Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979
39
íslenzkur sigur í
fyrstu greininni?
Á MORGUN, laugardag
klukkan 3 að íslenskum
tíma hefst hér í Luxem-
borg Evrópubikarkeppni í
frjálsum íþróttum og eru
íslendingar í riðli með
írum, Portúgölum, Dönum
og Luxemborgurum.
Þrjú efstu löndin komast áfram
í milliriðla. íslensku landsliðs-
mennirnir eru allir komnir til
Luxemborgar, að Guðmundi Guð-
mundssyni undanskildum, en
hann keppir í hástökki og átti að
koma frá Svíþjóð í kvöld. Lands-
liðsmennirnir eru bjartsýnir á að
ná góðum árangri. Nokkrir þeirra
æfðu létt í dag, en aðrir hvíldu sig
og bjuggu sig undir átökin.
Fyrsta keppnisgreinin í dag er
kúluvarp og takist Hreini þar vel
upp má bóka þar íslenskan sigur.
Frá Þórarni Ragnars-
syni blm. Mbl. á EM í
frjálsum í Luxemborg
Hreinn sagði í spjalli við blm. í
gær, að hann væri vel undir
keppnina búinn og væri í mjög
góðri æfingu.
Keppnisgreinarnar fyrri daginn
eru kúluvarp 400 metra grindar-
hlaup, spjótkast, 1500 metra
hlaup, hástökk, 100 metra hlaup,
400 metra hlaup, langstökk, 10
kílómetra hlaup og 4x100 metra
boðhlaup. Síðari daginn er keppt í
sleggjukasti, stangarstökki, 110
metra grindarhlaupi, 800 metra
hlaupi, 3000 metra hindrunar-
hlaupi, kringlukasti, þrístökki, 200
metra hlaupi, 5 kílómetra hlaupi
og 4x400 metra boðhlaupi.
Það gæti haft mikil áhrif á
stigasöfnun íslendinga að Jón
Diðriksson getur ekki keppt með
landsliöinu vegna meiðsla, en
hvert stig er mjög dýrmætt.
Þá er það og slæmt, að bæði
Valbjörn Þorláksson og Stefán
Hallgrímsson forfölluðust, eru
báðir tognaðir og geta ekki keppt
og varamenn urðu að taka þeirra
stað.
Þórsarar heppnir
ÞÓRSARAR máttu þakka fyrir sigur
sinn 2:1 gegn Magna frá Grenivík í
2. deild í gærkvöldi. Leikurinn, sem
samkvæmt mótaskrá átti að fara
fram á Grenivík fór Þess í staó fram
á Þórsveliinum á Akureyri vegna
Þess að grasvðllurinn á Grenivík er
ekki leikhæfur ennÞá.
Leikurinn í heild var leiðinlegur á
að horfa en þó brá fyrir góðum
Meiðsl
hrjá KA
1. DEILDAR liö KA á í miklum
vandræðum um þessar mundir. Liöið
leikur mikilvægan leik gegn Víkingi á
Laugardalsvellinum í dag, en þrír af
fastamönnum liðsins eiga viö slík
meiösl að stríða, að vafasamt er að
þeir geti leikiö meö í dag.
Það eru þeir Einar Þórhallsson,
Ólafur Haraldsson og Eyjólfur
Ágústsson sem eru á sjúkralistanum.
17.júní mót
17. JÚNÍ mótið ( frjálsum (þróttum verður
haldið á Fögruvöllum ií Laugardalnum og
hefst iaugardaginn lfi. júní kl. 14.30 með
keppni í þessum greinum:: 100 m gr.hl. kv.
— 200 m hl. (2 riðlar) — 200 m hl. kv. (3
riðlar) 1500 m hl. karla ug kvcnna — 400 m
hl. karla og kvcnna (2 riðiar) hástökk karla
og kvcnna — kringlukast kvenna — spjút-
kast kvenna — kúluvarp.
