Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 195. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 ' Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sprengjan var mjög öflug og sviðið rústir einar — brezka herhljómsveitin átti að leika þar nokkrum mínútum eftir að sprengjan sprakk. ítölskum popp- stjömum rænt Sassari, 28. ágúst — AP. Reuter. TVEIR ÞEKKTIR ítalskir poppsöngvarar hurfu á Sardiníu 1 dag og leitar lögreglan þeirra dyrum og dyngjum. Fabrizic de Andre, þekktur í heimalandi sínu fyrir þjóðlagasöng sinn. hvarf ásamt konu sinni. Dori Phezzi, en hún hefur unnið hina þekktu sönglagakeppni f San Remo. Þau hurfu úr herbergi sfnu þar sem þau dvöldust á Sardinfu og var allt á rúi og stúi í herberginu er lögregluna bar að. Kona hringdi í kvöld til fréttastofu í Róm og sagði að þau væru í haldi hjá hópi, sem berðist fyrir byltingu í músikheiminum. Þetta mannrán varð til þess að innanríkisráðherra Ítalíu, Virgi- nio Rognoni, fór þegar til eyjunn- ar og fjölgað var í lögregluliði eyjunnar um 170 lögreglumenn er komu frá meginlandinu. Þyrlur leita nú í fjöllum eyjarinnar að ræningjum, en talið er að þeir hafist þar við. Nú eru i höndum mannræningja á Sardiníu tíu manns, allt auðugt fólk er gist hefur eyjuna í sumarleyfi. Ránið á söngvurunum kemur í kjölfar ráns á brezkri fjölskyldu í síðustu viku. Hringt var til fréttastofu í Cagliari og sagt að „kommúnískir verkamenn“ hefðu brezku fjöl- skylduna í haldi og hún væri ekki lengur á Italíu. Hœkkun vaxta í Bandaríkjunum New York. 28. ágúst. Reuter. CHASE Manhattan, þriðji stærsti banki Bandarfkj- anna, hækkkaði f dag vexti til bestu viðskiptavina sina í 1214%. Þessi hækkun kemur nokkrum vikum eftir hækk- un vaxta í 12%. Hærri hafa vextir ekki verið í Bandaríkj unum en í júií 1974. komust þeir í 12%. First National Bank í St. Louis fylgdi þegar í kjölfar Chase Manhattan og hækkaði vexti. Úrskurðaður geðveikur Málmey, 28. ágúst. Reuter. AP. FJÖLDAMORÐINGINN sænski, Anders Hansson, var f dag úr- skurðaður geðveikur og dæmdur til að dveljast á geðveikrahæli. Hansson myrti 11 gamalmenni á elliheimili í Málmey með því að gefa fólkinu eitur. Einnig reyndi hann að myrða 16 aðra. Hansson kvaðst hafa vorkennt gamla fólk- inu og því viljað „hjálpa því að deyja" eins og hann orðaði það fyrir rétti í Málmey. Geðlæknir, sem hefur stundað Hansson sagði að hinn 19 ára gamli piltur hefði ekki gert sér grein fyrir gerðum sínum, en morðin framdi hann þar sem hann vann á sjukrahúsi í Málmey frá október sl. þar til í janúar á þessu ári. Arvatnið reyndist banvænt Rómaborg, 28. ágúst. AP. MAÐUR nokkur, kvikmyndafram- leiðandinn Gianni Buffardi, iézt f dag af völdum vatnssopa úr ánni Tfber sem liðast um Vatikanið og Rómaborg. Læknayfirvöld hafa staðfest að Buffardi hafi látist af Leptospirosis sem er sýking sem rekja má til of mikillar vatns- mengunar. Fregnirnar hafa valdið óhug með- al umhverfissinna í Rómaborg, sem segja að áin sé óheyrilega menguð fyrir trassaskap og sinnuleysi ítala í umhverfismálum. Daglega flæða í ána um 20 millj- ónir rúmmetra af úrgangsefnum, m.a. allt frárennsli frá þremur stærstu sjúkrahúsum Rómaborgar og skólp frá þúsundum bygginga. Talið er að um 25 milljón rottur búi í og við ána. Bi ffardi skellti sér í Tíber fyrir skömmu er hitinn varð sem óbæri- legastur. Hann hrasaði og fyrir slysni varð honum á að súpa á árvatninu. IR A sprengdi í miðborg Brussel Brussel. Lundúnum, Belfast. — 28. ágúst — AP. Reuter. ÖFLUG SPRENGJA sprakk í dag í miðborg Brussei. hljómsveitin að koma sér fyrir á honum en sprengjunni 16 manns særðust í sprengingunni og írski lýðveldis- herinn, IRA, hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Sprengj- an í Brussel sprakk aðeins nokkrum mfnútum áður en brezk herhljómsveit átti að halda hljómleika í miðborg Brussel. Sérstakur pallur hafði verið reistur og átti hafði verið komið fyrir undir pallinum. Meðal þeirra sem særðust voru f jórir meðlimir hljómsveitarinnar og tvö börn, en enginn alvarlega. „Það er kraftaverk að meiðsli skuli ekki hafa orðið meiri.