Morgunblaðið - 16.06.1979, Side 23

Morgunblaðið - 16.06.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 23 Sigurður Líndal um „árásir,, á yfirmenn farskipa: Stýrimaður í þoku FÁEINAR athugasemdir verð ég að láta frá mér fara vegna „athugasemdir" Páls Hermanns- sonar stýrimanns í Morgunblað- inu 14. júní s.l. Niðurstaða fyrri hluta greinar- innar er sú, að yfirmenn séu hinir hógværustu í kröfum sínum; stefni einungis að „sambærilegum kjörum við aðra launþega". Hér er enn einn vitnisburðurinn um, að verkföll eru öllu öðru fremur þáttur í innbyrðis átökum laun- þegahópa. Skírskotun mín til launa yfir- manna á farskipum var engin „árás“ á „farmenn", heldur einungis nærtækt dæmi um það, hvernig hinir betur settu hópar launþega misbeita verkfallsréttin- um með afleiðingum, sem allir þekkja: stórtjóni á verðmætum, launamisrétti innan verkalýðs- hreyfingarinnar og glundroða í stjórnarháttum, en allt bitnar þetta að lokum á almennum laun- þegum. Um launakjör yfirmanna upp- lýsti Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands í sjónvarpsþætti nú fyrir nokkru, að meðallaun þeirra miðað við árið 1978, en framreikn- uð til marzmánaðar 1979, væru 5—600 þúsund krónur á mánuði. Væri þá lagt til grundvallar, að Sigurður Líndal hlutaðeigandi væri 8 mánuði á sjó, en 4 mánuði í landi. Viðmælandi Þorsteins, Ingólfur Ingólfsson for- seti Farmanna- og fiskimanna- sambands ísl^nds, andmælti þessu ekki með neinum rökum. Ávallt hefur það verið tekið skýrt fram, að hér sé um meðallaun að ræða, þannig að frávik hljóta að vera hjá einstökum mönnum. Ef einhverjir eru lægra launaðir hljóta aðrir að vera hærra launað- ir. Því fleiri, sem eru með hin lægri laun, þeim mun hærra launaðir hljóta þá hinir að vera. Ekki hefur þess verið getið, að mikill mismunur sé á launakjör- um yfirmanna, en svo hlýtur að vera, ef margir þeirra eru með laun um og innan við 300 þúsund krónur á mánuði, eins og oft hefur verið gefið í skyn, t.d. á sjómanna- daginn. Yfirmenn ættu þá að marka sér launajöfnunarstefnu og reyna að leysa deiluna þannig. En Páll kýs að ræða grunnlaun af því að þau eru „það eina, sem yfirmenn eiga trygg". Slík um- ræða er fjarstæða, eins og rétti- lega er vikið að í ritstjórnargrein Þjóðviljans 14. júní, og á slíkum orðaskiptum hef ég engan áhuga — þátttaka í þeim er eins og að ■ skiptast á vindhöggum. Annars er yfirmönnum í lófa lagið að leiðrétta allar „missagn- ir“ og hrinda öllum „árásum" með því að gangast fyrir því að birt verði skrá yfir alla yfirmenn farskipaflotans 1978 og það sem af er þessu ári, þar sem hver maður væri nafngreindur og raunveruleg laun hans nákvæmlega tilgreind ásamt vinnutíma og öðru, er máli skiptir um mat á launakjörum. Slík greinargerð ein getur orðið viðunandi umræðugrundvöllur. Páll reynir að gera sem minnst úr áhrifum verkfallsins. Ósagt skal látið, hvort um er að ræða kokhreysti eða blindu, en um þetta er þarflaust að fjölyrða. Þeir, sem sjá það ekki nú, munu áður en varir áþreifanlega finna fyrir því. Yfirmenn eru ekki í stríði við aðra launþega, heldur útgerðirn- ar, segir hann. Er helzt svo að skilja, að það sé göfugt markmið að klekkja á innlendum skipa- félögum (kannski knésetja þau), þannig að flutningar til landsins komist í hendur erlendra fyrir- tækja eins og var á áþjánaröldum íslandsbyggðar. Erlend skipafélög bjóða víst miklu betri kjör og yfirmenn hafa látið að því liggja, að þeim sé betra að þjóna, svo að hér er allt í fullu samræmi hvað við annað. Annað mál er svo hitt, að engin nýmæli eru, þótt stríðsherrar lýsi því yfir, að þeir eigi ekkert sökótt við óbreytta borgara. En gereydd- ar sveitir og borgir sýna, að nútíma hernaðaraðgerðir ganga jafnt yfir réttláta sem rangláta, hvað sem öllum yfirlýsingum líð- ur. Og svo fer einnig um hið heilaga stríð yfirmanna gegn út- gerðunum. Endanlega bitnar það á allri þjóðinni, og þá ekki sízt launamönnum. Því veldur meðal annars verkaskipting í nútíma þjóðfélagi, sem hefur greiðar sam- göngur og snurðulaus viðskipti að forsendu. Verkfallsstjórarnir eru eins og stríðsherrarnir: þeir ætla seint að gera sér grein fyrir raunveruleg- um afleiðingum gerða sinna. Sigurður Líndal. Húsmæðraorlof EINS og að undanförnu verður Húsmæðraorlof Kópavogs að Laugarvatni. Dvalið verður í Héraðsskólanum dagana 9.