Morgunblaðið - 16.06.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.06.1979, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 L HLAÐVARPINN , EINUSINNIVAR í húsi Eimskipafélags íslands eru meðal vegg- skreytinga, líkön af um- hverfi Eimskipafélags- hússins á síðustu áratug- um, allt frá 1915. Þessar veggmyndir vann Þorleif- ur heitinn Þorleifsson og eru þær í þrívídd, þ.e. hann byggir upp forgrunn og síðan millikafla, en bakgrunn málar hann eins og umhverfið býður. Þetta Gömul andlit í ný jum römmum eru ákaflegaskemmtilegar myndir og setja svip á sérstætt listaverkasafn Eimskipafélags íslands sem prýðir húsakynni þar. Þorleifur leit ekki á sig sem listamann, en verk hans eru svo listilega unn- in að þau verða aldrei kölluð annað en listaverk. Hvert smáatriði í verkum hans ber svip vandvirkni og listrænnar handlagni. tm IMfemtai Þetta er mynd af stœrstu veggskreytingunni sem er um metri á lengd. Hún er samkvæmt Því sem var árið 1925. Bílarnir eru sérstaklega búið módel og sama er að segja um húsin bannig að dýpt veggskreytingarinnar er allmikil. Þarna eru pakkhús Ásgeirs Sigurössonar og fleiri hús, en á öllu pessu svæði er nú Tollstööin eða frá horni giröingarinnar til hægri og vestur úr. Þaö er gamli Gullfoss sem kemur siglandi inn á höfnina. Þessi veggmynd sýnir afstööuna áriö 1934 og bátslíkönin í myndinni eru sam- kvæmt Þeim bátum sem pá gistu Þarna venjulega, en nú er Þarna uppfylling fyr- ir vörugeymslur Eimskips og Þar sem Verkamanna- skýliö er hægra megin á myndinni er nú uppkeyrslan upp brúna í Toll- vörugeymsluna. Húsiö til vinstri er Varöar- húsið par sem sjálf- stæöismenn komu saman á fundum. Mynd frá Hafnarstræti árið 1915, en öll húsin fjögur lengst til hægri voru Þar sem bankabyggingarnar eru nú. Fyrstu skrifstofu Eimskipafélags íslands vorú í húsinu á miðri mynd, en þá var fjörukamburinn norðan við Hafnarstrætiö. 11 « m m f£ | ií \ íi! i i l| 1! 1 ■ i.i m Þes8i veggmynd Þorleifs sýnir fyrirmyndina árið 1962, en hand- an viö Eimskipafólagshúsiö sér á Ingólfshvol sem var rifinn Þegar Landsbankinn stækkaöi viö sig. Gefið merki efhœtter við árekstri........... • í fyrstu bifreiðalögunum á íslandi, sem sett voru 1914, er að finna eftirfarandi m.a.: ökumað- ur skal gcfa merki með horni sínu í tœka tíð þegar hætt er við árekstri. Hann skal þegar í stað hætta að gefa hljóðmerki ef hest- ar hræðast eða verða óróir og ekki má hann gefa hljóðmerki um leið og bifreiðin fer fram hjá hestum á veginum. Þá scgir einnig um ökuhraða: Ökuhraðann skal ávallt tempra svo að komizt verði hjá slysum og ekki sé trufluð umferðin... I dimmu má hraðinn aldrei vera meiri en 15 km á klukkustund... Sé for á veginum skal aka svo gætilcga að ekki slettist á aðra vegfarendur. Og um bflana sjálfa segir m.a.: Bifreiðar skulu svo gerðar að þær geti farið eftir kröppum bugðum og auðvelt sé að snúa þeim. FAGUR FISKUR í S.K „Hann kemur í svona stórum flökum ” FYRIR skömmu var Hulda Emilsdóttir stödd hér á landi f heimsókn, en hún hefur búið f Texas í liðlega 15 ár. Við röbbuð- um við Huldu og fiskuðum skcmmtilega fiskisögu hjá henni. Gefum henni orðið: „Einn af Ijúfengustu réttum sem framreiddir eru í Texas er „catfish", eða kattarfiskur er orðið er þýtt á fslenzku. Þetta virðulega nafn fær fiskurinn