Morgunblaðið - 16.06.1979, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979
33
fclk í
fréttum
+ Hér má sjá nokkra menn úr fiðlusveit hinnar heimskunnu Philadelpiu-
hljómsveitar á æfingu við flutning tónverksins „Barnastjarna“ eftir George
Crumb. — Einn fiðluleikaranna setti þá upp heyrnarhlífar til að mótmæla
hávaðanum frá ásláttarhljóðfærum hljómsveitarinnar!
)
+ í TOKYO verður haldinn
áður en langt um líður fundur
um alþjóðleg efnahagsmál.
Mun Margaret Thatcher for-
sætisráðherra Breta fara til
þessa fundar. — Yfirlögregl-
an í borginni hefur þegar gert
nauðsynlegar ráðstafanir til
þess að veita frú Thatcher alla
þá vernd sem þurfa þykir. —
Hafa 20 japanskar lögreglu-
konur verið valdar í öryggis-
vörðinn kringum frúna. —
Aliar eru lögreglukonurnar
þrautþjálfaðar í störfum
slfkra öryggisvarða og eru
t.d. allar handhafar „svarta
beltisins“ — aikido —, sem er
sambærilegt við hið japanska
karate. Síðustu fréttir að aust-
an herma að kvennasveitin sé
á hörkuæfingum upp á hvern
dag.
+ KNATTSPYRNUSTJARNAN hollenzka, Johan Cruyff, ætlar að
hasla ser völl vestur í Bandaríkjunum þar sem knattspyrna á
-axand. vinsældum að fagna. — Það eru nokkrar vikur liðnar frá því
að þessi frábæri knattspyrnumaður dró fótboltaskóna á fætur sér
aftur eftir hálfs árs hvíld og gerði þá samning við knattspyrnufélagið
Los Angeles Aztecs. Þessi mynd var tekin er Cruyff sagði frá því á
blaðamannafundi í Los Angeles, að hann hefði gerst liðsmaður þessa
felags í ramkvæmdastjóri liðsins er með honum á myndinni, Rinus
Michels að nafni, en hann sagði, að með þessu væru mörkuð tímamót
' S°?",lelag8lns> reyn^ar ' bandarískri knattspyrnu, þessari ungu
íþrott í þessu stóra landi, bætti Rinus við.
+ I forsetahöllinni í
Róm er þessi mynd tek-
in. — Lengst til vinstri, í
ljósu fötunum, er forseti
Italiu Sandro Pertini,
sem tók þar á móti
bandaríska utanríkis-
ráðherranum Cyrus
Vance, (stendur við
hlið forsetans.) — Með-
an ráðherrann stóð við í
hinni ítölsku höfuðborg
ræddi hann einnig við
Andreotti forsætisráð-
herra og páfinn veitti
Vance áheyrn. Ekki vit-
um við hver hann er
þessi borðalagði, en
hann er starfsmaður í
forsetahöllinni.
Garðyrkjustöð
— Hveragerði
Garöyrkjustööin ÁLFAFELL í Hverageröi er til sölu.
Upplýsingar veitir Róbert Pétursson í síma 13343 í
Reykjavík.
6Jdnc/a M So](UáUo urinn
gWmcí
Dansað í r
Félagsheimili HREYFILS
i kvöld kl. 9 — 2. (Gengið inn frá.Grensásvegi.)
Fjórir félagar leika
Aðgöngumiðar i sima 85520 eftir kl. 8.
Lindarbær 1
Opiö frá 9—2.
Gömlu dansarnir í
kvöld.
Þristar leika.
Söngvari: Gunnar Páll.
Miöa- og boröapantanir
eftir kl. 20, sími 21971.
Gömludansaklúbburinn Lindarbæ. A
Strandgötu 1 — Hafnarfirði.
Opiö til kl. 2.00.
Hljómsveitin
Hafrót og diskótek
Matur framreiddur
frá kl. 7.
Borðapantanir
í síma 52502 og 51810
Málverkasýning
Kjarvalsstööum
26.maí- 17júni
Opið alla daga kl.2-10