Morgunblaðið - 29.08.1979, Page 22

Morgunblaðið - 29.08.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 Ragnheiður Gísladótt- ir — Minningarorð Fædd 6. apríl 1884 Dáin 21. águét 1979. Hún Ragnheiður á Bragagöt- unni er dáin. Hún mun ekki framar taka á móti gestum og veita beina, ekki framar strjúka litlu barnabarnabarni um vanga. Níutíu og fimm ára lífsgöngu er lokið og nú er hún horfin inn á þá Guðsríkisbraut, þar sem óhvikul trúarsannfæring hennar sagði henni, að biðu vinir á vegi. Ragnheiður Gísladóttir var fædd hinn 6. apríl 1884 í Innri- Fagradal í Saurbæ í Dalasýslu og var því á 96. ári, er hún lézt hinn 21. águst síðastliðinn. Faðir henn- ar var séra Gísli Einarsson, prest- ur í Hvammi í Norðurárdal og síðar prófastur í Stafholti. Gísli var bróðir Indriða Einarssonar, leikritaskálds, og dóttursonur Gísla Konráðssonar, sagnaritara. Móðir Ragnheiðar var Vigdís Pálsdóttir, alþingismanns á Dæli í Víðidal. Ragnheiður var elzt sjö systkina og eru þau nú öll látin. Hún ólst upp í Hvammi með foreldrum sínum unz hún stofnaði eigið heimili, að undanskildum einum vetri, en þá var hún í Kvennaskólanum í Reykjavík. Eftir þá námsdvöl fékkst hún dálítið við kennslu í heimasveit sinni. Haustið 1911 giftist hún Hermanni Þórðarsyni frá Glit- stöðum í Norðurárdal. Hermann hafði tekið kennarapróf frá Flens- borg vorið 1904 og var nú skóla- stjóri á Patreksfirði. Árið 1913 hófu þau búskap á Glitstöðum, en Hermann kenndi um langt skeið við Hvítárbakkaskóla og hafði auk þess nokkra heimakennslu. Á Glitstöðum bjuggu þau til ársins 1927, en þá fluttu þau að Sigmund- arstöðum í Þverárhlíð. Til Reykja- víkur fluttu þau 1937, en þá höfðu flest barna þeirra hafið skóla- göngu, en Hermann kenndi meir en aldarfjórðung við Laugarnes- skólann. Ragnheiður og Hermann eignuðust átta börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Unnur, kennari, gift Hans Guðnasyni, bónda á Hjalla í Kjós. Svavar, efnaverkfræðingur. Kona hans er Ursula Funk, þýzkr- r ættar. Gísli vélaverkfræðingur, væntur danskri konu, Betty Epelmann. Guðrún, kennari, gift Alfreð Kristjánssyni. Vigdís kenn- ari. Ragnar, efnafræðingur. Val- borg, lyfjafræðingur. Hennar maður var Kurt Steinager, lyfja- fræðingur. Ragnheiður, forstöðu- maður víxladeildar Landsbank- ans. Eftir að Hermann féll frá árið 1962 hélt Ragnheiður heimili með tveim dætra sinna, þeim Vigdísi og Ragnheiði. Þessi upptalning helztu æviatr- iða segir aðeins lítið brot af sögu Ragnheiðar Gísladóttur. Enn er ótalinn langur vinnudagur hús- freyju á barnmörgu sveitaheimili, áhyggjur og erfiðleikar lífsbarátt- unnar, en líka auðnustundir við áfangalok. í lífi hennar eins og reyndar okkar flestra — skiptust á skin og skúrir — hið óumbreyt- anlega samspil sorgar og gleði. Sú saga verður ekki skráð, hún skal geymd með þeim, sem hana þekkja. Það var árið 1966, að fundum okkar Ragnheiðar bar fyrst sam- an, er ég kvæntist dótturdóttur hennar og nöfnu. Tvennt vakti einkum í fyrstu athygli mína í fari þessarar lágvöxnu konu: sú unun, sem hún hafði af að taka á móti gestum og hve vel hún fylgdist með þjóðmálum, jafnt ómerki- legum dægurflugum sem örlaga- ríkum stórmálum. Ragnheiður laðaði að sér fólk og var oft harla gestkvæmt