Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 25 fclk í fréttum Blikkar Ijósmyndarann + Hann er aðeins viku gamall þessi litli simpansi en blikkar engu að síður til ljósmyndarans. Hann fæddist fyrir tímann í Utah í Bandaríkjunum og var skírður því virðulega nafni Newton Rosser Zoppe. Móðir hans var á ferð um Nkephi í Utah með sirkusflokki þegar Newton litli kaus að koma í heiminn en fæðingin varð henni að aldurtila. Hann hefur verið á sjúkra- húsinu frá fæðingu og allir í Nkephi vilja sjá hann, svo mikil var örtröðin að læknar við sjúkrahúsið urðu að meina gestum að koma. Helena Morgan, hjúkrunarkona segir að Newton sé meðhöndlaður alveg eins og barn. „Hann þarfnast mikillar ástar og umhyggju," sagði hún. I lands- liðsbún- ingnum + Rod Stewart í skoska landsliðsbúningum! Poppgoðið mikla er mikill aðdáandi skoska landsliðsins og fylgir liðinu hvar sem það leikur. Hann hefur samið lag, sem sló í gegn, um það hvernig Skotar ætluðu að vinna heimsmeistaratitilinn í Argentínu. En því mið- ur — það tókst ekki. Hér hefur kappinn brugðið sér í landsliðs- búninginn og er greini- lega liðtækur í fótbolt- anum. + Þessi hjónakorn, rúmlega tvítug bæði, voru gefin saman í hjónaband í vor ( borginni Salem ( Massachusetts fylki. Engan mun þá hafa órað fyrir því að ekki væri allt pottþétt. — En svo hefur annað komið á daginn. Hjónin eru systkini. Brúðurin Victoría Pittorino 22ja ára hafði gengið að eiga bróður sinn David Goddu 24ra ára. — Móðir þeirra hafði gefið þau sitt ( hvora áttina er þau voru smábörn, fyrir um 20 árum. — Yfirvöldin (Salem hafa nú stefnt þeim fyrir rétt til þess að fjallað verði um mál þeirra, en ákæran er: Sifjaspell. Akœran er: Sifjaspell LÁRAHELGADÓTim — MINNINGARORÐ „Og þú v.arst kIöÖ sem geisli á ungu blómi að gamna sér og Ijúf að mínum dómi. Mér finnst sem ennþá hlátrar þfnir hljómi í hjarta mér.“ Vilhjálmur frá Skálholti Fyrir 18 árum voru skötuhjú á lystireisu um Vestur- og Norður- land. Við runnum í hlaðið í Brú í Hrútafirði og börðum upp á sím- stöðinni, einu ljótasta húsi lands- ins. Grámi hússins náði ekki inn fyrir þröskuldinn. Þar iðaði allt af starfi og björtu lífi, stórt heimili fjöld'a fólks, sem samhent var við erfiða þjónustu. Og stjórnendurn- ir voru Steingrímur Pálsson, þá umdæmisstjóri, síðar alþingis- maður, og Lára kona hans. Við vorum strax leidd til veizlu. Fyrirmenn úr Reykjavík voru þar einnig og jafnvel þeir — doða- kennd grámenni í opinberum stöð- um — hrifust af hinni miklu glaðværð og hreinskilni sem ein- kenndi samskipti fólks í þessum ævintýraranni. Húsfreyjan leiddi oftast umræðuna, sem mjög sner- ist um pólitík og þjóðfélagsmál- efni. Hún hjó margan hægri vill- inginn djúpum sárum, sparaði ekki stóru orðin og beitti marxisk- um rökum af mikilli fimi. Líklega var hún í lífi sínu einlægasti kommúnistinn, sem ég hef kynnst, — þessvegna urðu vonbrigði henn- ar oft stór — ekki síst með framgöngu og atbeina meintra samherja. Veturinn við botn Hrútafjarðar er langur og leiður. En meðan þau Steingrímur og Lára stýrðu þar búi, var sumarið stutt og geisla- hvitt. Fjöldi kunningja og vina úr öðrum landshlutum hafði þar nokkra dvöl, tjölduðu á grasbalan- um og nutu samvista við þessi fágætu hjón — hinn yfirvegaða og kúltiveraða húsbónda og óvægna eldtungu húsfreyjunnar, sem réð- ist gegn ranglætinu í öllum þess myndum af slíkum