Morgunblaðið - 16.06.1979, Side 40
AIXI.YSINGASIMINN ER:
22480
Iforguftlilftbtfe
AUGLYSINGASÍMINN ER:
22480
JHorflunlíIa&iÖ
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979
Lítil hreyfing
á samningamal-
um farmanna
FÁTT fréttnæmt gerðist í gær á sáttafundi með
yfirmönnum á farskipum og útgerðum skipafélaganna.
Fundur hófst klukkan 14 og í gærkveldi. er Morgun-
blaðið fór í prentun, höfðu aðilar lítið ræðzt við að
gagni. Þó munu hafa orðið einhverjar viðræður rétt
íyrir kvöldverðarhlé um vaktaálög, sem farmenn báru
nokkra von í brjósti um að gætu þróazt áfram. Enginn
fundur var með undirmönnum í gær.
Á forsíðu Tímans í gær var haft
eftir Hallgrími Sigurðssyni, for-
manni Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna, að von væri á
tilboði frá Vinnumálasambandinu
um 3% grunnkaupshækkun til
yfirmanna og aö önnur kjaraatriði
yrðu sett í gerðardóm. Morgun-
blaðið ræddi í gærkveldi við
Hallgrím og spurði um þetta
tilboð. Sagði hann þá að ekkert
tilboð væri í bígerð og væri hér
um misskilning milli sín og blaða-
manns Tímans að ræða.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær,
mun sú kerfisbreyting, sem aðilar
hafa náð saman um, fela í sér að
öðru óbreyttu verulega rýrnun eða
lækkun launa. Því er skilyrði
samkomulags að inn í þennan
ramma komi nýjar launatölur,
sem þyrftu því að vera hlutfalls-
legar talsvert hærri en þær tölur,
sem fram myndu koma við óbreytt
kerfi. Er gert ráð fyrir að vakta-
álagið, sem vinnuveitendur munu
hafa viðurkennt í orði, komi inn
sem hluti launa. Um það snerust
viðræður í gærkveldi og síðan
þurfa menn að finna þá launatölu,
sem að þessu gæti fallið, og var
búizt við því að vinnuveitendur
stefndu að því að spila út tölu, sem
yrði sem allra næst því að gefa
enga hlutfallshækkun. Slík tala
hafði ekki birzt í gærkveldi. Var
jafnvel búizt við því að setið yrði
eitthvað fram eftir.
Einn samningamanna yfir-
manna sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að þegar frá
upphafi deilunnar hafi fulltrúar
Vinnumálasambandsins rætt um
að Sambandið væri komið á
fremsta hlunn með að slíta sam-
stöðu vinnueitenda og semja
sérstaklega. Þessi fulltrúi kvað
þetta tal nú hljóma í eyrum
yfirmanna eins og lélegur brand-
ari.
HULAHOPP....
Ilúlahoppbylgja gengur nú yfir höfuðborgarsvæðið eins
og eldur í sinu, en liðin eru um það bil 20 ár frá því að
húlahopp tók slíkan kipp hér á landi. Myndina tók
Kristján ljósmyndari Mbl. af tveimur liprum stúlkum
sem húluðu allt frá hálsi og niður á hné.
Greenpeace:
Vélarbilun
GREENPEACEMENN voru
teknir til yfirheyrslu hjá út-
lendingaeftirlitinu í gær og
einnig mættu þeir til
viðræðna í dómsmálaráðu-
neytinu vegna brota á ís-
lenzkum reglum.
Gáfu Greenpeacemenn
skýrslu hjá útlendingaeftirlit-
inu vegna útlendinga sem
höfðu farið af landi brott án
þess að gera grein fyrir sér og
hjá dómsmálaráðuneytinu var
rætt við þá vegna brota, m.a.
vegna þess að þeir notuðu
neyðarbylgju á leið í land í
gær.
Rainbow Warrior, skip
Greenpeacemanna, liggur nú á
ytri höfninni í Reykjavík með
bilaða vél og er gert ráð fyrir
því að viðgerð taki nokkra
daga.
Nýtt viðlagagjald
vegna olíunnar?
„ÞAÐ SÉR ekki fyrir endann á því,“ svaraði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, er Mbl. spurði
hann með hverjum hætti ríkisstjórnin ætlar að afla tekna til að halda olfuverðinu til fiskiskipaflotans
óbreyttu, eins og heitið var við ákvörðun fiskverðsins. Kjartan sagði, að miðað við hækkun gasolfu úr 103 í
145 krónur lftrinn og hækkun á svartolfutonni úr 50.500 krónum í 68.000 krónur kostaði það 6,6 milljarða
á ári að halda olíuverðinu óbreyttu til fiskiskipaflotans, eða 550 milljónir króna á mánuði.
Kjartan nefndi sem dæmi, að
framangreind verðhækkun þýddi
2,5 milljónir króna á 10 daga
veiðiferð minni skuttogara og 3,8
milljónir króna á hálfsmánaðar-
veiðiferð skuttogara af stærri gerð-
inni.
