsakynnum Stálhúsgagna við
Skúlagötu, nánar tiltekið No. 61.
Þegar ég var pottormur við
höfnina, man ég vel eftir flugvél-
unum, sem svifu yfir bæinn.
Siggi flug var ein af hetjum
okkar strákana, og ég gat enn
kallað fram í huga mér mynd af
honum á pokabuxum, en það var
embætistákn fluggarpa þeirra
tíma. Siggi hefur sagt frá flest-
um sínu furðulegu flugferðum í
bókinni Siggi flug. Samt helg ég,
að hann eigi ýmislegt í poka-
horninu, sem gaman er að. Hann
sagði mér til dæmis frá því,
þegar þeir á Súlunni flugu inn í
ský, og farþegarnir bönkuðu í
þilið og spurðu flugstjórann, af
hverju þeir hefðu stoppað. Þetta
er ein af mörgum gamansögum,
sem Siggi á í fórum sínum, og ég
er viss um, að hann er hafsjór af
slíkum hlutum.
Það eru milli 30 og 40 teikn-
ingar á núverandi sýningu
Sigga, og þar eru margar húsa-
myndir úr Reykjavík, sem ég
held, að sýni Sigga best sem
teiknara. Hann lærði smávegis
að draga til mynda fyrir 60
árum, og síðan var hann í tímum
hjá Marteini Guðmundssyni og
Birni Björnssyni. Þar með er
listnám Sigga flugs talið. Hann
heldur sig engan meistara, en
hefur alla tið haft mikla ánægju
af teikningu. Ef minnst er á lit
við hann, verður svarið „Nei,
takk, það ræð ég ekkert við.“
Þannig tala heilir menn, en ekki
spjátjrungar. Siggi flug er oft á
tíðum mjög lipur teiknari og
sérlega vandvirkur, ef vill til um
of. Hann mundi ekki tapa á því
að vera svolítið harðhentari með
verkfærin, það sýnir myndin af
Ólafi Thors, svo að dæmi sé
nefnt. Það eru margir fyrirmenn
á þessari sýningu, og þeir þekkj-
ast allir. Siggi nær vel svip, en
sumar þessara mynda mættu
vera sterkari í sjálfri teikning-
unni. Það er einkennandi fyrir
húsamyndir Sigga, að hann ann
sinni borg, sem aðeins hét bær,
þegar hann var á sínum sokka-
bandsárum. Það er notalegt and-
rúmsloft, sem leikur um þessi
verk, og þau eru Sigga flug til
sóma. Mér fannst mannlegur
blær yfir þessari sýningu, en
hvergi stórkostleg átök. Þetta er
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
tómstundaiðja hjá Sigga, og hún
hefur að mínu mati heppnast
svo, að hann má vel við una.
Þetta lætur ekki mikið yfir sér,
en hlutirnir skila sér samt.
Gartúlera, gamli heiðursmaður,
og endum eins og þeir segja í
Ameríku: Up, up and away!
TWA.
Valtýr Pétursson.
þar sem ríkjandi stéttir fá á
baukinn, einkum embættismenn
skrifstofukerfisins. Þegar Strind-
berg samdi Rauða herbergið var
mikið um brask í Svíþjóð, ekki síst
voru það tryggingafélög sem þóttu
heppilegur gróðavegur. Fjármála-
menn reyndu eins og oft áður að
ná völdum á sem flestum sviðum
og lögðu áherslu á hvers konar
blaðaútgáfu og að gera ritfæra
menn sér undirgefna. Spilling
blómstraði og gerir Strindberg
lítið af því að fegra menn. Valda-
stéttin er gráðug og lítilsgild,
verkamenn aular. Konum er ekki
treystandi. Þær giftast til fjár eða
stunda lauslæti sér til framdrátt-
ar. Mannlega eiginleika er þó að
finna hjá ýmsum persónum Rauða
herbergisins, en ýkjustíllinn setur
svip sinn á bókina og gerir hana á
köflum líkari skopmynd en sögu af
lifandi fólki.
Meðal þeirra sem Strindberg
finnur eitthvað ærlegt hjá er
myndhöggvarinn Olli Montanus
sem mistekst flest og drekkir sér
að lokum. Hann skilur eftir sig
blöð til vina sinna þar sem hann
skilgreinir meðal annars lista-
mannaástríðuna á þá leið að „hún
byggist framar öllu á sterkri
frelsisþrá, þrá til frelsis frá nyt-
sömu starfi“. Meðal þess sem lesa
má í blöðum Olla er umræða um
börn og fjölskyldu sem var fyrir-
ferðarmikil meðal hugsandi
manna á dögum Strindbergs og
hann tók drjúgan þátt í. Strind-
berg notar mjög þá aðferð í Rauða
herberginu að láta bréf tjá hug
sinn til samtíðarinnar. Það er til
dæmis athyglisvert sem Olli skrif-
ar um fjölskyldumál: „Ástæðan til
þess að algengara er að foreldrar
(einkum feður) hati börn sín en
elski er sú, að börnin ógna fjár-
hagslegri velferð þeirra. Til eru
foreldrar sem fara með börn sín
eins og hlutabréf, sem þeir krefj-
ast sífellt að gefi af sér arð“. Olla
stendur ógn af „óhugnanlegasta
stjórnarformi sem til er“, en það
er að hans dómi „fjölskylduein-
ræðið, sem engin bylting megnar
að breyta".
Lokakafli bókarinnar er bréf frá
Borg licentiat til Selléns lands-
lagsmálara í París. Þar er á einkar
eftirminnilegan hátt hæðst að
trúarhræsni, góðgerðarstarfsemi
og ýmsum öðrum einkennum þess
samfélags sem í augum Strind-
bergs var rotið og dauðadæmt. í
lok bréfins talar Borg um
yfirlitsskýrslu sína. Segja má að
Rauða herbergið sé eins konar
skýrsla um ástandið í Svíþjóð
fyrir um það bil hundrað árum, en
svo skemmtilega vill til að íslensk
útgáfa bókarinnar kemur einmitt
út hundrað árum eftir útkomu
hennar í heimalandinu. Þýðing
Hjartar Pálssonar er vönduð og
ber að fagna því að Rauða her-
bergið kemur út á íslensku þótt
seint sé. Okkur er það mikil
nauðsyn að merk verk séu til í
góðum þýðingum, lesenda vegna
og ekki síst vegna þróunar bók-
menntanna.
Rauða herbergið var á sínum
tíma meðal þeirra bóka sem menn
urðu að taka afstöðu til, Margt
hefur fyrnst síðan. Beittustu
broddarnir meiða engan lengur.
Fólk les þessa bók sér til skemmt-
unar. Umbótavilji höfundar er
ekki einráður. Hér eru margar
sögur af mannlegum örlögum sem
eru átakanlegur og heillandi
skáldskapur. Ég nefni sem dæmi
samband leikarans Rehnhjelms og
stúlkunnar Agnesar. Áður var
getið myndhöggvarans Olla.
Rauða herbergið er löng skáldsaga
og að dómi margra eins og skáld-
sögur eiga að vera. Hún mun ekki
hafa valdið svo litlum svima svo
að gripið sé til alkunnra skilgrein-
ingar. List höfundarins er óum-
deilanlega mikil. Þess vegna hafði
hann sín áhrif þótt ádeilan reynd-
ist stundum fremur marklítil.