Morgunblaðið - 16.06.1979, Side 29

Morgunblaðið - 16.06.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNI1979 29 + Frogs Sprouts Clogs And Krauts + Rumour (Stiff/Steinar) 1979 Stjörnugjöf í lytjcndur: Brinslcy Schwarz: gítar og söngur / Martin Bclmont: gítar og söngur / Stcvc Goulding: trommur og söngur / Andrew Bodnar: bassagítar / Bob Andrcws: hljómborð og söngur / Dick Hanson: trompct. STJÓKN UPPTÖKU: RUMOUR & ROGER BECHIRIAN Rumour er hljómsveit sem var stofnuo upp úr pub/rokk hljómsveitinni Brinsley Schwarz, af Schwarz sjálfum og Bob Andrews auk Steve Goulding, Andrew Bodnar og Martin Belmont. Þeir gengu strax til liðs við söngvarann Graham Parker og leika á fullu með honum enn í dag, en gefa þess á milli út plötur á eigin spýtur og er „Frogs, Sprouts, Clogs and Krauts" önnur í röðinni. Tónlistin er ekki „Rythm & Blues“ tónlistin sem þeir leika með Parker, heldur nýja-(gamla)poppið eins og Elvis Costello og Nick Lowe gera það. Reyndar byrjuðu Brinsley Schwarz og Lowe á þessari tónlist á meðan þeir léku undir nafni Brinsleys. Poppiö er létt, eðlilegar raddbeitingar, mikið um tví- og þrísöng. Þeir sækja líka ýmislegt til Band, Beatles og jafnvel Eagles, þó þeir myndu tæplega viðurkenna það sjálfir. Schwarz, Andrews og Bodnar eru allir liðtækir lagasmiðir og eiga meginhluta efnisins á plötunni. í dómum erlendis eru plötur poppara oft metnar miðað við hve mörg lög hægt væri að gefa út á litla plötu. A þessari plötu eru allavega fimm lög sem gætu náð vinsældum (af ellefu) og jafnvel fleiri. Þessi lög eru „Frozen Years“, „Emotional Traffic", „We Believe In You“, „One Good Night" og „Euro“. ________ Þursabit og Disco Frisco komnar út TVÆR merkilegar hljómplötur komu út í síðustu viku, Þursabit frá Hinum íslenska Þursaflokki og Disco Frisco frá Ljósunum í bænum. Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt hefur mikil kynning á þessum plötum þegar farið fram í öllum dagblöðum, en þessar hljómsveitir héldu hljómleika í Laugardalshöllinni á þriðjudag- inn var. „Þursabit" er önnur plata Þursanna en hin fyrri kom út síðastliðinn vetur. Sú breyting hefur orðið að Karl J. Sighvatsson, hljómborðs- leikari kemur inn í myndina á þessari plötu og á þar mikinn þátt. Aðrir sem leika eru Asgeir Óskarsson (trommur), Egill Ólafsson (söngur og hljómborð), Tómas Tómasson (bassagítar og hljómborð) og Þórður Arnason (gítar), en þeir syngja allir bakraddir líka. Auk þeirra er Rúnar Vilbergsson fagottleikari. Jónas R. Jónsson sá um upptökuna í Hljóðrita, sem fór fram í vor, en Fálkinn er>útgefandi. „Disco Frisco" er líka önnur plata frá Ljósunum í bænum, og er ekki heldur liðið ár frá síðustu plötu þeirra. All mikil uppstokkun hefur orðið á hljómsveitinni frá fyrri plötu og er aðeins Stefán Stefánsson (saxófón m.m.), Ellen Kristjánsdóttir (söngur) og Gunnar Hrafnsson (bassagítar) eftir af fyrri plötunni, en auk þeirra eru þrír ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar, Eyþór Gunnarsson (hljómborð), Gunnlaugur Briem (trommur) og Friðrik Karlsson (gítar). Upptökur á plötunni fóru fram í vor, á svipuðum tíma