Á árinu 1978 var heildarolíu-
kostnaður útgerðarinnar 16% af
rekstrarútgjöldum að launum
sjómanna frátöldum, en miðað við
verð í maílok er olíukostnaðurinn
upp undir 30% af rekstrarút-
gjöldunum.
Ríkisstjórnarflokkarnir fjalla nú
um það með hverjum hætti ríkis-
sjóði verði aflað tekna til að standa
undir útgjöldum vegna óbreytts
olíuverðs til fiskiskipa og olíu-
styrkja vegna húshitunar, en eins
og orð sjávarútvegsráðherra í upp-
hafi þessarar fréttar bera með sér
hefur ekki náðst samkomulag um
það, hvaða álögur verða auknar og
hvernig til þess að auka tekjur
ríkissjóðs. í heild mun olíudæmi
það, sem ríkissjóður stendur nú
frammi fyrir, vera á bilinu 750 til
1000 milljónir'á mánuði.
„Það má heita að fram hafi
komið tillögur um allar þekktar
skattheimtuaðferðir auk þess sem
menn brjóta heilann til að finna
nýja skattstofna," sagði einn af
forystumönnum eins stjórnar-
flokkanna í samtali við Mbl. „Það
hefur mjög komið til álita að setja
þetta fram í formi viðlagagjalds,
eins og gert var á sínum tíma
vegna gossins í Vestmannaeyjum.
Þá var söluskatturinn hækkaður
um tvö stig, hvort sem sú leið
verður ein farin nú, eða um verður
að ræða aukna skattheimtu á fleiri
en einu sviði.
En þetta er ægilegt mál að ráða
fram úr því stærðargráða vandans
er svo hrikaleg."
Tvöfaldur
vínsjúss
kostarnú
á þriðja
þúsundkr.
í KJÖLFAR áfengis-
hækkunarinnar á dögunum
hækka vínsjússar á veitinga-
húsunum og fer tvöfaldur
vínsjúss í gosdrykk nú í fyrsta
skipti yfir 2000 krónur.
Sjússinn af algengu vodka
kostar 780 krónur og tvöfaldur
vodka í gosi kostar 2060 krónur
glasið. Sjússinn af algengu
viskíi kostar 790 krónur og
tvöfaldur viskí í gosi kostar nú
2080 krónur glasið. Sjússinn af
brennivíni kostar 605 krónur
og tvöfaldur brennivínssjúss
blandaður með gosdrykk
kostar nú 1710 krónur.
Tvöfaldur brennivínssjúss í
vatni kostar hins vegar 1210
krónur.
Engin hækkun verður á
borðvínum en önnur svokölluð
létt vín. t.d. sherry og svipaðar
gerðir hækka í verði.
Gjaldskrá leigu- og
sendibíla hækkar
VERÐLAGSYFIRVÖLÐ hafa
heimilað 14,5% hækkun á töxtum
leigu- og sendiferðabifreiða.
Tóku hinir nýju taxtar gildi í
gærmorgun.
Jafnframt hækkar startgjald
leigubíla úr 840 í 1000 krónur og
framvegis kostar hvert skref
krónur í stað 20 króna áður.
50
Hækkun þessi er vegna olíu- og
benzínhækkana, launahækkana og
hækkana á öðrum kostnaðar-
liðum.
„Styrkur fyrir
íslenzkan baUett,,
„ÉG var alveg hissa hvað þetta gckk vel, því það var ekki nema vika til
æfinga,“ sagði Auður Bjarnadóttir ballettdansari í samtali við
Morgunblaðið í gær er hún sigraði í keppni 20 'norrænna
ballettdansara sem haidin var í Finnlandi í vikunni.
Auður og Dinko í einu dans-
atriðinu í Finnlandi.
„Það var ekki aðalatriðið að
vinna,“ sagði Auður, „en það var
ánægjulegt að geta gert þetta
sæmilega og sérstaklega er ég
ánægð með að þessi sigur er talinn
vera styrkur fyrir uppbyggingu og
möguleika balletts á íslandi. Það
vakti líka mikla athygli hér, að
sigurvegarinn var frá fjarlægasta
landinu. Það var skemmtilegt að
þessari keppni skyldi komið á því
Norðurlöndin geta hjálpazt að við
uppbyggingu ballettsins."
Áuður var í Stokkhólmi þegar
Mbl. ræddi við hana í gærkvöldi,
en í kvöld sýnir hún þar ballett
ásamt þeim dönsurum sem hlutu
2. og 3. verðlaun, en það voru
stúlkur frá Finnlandi og Svíþjóð.
1. verðlaun í keppninni voru 5000
finnsk mörk eða um 400 þús. kr.
íslenzkar. Auður hafði dansfélaga
með sér frá Múnchen, Júgóslava
að nafni Dinko Bogadanic. Keppn-
in fór fram í þremur köflum á
þremur dögum og fyrst dansaði
Auður klassískan dans, Le cors-
aire, síðan moderne dans um
Paganini við tónlist eftir Rach-
maninov, saminn af sólodansaran-
um Yuri Vaoms í Múnchen og í
lokakeppninni dansaði Auður
ásamt félaga sínum kafla úr
Rómeó og Júlíu.