Morgunblaðið - 16.06.1979, Qupperneq 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979
Bjarni Bjarnason
bóndi—Minning
Fæddur 30. september 1884.
Dáinn 5. júní 1979.
„Syngið Drottni nýjan söng.
Syngið Drottni, lofið nafn hans,
kunngjörið hjálpráð hans dag
eftir dag. Komum með. lofsöng
fyrir auglit hans, syngjum gleði-
ljóð fyrir honum. — Eg vil lofa
Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði
mínum, meðan ég er til.“—
Þessi orð Heilagrar ritningar
koma mér í hug, er ég sezt niður
til að rita nokkur minningar- og
kveðjuorð um sveitunga minn og
frænda, Bjarna Bjarnason á Skán-
ey, sem látinn er í hárri elli og
verður kvaddur frá Reykholts-
kirkju í dag. Á langri ævi hafði
hann sungið Drottni sínum lof og
þökk og lagt fram stærri fórn og
meiri þjónustu í þágu kirkjusöngs
en nokkur annar í byggð hans. Að
leiðarlokum skal þess minnzt að
verðleikum og fyrir það þakkað,
sem hann lagði fram til eflingar
kirkjulífi og menningar í byggðum
Borgarfjarðar.
Bjarni Bjarnason var fæddur á
Hurðarbaki í Reykholtsdal hinn
30. september árið 1884. Foreldrar
hans voru Bjarni Þorsteinsson,
bóndi þar, og kona hans, Vilborg
Þórðardóttir. Voru þau hjón af
kunnum borgfirzkum ættum.
Bjarni var sonur Þorsteins
Þiðrikssonar á Hurðarbaki og
konu hans, Steinunnar Ásmunds-
dóttur frá Miðvogi. Frá þeim er
mikill ættbogi kominn, og taldi
Kristleifur fræðimaður Þorsteins-
son, að „táp og dirfska" væri
einkenni þessarar ættar, sem
jafnan er nefnd Hurðarbaksætt.
Vilborg á Hurðarbaki var hins
vegar af Deildartunguætt. For-
eldrar hennar voru Þórður Odds-
son, bóndi á Litlakroppi, og kona
hans, Helga Þorvaldsdóttir, bónda
á Stórakroppi, Jónssonar, bónda
og dannebrogsmanns í Deildar-
tungu Þorvaldssonar, sem hin
geysifjölmenna Deildartunguætt
er frá komin.
Tveir voru synir þeirra Hurðar-
bakshjóna, sem upp komust. Auk
Bjarna, sem hér er minnzt, var
Þorsteinn óðalsbóndi á Hurðar-
baki, látinn 1963.
Hinn 3. október árið 1908
kvæntist Bjarni Bjarnason Helgu
Hannesdóttur frá Deildartungu,
vel gefinni og mikilhæfri mann-
kosta konu. Vorið eftir hófu þau
búskap á Skáney í Reykholtsdal og
bjuggu þar góðu búi hátt á fjórða
tug ára. Bjarni var hygginn og
ötull bóndi, framsýnn og fram-
takssamur. Fertugur að aldri
hlaut hann heiðurslaun úr styrkt-
arsjóði Kristjáns konungs IX.
fyrir miklar og lofsverðar búnað-
arframkvæmdir. Við búskapinn
naut hann ómetanlegs styrks og
dugnaðar konu sinnar, sem í engu
lét hlut sinn eftir liggja. Bæði
höfðu þau lifandi áhuga á ræktun,
ekki sízt skógrækt, og sýndu hug
sinn í verki í þeim efnum. Þau
vildu rækta og fegra landið og
vinna þeirri hugsjón að græða sár
þess og klæða það skógi. Þau voru
í hópi þeirrar æsku, sem stofnaði
Ungmennafélag Reykdæla fyrir
rúmum 70 árum. Þau voru sannir
fulltrúar þeirra vormanna
íslands, sem á morgni aldar hófu
merkið og ruddu brautina til
aukins frelsis og meiri framfara,
meiri birtu, meiri vormerkja og
voráhrifa í lífi og menningu þjóð-
ar.