—15. júlí n.k. Þetta er fjórða árið sem húsmæðurnar njóta hvíldar á Laugarvatni. Orlofs- nefnd húsmæðra í Kópavogi skipa: Katrin Oddsdóttir, Guðný Berndsen og Helga Ámundadóttir. Seldií Bretlandi SIGURBERGUR GK seldi 33,5 tonn af fiski í Fleetwood í gær og fékk fyrir aflann 6,5 milljónir króna. Meðalverðið er 197 krónur, sem er léleg sala. Bjarni Herjólfsson seldi í fyrradag 125 tonn af fiski í Bretlandi og fékk'fyrir aflann 48,4 milljónir króna. Meðalverð var 388 krónur fyrir kílóið. Hörðurbyrjað- ur hjá Eimskip HÖRÐUR Sigurgestsson verðandi forstjóri Eimskipa- félags íslands tók í gær til starfa hjá félaginu. Mun Hörður starfa með Óttarri Möller fram til 1. ágúst n.k. er hann tekur formlega við forstjórastarfinu hjá fyrir- tækinu. Bræðraminning: Sigurður Ola — Árn i Óla SIGURÐUR ÓLA. Fæddur 25. ágúst 1900 Dáinn 6. júní 1979 I dag verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Sigurður ðlason frá Þrúðvangi í Vestmannaeyjum. Sigurður var fæddur að Syðri-Bakka í Keldu- hverfi, þann 25. ágúst árið 1900, og var hann yngstur sex systkina, sem öll eru nú látin. Foreldrar Sigurðar voru þau hjónin Hólmfríður Þórarinsdóttir og Óli Jón Kristjánsson. í nóvember árið 1920 fluttist hann til Vestmannaeyja og hóf verslunarstörf hjá Helga Bene- diktssyni, síðan vann hann skrifstofustörf hjá Bjarma og var síðar forstjóri fyrir Netagerð Vestmannaeyja í fjölda ára, einn- ig var hann forstjóri fyrir Stakk h.f og Fisksölusamlaginu. Sigurður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Ragnheiði Jóns- dóttur frá Brautarholti þann 20. júlí 1935, og eignuðust þau saman þrjú börn, en elsta barnið misstu þau ungt að árum. Þá gerðist hann stjúpfaðir tveggja drengja, er Ragnheiður átti.frá fyrra hjóna- bandi. Einnig er alin upp á heimili þeirra hjóna elsta dótturdóttir Sigurðar og reyndist hann henni og stjúpsonum sínum ávallt sem sínum eigin börnum, hinn besti faðir. Þegar minnst skal í fáum orðum manns eins og föður okkar er erfitt að gera upp við sig á hvað skal minnast og hverju skal sleppt, svo margir kostir prýddu hann. Góðsemi og gjafmildi var honum ríkulega í blóð borin. Veraldlegur auður skipti hann harla litlu máli og gat hann alltaf látið eitthvað af hendi rakna ef það gat orðið öðrum til góðs. Hann hafði mjög fallega rithönd og var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, öllu skilaði hann frá sér af samviskusemi og snyrti- mennsku. Hann var afar bók- hneigður maður, og þekkti hann bækur sínar vel og þannig að hann gat flett upp í þeim samstundis, og vissi hann alltaf í hvaða bók og hvar í bókinni var að finna það sem leitað var að. Hann var og hagmæltur og vel ritfær, þótt hann vegna hlédrægni sinnar héldi því ekki á lofti. Við kveðjum þig elsku j»abbi í dag ásamt bróður þínum Árna og óskum ykkur góðrar ferðar yfir móðuna miklu, er þið gangið nú saman á Guðs fund. Farðu í friði, friður Guðs þig leiði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hólmfríður og Gerður Sigurðardætur. fædd 1962, Hólmfríður Soff.a, fædd 1964, Hólmgrímur, fæddur 1966, og Helga Dóra, fædd 1970. Lögregluþjónsstarfið gerði Helgi að ævistarfi sínu er hann var liðlega tvítugur, og gegndi því starfi nær samfleytt, en við vinnu ÁRNI ÓLA. Fæddur 2. desember 1888 Dáinn 5. júní 1979 Árni Óla lést á