í eldhús- inu hjá henni. Þar voru börnin, barnabörnin og fjölskyldur þeirra og gamlir kunningjar, jafnvel úr fjarlægum landshlutum. Margs þurfti hún að spyrja um menn og málefni, enda vel minnug og ættfróð í bezta lagi. Ég minnist margra slíkra stunda og eftir að við hjónin fluttum frá Reykjavík voru það í mörg ár eins konar óskráð lög, að á hennar heimili skyldum við búa er við heimsækt- um höfuðborgina. Er árin liðu kynntist ég Ragnheiði betur og þeim innra manni, sem hún hafði að geyma. Þótt aldursmunur væri mikill og hún oftast fátöluð um eigin hagi, skildist mér þó æ betur hve myndir lífsbaráttunnar eru margvíslegar. Að miðla öðrum var hennar aðall og það gerði hún af reisn. Sjálf sóttist hún ekki eftir verald- legum gæðum sér til handa — að gleðja og gleðjast með öðrum var henni dýrmætara en söfnun jarð- neskra gæða. Þótt líkaminn bognaði hin allra síðustu árin, var andlegt þrek hennar lítt bugað. Hún fylgdist með börnum sínum og fjölskyld- um þeirra, fagnaði nýjum afkom- endum sem ætti hún í þeim hvert bein og bað þeim þeirrar blessun- ar, sem hún vissi bezta. Á köldu, íslenzku sumri ylja vettlingarnir, sem hún prjónaði í vor, höndunum á litlu dótturdótturdætrum henn- ar. Fyrr í þessum mánuði hafði hún dvalið í vikutíma með dætrum sínum og kærri frændkonu í sumarbústað við Álftavatn. Dag einn skömmu eftir heimkomuna stóð hún fjölda manns fyrir beina og tók snemma á sig náðir um kvöldið, glöð og hress eftir ánægjulegan og annasaman dag. Hún komst ekki aftur til meðvit- undar — líf hennar fjaraði hægt út. Ragnheiður Gísladóttir lifði hljóðlátu en annasömu lífi, sem hún kvaddi á hljóðan hátt. Bernharð Haraldsson. _Vér 8jáum hvur sumar rennur mefl bóI ytir dnuAnns hnl og lyftir (ellffnn nldingarA þvf Allu, sem drottinn gaf“ M.J. Þegar ég frétti lát Ragnheiðar frændsystur minnar, komu mér í hug þessar ljóðlínur skáldsins. Ragnheiður Gísladóttir var fædd í Fagradal í Dalasýslu. Barnung fluttist hún að Hvammi i Norðurárdal, þar sem hún ólst upp í stórum systkinahópi á heimili foreldra sinna, sr. Gísla Einars- sonar og konu hans Vigdísar Pálsdóttur. Heimilið í Hvammi var menningar- og myndarheimili, sem mótaði börnin sín. Það var glaður hópur og fylgdi þeim systkinum birta og hlýja í félags- starfi unga fólksins í dalnum. Ragnheiður var elst af þessum hópi. Það ríkti mikil reglusemi í Hvammi og voru börnin vanin við vinnu og öll venjuleg sveitastörf. Meðal annars mjólkaði Ragnheið- ur ær í kvíum, sem þá var títt. Ragnheiður stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík í einn vetur. Að námi loknu dvaldi hún með foreldrum sínum, en stundaði barnakennslu um skeið. Hún giftist Hermanni Þórðarsyni frá Glitstöðum í Norðurárdal. Settust þau að á Patreksfirði, þar sem Hermann varð kennari, en fluttust heim að Glitstöðum eftir skamma dvöl þar vestra og hófu búskap þar. Á Glitstöðum var ég eitt sinn gestur þeirra hjóna, þá sá ég Ragnheiði fyrst. Þá var hún í önn dagsins og breiddi sig yfir stóran barnahóp. Hún var létt og rösk í hreyfingum, og hávaðalaust hafði hún stjórn á öllu, var auðséð hvað fallega heimilið var mótað. Þungi heimilisins hvíldi mikið á henni, því Hermann var kennari á Hvítárbakka allmarga vetur. Þau hjón fluttu