Helga á Skáney andaðist sum-
arið 1948. Nokkru áður höfðu þau
hjónin brugðið búi og höfðu þau
þá skipt jörð sinni milli barna
sinna. Þau hjónin eignuðust fjög-
ur börn. Eitt misstu þau á fyrsta
ári, en hin þrjú eru á föðurleifð-
inni og hafa búið þar frá unga
aldri. Þau eru: Vigdís, húsfreyja í
Nesi (nýbýli úr Skáneyjarlandi),
gift Guðráði Davíðssyni, bónda
þar. Vilborg, húsfreyja á Skáney,
gift Marinó Jakobssyni, bónda
þar. Yngstur er Hannes Magnús,
bóndi á nýbýlinu Birkihlíð í
Skáneyjarlandi, kvæntur Bryn-
hildi Stefánsdóttur frá Flateyri.
Öllum hefur þeim systkinunum
búnast vel á þeirri góðu jörð, sem
þau tóku í arf frá foreldrum
sínum. Þau hafa komizt vel áfram
og notið trausts og virðingar svo
sem foreldrar þeirra.
Þó að Bjarni á Skáney væri
góður og traustur bóndi, er bætti
jörð sína mikið að húsum og
ræktun og skilaði bættu landi í
barna sinna hendur, þá er það
Guömimdur Guðmimds-
son Olafsfirði-Minning
Hún er konan sem kyrrlátust fer
og kemur þá minnst þig varir.
Þannig kvað Tómas Guð-
mundsson um sorgina. Og sorgin
kom svo sannarlega er okkur
minnst varði, er við spurðum lát
bekkjarfélaga okkar og vinar,
Guðmundar Guðmundssonar,
þessa hægláta, geðþekka drengs,
sem fyrir löngu hafði unnið hug
okkar og hjarta með góðlyndi
sínu, prúðmannleik og yfirlætis-
leysi. Þessi laglegi piltur, sem var
svo ánægður með lífið og miðlaði
öðrum af ánægju sinni þegar
eitthvað skyggði á, virtist eiga
mikla framtíð fyrir sér. Hann átti
fremur auðvelt með nám og var
gæddur mörgum listamannsgáf-
um, en það var ekki í eðli
Guðmundar að miklast af slíku.
Hann var hlédrægur og rólyndur,
en úr andlitinu mátti lesa mikla
mannkosti, góðsemi og kímnigáfu.
Guðmundur gat einnig, ef svo bar
undir, verið hrókur alls fagnaðar,
lífið og sálin í hópi góðra vina.
Fyrir aðeins tveimur vikum fögn-
uðum við bekkjarsystkinin próf-
lokum og lék þá Guðmundur á als
oddi, þó með sínu meðfædda
hæglæti og kurteisi. Hvern gat
órað fyrir að svo skammt væri
stórra högga á mili, — að bilið
milli gleði og sorgar væri svo
stutt.
Það er vart að við séum búin að
gera okkur grein fyrir því að
þegar skólinn hefst á ný í haust
verði Guðmundur ekki á meðal
okkar. Guðmundur féll svo vel inn
í bekkinn og var svo sterkur hluti
af honum, að okkur finnst sem það
sé hluti af okkur sjálfum, sem er
dáinn. Við vissum að Guðmundi
líkaði vel í skólanum og þótti vænt
um skólann og bekkinn sinn, á
sama hátt og við elskuðum hann
sem góðan vin, drenglyndan og
góðan dreng, sem ætíð var reiðu-
búinn að rétta hjálparhönd, ef
einhvers staðar bjátaði eitthvað á.