vegna hára beggja vegna við kjaftinn og líkjast þessi hár mest veiðihárum á ketti. Kattarfiski á Texasmáta er velt upp úr hvítu grófu mafsmjöli og síðan er fiskurinn steiktur í feiti á svipaðan hátt og kleinur. Þegar gesti ber að garði, ég tala nú ekki um ef gestirnir eru útlendingar, þá er ekkert sjálf- sagðara en að kynna þeim þenn- an fína Texasrétt og til þess að gera þetta svolítið meira spenn- andi, þá segir maður gjarnan ævisögu skepnunnar í stærstu dráttum á leið til matstaðarins. Ég segi skepnunnar því kattar- fiskurinn finnst í mörgum stærð- um, allt upp í 3—4 metrar á lengd og 75 kg á þyngd. Hann er heldur ófrýnilegur ásýndum, ekki ólíkur steinbít og getur verið regluleg ótukt þegar hann er losaður af önglinum, því þá lcikur hann sér stundum að þvf að stinga fólk og er sársaukinn alveg óskaplegur. Sagt er að stungan geti jafnvel valdið dauða. Ictalurus Punctatus heitir fisk- urinn á latfnu. Ekki er nóg með að dýrið sé ljótt og leiðinlegt, heldur Hfir það f drullugum ám og borðar allt rusl sem fyrir því verður. Er alveg furðulegt að nokkrum skuli koma til hugar að borða slfka lifandi ruslatunnu, cn satt að segja þá skilar þessi aur- og leðjuæta hvftasta fiski- flaki, næstum því eins hvítu og fallegu og hin gómsæta rauð- spretta. Einn góðan veðurdag fyrir nokkru kom Ingvar bróðir minn og Ástríður kona hans í heim- sókn. Ingvar er fiski- og hafrann- sóknafræðingur og veit allt um var rætt um tcgundina og m.a. hvernig hún er ræktuð í eldis- stöðum eins og silungar og laxar, en auðvitað tókst ekki að sann- færa gestina um það að slfkur fiskur alinn upp í skftugri á gæti staðist samanburð við ýsuna eða þorskinn að ónefndri lúðunni úr hinu tæra Atlantshafi. Þegar inn á veitingastaðinn kom bauð vingjarnleg stúlka okkur gott kvöld og vfsaði okkur Hulda Emilsdóttir. til sætis. Og við pöntuðum sam- stundis kattarfisk. Á meðan beðið var eftir matn- um var talað um menn og málefni og svo barst talið að Texasfiskin- um. Ása fór að velta stærðinni fyrir sér. Ingvar fræddi með handapati um stærðina en eigin- maður minn frá Texas var ekki sammála, handamæling Ingvars var allt of stutt og varð að tvöfaldast eins og góðum Texas- búa sæmir. Ilann hafði hjálpað föður sínum að veiða marga slíka fiska í Sabine-ánni í austur Texas. í þessu kom stúlkan með fjóra diska fulla af þessum Ifka ilm- andi rétti. Fiskurinn var í smá- flökum og sagði það okkur lítið um upprunann svo mér datt í hug að útkljá málið með þvf að spyrja stúlkuna um stærð flakanna. sjóinn og hvað í honum lifir frá yfirborði til botns. Aftur á móti vissi Ingvar ekki allt um kattarfiskinn og þau hjón höfðu aldrei smakkað hann steiktan jafnvel þótt þau hefðu oft ferðast í Texas. Mér og eigin- manni mínum fannst þvf upplagt að kynna svo fiskivönum Islend- ingum þcnnan sérstaka rétt Texasbúa. Á leiðinni á vcitingastaðinn Hún var mjög ánægð með að geta orðið við bón minni, baðaði út höndunum og nú hýrnaði yfir Texasmanninum, því hún breiddi út faðminn. „Fiskurinn kemur í svona stórum flökum í kössum frá íslandi,“ sagði hún. Það varð algjör þögn við borðið. Undrun- arsvipurinn leyndi sér hvergi. Texas-kattarfiskurinn sem við vorum að bjóða upp á var nefni- lega rammfslenzkur steinbftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.