Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979
t Móöir mín og amma ASTHILDUR SÆMUNDSDÓTTIR, frá Gufuskálum, andaöist á Landakotsspítala 15. júní. Jaröarför auglýst síöar. Elínborg Þóróardóttir, Lárus Ágústsson.
t Móöir okkar DAGMAR FRIÐRIKSDÓTTIR Hjallabraut 3, Hafnarfirði, lést í Vífilsstaöaspítala 11. júní. Jaröarförin veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. júní kl. 15.00. Ingvi Guðmundsson, Björgvin Guómundsson, Friðbjörn Guómundsson, Rakel Guómundsdóttir, Kristvín Guðmundsson.
t UNA ÞORSTEINSDÓTTIR sem andaöist hinn 7. júní veröur jarösungin mánudaginn 18. júní kl. 3 frá Fossvogskirkju. Aðstandendur.
+ Útför foreldra okkar og tengdaforeldra, GUÐRUNAR ÓLAFSDÓTTUR og FRÍMANNS ÞÓRÐARSONAR, Selvogsgötu 18, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi, mánudaginn 18. júní kl. 1.30. Gróa Frímannsdóttir, Ólafur Frímannsson, Kristín Siguröardóttir, Elín Frímannsdóttir, Kristján Kristjánsson, Guöjón Frímannsson, Kristín Jónsdóttir, Svana Frímannsdóttir, Sigurvin Snæbjörnsson, Einar Frímannsson.
+ Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móöur minnar, ömmu okkar og systur STEFANÍU JÓNSDÓTTUR frá Dalvík. Örn Baldvinsson börn og systkini.
+ Þökkum af alhug auðsýnda samúö við andlát og jaröarför, SÍMONAR SÍMONARSONAR, Austurbrún 6. Guömundína Friöriksdóttir, Björgvin Símonarson og aðrir vandamenn.
+ Innilegar þakkir fyrir vinarhug og hlýju til okkar, vegna fráfalls eiginmanns míns, fööur okkar og sonar, GUNNARS ODDSTEINSSONAR. Erna Einarsdóttir og börn Oddsteínn Gíslason.
+ Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, HELGU HELGADÓTTUR. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarfólki Sjúkradeild 3. hæö Grensásdeildar fyrir frábæra umönnun meöan hún dvaldi þar. Guöný Magnúsdóttír, Jón E. Magnússon, Valgeröur H. Magnúsdóttir, Guórún Magnúsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Jakob Einarsson
— Minningarorð
Um nokkurt skeið hefur minn
tryggi og góði vinur, Jakob Ein-
arsson húsgagnabólstari, sem nú
er til moldar borinn, átt við mikla
vanheilsu að stríða. Jakob fæddist
á Finnastöðum í Axarfirði 1894 og
voru foreldrar hans Einar Þor-
valdsson og Sólveig Jónsdóttir.
Örlögin höguðu því á þann veg að
Jakob ólst upp hjá fósturforeldr-
um, þeim Jónasi Jónssyni, er dó
meðan Jakob var enn barn að
aldri og Hólmfríði Einarsdóttur
frá Ystuvík á Svalbarðsströnd.
Þau hjón áttu mörg börn, en tvö
þeirra, þau Margrét og Jóhannes,
áttu ásamt Hólmfríði, eftir að
verða fósturbróður sínum til mik-
illar hjálpar síðar á lífsleiðinni.
Mikill og gagnkvæmur kærleikur
tókst á milli fóstursonarins unga
og fósturmóðurinnar og reyndist
Hólmfríður drengnum hin ástrík-
asta móðir meðan hún lifði. Um
fermingaraldur fór Jakob til sjós
og var bæði á hákarla- og fiski-
skipum. I baráttunni við hin
óblíðu nattúruöfl stæltist dreng-
urinn að andlegu og líkamlegu
atgerfi. Sautján ára var Jakob í
Laufási og það var mikil stund í
lífi hans þegar hann fékk að fara
til Akureyrar. Þar hitti hann
fósturbróður sinn, Jóhannes, sem
vissi að Jakob var góðum íþróttum
búinn. Hvatti hann fósturbróður
sinn til þess að taka þátt í 17. júní
hátíðarhöldum, sem þá voru hald-
in í bænum, en eins og víða tíðkast
enn í dag þreyta ungmenni kapp-
leiki á hátíðarhöldum sem þess-
um. I fyrstu var Jakob tregur til,
en lét þó til leiðast. Er skemmst
frá því að segja að hann vann til
tvennra verðlauna, voru það tvær
myndir af Jóni Sigurðssyni, en á
aðra var ritað: „Fyrstu verðlaun
fyrir langstökk" og hina: „Fyrstu
verðlaun fyrir hlaup". Þegar kom
að því að keppt skyldi í hástökki
spurði einhver Jakob að því hvað
hann gæti stokkið hátt: „Svona
hæð mína,“ svaraði hann hógvær.