Okkur finnst við hafa misst
mikið, en missir okkar er þó smár
miðað við þann sem móðir hans og
ekki búskapurinn, sem mun halda
nafni hans á lofti um ókomin ár,
heldur það mikla og óeigingjarna
fórnarstarf, sem hann vann í þágu
kirkju og menningar í sveit sinni
og byggð. Hann var gæddur
óvenju miklum og góðum tónlist-
arhæfileikum. Frá unga aldri
lagði hann rækt við þessa náðar-
gáfu sína og miðlaði öðrum. Ung-
ur lærði hann orgelleik og gerðist
organisti í Reykholtskirkju
skömmu eftir fermingu. Var hann
síðan organisti kirkjunnar sam-
fellt um sjötiu ára skeið. Einnig
var han í marga áratugi organisti
í Síðumúla- og Gilsbakkakirkjum.
Spilaði hann enn í þeim kirkjum,
eftir að hann lét af starfi við
Reykholtskirkju, eða allt fram
undir nírætt. Láta mun nærri, að
hann hafi verið kirkjuorgelleikari
í þrjá aldarfjórðunga. Hygg ég, að
svo löng og dygg þjónusta í þágu
kirkjunnar heyri til eindæma í
þessu landi. Þessi störf leysti
Bjarni af hendi með miklum ágæt-
um. Kom þar bæði til frábærir
hæfileikar hans, leikni og snilli,
svo og mikil samvizkusemi, trú-
mennska og fórnarlund. Honum
var mjög ljúft að syngja Drottni
nýjan söng og lofa nafn hans með
tónum orgelsins. Tónlistin átti
hug hans og var honum stöðugt
uppspretta gleði og hamingju. Þá
gleði bar hann inn í líf annarra og
jók birtu trúar og menningar í
umhverfi sínu og samtíð.
Þegar Bjarni varð áttræður,
stofnuðu vinir hans, söngfélagar
og safnaðarfólk sjóð við Reyk-
holtskirkju, er bera skyldi nafn
hans. Tilgangur sjóðsins var að
kaupa pípuorgel í kirkjuna og
stuðla að eflingu kirkjusöngs í
sókninni. Vorið 1966 hafði orgelið
verið keypt, og lék gamli maður-
inn á það fyrsta sinni við freming-
armessu á hvítasunnu það ár. Þá
var hamingjustund, vitjunarstund
í lífi hans og í lífi safnaðarins.
Með orgelkaupunum sýndi sóknar-
fólk í verki og á verðugan hátt
þakklæti sitt og virðingu fyrir það
mikla fórnarstarf, sem Bjarni
hafði innt af höndum í húsi
Drottins.
Auk orgelleiks í þeim kirkjum
Reykholtsprestakalls, sem áður er
getið, spilaði Bjarni oft við messur
og athafnir í ýmsum öðrum kirkj-
um í Borgarfirði. Einnig aðstoðaði
hann við stofnun kirkjukóra og
leiðbeindi um kirkjusöng víða
íhéraðinu. Fyrir það eiga kirkjur
og söfnuðir Borgarfjarðar honum
mikla þökk að gjalda. Um skeið
systkin hafa orðið fyrir. í slysinu,
þar sem Guðmundur lét líf sitt,
fórst einnig faðir hans og hefur
því móðirin misst bæði eiginmann
sinn og son, og systkinin ástkæran
föður og ljúfan bróður. Við vottum
þeim og öðrum vandamönnum
Guðmundar okkar einlægustu
samúð og biðjurú þeim Guðs
blessunar um alla framtíð.
Bekkjarsystkin í M.A.
Lífið er undarlegur gerningur.
Enginn veit í raun upphaf þessog
stundum eru endalokin svo snögg,
að spurningar vakna, sem fáir
kunna nokkurt svar við, og þau
svör, sem gefin eru, veita litla fró,
nema það svar eitt sem hin hreina
trú getur veitt.
Þegar Guðmundur nemandi
minn Guðmundsson frá Ólafsfirði
var leiddur brott með vofeiflegum
hætti á þessum fyrstu dögum
sumarsins vakna enn spurningar
um tilgang lífs og dauða. Ekkert
svar fæst.