S(ðari hluti mótsins (er s(ðan fram á
þjóðhátíðardaginn og hefst kl. 14.30 og
verður þá keppt í 100 m hl. kvenna, sveina
og mcyja, 800 m hl. karla og kvenna —
4x100 m boðhl. kv. - stangarstökki -
úluvarpi kv. — spjótkasti og langstökki
venna.
köflum annaö slagið. Þórsarar voru
betri í upphafi leiksins og sóttu stíft
að marki Magna fyrstu 25 mínúturnar
og uppskáru tvö mörk. Það fyrra
skoraöi Jón Lárusson á 14. mínútu.
Óskar Gunnarsson tók hornspyrnu
og Jón skallaði knöttinn í netið.
Guðmundur Skarphéöinsson skoraði
síðara markið á 20. mínútu og var
einkar vel að því marki staöið. Oddur
Óskarsson óö upp hægri vænginn og
gaf góðan bolta fyrir markið. Þar var
Guðmundur, aöþrengdur varnar-
mönnum Magna og sneiddi knöttinn
snyrtilega með skalla framhjá Einari
markverði, sem fraus á línunni.
Eftir þetta mark bjuggust áhorf-
endur við markasúpu af hálfu Þórs-
ara en reyndin varð önnur. Það voru
Magnamenn sem tvíefldust og sóttu
af miklum móði það sem eftir lifði
hálfleiksins. Á 38. mínútu skoraði
Hringur Hreinsson mark eftir
misskilning í vörn Þórsara. Gefinn
var boltinn fyrr markið, sem Eiríkur
markvöröur átti að ná en hann
hreyföi hvorki legg né lið og Hringur
skoraöi auðveldlega af markteig.
í seinni hálfleiknum geröist lítið
markvert. Leikurinn fór aðallega
fram á miðju vallarins, en Magna-
menn, sem léku undan golunni,
höföu þó undirtökin.
Hvorugt liðið var sannfærandi í
þessum leik en Magnamenn voru þó
mun ákveönari og áttu fylliiega skiliö
annað eða jafnvel bæöi stigin.
Ágætur dómari leiksins var
Steindór Gunnarsson.
— SOR.
Halldór þjálfar HK
1. DEILDAR lið HK í Kópavogi heíur ráðið sér þjálfara fyrir næsta
keppnistímabil í handbolta. Það er Ilalldór Rafnsson sem varð
fyrir valinu. Halldór, sem er um þrítugt, var áður bæði leikmaður
og þjálíari hjá KA. j
HK lék í fyrsta skipi í sögu sinni í fyrstu deild á síðasta vetri, Axel
Axelsson sá þá um þjálfun liðsins og undir umsjá hans tókst liðinu
að yfirstíga erfiðasta hjallann, fyrsta keppnistímabilið. Liðið þurfti
þó að leika aukaleiki við Þór frá Vestmannaeyjum til að tryggja sæti
sitt í fyrstu deild. Róðurinn verður sem fyrr erfiður hjá HK, sem
misst hefur sína skærustu stjörnu, Stefán Halldórsson, yfir til Vals.
Varamannabekkur HK var ekki breiður og Stefán skoraði að jafnaði
8—12 mörk í leik. Skarð hans verður vandfyllt.
Seglbátur
enskur af gerðinni FOX CUP.
Lengd 5,55 m. Breidd 1,95 m.
Segl: stór segl, genoa, fokka stormfokka, og belgsegl.
í káetu eru leöurklædd sæti, borð og W.C. Lyftikjölur: hægt er
að lyfta upp kjölnum þannig að auövelt er að flytja bátinn á
trailer.
Nánari upplýsingar í síma 35722 óg 84514.
:fílboð óskasí "' ^
í nokkrar fólksbifreiöar, jeppabifreiö og nokkrar
ógangfærar bifreiöar þ.á.m. Pick-Up bifreiö er verða
sýndar aö Grensásvegi 9, þriðjudaginn 19. júní kl.
12—3.
Tilboöin veröa opnuö í bifreiöarsal aö Grensásvegi 9,
kl" 5' |- - ,, - _S^i^^pnaliðseigtia.
óskar eftir
blaðburðarfólki
VESTURBÆR:
□ Nesvegur 40—82.
□ Nesvegur frá Vega-
mótum að Hæðarenda.
Uppl. í síma
35408
ii 1
Flymo
LOFTPUÐA
SLÁTTUVÉLIN
NYTT UTLIT.
Sambandsins
Armúla3 Reykjavik Simi 38900