Borgarspítalan- um í Reykjavík þann 5. júní s.l. eftir stutta sjúkrahússvist. Hann var jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 12. júní. Árni var fæddur að Víkinga- vatni í Kelduhverfi 2. desember árið 1888, og var hann elstur 6 systkina, sem öll eru nú látin. sína í löggæzlunni lézt hann. Þrátt fyrir að hann ynni því starfi vel og dyggilega átti sjórinn alltaf eilítið í hjarta hans og stundaði hann sjómennsku þegar færi gafst. Á heimili Helga og Halldóru systur minnar dvaldi ég sem barn og unglingur. Oft ríkti þar mikil glaðværð eins og geta má nærri í svo stórum barnahópi og minnist ég þeirra daga með söknuði. Heimili þeirra stóð ekki aðeins mér opið, heldur og öllum þeim, er til Húsavíkur komu. Oft hefur verið þröngt í búi hjá þeim eins og nærri má geta í svo barnmargri fjölskyldu en allir voru ætíð vel- komnir á nóttu sem degi. Slík var gestrisni þeirra. Helgi er farinn frá okkur og vissulega söknum við hans, en minningarnar tekur enginn frá okkur og þeirra munum við ætíð minnast. Systur minni og börnum þeirrá sendi ég mínar beztu kveðjur og bið þeim sem og öllum ástvinum blessunar í sorg þeirra. &elma Dóra Þorsteinsdóttir. Foreldrar hans voru hjónin Hólmfríður Þórarinsdóttir frá Grásíðu í Kelduhverfi og Óli Jón Kristjansson frá Víkingavatni í sömu sveit. Árni fluttist til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður við Morgun- blaðið, en árið 1926 gerðist hann blaðamaður við sama blað. Var hann ritstjóri Lesbókar Morgun- blaðsins og vann það starf af mikilli snilld og nákvæmni. Árni skrifaði fjölda bóka, sem mjög eru fróðlegar og skemmtileg- ar. Árni var hógvær og lítillátur maður, sóttist aldrei eftir auðsæld og var gæddur miklu jafnaðargeði, en hafði þó létta lund. Hann var góður maður og hafði mikla persónu að bera, og leið okkur ávallt vel í návist hans. Árni var tvíkvæntur. Fyrri konu sína Maríu Pálsdóttur missti hann í júní 1940. Með henni eignaðist hann tvö börn,sem bæði eru á lífi. Seinni kona Árna var María Guðmundsdóttir og andaðist hún fyrir nokkrum árum. Það var skammt á milli þeirra bræðra, Árna, er andaðist að kvöldi 5. júní og Sigurðar, er andaðist rétt sólarhring síðar þann 6. júní. Það var ávallt hlýtt á millli þeirra bræðra og viljum við biðja algóðan Guð að leiða þá og vernda, er þeir nú saman leggja í hinstu ferðina. Við vottum börnum Árna, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúð. Ilólmfríður og Gerður Sigurðardætur. Minning: Helgi Sigurður Páls- son lögregluþjónn Trywíur vinur, trúr (ntaríi traust og von hins sjúka manns í strífti varstu drcntturinn djarfi mcð drcngskap gœttir sannleikans. AðalsmaAur innra varstu aðalsmannsins svipinn barstu. Guðm. Bjðrnsson. Fæddur 13. febrúar 1934. Dáinn 27. maí 1979. Mágur minn Helgi Sigurður Pálsson var fæddur 13. febrúar 1934 að Svalbarðseyri, sonur hjón- anna Sófusar Páls Helgasonar og Ingibjargar Sigurrósar Sigurðar- dóttur. Ungur fluttist Helgi með foreldrum sínum til Raufarhafnar og héldu þau hjónin þar heimili þar til fyrir tæpum sjö árum að Ingibjörg Sigurrós lézt. Helgi var elztur níu systkina og lætur því nærri hvort hann hafi ekki þurft að vinna hörðum hönd- um en það var einmitt það sem einkenndi hann alla tíð, vinnu- gleðin, vinnuharkan og ósérhlífn- in. Helgi kvæntist systur minni, Halldóru Hólmgrímsdóttur, 25. desember 1956. Fyrstu búskapar- árin sín bjuggu þau á Raufarhöfn, en fluttust síðan til Húsavíkur og bjuggu þar æ síðan. Þau eignuðust sjö börn og eru sex þeirra enn í föðurhúsum. Einungis elzta dóttir þeirra, Ingi- björg Sigurrós, fædd 1957, er gift og búsett í Hafnarfirði. Eiginmað- ur hennar er Atli Baldvin Unn- steinsson, flugmaður. Hin börnin eru: Sófus Páll, fæddur 1958, Svanhvít, fædd 1960, Elfa Huld,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.