Guðmundur stundaði nám við
Menntaskólann á Akureyri þrjá
vetur og átti að setjast í efsta
bekk að hausti. Hann var fríður
maður, einkar hógvær og kurteis
og hvers manns hugljúfi. Kom það
ekki síst fram í viðbrögðum bekkj-
arsystkina hans, þegar fréttin af
slysinu barst. Mikill harmur er að
kveðinn eftir ungan og gervilegan
mann. Er hans sárt saknað og
opin og ófyllt standa skörð þeirra
feðga. Móður Guðmundar og syst-
kinum sendi ég dýpstu samúðar-
kveðju mína. Megi hrein trú og
minningin um góða drengi milda
djúpan harm.
Tryggvi Gíslason.
hafði Bjarni á hendi söngkennslu í
Lýðháskólanum á Hvítárbakka og
Héraðsskólanum í Reykholti. Þá
kenndi hann mörgum einstakling-
um orgelleik í einkatímum.
Vorið 1915 beitti Bjarni Bjarna-
son sér fyrir stofnun söngfélags í
Reykholtsdal, er hlaut nafnið
Bræður. Félag þetta starfaði síð-
an undir ötulli stjórn hans og af
miklum þrótti og myndarbrag á
fjórða áratug og lagði ómetanleg-
an skerf til borgfirzkrar menning-
ar á fyrri helmingi þessarar aldar.
Þeir Bræður sungu víða um hér-
aðið á þessum árum, bæði á
skemmtisamkomum og mótum, í
skólum, á hinztu kveðjustundum
samferðamanna og við ýmis önnur
tækifæri. Söngur þeirra þótti frá-
bærlega vandaður og góður, og
uppskáru þeir þakkir og lof manna
fyrir list sína og menningarfram-
lag. Ekki hugðu þeir á laun fyrir
söng sinn. Gleðin og bræðrabönd-
in, félagsandinn, vináttan og
þökkin var það gjald, sem í augum
þeirra var öllum launum ofar. Þeir
voru gæddir ríkri fórnarlund og
félagsþroska og fundu það og
reyndu, að fegurð og gleði lífsins
er ávöxtur af fórn.
Um skeið voru þeir Bræður
búsettir í sjö hreppum þessa
héraðs, en það hamlaði þeim ekki
að koma saman til söngæfinga og
til að styrkja félags- og bræðra-
böndin, þrátt fyrir erfiðar sam-
göngur þeirrar tíðar. Á hverju
hausti höfðu þeir sérstaka „söng-
viku“, oftast á hinu mikla merin-
ingar- og rausnarheimili söng-
stjórans og konu hans á Skáney.
Framlag þeirra Bræðra til
borgfirzkrar menningar verður
aldrei ofmetið né fullþakkað, og
þegar menningarsaga þessa hér-
aðs verður skráð, verður þeirra
getið, og þar ber hæst nafn söng-
stjórans, sem er kvaddur í dag.
Bjarni Bjarnason var mikill
áhugamaður um málefni kirkj-
unnar, svo og allt, sem horfði til
betri tíðar og meiri mannræktar
og mannbóta í lífinu. Ungur stofn-
aði hann Góðtemplarastúku, og
alla ævi var hann stakur bindind-
is- og reglumaður. í áratugi var
Bjarni heitinn safnaðarfulltrúi
Reykholtssóknar. Því starfi
gegndi hann fram undir nírætt og
lét sig aldrei vanta á héraðsfundi.
Enginn var hann málskrafsmaður
á þeim fundum, enda að eðlisfari
fremur hlédrægur og dulur, en
jafnan reiðubúinn að leggja góð-
um málum lið. Ýmsum fleiri trún-
aðarstörfum gegndi Bjarni fyrir
sveit sína og hérað, sem hér verða
ekki upp talin, en þeim málum var
vel borgið, er falin voru forsjá
hans. Hann var maður mjög sam-
vizkusamur, grómlaus og heiðvirð-
ur og í hvívetna hinn bezti dreng-
ur og félagsbróðir. Margs konar
trúnaður og virðing var honum
sýnd í lífinu. Meðal annars var
hann sæmdur riddarakrossi hinn-
ar íslenzku Fálkaorðu árið 1961.
