Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 15 Ludmila við komuna til Moakvu Þar sem móðir hennar tók á móti henni. „Góða gráttu ekki, ég er komin aftur” Moekvu, 28. ágúst. AP. Reuter. SOVÉTMENN sökuðu Bandaríkjamenn í dag um að hafa reynt að stofna til andsovézkrar æsingar með Þvi að kyrrsetja á Kennedy-flugvelli vál bá er sovózka ballettdansmærin Ludmila Vlasova var farþegi í, en danammrin kom í dag til Moskvu eftir að vél hennar hafði verið kyrrsett í New York f þrjá sólarhringa. Ludmilu var fagnað af móöur ainni, sem sent hafði Jimmy Carter Bandaríkjaforseta skeyti og óskaö þess að dóttur sinni yrði leyft að fara úr landi hiö snarasta, en talið var aö Ludmila hefði verið neydd til þess aö snúa aftur til Sovétríkjanna eftir að eiginmaður hennar, Alexander Godunov, dansari meö Bolshoiflokknum, haföi beðiö um hæli sem pólitíakur flóttamaður í Bandaríkjunum í fyrri viku. Þær mæögur féllust í faöma á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu í morgun og tárfelldi móöirin. „Góöa gráttu ekki," sagöi Ludmila, „ég er komin aftur.“ Veittist dansmærin aö Banda- ríkjamönnum fyrir aö halda vél- inni á Kennedy-flugvelli, í viötöl- um viö fréttamenn. „Þetta var algjör vitfirring og ruddaskapur af hálfu Bandartkjamanna, sem hafa enga handbæra afsökun á framferöi sínu.“ „Ég er aö vonum þreytt eftir allt uppistandiö, en ánægö aö hafa á ný stigið fæti á sovézkt land," sagöi Ludmila. Hún hrósaöi ennfremur sovézkum yfirvöldum fyrir framgöngu í mál- inu. Þá sagöist hún elska eigin- mann sinn, hann heföi tekiö ákvörðun um aö veröa eftir í Bandaríkjunum, en þaö væri ekki hennar vilji. Haft var eftir farþegum í vélinni aö þeir hefðu stytt sér stundir meö tafl- og spilamennsku, hóp- söng og jafnvel leiksýningum meöan vélin var kyrrsett í New York. Vistin um borð hefði veriö þægileg en þreytandi. Veður víða um heim Akuroyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlfn BrUstel Chicago Feneyjar Frankfurt G«nf 18 heiðskirl Heltinki 19 heiðskírt Jerútalem 31 heióskírt Jóh.borg 20 skýjaó Kaupm.höfn 18 skýjaö Las Palmas 24 heióskírt Lissabon 26 heiöskírt London 17 heióskfrt Los Angeles 29 heióskfrt Madríd 31 heióskírt Mélaga 28 skýjaó Mallorca vantar Miami 29 rigning Moskva 24 skýjaö New York 32 skýjað Osló 13 heiðskírt París 17 lóttskýjaó Reykjavík 11 skúrir Rio de Jsneiro 28 skýjaó Rómaborg 27 heiðskírt 6 akýjað 17 skýjað 34 heiðakirt 23 léttakýjað 16 akýjað 18 heiðakírt 25 akýjað 21 akýjað 19 rigning Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 16 skyjað <Mv rnnuBKTiI 29 akýjað 21 heiðakfrt 19 heiðakfrt Svíar krefjast nú á ný rann- sóknar á hv arfi Wallenbergs Stokkhólmi. 28. ágúst - AP. OLE ULLSTEN, forsætisráð- herra Svía, skrifaði Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna bréf í síðustu viku þar sem hann krafðist nýrrar rann- sóknar í máli Raoul Wallen- bergs, sænska diplómatsins, sem Létu gísl- ana lausa Manfla, Filipseyjum, 28. ágúst. AP. ÞRÍR vopnaðir menn er hugðust ræna verksmiðju f bænum Lega- spi, sem er í 340 kílómetra fjar- lægð suðaustur af Manila, slepptu f dag 15 manns er þeir héldu f gfslingu f verksmiðjunni, en þá höfðu gfslarnir verið f haldi f 22 klukkustundir. Ekki var ljóst með hvaða skil- yrðum ræningjarnir slepptu gísl- unum, né höfðu fregnir borizt af því hvort ræningarnir hefðu gefizt upp. Ræningjarnir höfðu áður sagt að gíslarnir yrðu ekki látnir lausir fyrr en þeir hefðu fengið þrjár 0,45 kalibera skammbyssur, 10 handjárn, andvirði 7,000 Bandaríkjadala og bifreið til und- ankomu. Sovétmenn vörpuðu í fangelsi 1945. Ekkert svar hefur borist við bréfi Ullstens. Ullsten lagði áherzlu á, að það myndi bæta samskipti Svía og Sovétmanna ef leyndardómurinn um Wallenberg yrði upplýstur. Wallenberg starfaði í sænska sendiráðinu í Búdapest í stríðinu og studdur af Bandaríkjamönnum starfaði hann við að bjarga eins mörgum gyðingum frá útrýminga- búðum nazista og mögulegt var, með því að láta þeim í té sænsk vegabréf. Þegar leið að lokum stríðsins var Wallenberg handtek- inn af Sovétmönnum og hvarf í Sovétríkjunum. Sovétmenn hafa ávallt svarað fyrirspurnum Svía um Wallenberg með því að segja að hann hafi látist 1947 í Ljubljanka fangelsinu í Moskvu. En síðan þá hafa mörg vitni sagst hafa hitt Wallenberg í ýms- um sovéskum fangelsum. Nýlega skýrði maður að nafni Jan Kaplan frá því að hann hefði hitt sænskan mann í Butyrke fangelsinu og hefði sá dvalist i sovéskum fang- elsum í um 30 ár. Ole Ullsten krefst nákvæmrar rannsóknar, þar sem framburður hinna fjöl- mörgu vitna komi fram. Hann stakk í bréfi sínu upp’ á því, að sænskur fulltrúi yrði viðstaddur rannsóknina ásamt Kaplan, sem var í sovéska Butyrke fangelsinu þar til í fyrra. Vill tefla við Korchnoi San Juan. Puerto Rlco, 28. ágúst, AP. ANATOLY Karpov heims- meistari í skák lét svo um mælt í dag að hann væri tilbúinn til að tefla við Viktor Korchnoi ef Korchnoi „hætti að veitast að sovézkum skák- mönnum“. Lýsti skákmeistar- inn þessu yfir er fram- kvæmdastjórn Alþjóðaskák- sambandsins, FIDE, hafði samþykkt einróma að for- dæma skáksambönd er neit- uðu skákmönnum um leyfi til þátttöku í mótum þar sem pólitískir flóttamenn væru meðal þátttakenda. Búist er við að samþykkt fram- kvæmdastjórnarinnar komi til atkvæða á 50. þingi FIDE er nú stendur yfir í Puerto Rico. Allt til skólans Þú parft ekki að leita víóar EYflUNDSSON Austurstræti 18 Sími 13135

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.