máttarþorsta að unun var. Og fyrir tíu árum kom dauðinn og lagði til þessarar fallegu konu. En hún hélt uppteknum hætti og barðist gegn honum af slíkri íþrótt að sú keppni verður lengi í minnum höfð. Við sem vorum kunnug Láru Helgadóttur minnumst hennar sem glaðiegrar, einlægrar og há- værrar byltingarkonu með ískr- andi hlátur í augum og viðkvæmni í andlitsdráttum. Og sem fágæts drengs, sem sjaldan hugsaði um eigin hag en oftar um hinna. Samkennd hennar við náttúr- una var vaxin úr sama jarðvegi og réttlætiskennd hennar — og hún vildi helst fá legstað í Tröllakirkju á Holtavörðuheiði. Og svo voru hinir hljóðlausu dagarnir. Bragi Kristjónsson Lára Helgadóttir yfirsímritari verður jarðsett í dag. í fjöldamörg ár átti hún við erfið veikindi að stríða, en kraft- urinn og lífslöngunin sigra margt. Lára var Isfirðingur, fædd á ísafirði í „Odda“ 24. janúar 1924. Hún unni mikið því húsi. Síðan lá vegur hennar þaðan, fyrst til Reykjavíkur, síðan að Brú í Hrútafirði, þar sem hún starfaði um 20 ára skeið, en eiginmaður hennar, Steingrímur Pálsson, var þá stöðvarstjóri þar. Eftir það kom hún hingað til Reykjavíkur og starfaði hjá Ritsímanum sem yfirsímritari um tíma, þangað til útilokað var fyrir hana að halda áfram starfi sínu vegna veikinda. Aldrei talaði hún um slíkt, barðist þangað til yfir lauk. Mér er sagt að á sjúkrahúsihu þar sem hún dvaldist marga mánuði, að ef konur, sem með henni lágu, fóru að tala um veikindi sín, þá sagði hún: Hættið nú þessu og tökum upp léttara hjal. Þetta var líkt Láru, hún missti aldrei kjarkinn, hún vildi líf bæði í starfi og utan þess. Sem starfsmanneskja og starfs- félagi var Lára alveg einstök. Ekkert mátti fara frá henni, nema gætt væri að, að allt væri í lagi. Hún var ströng við okkur, sem unnum með henni, en hún var líka ströng við sjálfa sig. „Aldrei að gefast upp,“ gæti ég trúað að hefði verið ríkt í henni. En burtséð frá vinnustað var Lára ákaflega vel gerð kona. Hún var hörð í sinni baráttu hvað viðvék félagshugsjónum hennar. Var hún því oft kjörin á trúnað- arfundi fyrir hönd starfsmanna Landssímans. Svo voru hennar persónulegu áhugamál ekki síðri. Hún var vel heima í bókmenntum, áhuga- manneskja mikil fyrir leikhúsi, músík og fleiri listum. En hún átti líka til blíðleika og elskulegheit innra með sér, sem hún flíkaði ógjarnan. En um hálsinn bar hún alltaf keðju, þar sem voru lítil hjörtu með nöfnum sona hennar og svo barnabarna hennar, eftir því sem þau komu. Okkur er mikil eftirsjá að Láru og sendum Steingrími Pálssyni eiginmanni hennar innilegar sam- úðarkveðjur og öllu hennar fólki. Starfsfólk Ritsímans í Reykjavík. Sigurður Demets flyst til Reykjavíkur í haust SIGURÐUR Demets Franzson, sem starfaö hef- ur við Tónlistarskólann á Akureyri undanfarin ár, flyst til Reykjavíkur nú í haust og mun hann hefja kennslustörf í Nýja tónlist- arskólanum. Demets er íslendingum vel kunnur sem söngkenn- ari, en hann kenndi um árabil söng í Reykjavík áður en hann réðst til starfa á Akureyri. Meðal nemenda hans má nefna marga af þekktustu söngv- urum þjóðarinnar, svo sem Sigurveigu Hjaltested, Svölu Nielsen, Erling Vig- fússon, Jón Sigurbjörnsson og Svanhvíti Egilsdóttur prófessor við Tónlistaaka- demiuna í Vín, og marga fleiri mætti nefna. Nýi tónlistarskólinn verður settur hinn 15. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.