Það fékkst enginn til að keppa á
móti honum.
Um þetta og margt fleira vissi
ég ekki fyrr en minn góði vinur og
félagi var allur, því Jakob var
manna ólíklegastur til þess að tala
um sjálfan sig. En það hefi ég
fyrir satt að fimmtugur stökk
hann jafnfætis upp á eldhúsborð
og hann var ekki að guma þegar
hann sagðist stökkva hæð sína.
Jakob var prýðisgóður hagyrðing-
ur þótt hann færi ekki hátt með
það og hann bar gott skynbragð á
góðan kveðskap. Jakob var einn af
stofnendum Vélstjórafélags Akur-
eyrar svo og Karlakórs Akureyrar,
enda söngmaður góður.
Árið 1922 giftist Jakob eftirlif-
andi konu sinni, Þórunni Elísa-
t
Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför móöur okkar,
ÞORUNNAR J. BRYNJÓLFSDÓTTUR,
frá Slóttu,
Hrannargötu 10, ísafiröi.
Þorvaldína Jónasdóttir,
Fanney Jónasdóttir,
Margrét Jónasdóttir,
Kristján Jónasson,
Brynhildur Jónasdóttir
og aörir vandamenn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu samúö og hlýhug viö
andlát og útför,
DÝRFINNU GUNNARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir viljum viö færa Slysavarnadeildinni „Eykyndli" í
Vestmannaeyjum, fyrir sinn þátt í aö heiðra minningu hinnar látnu.
Hrefna Sígmundsdóttír, Karl Guömundsson,
Páll, Guömundur Dýri, Sigrún Sif.
Guörún Gunnarsdóttir, Guöjón Jónsson,
Katrín Gunnarsdóttir, Arthur Aanes,
Andrés Gunnarsson, Aöalheiöur Magnúsdóttir,
Auðbjörg Guölaugsdóttir.
betu Sveinsdóttur frá Þingeyrum
við Dýrafjörð. Á því sama ári
bjargaðist hann ásamt þrem fé-
lögum sínum, af þilskipinu Tal-
isman, eftir miklar mannraunir.
Þessi hörmulegi atburður hefur
verið skráður m.a. í Öldinni okkar,
svo ég mun ekki rifja hann upp
frekar hér, en Jakob og félagar
hans þrír þóttu sýna fádæma
hreysti, er þeir brutust til byggða
í aftakaveðri gegn stórhríðar-
stormi.
Heilt ár eftir þennan atburð var
Jakob rúmliggjandi og þungt
haldinn af liðagigt. En með alúð
og óeigingjarnri fornfýsi konu
sinnar og þess æðruleysis, sem
ávallt prýddi Jakob, náði hann
heilsu á ný þótt aldrei yrði hann
jafn góður. Þau hjón eiga þrjú
börn og eitt fósturbarn. Yngvi
Brynjar er rannsóknarlögreglu-
maður á Keflavíkurflugvelli, hann
er búsettur í Keflavík, hans kona
er Ragnheiður Elín Jónsdóttir.
Sveinn Hermann, húsasmíða-
meistari er búsettur í Ytri-
Njarðvík, hans kona er Gréta
Jónsdpttir. Hólmfríður Sigurrós
er gift Þorsteini Jónssyni fram-
kvæmdastjóra og búa þau í
Reykjavík. Þórdís Jónína Bald-
vinsdóttir er gift Einari Kjart-
anssyni fyrrverandi skipstjóra og
eru þau búsett á Akranesi.
Þau Þórunn og Jakob voru að
vonum stolt yfir stórum hópi
barna og barnabarna, tuttugu og
tveim talsins, og þær voru margar
gleðistundirnar þegar öll fjöl-
skyldan var saman komin á góðri
stundu. Þá heyrði maður oft talað
um elsku afa og ömmu, eða
langafa og langömmu, enda ljúf-
mennska þeirra hjóna vel til þess
fallin að laða fram það besta í
hverri sál.