og á plötu Þursanna, undir leiðsögn Gunnars Þórðarsonar, sem sá um hljóðblöndun sem fór fram í London. Þess má geta að Gunnar kemur ekki við sögu að neinu leyti en þetta er fyrsta verkefnið þar sem hann sem upptökustjóri er beinn leiðbeinandi fyrir aðra. Upptökumenn voru þeir Tony Cook og Baldur Már Arngríms- son. Pétur Halldórsson sá um gerð plötuumslagsins, eins og fleiri umslaga frá Steinum hf., sem gefa plötuna út, en hann er víst sonur Halldórs heitins Péturssonar, svo ekki á hann langt að sækja snilldina. jjj^ Ragnar Árnason, hagfræðingur: Blekkingavefur áróðursmanns Þann 15. maí sl. ritar Hannes Gissurarson grein í Morgunblaðið, sem hann nefnir „Alþýðubanda- lagið og markaðsbúskapinn". Til- efni greinar Hannesar er grein Þrastar Ólafssonar, sem birt var í Morgunblaðinu 7. apríl sl. Þar varaði Þröstur m.a. við þeim oftrúnaði á markaðskerfið, sem upp á síðkastið hefur orðið æ meira áberandi í skrifum svo- nefndra „frjálshyggjumanna", ekki síst Hannesar sjálfs, um hagræn efni. Telur Hannes, að þar sem Þröstur hafi ekki lagt trúnað á fullyrðingar tveggja mið- evrópskra hagfræðinga frá fyrri hluta þessarar aldar, hafi hann ekki fylgst nægilega vel með nýj- ungum í hagfræði eða tímanum, eins og Hannes orðar það. Óþarft ætti að vera að eyða orðum á þessa undarlegu kenningu. Með tilliti til þess, að nú stendur yfir síðasta ár áttunda áratugar aldar- innar og hinna öru framfara hagfræðinnar undanfarin aldar- fjórðung, mun það flestum ljóst, að kenning Hannesar fellur fyrir eigin gagnrýni. Raunar er grein Hannesar að- eins að takmörkuðu leyti svar við gagnrýni Þrastar. Meginefni hennar er framhald þeirrar lof- gjörðar um markaðshagkerfið, sem Hannes hefur miskunarlaust látið dynja á landslýð af síðum Morgunblaðsins undanfarin miss- eri. I stað þess að blanda mér frekar inn í deilur þeirra Hannes- ar og Þrastar huggst ég nú gera þetta meginatriði í skrifum Hannesar að umræðuefni. Eg mun hafa þann hátt á að fjalla sérstak- lega um nefnda grein Hannesar frá 15. maí sl., en lesandinn er beðinn að hafa það hugfast, að önnur skrif Hannesar um svipuð efni eru í flestu sama markinu brenndar, og gagnrýni mín á ekki síður við um þau. Venja er, þegar fjallað er um málflutning, sem gerir kröfu til þess að vera tekinn alvarlega, að gera greinarmun á röksemda- færslu höfundar annars vegar og „staðreyndum“ hans eða því, sem hann telur staðreyndir, hins veg- ar. Sé hvort tveggja í bærilegu lagi er unnt að taka málflutning- inn til frekari skoðunar. Bæði röksemdafærsla og „staðreyndir“ Hannesar eru hins vegar svo meingallaðar að ótækt er, svo að ekki sé meira sagt. Röksemdafærsla Hannesar í umræddri grein er sú sama og hann hefur gjarnan beitt í fyrri skrifum sínum um yfirburði markaðshagkerfisins. Gangur hennar er, sem hér segir: Fyrst stillir Hannes þeim upp hvorum andspænis öðrum; fræðilegum átrúnaðargoðum sínum á sviði hagfræðinnar, venjulega einhverj- um íhaldssömum hagfræðingum af austurríska skólanum, og full- trúa „samhyggjumanna", ein- hverjum hagfræðingi, sem Hannes telur sig geta flokkað sem samhyggjusinna. Gerir Hannes