Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 Hópurinn, nm dvalitt hafur hér á landi á vagum AHESECI aumar. F.v. Oakar, Ingrid, Carmen, Martine, Peter og Jan. Texti: Aðalheiöur Karlsdóttir Myndir: Emilía. Alþjóðasamtök stúdenta í vioskipta- og hagfræðum AIESEC (L’Association Internationale des Etudiants en Sciences Economiques et Commerciales) eru alÞjóöasamtök stúdenta í viöskipta- og hagfræðum og voru pau stofnuö í Stokkhóimi í mars 1949. Meginmarkmiö samtakanna var viö stofnun aö vera óháö, ópólitísk og alþjóöleg samtök meö þann tilgang aö koma á og efla vinsamleg samskipti milli aöildarþjóöa. Hlutverk aöila samtakanna er aö veita upplýs- ingar um menntunaraöstæöur á hverjum stað, koma í kring stúdentaskiptum, vera stúdent- um á feröalögum hjálplegir og koma í kring skiptiheimsóknum stúdenta í erlenda háskóla. Að stofnun AIESEC stóöu 7 þjóöir, en í dag, 30 árum síöar eru aöildarþjóöir AIESEC 56 í Austur- og Vestur-Evrópu, Norö- ur-, Miö- og Suöur-Ameríku, Afríku og Astu. Stofnfundur AIESEC í Stokk- hólmi var kallað ársþing samtak- anna og hafa slík ársþlng verlö haldin árlega síöan. Þar er störf- um þingfulttrúa skipt í tvennt. Annars vegar er fjallaö um öll málefni AIESEC, geröar laga- breytingar og áætlanir fyrir næsta starfsár. Taka formenn hinna einstöku þjóönefnda þátt í því. Hins vegar eru 'Stúdenta- skiptin, sem enn í dag er eitt meginhlutverk AIESEC. Skiptin fara þannig fram aö gögn um stúdenta og störf eru tölvuunnin, þannig aö fyrirtækjum só tryggö- ur sá starfskraftur, er þau óska. Á fyrsta ársþinginu var skipt 89 störfum, en í dag eru störfin um 4000. AIESEC er eingöngu rekið af stúdentum og í þeím taka virkan þátt yfir 20.000 stúdentar í um þaö bil 400 háskólum í þeim 56 löndum, sem aöild eiga aö AIESEC. Höfuöstöövar AIESEC eru í Brussel og starfa þar aöalframkvæmdastjóri og þrír aöstoöarframkvæmdastjórar. Á seinni árum hefur starfsemi AIESEC náð yfir sífellt víðara sviö, en stúdentaskiptin. Ráö- stefnur, málþing eöa styttri fund- ir um efni tengt náminu skipa sífelit hærri sess í starfi samtak- anna. Annaö hvert ár er ákveöiö efni, sem allar þjóðir taka fyrir hver í sínu lagi, en endapunktur- inn er allsherjarráöstefna, þar sem lagt er saman þaö sem úr umræöunum hefur komiö. Fyrir tveimur árum var tekiö fyrir efniö „Stjórnarmenntun áttunda ára- tugsins", en nú er fjallaö um utanríkisverslun og mun allsherj- arráöstefnan veröa haldin í New York í febrúar á næsta ári. Auk þess starfs fer sívaxandi hluti starfseminnar í aöstoö víð AIESEC-nefndir ( vanþróöuöum löndum. Nýtur AIESEC til þess styrkja frá ýmsum alþjóöastofn- unum, s.s. UNESCO og Canadi- an International Developement Agency o.fl. Á ítlandi takmarkast starf- semin að mestu við stúdenta- skiptin ísland gekk í samtökin 1962 og síöan þá hefur veriö haldiö uppi stööugu starfi AIESEC á islandi. Hin síöustu ár má segja aö starfsemin hafi aukist mikið, en hún takmarkast að mestu viö stúdentaskiptin, auk þess sem fjáröflun tekur töluveröan hluta starfseminnar, en AIESEC þarf algjörega aö verða sér úti um rekstrarfé og nýtur þar stuönings margra fyrirtækja og stofnana. Ennfremur hefur AIESEC staöiö fyrir ráöstefnu um viöskipta- fræöinám, auk þess sem sl. vetur var haldinn stuttur fræöslufundur um utanríkisverslun. Áformaö hefur veriö aö halda áfram á þessari braut eftir því sem tími og fjármagn leyfir. í AIESEC-nefndinni á islandi starfa sex manns og koma tvelr nýir inn á hverju ári ( staö tveggja, sem hætta eftir þriggja ára starf. Starf nefndarmanna er unniö ( algjörri sjálfboðavinnu og til þeirra eru geröar miklar kröf- ur, þv( þeir þurfa aö vínna ( nefndinni sumar jafnt sem vetur. Á veturna er starfsemin aöallega tengd starfaöflun, fjáröflun, und- irbúningi stúdentaskipta og al- þjóölegum samskiptum. Á sumr- in er hins vegar sett upp sumar- dagskrá fyrir þá erlendu stú- denta, sem hér dvelja, og haft ofan af fyrir þeim á ýmsan hátt til að gera dvöl þelrra hér ánægju- legri. I sumar eru sex erlendir stúdentar hér á landi á vegum AIESEC, og stunda allir vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Blaöa- maöur og Ijósmyndari Mbl. heim- sóttu þá fyrir stuttu í því skyni aö forvitnast lítillega um þá og dvöl þeirra hér og fara viötölin hér á eftir. Þrír af sex nefndarmönnum AIESEC á