Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 grunn í vitund þjódarinnar. Fátt er og mikilvægara í lýðfrjálsu landi en gagnkvæmur skilningur milli stétta og þjóöfélagsþegna. Náin kynni uppvaxandi æsku af störfum vinnandi handa til sjós og lands er hollt og harla nauðsyn- legt veganesti öllum þeim, sem eitthvað gott vilja láta af sér leiða í þágu lands og þjóðar. Sem betur fer á hin fámenna stétt bænda og búaliðs marga góða vini og vel- unnara í þéttbýlinu. 1 þeim hópi eru margir, sem ungir að árum áttu kost á dvöl í sveit um lengri eða skemmri tíma. Við slík kynní hafa oft myndazt ævilöng vináttu- og tryggðabönd. Hinu ber ekki að neita, að í seinni tíð virðist fara fjölgandi þeim spámönnum, sem leitast við að ala á tortryggni og úlfúð milli strjálbýlis- og þéttbýl- isbúa. Slíkan óvinafagnað þarf að kveða niður. Tvíþættur vandi steðjar nú að landbúnaði: Eftirköst vorharðinda og offramleiðsla. Sá fyrri er gamalkunnur, en hinn síðari glæ- nýr af nálinni. Stjórnskipuð „harðindanefnd" hefur fjallað um þessi vandamál og skilað áliti. Ekki verður það nánar rætt að sinni. Hitt má öllum ljóst vera, að hið margtryggða nútímaþjóðfélag getur ekki skellt skollaeyrum við vanda þeim, sem elzta stofngrein islenzkra atvinnuvega hefur orðið fyrir. Á þeim málum verður að taka af velvild og fullum skilningi. Ella verður að telja, að okkur sé illa í ættir skotið, því að jafnvel í Grágás er að finna merkileg ákvæði um samhjálp og félagsleg úrræði, sem voru langt á undan sínum tima í norrænum rétti. — Friðjón Þórðarson: Fornsögur herma, að iandnáms- maðurinn Önundur tréfótur hafi kveðið, er hann leit fjallið Kald- bak á Ströndum, snæviþakið:... Hefk lönd og fjöld frænda flýit. en hitt er nýjast: Kröpp eru kaup, ef hreppik Kaidbak. en iætk akra. Sjálfur haföi hann misst annan fótinn í orrustu við Harald kon- ung lúfu, sem þá var að brjóta undir sig allan Noreg. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, er sýna, að landnemarnir kusu held- ur að yfirgefa ættir og óðul og leggja út í óvissuna en lúta boði og banni manns, sem heimtaði að gerast herra þeirra. En við sam- anburð á gamla og nýja landinu mátti mönnum ljóst vera, að þeir höfðu storminn í fangið og áttu von á enn harðari lífsbaráttu framundan í ókunnu landi. Nótt og draumur Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson verður ávallt talin meðal öndvegisrita íslenzkra bók- mennta. Á einum stað sér höfund- ur fyrir sér hóp austfirzkra bænda, sem eru að ræða saman á rústum eyðibýlis. Þar er sagan sögð m.a. svofelldum orðum: „Þeir hafa búið hér ár fram af ári, mann fram af manni, síðan landið fannst, og lifað á grjóti. Andi þeirra, trú og tryggð hefur gætt grjótið lífi. Og ekki hafa slikir menn, orðvarir og dáðadýrir jarð- arsynir, setið þessa jörð eina, heldur allar aðrar gráar og grjót- orpnar jarðir landsins. Eins og haugaeldur brennur á næturþeli yfir fólgnu gulli, tekur allt í einu eldur að brenna yfir þessum forna, vallgróna bústað. Upp af grágrýt- inu og mönnum þess leggur bjart- an, kyrran loga, sem ber við himin, logann frá hinum síbrenn- andi þyrnirunni lífsins". — Lífið heldur áfram og sýnir á öllum öldum ríka viðleitni til þess að færa út veldi sitt. íslenzka þjóðin hefur sýnt, að hún vill byggja landið allt. Undrun vekur að sjá minjar mannabústaða út um ann- es og eyjar eða langt inn til dala og