Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 3 „Heimurirm á langt í land með að verða fullkominn” segir rússneski ballettdansar- inn Mikhail Baryshnikov um flótta Alexanders Gudunovs „ÉG VIL helst ekkert um flótta Gudunovs frá Bolshoiballettinum segja, enda þekki ég það mál lítið. Ég get þó sagt það að þetta sýnir aðeins að heimurinn er ekki fullkominn, og á langt f land með að verða það,“ sagði rússneski ballettdansarinn Mikhail Baryshnikov f samtali við blaðamann Morgunblaðsins f gær, er hann fór frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til London. „Þar sem ég veit ekki fyllilega um ástæður Alexanders Gudunovs fyrir flóttanum, get ég ekki sagt hvort það eru sömu ástæður og voru fyrir því að ég flúði til Vesturlanda á sínum tíma,“ sagði Baryshnikov ennfremur, „en allir hafa sínar eigin ástæður, og ég hef mínar. Að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta mál. Ég er hér í einkaheimsókn, hef verið hér í fríi, stundað laxveiðar og slappað af. Þetta er ágætis land, og ég hef notið dvalar minnar hér ásamt vinum mínum, þar sem ég hef getað verið í friði," sagði Barys- hnikov. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu, hefur Mikhail Baryshnikov dvalið hér á landi í eina viku ásamt vinkonu sinni, bandarísku leikkonunni Jessicu Lange og fleira fólki. Voru þau meðal annars við laxveiðar í Laxá í Dölum í boði forstjóra Pepsi-Cola verksmiðjanna, og hélt ungfrú Lange af landi brott áleiðis til Bandaríkjanna í fyrradag í einkaþotu forstjóra fyrirtækisins. Baryshnikov fór hins vegar í gær Bandariska kvikmyndaleikkonan Jessica Lange gengur um borð í einkaþotu forstjóra Pepsi-Cola á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag. Kvikmyndahúsgestir munu kannast við hana úr kvikmyndinni King Kong sem hér hefur verið sýnd. sem fyrr segir, til London, þar sem hann mun koma fram á ballett- sýningum. Baryshnikov kvaðst hins vegar vera búsettur í Banda- ríkjunum. Eins og áður hefur komið fram í fréttum flýði hann til Vesturlanda frá Sovétríkjunum árið 1974. Baðst hann hælis sem pólitískur flóttamaður er hann var á sýningarferðalagi um Kanada, ásamt fleiri dönsurum úr Kirovballettinum í Leningrad. Baryshnikov er einn þekktasti ballettdansari heims, og einn þekktasti ballettdansari Sovét- ríkjanna sem flúið hefur land. Áður hafði Rudolf Nureyev flúið í París árið 1961, og Natalia Makarova í London árið 1970, og nú fyrir nokkrum dögum flúði svo aðaldansari Bolshoiballettsins, Alexander Gudunov. Mikhail Baryshnikov sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærmorgun að hann þekkti Gudunov ágætlega, og þeir væru vinir. Kögur 09 Horn og Heljarvík, huga minn seiöa löngum Mi m ií1 Þú hefur ef til vill ekki séð þessa staði og átt þess kannske aldrei kost. En í staðinn birtast landið og heimurinn á sjónvarpsskerminum hjá þér. Þú sérð ekki einungis form hrikalegrar náttúru heldur líka skíra og ótrúlega eðlilega liti. Liti sem þú sérð einungis úti í náttúrunni og í Philips litsjónvarpstækjum. Við komum ekki með upptalningu á tæknilegum atriðum en hvetjum kaupendur til að kynna sér myndgæði Philips litsjón- varpstækja og þá er ekki um nema eitt að velja. Það er og verður Philips heimilistæki sf Verð: 2<T kr. 498.900 22“ kr. 633.550 26“ kr. 698.500 HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455 - SÆTÚNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.