úr Borgarfirðinum þegar mæðiveikin herjaði hvað mest á sauðfé bændanna þar. Þau settust að i Reykjavík, þar sem Hermann varð kennari. Þar rifjuðust upp kynni okkar Ragn- heiðar að nýju. Á heimili þeirra hjóna var ég tíður gestur um 14 ára tímabil og eftir lát Hermanns, hjá þeim mæðgum. Ragnheiður var sama mikla húsmóðirin, mót- uð af dugnaði og myndarskap. Allir þeir, sem kynntust þessari gáfuðu, góðu konu, fundu að sterk- ustu einkenni hennar voru kær- leikur og fórn. Stillt og prúð var hún veitandinn á heimili sínu, gladdist af því að gleðja og styrkja aðra. Það sönnuðust á henni ljóð- línur Davíðs: „Hinn fórnandi máttur er hljóður". Ég minnist með ánægju þeirra stunda, er við sátum í stofunni hennar og ræddum lífið og tilver- una. Hún var einlæg trúkona, varðveitti hreina Guðstrú og taldi sig hafa örugga vissu fyrir fram- haldi lífsins eftir dauðann og endurfundi við látna ástvini. Það var nautn að ræða við hana um eilífðarmálin og finna hlýjuna streyma til manns frá hennar trúarvissu. Þá komu mér oft í hug hin spöku orð Einars Ben.: „ Musteri Guðs eru hjörtun sem trúa“. Ég sagði hér að framan að Ragnheiður hefði breitt sig yfir börnin sín. Það gerði hún einnig yfir barnabörnin, sem mörg dvöldu hjá þeim mæðgum, er þau voru við nám í Reykjavík Þá veitti hún þeim skjól og bætti úr mörgum þeirra þörfum. Einar Ben. sagði í kvæðinu um móður sína: „En bæri ég heira m(n brot og rainn harm þú broBtir af djúpum sefa þú vógBt upp björg á þlnn veika arra ú visBÍr ei hik eAa efa. alheim ég þekktl einn einasta barm. sem allt kunni aA fyrirgefa". Þetta fagra erindi úr kvæðinu finnst mér einkenni fyrir Iif Ragn- heiðar Gísladóttur, bæði ég sjálf- ur og afkomendur hennar geta tekið undir það. Við hjónin þökk- um hjartanlega vináttu hennar til hinstu stundar. Það var ánægjulegt að frétta það, að Ragnheiður fékk að kveðja þetta líf þrautalaust, eftir að hafa lifað sín síðustu ár umvafin umsjá og hlýju Ragnheiðar dóttur sinn- ar, og barna sinna yfirleitt. En mestar þakkir færi ég þeim systrum Ragnheiði og Guðrúnu fyrir umsjá móður sinnar. Ragnheiður var alin upp i Norðurárdal í Borgarfirði, hún unni héraðinu og ekki síst Norður- árdalnum. Hún var dóttir dalsins. Það voru henni jafnan ánægjustundir að geta heimsótt vinina í dalnum, og ég veit að hún hefir litið yfir dalinn sinn um leið og hún fór. Já. nú er RngnhelAur frcnka m(n fartn. „Og mAAIr GuAb lét móti henni fara sinn mikla hvfta flokk. sinn englaskara“ D.St. Bjarni Ilalldórsson Uppsölum. Kveðja frá erlendri tengdadóttir. „Því þó ég talaði tungum engla og manna, en hefði ekki kær- leikann, þá væri allt mitt tal, sem hljómandi málmur og hvellandi bjalla." Ég gleymi því aldrei, hversu gömul sem ég kann að verða, hvernig tekið var á móti mér. Eiginmaður minn og tengdafað- ir höfðu að vísu tekið á móti mér á flugvellinum, en það voru móttök- ur tengdamóður minnar, Ragn- heiðar Gísladóttur, sem mér aldrei líða úr minni. Við vorum umsvifalaust leidd inn í svefnherbergi þeirra, þetta herbergi varð síðan heimili okkar næsta ár. Hjálp sú, og ástúð, sem okkur, ekki sízt mér, útlendingnum, var sýnd, var meiri en orð fá lýst. Þegar við siðan næsta ár flutt- um í okkar eigið (leigu)-húsnæði, var það ekki