Islandi. F.v. Kristinn Bernburg, Alfreð S. Jóhannsson og Hannes Már Sigurösson. Á myndina vantar Bjarna Snæbjörn Jónsson, Pátur U. Fenger og Friörik Friðriksson. Carmen Ingrid Freiesleben frá Þýskalandi: „Samkeppni fyrir- tækja ekki eins hörð og í Þýskalandi” Carmen Ingrid Freiesleben lærir viðskiptafræði í einkaskóla í Frankfurt og sagði hún að námsins vegna hefði hún orðið að fara til lands, þar sem töluð væri enska. „Ég hafði hins vegar áhuga fyrir að fara til Norðurlanda og þá kom ísland einna helst til greina, því hér geta flestir talað ensku. Áður en ég kom reyndi ég eftir megni að kynna mér ísland og íslenska menningu og í því skyni las ég Eddu og ýmsar bækur um ísland. Ég hafði því ákveðnar hugmyndir bæði um land og þjóð. Landslagið er alveg eins og ég bjóst við, en fólkið er mun vin- gjarnlegra og ég kann ákaflega vel við íslendinga," sagði Carmen. Carmen vinnur við bókhalds- störf hjá Hildu hf. og sagðist hún hafa fengið góða innsýn í útflutn- ingsverslun almennt og eins hvernig viðskipti ganga fyrir sig á íslandi. „Hér er samkeppnin ekki eins hörð og í Þýskalandi og mun meira er gert fyrir launþegana, því matar- og kaffitímar eru lengri og oft er hægt að fá niður- greiddar máltíðir í mötuneytum fyrirtækjanna, en slíkt er mjög sjaldgæft í Þýskalandi. Hér vinna allir, allt frá ungling- um upp í afa og ömmur, og á íslandi er sama og ekkert atvinnu- leysi. Lífsgæðakapphlaupið er mun meira áberandi en ég bjóst við, þegar ég kom. Ég hafði ímyndað mér íslendinga mjög nægjusama og í nánum tengslum við náttúruna, en hér virðist allt miða að því að fjárfesta í íbúðum. Annars held ég að íslendingar lesi meira en aðrar þjóðir og séu almennt betur uppfræddir en ger- ist á meginlandinu. íslendingar eru líka mjög opnir fyrir því sem gerist á alþjóðavettvangi, sem kannski er eðlilegt, því þjóðin er svo lítil og landið svo afskekkt að nauðsynlegt er fyrir hana að fylgjast vel með því, sem er að gerast í kringum hana,“ sagði Carmen. Jan Decuypere frá Belgíu: „Einn til tveir stórir bankar ættu að duga” „Það eina sem ég vissi um ísland þegar ég frétti að ég gæti fengið þar vinnu, var að Reykia- vík væri höfuðborgin og að (s- lendingar hefðu átt í þorskastríði við Breta,“ sagði Jan Decuypere frá Belgíu. Hann er við nám í Suit Genesius-Rode skólanum ( Brilssel og iærir þar hagnýta hagfræði. „Á aðalskrifstofu AIESEC í Brussel vann íslensk stúlka, Margrét Guðmundsdóttir, og sagði hún mér ýmislegt, sem gott var að vita um landið, og allir sögðu mér að ég væri mjög hepp- inn að hafa komist til íslands, því þar væri gott að vera og vel tekið á móti fóiki. Ég hef nú komist að raun um að þetta var ekki ofsög- um sagt og er ánægður með að hafa farið til íslands." Jan vinnur í Útvegsbankanum og sagðist hann hafa fengið að kynnast þar hinum ýmsu deildum bankans og hefði því lært ýmislegt um bankakerfið á íslandi og hefði það verið mjög fróðlegt. „Hagfræðilega séð ætti að vera nóg að hafa aðeins einn eða tvo stóra banka í svona litlu landi, en félagslega held ég að það sé betra að hafa marga smærri banka, því þá er hægt að veita fólkinu betri þjónustu. Samstarfsfólk mitt í bankanum hefur tekið mér mjög vel og allir virðast hafa tíma til að útskýra hlutina fyrir mér. Launin sem ég fæ í bankanum, eru mun hærri en ég fengi fyrir samskonar vinnu í Belgíu, en hér er allt miklu dýr- ara. Sérstaklega fannst mér flug- farið dýrt og get ég ekki almenni- lega skilið hver grundvöllur verð- lagningar flugfargjalda er. Það hefði verið mun ódýrara fyrir mig að halda áfram með flugvélinni til New York, í stað þess að fara úr henni í Keflavík. Ég hefði þó haldið að það ætti að kosta auka- lega að fá að halda áfram með vélinni." Sagði Jan að verð á matvörum væri ekkert mjög hátt, ef borðaður væri sami matur og Islendingar borða, til dæmis fiskur og lamba- kjöt. „En ef þú vilt kaupa svínakjöt eða nautakjöt eða annað, sem þú er vanur að borða heima, þá er orðið dýrt að borða á Islandi." Sagðist Jan hafa mikinn hug á að ferðast meira um ísland, sér- staklega um óbyggðir landsins, því að landið væri mjög heillandi og í landslaginu væru miklar andstæð- ur. „Náttúran hér er svo óspillt og hrein og er örugglega erfitt að finna eitthvað sem líkist íslandi, annars staðar í heiminum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.