síðan sem mest úr fræðilegu ágæti samhyggjumannsins miðað við aðra úr þeim hópi. Hins vegar lætur hann ógert að finna þessum dómum sínum stað, enda mikið í húfi. Málefnalegur ósigur sam- hyggjumannsins og þar með sam- hyggjunnar er í vændum. Nú hefjast átökin. Teflir Hannes hin- um andstæðu skoðunum fram hverri gegn annarri og tekur sjálfur að sér að túlka málstað deiluaðila — að sjálfsögðu án tilvitnana. Og, viti menn, málstað- ur samhyggjumanna reynist undantekningarlaust léttvægur í höndum Hannesar. Stundum, eins og í greininni 15. maí sl., fer meira að segja svo vel, að hinn villuráf- andi samhyggjumaður iðrast að lokum og viðurkennir, að hann sé eftir allt saman einlægur mark- aðssinni. Enda þótt þessi aðferð sé að vísu góð og gild í þeim lýsingum á átökum góðs og ills, sem oft er að finna í bandarískum sakamála- myndum, er erfitt að taka hana alvarlega í fræðilegri umræðu. Astæðan er ekki einvörðungu sú, að sögumaður hafi allt of frjálsar hendur um val aðalpersóna og túlkun skoðana, sem Hannes not- ar sér svo sannarlega til hins ýtrasta og vel það. Meginástæðan er sú, að það eru einfaldlega engin rök fyrir málstað, þó að einhverjir nafnkenndir deiluaðilar hafi, á öðrum stað og tíma, komist að þeirri niðurstöðu, að hann væri réttur. Röksemdafærsla og mann- virðingar eru tvennt ólíkt, eins og Hannes ætti að hafa lært af löngum og torsóttum námsferli sínum í Heimspekideild Háskóla íslands. Ragnar Árnason í umræddri grein Hannesar hljóta austurrísku hagfræðing- arnir von Mises og F. Hayek hlutverk hinna glöggskyggnu frjálshyggjupostula. Vegna auglýsingastarfsemi Hannesar fyrir hans hönd mun Hayek vera iesendum Morgunblaðsins vel kunnur. Von Mises var ekki síður rótfastur markaðssinni en Hayek. Eftirfarandi skoðun hans á sam- eignarkerfinu lýsir vel lunderni hans: „í sameignarkerfi getur engin efnahagsstarfsemi í venju- legum skilningi þess orðs átt sér stað.“ [Von Mises; „Socialism. An Economic and Sociological Analysis", 1951 bls. 119 (Þýð. R.Á.)]. O. Lange fær hlutverk hins villuráfandi samhyggjusinna. Utnefnir Hannes Lange, sem mér vitanlega hefur aldrei verið talinn í hópi helstu hagfræðinga þessar- ar aldar, umsvifalaust fremsta hagfræðing samhyggjumanna. Fákunnátta eða óskammfeilni Hannesar er slík, að hann snið- gengur með öllu samtíðarmenn Langes á borð við A. Lerner og P. Sweezy svo að ekki sé minnst á síðari tíma menn eins og T. Koop- mans, N. Kaldor og A. Kolomogrov. Ekki bætir það málflutning Hannesar, að hann finnur sig -HannesiHL Gissurar- synisvarað knúinn til að fara rangt með afstöðu Langes í öllum meginatr- iðum. Til að mynda fullyrðir Hannes, að Lange hafi talið „að verðið mætti nota í sameignar- kerfi, því að það gæti orðið til við samkeppni framleiðendanna“. Lange sjálfur tekur það hins vegar skýrt og greinilega fram, þegar hann lýsir kerfi sínu í því sama skrifi og Hannes þykist hafa ummæli hans frá, að „Áætlanadeildin verði að ákveða verð (framleiðsluvara) og sjá til þess að framleiðslustjórar taki fullt tillit tii þeirra“ [Lange; „On the Economic Theory of Socialism", Rev. of Ec. Stud. 1936, bls. 64 (Þýð. og innsk. R.