heiða. Slík byggð hlaut að láta undan síga fyrr eða síðar, svo sem raun hefur á orðið. — Straumhvörf Við stjórnarskiptin sumarið 1971 sagði bóndi einn af Suður- landi við mig eitthvað á þessa leið: „Það verður erfitt að taka við starfi landbúnaðarráðherra af Ingólfi Jónssyni. Héðan í frá verða bændur landsins aldrei látnir lepja dauðann úr skel miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins." — Átti hann þar m.a. við lagaákvæði, sem kveða á um, að verðlagning landbúnaðarvara skuli ákveðin þannig, að tekjur þeirra, er land- búnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinn- andi stétta og 10%-útflutnings- bótatrygginguna, sem kom inn í framleiðsluráösiögin árið 1960 og reynzt hefur mikilvæg. — Land- búnaðurinn hafði tekið stakkaskiptum, ræktun landsins fleygt fram, lífskjörin batnað og framleiðslan aukizt hröðum skref- um. Bændur létu ekki sitt eftir liggja í viðreisnar- og framfara- sókn þeirri, sem bylgjaðist um allt þjóðfélagið, enda hvattir til auk- innar framleiðslu og afkasta af ráðamönnum landsins. Kuldaskattur „Ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni," sagði Stephan G. Stephanson, Klettafjallaskáld. Hefur oft og iðulega verið vitnað í þessi orð í ræðu og riti. Sannlcik- urinn er sá, að fáir eiga svo mikið komið undir sæmilegu árferði og veðurfari og íslenzkir bændur. Árlega geta þeir varla vænzt nema einnar uppskeru, sem þó getur brugðizt, eins og dæmi sanna. Segja má, að sauðfjár- bændur fái ekki greitt kaup nema einu sinni á ári, þ.e. þegar þeir leggja inn afurðir búsins að haust- lagi. Þó að ríkið þurfi sitt og skattheimta þess sé oft margþætt og óvægin, þá kemst hún ekki í hálfkvisti við hörku og miskunn- arleysi vornæðinganna, þegar illa árar. Þá verður hvert býli að borga sinn kuldaskatt, hvernig sem efnahag þess er háttað að öðru leyti. Engin þörf að kvarta „Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín“, svo kvað bóndinn í Bessatungu í Saurbæ, Stefán frá Hvítadal. En það er ekki nærri alltaf sem sólar nýtur. Hitt er vitað, að öll él birtir upp um síðir. Þá eru menn oft furðu fljótir að gleyma því, sem gengið hefur á móti. Bændur hafa yfir- leitt ekki lagt það í vana sinn að kvarta og kveina, né heldur hafa þeir gert óhóflegar kröfur á hend- ur ríkisvaldinu. Hitt vita þeir og viðurkenna, að margt getur staðið til bóta í búskaparháttum. Hóf- lausri áreitni misviturra fjöl- miðlamanna hafa þeir mætt mað Friðjón Þórðarson. umburðarlyndi og þolgæði. Ekkert er sjálfsagðara en jákvæð gagn- rýni, ef hún er sett fram að siðaðra manna hætti. Margt er það, sem betur má fara í atvinnu- málum landsmanna og nýir tímar krefjast nýrra viðhorfa og úrræða. Stétt með stétt Á fimmtíu ára ferli hefur Sjálf- stæðisflokkurinn haft kjörorðið: Stétt með stétt — á stefnuskrá sinni. Það hefur átt djúpan hljóm- Hárgreiðslustofan opnar í dag að nýju eftir sumarleyfi. „Margs þarf búið við” s hárgreíðslustofa HELCU JÓAKIMS Nokkrir þingfulltrúanna 600 manns voru á Kiwainsþingi Reynimel 34, simi 21732 Árni Einarsson lögfr. Ólafur Thóroddsen lögfr. Sérhæð Seltjarnarnesi Við höfum í einkasölu góða sérhæö í þríbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Nýtt hús. Sér inngangur. Hæöin er ca 120 ferm. auk 27 ferm. rýmis í kjallara. Bílskúr. Verð 36 millj. Uppl. um þessa eign eru aöeins veittar á skrifstofunni ekki í síma. Hafnarfjöröur óskast Viö höfum kaupanda aö 4ra—5 herb. íbúö í Hafnarfiröi. Þarf aö vera með bílskúr. Einbýli óskast Viö höfum kaupanda aö litlu einbýlishúsi í Reykjavík. Æskileg staösetning í Smáíbúöarhverfi eöa Þingholt. Hugsanleg skipti á glæsilegu Pent-house í Breiðholti. Hrafnhólar 4ra herb. Glæsileg íbúö í lyftuhúsi. Suö-vestur svalir. Verö 24—25 millj., útb. 18—19 millj. 