Bjarni Bjarnason var vel
greindur og víðlesinn. Hann var
einlægur félagshyggju- og sam-
vinnumaður. Og þótt hann virtist
stundum fremur fálátur, kunni
hann vel að meta félagsskap og
samvistir við aðra. Mikið yndi
hafði hann af að spila á spil, og
munu margir minnast með gleði
og þakklæti slíkra stunda með
honum, oft næturlangt.
Bjarni heitinn var trúaður
maður, traustur og heill. Hann var
mjög barngóður, hjálpfús og veg-
lyndur. Jafnan mátti lesa góðvild
og birtu í svip hans. Og þrátt fyrir
svo háan aldur, var hann langst af
ungur í útliti, léttur og kvikur í
hreyfingum. Yfir öldungnum var
heiðríkja vorsins og æskunnar.
Hann horfði á lífið með augum
trúmannsins og vormannsins, sem
ávallt sér hið bjarta, góða og fagra
í lífinu, væntir ávallt hins bezta,
horfir fram til birtunnar og bug-
ast «igi, þrátt fyrir byrðar og
mótlæti ævinnar.
Mörg sín efri ár dvaldist Bjarni
heitinn á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar í Nesi og naut þar
góðrar aðhlynningar og bjartra
ellidaga. Að síðustu dvaldist hann
í Sjúkrahúsi Akraness, þar sem
hann andaðist að kvöldi hins 5.
þessa mánaðar. Og í dag er hann
kvaddur hinztu kveðju í kirkjunni,
þar sem hann lék á orgelið og
lofaði Drottin lengur en nokkur
annar. Reykholtsdalur og Borgar-
fjörður kveðja einn sinna beztu
sona með djúpri virðingu og
hjartagróinni þökk.
Friður Guðs fylgi honum inn í
vorið og á eilífðarbraut. Megi
hann „vakna við sörigsins helga
hljóm í himneskri kirkju" Drott-
ins.
Blessuð sé minning góðs drengs
og göfugmennis.
Jón Einarsson,
Saurbæ.
Gunnar Oddsteins-
son — Minning
Fæddur 14. júlí 1932.
Dáinn 3. júní 1979.
Það er erfitt að trúa því að hann
Gunnar sé horfinn héðan; maður á
besta aldri sé hrifinn á brott frá
okkur svo skjótt sem raun varð á.
Við skiljum það ekki sem eftir
erum og spyrjum því þann sem
allt skilur. Gunnar var alltaf
hress og kátur og þægilegur í
viðmóti. Ekki ætla ég að rekja
hans stóru ætt, foreldra og ellefu
systkini, það verður mér fróðara
fólk að gera. Gunnar kvæntist
Ernu Einarsdóttur, góðum lífs-
förunaut, eignuðsut þau fjóra syni
og eina dóttur og eru þau á
aldrinum 10 til 22 ára, Einar 22
ára, Gísli 19 ára, Víðir 16 ára,
Jenný 14 ára og Vilhelm 10 ára.
Gunnar og Erna byggðu upp
heimili sitt með dugnaði og
þrautseigju og ber heimilið það
með sér. Þangað hefur alltaf verið
gott að koma, heimilisandinn góð-
ur og notalegur. Gestrisni skortir
hvergi hvenær sem þangað er
komið og vel tekið á móti öllum.
Við hérna heima þökkum fyrir
þær stundir sem við áttum með
Gunnari. Erna mín, bróðir þinn,
ég og börnin vottum ykkur í
Hrauntungu okkar dýpstu samúð
svo og öðrum ástvinum, Guð
styrki ykkur.
M.M.