Á)]. Hannes fullyrðir ennfremur, að skv. kerfi Langes “kepptu fyrir- tækin hvert við annað að sem mestum gróða“. Þessi fullyrðing er einnig ósönn. í þeim skrifum Langes sem Hannes þykist hafa þessar upplýsingar frá tekur Lange hið gagnstæða fram æ ofan i æ. Orðrétt segir Lange, er hann lýsir kerfi sínu. „Ákvarðanir framleiðslustjóranna stjórnast ekki lengur af hámörkun hagnaðar“. [Lange; ibid bls. 61 (þýð. R.Á.)] Full ástæða er til þess að undir- strika það, að þessi ósannindi eru ekkert smáatriði í málflutningi Hannesar, þau gegna þvert á móti lykilhlutverki í þeirri grundvallar- niðurstöðu Hannesar, að málstað- ur Langes, samhyggjan, hafi látið í minni pokann fyrir gagnrýni markaðssinna. Það er með þeirra hjálp, sem Hannes kemst að þeirri athyglisverðu þversögn í eigin málflutningi, að „fremsti hag- fræðingur samhyggjumanna" hafi í raun verið „markaðssinni". Er ekki laust við það, að sá grunur læðist að lesanda þessarar fullyrð- ingar, að samhyggjusinnaðir hag- fræðingar séu, eftir allt saman, ekki til að áliti Hannesar. Rangfærslur á borð við þær, sem lýst hefur verið, eru síður en svo einsdæmi í skrifum Hannesar. Þær eru þvert á móti dæmigerðar um vinnubrögð hans yfirleitt. Væri hægðarleikur að tína til margar hliðstæður í greininni frá 15. maí og öðrum slíkum. Það verk myndi þó vafalaust ofbjóða lang- lundargeði lesenda og verða því ofangreind dæmi látin nægja að sinni. Það ætti nú að vera orðið öllum ljóst, að ekki stendur steinn yfir steini i grein Hannesar. Aðferð hans er rökleysa, mikilvægustu „staðreyndir" hans uppspuni og hann kemst meira að segja í mótsögn við sjálfan sig. Er hægt að taka mark á slíkum málflutn- ingi? Harma'ber, að Hannes skuli fara slíkum höndum um þetta mikilvæga hagræna viðfangsefni. Þorri hagfræðinga, beggja vegna járntjalds, eru því sammála, að markaðurinn og markaðsöflin hafi ákaflega mikilsverðu hlutverki að gegna í vel hönnuðu hagkerfi. Helst er um það deilt, hversu vitt svigrúm markaðsöflin ættu að hafa í slíku hagkerfi, enda þótt ljóst sé, að það er breytilegt eftir landsháttum og því þróunarstigi, sem viðkomandi hagkerfi eru á. Á þeim fjórum áratugum, sem liðnir eru, síðan fræðilegum deilum um markaðshagkerfið lauk að áliti Hannesar, hefur mikið hagfræði- legt starf verið unnið á þessu sviði. Ber þar hæst rannsóknir stærðfræðilegra hagfræðinga, sem sumir hverjir hafa reyndar hlotið Nóbelsverðlaun ekki síður en Hayek en fyrir nýrra starf. Mín túlkun er sú, og ég er þess fullviss, að hún yrði staðfest af öðrum hagfræðingum, kunnugum á þessu sviði, að þessar rannsóknir hafi sýnt fram á það, að þau svið, þar sem markaðshagkerfið bregst, eru bæði fleiri og miklu víðtækari en talið var á fyrri hluta þessarar aldar. Hvað sem öðru líður skiptir miklu fyrir skynsamlega hag- stjórn og þar með hagsæld lands- manna, að um þetta viðfangsefni sé fjallað á hlutlægan hátt. Skrif Hannesar um þetta efni þjóna því hlutverki að slá ryki ómerkilegra blekkinga í augu lesenda. Þau eru því áróður en ekki hlutlæg um- ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.