4ra herb. óskast Viö höfum fjársterka kaupendur aö 4ra herb. íbúöum. 3ja herb. óskast Við höfum fjársterka kaupendur aö 3ja herb. íbúöum. Seljendur athugið Vi* skoöum og metum íbúöirnar samdægurs yöur aö skuld- bi ■’alausu. Hjá okkur er miöstöö fasteignaviöskipta á Re, Vursvæðinu. Árni Einaruon tögfrnöingur Ólafur Thórodsan lögfrasóingur X3HGNAVER SE ■ n Suöurlandsbraut 20, símar 82455 — 82330. DAGANA 17.—19. ágúst sl. var haldið 9. þing fslenzka Kiwanis- umdæmisins að Varmalandi f Borgarfirði. Þingið var fjölskyldu- þing og sóttu það yfir 600 manns, Kiwanisfélagar og fjölskyldur þeirra, hvaðanæva að af landinu, allt frá Grímsey í norðri, Vopna- firði f austri og Vestmannaeyjum í suðri. I tilefni barnaársins var ákveðið að umdæmisþing Kiwanis 1979 skyldi vera fjölskylduþing. Þar sem gistirými að Varmalandi er tak- markað, bjó stór hluti þátttakenda í tjöldum. Einnig var allt gistirými að Bifröst nýtt fyrir þingfulltrúa. Þinghaldið fór að mestu leyti IÍ Hirh.Viifn FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Viö Snorrabraut 2ja herb. rúmgóö íbúö á 1. hæö. Svalir. Laus strax. Viö Miöbæinn 3ja herb. íbúö á 2. hæö í tvíbýlishúsi ásamt rúmgóðu herb. í risi. Sér hiti. Sér inn- gangur. Ræktuö lóö. Helgi Ólafsson, löggiltur fasteignasali. Kvöldsími 21155. AUCI.YSINOASÍMINN KR: 224ID Bloronnhlebiö fram í hinu glæsilega félags- og íþróttaheimili, sem í smíðum er að Varmalandi. Á föstudaginn 17. ágúst voru haldnir fræðslufundir fyrir verðandi embættismenn klúbbanna, en þá um kvöldið var þingið sett af núverandi umdæmis- stjóra, Þorbirni Karlssyni. Þinginu var síðan haldið áfram á laugardag 18. ágúst og var því slitið þá um kvöldið. Að því loknu var haldin diskótekhátíð fram á nótt fyrir eldri og yngri þátttakendur. Á sunnudag 19. ágúst hélt verðandi umdæmisstjóri, Hilmar Daníelsson frá Dalvík, fundi með verðandi embættismönnum umdæmisins og klúbbanna. ísland er sérstakt Kiwanisum- dæmi, eitt af sex slíkum í Evrópu, en þar hefur hreyfingin náð til 18 landa. ísland er eina Evrópulandið, sem er sérstakt umdæmi, enda hefur útbreiðsla hreyfingarinnar hér á landi orðið mun örari en annars staðar. Eru íslenzkir Kiwanisfélagar um tíundi hluti allra Kiwanisfélaga í Evrópu, enda þótt íbúafjöldi hér á landi sé innan við 1% af íbúafjölda þeirra landa, sem hreyfingin hefur náð til. Eiginkonur íslenzkra Kiwanis- manna hafa með sér félagsskap, sem þær nefna Sinawik (Kiwanis lesið aftur á bak). Samtímis þingi íslenzkra Kiwanismanna halda Sinawikkonur sitt landssambands- þing, og var það haldið að þessu sinni í Bifröst. Formaður Lands- sambands Sinawikkvenna á þessu og næsta starfsári er Margrét Sigbjörnsdóttir frá Hafnarfirði. Tveir Kiwanisklúbbar í nágrenni Varmalands, Jöklar í Borgarfirði og Smyrill í Borgarnesi skipulögðu tjaldstæði og bílastæði og tóku að sér hreinsun og frágang við félags- heimilið sem enn er í smíðum. \&\ * % rfl Mst % mm: ,æ nf ... w* : M Umdæmisstjórn Kiwanis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.