það langt frá, að stöðugt náði hjálpararmurinn og umhyggja til okkar. Barn okkar, og síðan börn okk- ar, döfnuðu í þeirri vissu, að á einum stað var fastur blettur, „Hjá ömmu“. Hvort gatan hét Lokastígur eða Bragagata, þá var það alltaf heima hjá ömmu, þar var alltaf gott að koma, og alltaf víst at- hvarf. Jafnvel, þegar fjarlægðirnar síðar jukust, hikaði hún ekki við að senda tengdabörnunum frá fjarlægum löndum blessun sína. Ég vil ljúka þessari stuttu grein, með því, að þakka sjálf alla þessa ástúð, sem mér framandi var sýnd á allan hátt. Betty Ilermannsson Laugarnesveg 74. t Þökkum auðsýnda samúö viö andlót og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur op ömmu, ADALHEIÐAR MAGNUSDÓTTUR, Skipasundi 40. Magnús Halgaaon, Halldóra Gunnaradóttir, Kriatbjörg Gunnaradóttir, Bragi Jónaaon, Þorsteinn H. Gunnarsaon, Inga Þ. Halldóradóttir, Arnbjörn Gunnarason, Sigrún Sigurgairsdóttir. ± Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vlnáttu og hlýhug viö andlát og útför konunnar minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KARLINNU G. JÓHANNESDÓTTUR frá ísafiröi, Haiömörk 68 Hvaragaröi. Jón Jónaaon Margrét Jónadóttir Skapti Jósapaaon Kristín Jónsdóttir Sigmundur Guðmundsson Þórarinn Jónsson Hanna Bjarnadóttir Siguróur Albart Jónsson Sigrún Óakarsdóttir _________________ og barnabörn. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Brúöarkjólar Til ieigu brúöarkjólar, slör og hattar. Uppl. f síma 34231. SkrifstofuhúsnaBÓi söa Iftil fbúö á jaröhæö sem nsst miöbssnum óskast tll leigu. Jopl. f sfmum 50513 og 51560. ' innig má leggja tilboö Inn á • xi. Mbl. merkt. „N — 893“. Hjón maó eitt bam óska eftir 3Ja til 4ra herb. fbúö frá 1. sept. Fyrlrframgr. Uppl f sfma 76798. —1 lyy.i'yw'i aA 4....A.. Ráóskona óskast á gott sveitahelmill. Sfmi 71123 eftir kl. 7. Enskumæiandi stúlka óskar eftir skrlfstofustarfi. Margt kemur til greina. Uppl. f sfma 28751. Keflavík til sölu 4ra herb. íbúölr á smfö- um ásamt bflskúr. Sár Inngang- ur. Skilast tllb. aö utan. Eln- angraöar aö Innan meö mlöstöö og milliveggjum. Tllbúnar tll afhendingar. Ytri — Njaróvík 3ja herb. fbúö vlö Hjallaveg 5. Eignamlölun Suöurnesja, Hafnargötu 57, sfml 3668. Glæsilegt málverk (vatnslltir) frá Grlndavfk eftlr Gunniaug Schevlng til sölu. Tll sýnis föstudag kl. 17 — 19 og laugardag kl. 14 — 16 aö Bergstaöarstrætl 74A. Gunnlaugur Þóröarson. Bútasala — Útsala Opið á laugardaginn. Teppasalan Hverfisgötu 49 sími 19692. Kristniboðssambandió Bænasamvera veröur f kristni- boöshúslnu Betania Laufásvegi 13 f kvöld kl. 20.30. Alllr eru vefkomnir. UTIVISTARFERÐIR Föstud. 31/8 kl. 20 Fjallabakavegur syöri. Markar- fljótsgljúfur, Emstrur, Hattfell, Mællfellssandur, Hólmsárlón, Rauölbotn, Eldgjá, Landmanna- laugar og margt flelra aö sjá og skoða. Farseölar á skrlfst. Lækjarg. 6a, síml 14606. Útivlst FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDOGÖTU 3 SÍMAR11798 og 1S533. Föstudagur 31. ágúst, kl. 20.00 1. Þórsmörk 2. Landmannalaugar — Eldgjá 3. Hveravelllr — Þjófadallr 4. Velöivötn — Jökulhelmar — Kerlingar Gist f húsum f öllum feröunum. Nánari upplýslngar og farmlöa- sala á skrifstofunnl. Feröafélag fslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.