Jakob missti allt sitt í sjóslys-
inu og lá rúmfastur, sem fyrr
segir, sitt fyrsta hjúskaparár. Þá
voru engar Álmannatryggingar til
þess að bæta tjónið, þau hjonin
urðu að bera skaðann og byrja
búskapinn með tvær hendur tóm-
ar. Þegar Jakob komst síðar á
fætur á ný, fluttust þau til Akur-
eyrar. Þar byrjaði hann að vinna
að iðngrein sinni, húsgagnabólstr-
un, í félagi við Friðrik Kristjáns-
son, en kaupir síðar hluta Friðriks
og byrjar með eigið verkstæði.
Lítill var lagerinn í fyrstu, en með
dugnaði og eljusemi vex fyrirtæk-
ið, Jakob tekur til sín lærling, Jón
Hall Sigurbjörnsson og gerir hann
síðar að meðeiganda sínum, þegar
hann er fullnuma. Annan lærling
hafði hann einnig og hét sá Karl
Einarsson. Jakob var um tíma í
iðnráði Akureyrar. Þess má geta
hér til gamans, að áður en Jakob
lærði sem húsgangabólstrari,
vann hann um nokkurt skeið sem
söðlasmiður á Akureyri. Næst
flytja þau hjón til Hafnarfjarðar
ásamt börnum sínum, þar söng
Jakob með karlakórnum Þröstum.
Með ósérhlífni og dugnaði eignast
þau lítið hús, en það voru kreppu-
tímar, fljótlega var enga vinnu að
fá og húsið er selt ofan af þeim og
börnunum. Enn standa þau uppi
eignalaus, en kjarkurinn er óbil-
andi. Nú flytjast þau með alla
fjölskylduna til Siglufjarðar. Jak-
ob fær vinnu á verkstæði Jóhanns
Stefánssonar og Þórunn á síld-
arplani. Þannig tekst þeim, með
því að leggja nótt við dag, að
eignast fallegt einbýlishús. En allt
er forgengilegt hér á jörðinni.
síldin hvarf af miðunum og þessi
mikli útvegsbær, Siglufjörður,
leggst í dvala. Lengi er beðið og
vonað, en síldin kemur ekki aftur
og enga vinnu er að fá, húseignir
verða verðlausar. Þetta er hörð
lífsreynsla, en þau hjón eru ekki á
því að gefast upp, mótlætið efldi
þau að þroska og manngæsku. í
Keflavík fengu þau atvinnu, Jakob
á flugvellinum og Þórunn við
ýmiskonar störf. í Keflavík réðust
þau í að byggja í félagi við annan
og áttu þau það húsnæði allt þar
til þau fluttust til Reykjavíkur í
húseign sína að Hátúni 8. Jakob
fékk á ný vinnu við iðn sína hjá
trésmiðjunni Víði og vann þar
meðan honum entist heilsa til.
Margra ára kynni mín af Jakobi
sannfærðu mig um að hann væri
gull af manni. Tryggari vini en
þau hjón hefi ég ekki átt og tel það
mikla gæfu að hafa fengið að vera
þeim sem sonur allt frá því ég
kynntist þeim í Keflavík. En þar
lék ég ásamt Þórunni með leikfé-
laginu Stakki í Keflavík og þar
byrjuðu kynni mín af þeim hjón-
um. Nú er Þórunn félagi í Félagi
íslenskra leikara.
Við Jakob tefldum um dagana
fleiri skákir en tölu verði á komið
og með ljúfmennsku sinni og
drengilegum íþróttaanda kenndi
hann mér margt um skáklistina.
Aldrei náði ég þó með tærnar þar
sem hann hafði hælana, enda var
Jakob maður stálminnugur og var
á Akureyrardögum sinum talinn
mjög efnilegur skákmaður, m.a.
tók hann þátt í símaskák milli
Reykjavíkur og Akureyrar og voru
þær skákir tefldar á næturnar.
Ljúfmennska Jakobs og Þór-
unnar í garð minnar fjölskyldu
verður aldrei fullþökkuð. Vottum
við eftirlifandi konu hans, börnum
hans og barnabörnum innilegustu
samúð okkar. Mér finnst viðeig-
andi að ljúka þessum fátæklegu
orðum með vísukorni, sem Símon
Dalaskáld kastaði fram, er hann
sá Jakob, þá þriggja ára hnokka,
skokka um baðstofupallinn:
Skjótur gerir skokka hér um pallinn,
Jakob Einars bliður bur.
bitrum mcinum iráaneyddur.
Kristján Jónsson.
ATIIYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu mcð
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, scm birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og mcð góðu
Ifnubili.