“ sagði George Poels. lögreglustjórinn í Brussel. árangurs. Lögreglan athugar nú þá Carter til Kína Peking, 28. ágúst, AP. WALTER Mondale varaforseti Bandaríkjanna sagði f Peking f dag að Hua Kuo-feng forsætis- ráðherra Kína hefði þegið boð Carters forseta um heimsókn til Bandarfkjanna á næsta ári. Einnig sagði Mondale að Carter mundi endurgjalda heim- sókn Hua og fara til Peking á næsta ári. A fundi með frétta- mönnum sagði Mondaíe að í ferð sinni til Kína hefði verið lagður hornsteinn að eðlilegri sambúð Bandaríkjanna og Kína á næsta áratug. Þá skýrði Mondale frá því að hann mundi opna ræðis- mannsskrifstofu í Canton og yrði það fyrsta ræðismannsskrifstofa Bandaríkjanna í Kína í yfir 30 ár. Þar yrðu 7—8 starfsmenn undir yfirstjórn Richards Willi- ams. í staðinn hygðust Kínverjar opna ræðismannsskrifstofur í Houston í Texas og í San Franc- isco. „Hefði hljómsveitin verið búin að koma sér fyrir á pallinum hefðu áreiðanlega margir látist," sagði hann ennfremur. Hljóðfærin voru á pallinum og eyðilögðust þau og rúður brotnuðu í nágrenninu. Tala þeirra, sem létust í spreng- ingunni á Donegalflóa, hækkaði í dag þegar tengdamóðir dóttur Mountbattens jarls lést af sárum sínum. Lafði Brabourne var 82 ára gömul en Patricia, dóttir jarlsins og sonur hennar liggja enn þungt hald- in. Tilkynnt var í Lundúnum í dag að jarðarför Mountbattens jarls fari fram 5. september. Hún verður gerð frá Westminster Abbey á kostnað ríkisins. Margaret Thatcher ræddi í dag við William Whitelaw, innanríkisráð- herra, Francis Pyn varnarmálaráð- herra, Sir Ian Gilmore er gegnir nú störfum utanríkisráðherra í fjarveru Carrington lávarðar og Humphrey Atkins er kom til Lundúna frá Túnis þar sem hann dvaldist í fríi. Atkins hélt síðan í dag til Belfast til að kynna sér ástandið og búist var við honum aftur til Lundúna í kvöld til að gefa Thatcher skýrslu. Almenningur í Bretlandi var felmtri sleginn vegna hryðjuverka IRA og Thatcher hvatti tii allsherjar baráttu gegn IRA en sprengingarnar í gær hafa nú kostað 23 manns lífið, þar af 18 hermenn. Varnarbandalag Ulster, samtök mótmælenda, kröfð- ust í dag afsagnar Atkins, Irlands- málaráðherra og hótuðu að taka lögin í sínar hendur. Brezki þing- maðurinn Anthony Marlowe hvatti til að þingið yrði kallað saman til að fást við IRA. íbúar í Mullaghmore, þorpinu sem Mountbatten lagði frá í hinstu för sína ræddu um að setja fé til höfuðs leiðtogum IRA. Víðtæk leit hélt áfram að hermd- arverkamönnum IRA en án nokkurs kenningu, að sprengju hafi verið komið fyrir í humarskel í bátnum og síðan sprengd með fjarstýriútbún- aði. Viðbrögð víðs vegar um heim voru mjög á einn veg þar sem illvirkið var fordæmt en japanska stjórnin þagði þó alveg um tilræðið. Sovéska stjórnin lýsti vanþóknun sinni á tilræðinu, kallaði það grimmdarlegt og tilgangslaust. Jóhannes Páll páfi II. fordæmdi einnig morðin á N-ír- landi en heimildir í Páfagarði sögðu að páfi myndi þrátt fyrir morðin ekki hætta við fyrirhugaða heim- sókn til írlands. Kaþólikkar óttast nú, að ofstækisfullir mótmælendur muni reyna að vinna páfa mein í heimsókn hans sem hefnd fyrir hermdarverk IRA. Sjá „Mikil gremja og reiði vegna hryðjuverka IRA“. bls. 14. Hafnar samkomulagi Teheran. 28. ágúst. AP. Reuter. AYATOLLAH Khomeini, trúar- leiðtogi írana, hafnaði í dag öllum sáttatilraunum Kúrda og neitaði að samþykkja vopnahlé, sem staðið hefur f tvo daga f Kúrdistan. „Imam (Khomeini) hefur f engu gefið eftir,“ sagði einn helsti forystumaður bylting- arráðsins, Bani-Sadr, f viðtali við Reuter f dag og sagðist hann mæla fyrir munn Khomeinis. „Ekkert getur réttlætt tilslakanir við minnihlutahópa. Það er ekki undir okkur komið að lýsa yfir vopnahléi — það er Kúrda að leggja niður vopn,“ sagði Bani-Sadr. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar annarrar yfirlýsingar eins helsta trúarleiðtoga landsins, ayatollah Teleghani, þar sem hann sagði að formlegt vopnahlé yrði tilkynnt í dag en harðlínustefna Khomeinis hefur bundið enda á þær vonir. Fimm manna nefnd Kúrda kom til Teheran í dag til viðræðna um vopnahlé og að binda enda á átökin í Kurdistan. Þótt nefndin hefði ekki formlegt samþykki KDP, Demókrataflokks Kúrda, var búist við því, að kæmist hún að sam- komulagi við stjórnvöld, myndu Kúrdar virða það. Nefndin, sem Rham Gazi er í forsvari fyrir, krafðist þess að liðsmenn bylting- arhersveita Khomeinis yrðu á brott úr Kúrdistan. Stjórnarher- inn hætti árásum sínum á Kúrda og að hinn umdeildi ayatollah Khalkali yrði á brott úr Kúrdistan. Khalkali kom til Kúrdistan fyrir tíu dögum og hefur dæmt 74 Kúrda til dauða. I morgun voru 20 manns teknir af lífi. Þar af voru 11 Kúrdar, sem voru teknir höndum í bardögum undanfarinna daga. Einnig voru níu hermenn stjórnarinnar teknir af lífi, en þeir voru ásakaðir um að hafa liðsinnt Kúrdum. Þetta er í fyrsta sinn frá því byltingardóm- stólarnir tóku til starfa, að her- menn hafa verið teknir af lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.